Dómstólar o.fl.

Umsögn í þingmáli 470 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 8 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Persónuvernd Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
/ T j T PERSÓNU ! l | l VERND Alþingi, nefndasvið b.t. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 13. febrúar 2020 Tilvísun: 2020010806/SBM E£ai: Umsögn um frumvatp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endurupptökudómur), 470. mál. Persónuvemd vísar til beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis frá 24. janúar 2020 um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endumpptökudómur) (þskj. 685, 470. mál á 150. löggjafarþingi). Frumvörp sama efnis hafa áður verið lögð fram (þskj. 627, 442. mál á 148. löggjafarþingi og þskj. 70, 70. mál á 149. löggjafarþingi) og veitti Persónuvemd um þau umsagnir, dags. 29. maí 2018 (mál nr. 2018/760) og 8. nóvember 2018 (mál nr. 2018/1479). I fyrri umsögnum Persónuvemdar vom gerðar athugasemdir við ákvæði frumvarpsins er vörðuðu birtingu dóma Endumpptökudóms. I umsögn Persónuvemdar, dags. 29. maí 2018, sbr. einnig umsögn stofnunarinnar frá 8. nóvember s.á., var lagt til að á eftir 4. málsl. 2. mgr. d-liðar 1. mgr. 7. gr. og 3. málsl. b-liðar 1. mgr. 13. gr. frumvarpsins kæmi nýr málsliður, svohljóðandi: „Um birtingu úrskurða fer eftir reglum þess dómstóls, sem veitir þá úrlausn sem óskað er endumpptöku á.“ í 2. málsl. b-liðar 14. gr. frumvarpsins segir að úrskurðir Endurupptökudóms skuli birtir opinberlega eftir reglum þess dómstóls sem veitti þá úrlausn sem óskað er endumpptöku á. I þessu sambandi bendir Persónuvernd á að nýjar reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2019 um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna, sem settar vom samkvæmt heimild í 6. mgr. 7. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla, sbr. 41. gr. laga nr. 76/2019, voru samþykktar 14. október 2019. í 1. gr. reglnanna segir að dómar og úrskurðir á öllum dómstigum skuli birtir á vefsíðum dómstólanna eftir því sem segi í reglunum og jafhframt að hver dómstóll fyrir sig beri ábyrgð á því að birting dómsúrlausna sé í samræmi við reglumar. í ljósi framangreindra breytinga telur Persónuvemd að betur færi á því að vísa, í 2. málsl. b-hðar 14. gr. fmmvarpsins, til framangreindra reglna dómstólasýslunnar þar sem þær taka til allra dómstiga en ekki reglna einstakra dómstóla. Persónuvernd ■ Rauðarárstíg 10 • 105 Reykjavík • IS (+354) 510 9600 • postur@personuvemd.is mailto:postur@personuvemd.is Með vísan til framangreinds leggur Persónuvemd til að bætt verði við nýrri grein í I. kafla frumvarpsins, svohljóðandi: „6. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Stjóm dómstólasýslunnar setur reglur um birtingu dóma og úrskurða héraðsdómstóla, Endurupptökudóms, Landsréttar og Hæstaréttar.“ Þá leggur Persónuvemd til að í stað 2. málsl. b-liðar 14. gr. frumvarpsins komi tveir málsliðir, svohljóðandi: „Urskurðir dómsins um hvort mál verði endurupptekið skulu vera skriflegir og birtir opinberlega, þar á meðal sérálit minni hluta dómenda ef um það er að ræða. Um birtingu úrskurða fer eftir reglum stjómar dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna, sem settar eru á grundvelli ákvæða í lögum um dómstóla.“ Ekki em að öðm leyti gerðar athugasemdir við efni frumvarpsins. 2