Fjölmiðlar

Umsögn í þingmáli 458 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 06.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 70 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Viðskipta­ráð Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Upplýsingar
r , , „ VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS Nefndasvið Alþingis Allsherjar- og menntamálanefnd b/t. nefndarritara Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 14. janúar 2020 Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 með síðari breytingum (stuðningur við öflun og miðlun frétta, fréttatengds efnis o.fl.) (Mál nr. 458) Viðskiptaráð þakkar fyrir tækifærið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um breytingar á lögum um fjölmiðla. Frumvarpið felur í sér að komið verði á fót úrræðum til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Áætlað er að heildarstyrkveitingar kosti ríkissjóð um 400 milljónir króna á ári. Viðskiptaráð leggst alfarið gegn frumvarpinu og telur þörf á að líta til fjölmiðlamarkaðar á heildstæðari hátt til þess að leysa vanda einkarekinna fjölmiðla. Íslenska ríkið styður nú þegar fjölmiðlun í ríkulegum mæli, einkum í gegnum 4,8 milljarða framlag sitt til Ríkisútvarpsins. Að mati ráðsins er ekki réttlætanleg forgangsröðun í ríkisfjármálum að auka framlög til málaflokksins þó rétt sé að breyta fyrirkomulagi fyrirliggjandi stuðnings til dæmis með því að taka Ríkisútvarpið af hefðbundnum auglýsingamarkaði, byggja upp samkeppnissjóð um innlenda dagskrárgerð og/eða leyfa útvarpsgjaldinu að renna að hluta til einkarekinna fjölmiðla. Fjölmiðlar eru mikilvægir en hafa tekjur þeirra minnkað? Fer eftir því hvern þú spyrð Mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar fyrir íslenskt samfélag þarf vart að tíunda og hefur Ísland búið vel að öflugum fjölmiðlum. Þó verður að gera athugasemd við framsetningu frumvarpsins á rekstrarforsendum fjölmiðla. Er þar rakin þróun tekna fjölmiðla á umliðnum árum fram til ársins 2017 og bent á að frá árinu 2007 hafi þær lækkað um fjórðung sem í frumvarpinu er einkum rakið til samdráttar í auglýsingasölu. Þegar tekjur fjölmiðla eru skoðaðar yfir lengra tímabil verður þó ljóst að árin 2005-2007 eru ekki góð samanburðarár enda var auglýsingasala þá sérstaklega mikil í sögulegu samhengi og ósjálfbær eins og komið hefur á daginn. Aftur á móti ef litið er yfir 20 ára tímabil frá 1998 til 2017 hefur auglýsingasala fjölmiðla vaxið á föstu verðlagi um nærri 45%. Þannig má segja að jafnvel forsendur frumvarpsins séu að sumu leyti byggðar á veikum grunni. Að minnsta kosti þrjár ákjósanlegri leiðir til Ekki verður litið framhjá þeirri staðreynd að vera Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði bjagar og leggur stein í götu heilbrigðrar samkeppni á markaðnum. Viðskiptaráð telur óeðlilegt að stjórnvöld standi fyrir slíkum röskunum á fjölmiðlamarkaði og rétt sé að grípa til aðgerða í þeim efnum. Því verður að horfa á stöðu einkarekinna fjölmiðla í heildstæðu ljósi. Að því sögðu gerir ráðið sér grein fyrir þeim menningarverðmætum sem felast í innlendri dagskrárgerð og vilja stjórnvalda til þess að gæta að þeim. Stjórnvöld hafa í hendi sér nokkrar leiðir til þess að rækja það hlutverk með sómasamlegum hætti án þess að slíkt þurfi að koma niður á heilbrigði fjölmiðlamarkaðarins. 1. Í fyrsta lagi gætu stjórnvöld dregið Ríkisútvarpið af hefðbundnum auglýsingamarkaði og þrengt hlutverk RÚV þannig fyrirtækið einbeiti sér betur að því menningarlega hlutverki sem því er ætlað að rækja. Ætla mætti að sú leið myndi hvort tveggja bæta samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla og efla grunnstarfsemi RÚV í samræmi við hlutverk þess. 2. Í annan stað telur Viðskiptaráð tilefni til þess að skoða nánar hugmyndir um að leyfa útvarpsgjaldinu að renna að hluta til annarra fjölmiðla en RÚV. Þannig hafa verið viðraðar hugmyndir um að tekið verði upp sambærilegt kerfi og þekkist með sóknargjöld þar sem almenningur gæti á einstaklingsgrundvelli ákveðið til hvaða fjölmiðils útvarpsgjaldið rennur. Sú leið hefur einnig þann kost að nýta mætti þá vinnu sem hefur þegar farið í frumvarpsgerð þessa sem drög að skilyrðum fyrir hæfi fjölmiðla til þess að þiggja útvarpsgjald. 3. Í þriðja lagi mætti setja á fót samkeppnissjóð sem hefði það að markmiði að styðja við framleiðslu innlendrar dagskrárgerðar. Slíkir samkeppnissjóðir þekkjast á ýmsum málefnasviðum þar sem stjórnvöld telja samfélagsleg verðmæti að finna en sem dæmi um slíkt er Kvikmyndasjóður Íslands. Þannig myndi RÚV keppa um opinbert fjármagn í slíkri dagskrárgerð á jafnræðisgrundvelli við aðra fjölmiðla í landinu. Allar hafa framangreindar þrjár leiðir þá kosti sameiginlega að krefjast ekki aukinna fjárútláta hins opinbera, styrkja stöðu fjölmiðla á Íslandi og draga úr raski á samkeppni vegna starfsemi Ríkisútvarpsins. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpinu verði hafnað og aðrar heildstæðari leiðir til þess að leysa vandann á fjölmiðlamarkaði verði skoðaðar með nánari hætti. Virðingarfyllst, f.h. Viðskiptaráðs Ísak Einar Rúnarsson