Mótun stefnu Íslands um málefni hafsins

Umsögn í þingmáli 461 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 09.12.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Utanríkisráðuneytið Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 14.02.2020 Gerð: Umsögn
Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu íslands um mále&i hafsins þskj. 666 - 461. mál Umsögn utanríkisráðuneytis Vinna hefur verið í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu við að uppfæra skýrslu umhverfis-, sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytisins um samræmda stefnumörkun íslands í málefnum hafsins árið 2004. Skýrslan var sú fýrsta sinnar tegundar þar sem tekin var saman á einn stað stefnumörkun, skuldbindingar og áherslur íslands á þessu mikilvæga sviði. r I formála að þeirri skýrslu kemur fram að stefnumörkunin var unnin í góðu og árangursríku samstarfi umhverfis-, sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytanna á grundvelli ákvörðunar ríkisstjómar í janúar 2003. Stefnumörkunin var samþykkt af ríkisstjóm íslands og gefin út í maí 2004. Við gerð stefnumörkunarinnar var haft samráð við önnur viðeigandi ráðuneyti auk hagsmunaaðila og félagasamtaka.