Takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis

Umsögn í þingmáli 566 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 06.02.2020 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 10 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landvernd Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 931 — 566. mál. 25.03.2020 Umsögn aðgerðahóps Landverndar í loftslagsmálum á tillögu til þingsályktunar um takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Aðgerðahópi Landverndar Styður heilshugar takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og að lífeyrissjóðir hætti að fjárfesta í olíu-, kola- og gasvinnslu! Við fögnum því innilega að þessi tillaga sé sett fram og væntum þess að hún verði samþykkt. Allir þurfa að horfa til framtíðar og fjárfesta í grænum lausnum. Aðgerðarhópurinn teldi eðlilegt að ganga lengra, að einn meginþáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða sé að leiða grænar fjárfestingar, þar með talið breytingar yfir í jarðefnaeldsneytislaust samfélag. Til þess þarf fjárfestingar í innviðum og í fyrirtækjum, sem helga sig nýsköpun á þessu sviði. Peningar hafa völd. Með því að beina kaupum með umhverfismál í huga er sent merki til markaðsins hvað neytendur vilja og með því að beina fjárfestingum til fyrirtækja á sviði sjálfbærni er sent merki til markaðarins um hverskonar fyrirtæki fjárfestar trúa á að muni vaxa. Í báðum tilfellum styrkja peningarnir fyrirtækin sem hlotnast viðskiptin og veikir önnur. Með þessari tillögu er verið að setja tóninn fyrir það sem koma skal, hreinni framtíð, án jarðefnaeldsneytis. Eðli lífeyrissjóða sem langtíma fjárfestinga sjóði fyrir framtíð sinna viðskiptavina ætti að samræmast og bera hugsjón þeirrar framtíðar sem er viðskiptavinunum til heilla. Þessu samkvæmt eiga lífeyrissjóðir að fjárfesta siðferðislega og með sjálfbærni í huga. Við fögnum því að gengið sé eftir því að fjármála- og efnahagsráðherra sýni ábyrgð í fjárfestingum ríkisins. Aðgerðarhópurinn teldi eðlilegt að ganga lengra og einn meginþáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða sé að leiða grænar fjárfestingar þar með talið breytingar yfir í jarðefnaeldsneytislaust samfélag. Til þess þarf fjárfestignar í innviðum og fjárfestingar í fyrirtækjum sem helga sig nýsköpun á þessu sviði. Í þingsályktun um mál 566 segir: „Það er sama úr hvorri áttinni fjárfestar nálgast málið, fjárfestingar í kolefnisiðnaði eru ekki líklegar til að skila ávöxtun ef litið er til verulega langs tíma." — í sannleika sagt. Með sífelldum tækniframförum munu vistvænir orkugjafar þróast umfram frammistöðu jarðefnaeldsneytis og verða fjárhagslega hakvæmari. Grænar fjárfestingar hraða þessari þróun. Grænar fjárfestingar eru fjárhagslega öruggari, sýna gott fordæmi, gott siðferði sem og samfélagslega ábyrgð. 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 931 — 566. mál. 25.03.2020 Græn skuldabréf og grænar fjárfestingar geta fjármagnað fjölmargar aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar svo sem orkuskipti og þróun kolefnisbindingar aðferða. Það er mikilvægt að bæði opinberar sem og fjárfestingar lífeyrissjóða verði gagnsærri. Almenningur sem sameiginlegir eigendur þeirra, eiga rétt á því að vita hvað er verið að styðja og fjármagna. Án aukins gagnsæis er erfitt að átta sig á stöðunni og leyta umbóta fyrir framtíðina.. Í heildina: Mikið svakalega er gott að heyra að grænar lausnir og loftslagsaðgerðir séu að ná inná þing - virkilega vel af stað farið! Húrra fyrir ykkur! Við hjá Lofltagshóp Landsverndar viljum sjá jarðefnaeldsneyti fasað út til fulls á Íslandi. Þessu til merkis stóðum við fyrir gjörningi; Jarðaför jarðefnaeldsneytis, sem haldinn var 4.des 2019. Litið var fram til ársins 2035 og kvatt síðustu olíutunnuna framan við olíutankana útá Granda. Framtíðarsýnin er orkunýtni og sjálfbærar orkuauðlindir, jarðefnaeldsneytið er barn síns tíma. Þetta var táknrænn og friðsamlegur gjörningur en honum fylgdu stigmagnandi kröfur aðgerðahóps Landverndar "um að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2035”. Sr. Davíð Þór leiddi athöfnina og hélt minningarorð, viðstaddir hlustuðu á harmónikuleik með söng samankomins kórs, sem voru brot af ýmsum kórum. „Þ é r e r boðið að koma og syngja og gleðjast y fir fortíð, nútíð og framtíð. B reytingar geta verið erfiðar - og öll sorg á rétt á sér. En mundu svo að opna hjarta þ itt og gleðjast með okkur líka, þv í það sem tekur við e r til hins betra. Við erum á fljúgandi ferð í grænum lausnum og við viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að rækta góða jö rð fyrir komandi kynslóðir. “ „Af jörðu ertu komin, að jörðu skaltu aftur verða - í jörðu skaltu að eilífu óáreitt hvíla.“ Undirittaðir í aðgerðahópi Landverndar: Unnur Björnsdóttir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir Eva H. Baldursdóttir Sigurpáll Ingibergsson Arnar Óskarsson Dagný Hauksdóttir Örn Þorvaldsson ADGERÐAHOPUR LANDVERND ICELANDIC ENVIRONMENT ASSOCIATION VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ: 2020 Auka fjá rm agn í nýsköpun og þróun notkunar hreinna orkugjafa í flugsam göngum í sam sta rfi við nágrannaþjóð ir 2023 Banna inn flu tn ing á bensín og díselbílum 2025 Banna inn flu tn ing á v innuvé lum og tæ kjum sem ekki ganga fy r ir hre inum orkugjöfum 2025 Öll op inber fram kvæ m dasvæ ði noti eingöngu tæki sem ganga fy r ir hre inum orkug jö fum 2025 Jarðe fnae ldsneytis lausa r a lm enningssam göngur á landi 2030 M arkm ið um fy rs ta ra ffa rþega flug innanlands 2030 Ja rðe fnae ldsneytis lausar landsam göngur 2030 Ja rðe fnae ldsneytis lausar s jósam göngur 2035 Jarðefnae ldsneytis laus fisk isk ipa flo ti 2035 Jarðe fnae ldsneytis laust m illilanda flu Jarðarför Jarðeldsneytis