Dómstólar o.fl.

Umsögn í þingmáli 470 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 8 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Endurupptöku­nefnd Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 07.02.2020 Gerð: Umsögn
EN D U R U PPTÖ K U N EFN D Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík Sími: 432 5010 N etfang: postur@ endurupptokunefnd.is Nefndasvið Alþingis, skrifstofu Alþingis, nefndasvið, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík, nefndasvid@althingi.is. Reykjavík, 6. febrúar 2020 Sent með tölvupósti. Efni: Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endurupptökudómur), þingskjal 685 - 470. mál, 150. löggjafarþing. Með tölvupósti sem sendur var endurupptökunefnd þann 24. janúar sl. óskaði nefndasvið Alþingis umsagnar endurupptökunefndar um frumvarp til breytinga á ákvæðum laga sem snúa að endurupptöku dómsmála. Samkvæmt frumvarpinu er ráðgert að setja á laggirnar endurupptökudómstól er taki beiðnir um endurupptöku dómsmála til meðferðar í stað endurupptökunefndar. A 148. og 149. löggjafarþingi voru frumvörp sama efnis lögð fram en þau náðu ekki fram að ganga. Við meðferð þeirra frumvarpa, skilaði endurupptökunefnd einnig umsögnum til nefndasviðs Alþingis, dags. 24. maí 2018 og 17. október 2018. í þeim umsögnum nefndarinnar var einkum vakin athygli á skipan dómstólsins, þ.e. að til stæði að dómstóllinn yrði skipaður þremur embættisdómurum og einum til tveimur dómurum, sem ekki væru embættisdómarar. í athugasemdum með fyrirliggjandi frumvarpi kemur fram að í fyrri frumvörpum hafi ekki verið kveðið á um samsetningu dómsins í hverju máli fyrir sig. Nú verði samsetning dómsins hins vegar bundin í lög, ef frumvarpið verður samþykkt. Með þessari breytingu er því verið að koma til móts við sjónarmið endurupptökunefndar, dags. 24. maí og 17. október 2018, þess efnis að embættisdómarar skipi meirihluta dómsins í hverju máli. í fyrri athugasemdum sínum hafði endurupptökunefnd bent á að endurupptökudómur, sem skipaður væri að meirihluta embættisdómurum, byði upp á gagnrýni þess efnis að embættisdómarar væru í varðstöðu um gengna dóma. Taldi endurupptökunefnd því að betur færi á því að allir dómarar við dómstólinn yrðu aðrir en embættisdómar. E f ekki yrði fallist á það þá ætti samsetning dómsins að vera þannig að embættisdómarar væru í minnihluta í hverju máli. I fyrirliggjandi frumvarpi hefur síðari leiðin verið farin, auk þess sem lagt er til í frumvarpinu að varamenn verði skipaðir fyrir þá dómara sem ekki koma úr röðum embættisdómara. Þótt ekki sé lagt til með fyrirliggjandi frumvarpi að allir dómarar við endurupptökudómstól komi úr röðum annarra en embættisdómara, þá telur endurupptökunefnd þetta vera til bóta frá fyrra frumvarpi og til þess fallið að taka mið af þeirri stefnu sem mörkuð var með lögum nr. 15/2013. Þessu til viðbótar vill endurupptökunefnd koma á framfæri tveimur athugasemdum. mailto:postur@endurupptokunefnd.is mailto:nefndasvid@althingi.is Sú fyrri lítur að því að um tvítekningu er að ræða í 4. mgr. 3. gr. frumvarpsins. Þar kemur fram í 1. málslið og aftur í 3. málslið að embættin skulu auglýst og líta skuli til ákvæða III. kafla við veitingu embættanna. Telur nefndin rétt að fella brott 3. málslið 4. mgr. 3. gr. Síðari athugasemdin felur í sér tillögu að breytingu á núgildandi orðalagi 1. mgr. 228. gr. laga um meðferð sakamálanr. 88/2008. Breytingartillöguna leggur nefndin til vegna sjónarmiða sem reynt hefur á í störfum nefndarinnar, t.a.m. í málum nefndarinnar nr. 5/2018 og 11/2018. Endurupptökunefnd bendir á að orðalagið „sem telur sig ranglega sakfelldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið“ getur valdið vafa, sérstaklega í tilvikum þar sem endurupptökubeiðni byggir einvörðungu á því að ákvörðun refsingar hafí verið röng. Leggur nefndin því til að orðalagið „eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða“ bætist við málsliðinn. Eftir breytingu myndi 1. mgr. 228. gr. laganna verða svohljóðandi: „Nú hefur héraðsdómur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn oggetur þá Endurupptökudómur orðið við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að málið verði endurupptekið í héraði e f einhverju eftirtalinna skilyrða er fidlnægt: “ Formaður endurupptökunefndar er tilbúinn til þess að mæta á fund nefndarinnar og gera ítarlegri grein fyrir afstöðu nefndarinnar, e f þess er óskað. F.h. endurupptökunefndar C / , -/ ( OCv v <O h Haukur Örn Birgisson formaður