Áfengislög

Umsögn í þingmáli 48 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 31 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
VVÍNBÚÐIN ÁTVR Skrifstofa Alþingis 150 Reykjavík nefndasvid@althingi.is Reykjavík, fimmtudagur, 13. febrúar 2020 Tilv. 2020020015 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu), 48. mál 150. löggjafarþings. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu), sem er 48. mál 150. löggjafarþings. Í frumvarpinu er lagt til að núgildandi a. lið 2. mgr. 4. gr. áfengislaganna verði breytt á þann veg að framleiðsla áfengis til einkaneyslu varði ekki lengur refsingu skv. 27. gr. laganna. Þannig er lagt til að orðin "einkaneyslu eða" í a. lið tilvitnaðrar málsgreinar falli brott, en að á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: "að framleiða áfengi til einkaneyslu með eimingu". Þá er lagt til að á eftir orðunum "leyfi til framleiðslu áfengis" í 1. mgr. 6. gr. laganna komi: "í atvinnuskyni". Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að markmiðið með framlagningu þess sé að leggja til að afnema refsingu við því "almennt viðurkennda athæfi" að einstaklingar bruggi sjálfir bjór og léttvín til einkanota með gerjun. Frumvarp svipaðs efnis hefur verið lagt fram áður, seinast á síðasta þingi, 149. löggjafarþingi, mál nr. 466, en hlaut ekki afgreiðslu. Frumvarp það sem nú liggur fyrir gengur skemmra en hið fyrra frumvarp að því leyti að í eldra frumvarpinu var einnig gert ráð fyrir því að eiming einstaklinga á áfengi skyldi undanskilin refsinæmi. ÁTVR skilaði inn umsögn með síðasta frumvarpi þann 21. mars 2018. Í umsögninni er virðulegt Alþingi hvatt til þess að láta lýðheilsusjónarmið og samfélagslega ábyrgð ráð för við afgreiðslu frumvarpsins. Þá var gerð grein fyrir gildandi rétti í nágrannaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en í öllum þessum ríkjum er framleiðsla einstaklinga á sterkum drykkjum, þ.e. eiming, bönnuð með einum eða öðrum hætti. Við lestur greinargerðarinnar sem fylgdi hinu fyrra frumvarpi virtist sem tilgangur þess væri að liðka fyrir heimabruggun öls og léttvíns til eigin nota í takt við meinta réttarvitund almennings. Eins og frumvarpið var úr garði gert hefði það hins vegar þýtt að sterkir drykkir hefðu fylgt með, en ÁTVR taldi að þar væri um mistök að ræða. Nú hefur augsýnilega verið úr því bætt og er það vel. ÁTVR tekur hins vegar ekki beina afstöðu til frumvarpsins að öðru leyti, en vísar til fyrri umsagnar. Virðingarfyllst, Ívar J. Arndal, forstjór ÁTVR mailto:nefndasvid@althingi.is