Varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnar­ráði Íslands

Umsögn í þingmáli 523 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 22.01.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 53 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðu­samband Íslands Viðtakandi: Stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd Dagsetning: 12.02.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík: 12.2 2020 Tilvísun: 202002-0003 Efni: Frumvarp til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands, 523. mál. Alþýðusamband Íslands styður eindregið þau markmið sem frumvarpi þessu er ætla að ná. Efnislegar athugasemdir eru ekki gerðar við einstök ákvæði en bent er á eftirfarandi. Hugtakið óeðlilegt notað í ýmsu samhegi í lagatextanum og í greinargerð. Samhengi þess með hugtökunum áhrif eða samskipti skírir sig nokkuð sjálft. Þegar það hinsvegar er eins og gert er i 5.gr. og í greinargerð með því ákvæði, notað með ávinningi og hagsmunum er samhengið ekki eins ljóst. Þá þarf að svara þeirri spurningu hvað sé t.d. eðlilegur fjárhagslegur ávinningur af því að nota upplýsingar sem aflað er í starfi og sem skv. meginreglu 1.mgr. 5gr. er og verður óheimilt að notfæra sér. Virðingarfyllst, Magnús M. Norðdahl hrl., lögfræðingur ASÍ. Alþýðusam band íslands Sætúni 1 • Reykjavík Sími: 535 5600 • Fax: 535 5601 asi@asi.is • www.asi.is mailto:asi@asi.is http://www.asi.is