Menningarsalur Suðurlands

Umsögn í þingmáli 55 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Bandalag íslenskra listamanna Federation o f lcelandic artists Reykjavík 12. Febrúar 2020 Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, 55. mál. Bandalag íslenskra listamanna getur vel tekið undir með flutningsmönnum um mikilvægi uppbyggingar aðstöðu til mannlífs og menningar á lansdbyggðinni, það hljóti því að teljast skynsamlegt að Ijúka því verki sem hafið er. Byggingar sem þessi hafa fyrst og fremst það mikilvæga hlutverk að vera nærsamfélagi þeirra vettvangur listsköpunar og mannlífs, en auk þess, eins og bent er réttilega á í greinagerð, að stofnanir svo sem Sinfóníuhljómsveit fslands og Þjóðleikhúsið, sem hafa þá skyldu að færa landsmönnum metnaðarfuila dagskrá, geti sinnt því hlutverki svo sómi sé af. Það er þó ástæða til að benda á í þessu samhengi að menningarrekstur er flókinn og dýr. Uppbygging metnaðarfuilrar aðstöðu og húsnæðis tekur mikið til sín og hefur reynst menningarrekstri og listsköpun erfiður. Ekki aðeins þarf að byggja húsið heldur verður að tryggja rekstrinum fjármagn og marka því skýra sýn. ö ll þau hús sem byggð hafa verið af myndarskap undanfarin ár hafa lent í rekstrarvanda og módelið fyrir rekstri þeirra oft gengið nærri hinni eiginlegu listsköpun og því hlutverki sem húsinu var ætlað. Flutningsmenn vitna í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018, þar sem talað er um mikilvægi þess að mennta- og menningarmálaráðherra marki stefnu um framtíð áætlana um eflingu menningarlífs og stuðnings við menningarhús eða sali. Tilefni er til að benda á að sú stefna hefur ekki verið mörkuð, né heldur heildarstefna fyrir málalið 18, en slíkt ber að gera samkvæmt lögum um opinber fjármál. Væri sú stefna til, hvíldu ákvarðanir um uppbyggingu sem þessa og um nýtingu og rekstur húsnæðis af þessu tagi á sterkari grunni. Bandalag íslenskra listamanna lýsir sig fúst til samstarfs um þá vinnu. BÍL - Bandalag íslenskra listamanna, Pósthólf 637,121 Reykjavík. Sími 891 6338 Ef ekki er horft fram á veginn í þessu máli, stefnan skýr og fármagn tryggt til rekstrar er hætt á að við séum einungis að feta okkur að næsta stoppi sem verði í fullbúnu húsi og í framhaldi tökum við til umsagnar aðra þingsályktun um fjármögnun og rekstur menningarstofnunar í rekstrarvanda á Suðurlandi. 7 ^ 4 Erling Jóhannesson Forseti Bandalags í&ienskra listamana B ÍL- Bandalag íslenskra listamanna, Pósthólf 637,121 Reykjavík. Sími 891 6338