Launasjóður íslensks afreksíþróttafólks

Umsögn í þingmáli 524 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 23.01.2020 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 34 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Knattspyrnusamband Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 25.03.2020 Gerð: Umsögn
KSi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis Nefndasvið Alþingis Efni: Umsögn KSÍ um tillögu til þingsályktunar um launasjóð íslensks afreksíþróttafólks, 524. mál Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) vill koma að eftirfarandi athugasemdum vegna tillögu til þingsályktunar um launasjóð íslensks afreksíþróttafólks: KSÍ tekur heilshugar undir tillögur um launasjóð sem myndi skapa afreksíþróttafólki í landinu fjárhagslegan grundvöll til iðkunar á íþrótt sinni að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Tekið er undir þau sjónarmið að með því að greiða afreksíþróttafólki starfslaun aukast réttindi og öryggi þess. Mikilvægt er að við undirbúning og við útfærslu starfslaunasjóðs afreksíþróttafólks verði unnið náið með Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, sveitarfélögunum og ef svo ber við íþróttahéruðum og sérsamböndum. Virðingarfyllst f.h . stjórnar KSÍ, Guðni Bergsson Formaður KSÍ Klara Bjartmarz Framkvæmdastjóri KSÍ