Fjöleignarhús

Umsögn í þingmáli 468 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Árni Davíðs­son Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 07.02.2020 Gerð: Umsögn
Árni Davíðsson Suðurbraut 1 200 Kópavogur netfang: arnid65@gmail.com Kópavogur 7. febrúar 2020 Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Umsögn um frumvarp: Fjöleignarhús. 468. mál, 150. löggjafarþing. Undirritaður er ekki sáttur við fyrirliggjandi frumvarp. Það gengur allt of langt í að veita eigendum rafbíla rétt til að skylda aðra eigendur í fjöleignarhúsum að standa undir byggingu og rekstur hleðslustöðva fyrir sín ökutæki. Að mínu mati ætti að skipa málum þannig að eigendur bíla beri kostnaðinn af sinni bílaeign en velti honum ekki yfir á nágranna sína. Samfélagið almennt gengur allt of langt í að standa undir og fela þann kostnað sem í bifreiðaeign felst og þetta frumvarp er aðeins síðasta dæmið um það. Ofnotkun bíla á Islandi er grundvölluð á nokkrum þáttum en þrír þættir eru þar stærstir: 1. Gjaldfrjáls bílastæði við heimili. 2. Gjaldfrjáls bílastæði á vinnustað. 3. Gjaldfrjáls bílastæði þar sem almenningur leitar þjónustu. Engin af þessum bílastæðum eru þó ókeypis heldur er kostnaður við landið undir þeim, við byggingu bílastæðanna og við rekstur þeirra falin fyrir notendunum með því að hafa hann innbyggðan í fasteignaverði, innbyggðann í verðlagi og niðurgreiddan með því að láta alla borga fyrir notkun sumra á bílastæðum. Þetta kerfi ívilnana með notkun einkabílsins hefur haft geigvænleg áhrif á hið byggða umhverfi á Íslandi eins og annarsstaðar og veldur því að byggð eru alltof mörg bílastæði sem hafa slæm áhrif á umhverfið. Afleiðingin er dreifð byggð, óvistlegt umhverfi, loftmengun í þéttbýli, losun gróðurhúsalofttegunda, hreyfingarleysi, offita, slæm lýðheilsa og of dýrt íbúðarhúsnæði. Tillaga: Ég legg því til að þessu frumvarpi verði hafnað og að nýrri nefnd verið falið að semja annað frumvarp sem uppfylli eftirfarandi markmið: 1. Notendur hleðslustöðva í fjöleignarhúsum greiði fyrir gerð, viðhald og þjónustu við þær. 2. Notendur bílastæða í fjöleignarhúsum greiði fyrir gerð, viðhald og þjónustu við bílastæðin. Að mínu mati verður þessum markmiðum best náð með því að að skipa málum bílastæða í fjöleignarhúsum með svipuðum hætti og er í sumum nágrannalöndum okkar. Þar reka húsfélög sameiginlega bílastæði sem sérfélög eða undir sérstöku bókhaldi og selja eða leigja aðgang að bílastæðinu til skemmri eða lengri tíma og eru notendur látnir standa undir rekstri bílastæðanna ekki aðrir. Það er með öðrum hætti mailto:arnid65@gmail.com en hér á landi þar sem allir íbúar eru skyldugir til að reka sameiginlega bílastæði og þar með þurfa þeir sem eiga ekki bíl eða eiga aðeins einn bíl að niðurgreiða stæðin fyrir nágranna sína og fyrir þá sem búa í óleyfilegu leiguhúsnæði í fjöleignarhúsum eins og t.d. í geymslum með glugga í kjallara. Ég er tilbúin að koma á fund nefndarinnar og svara spurningum. Árni Davíðsson