Málefni innflytjenda

Umsögn í þingmáli 457 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 06.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 81 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Reykjanesbær Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 14.02.2020 Gerð: Umsögn
KMBT_C364e-20200213142801 Reykjanesbæ 14. febrúar 2020 Efni: Umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um málefni innfiytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), lögð fram á 150. löggjafarþingi, 2019-2020, 457. mál. Reykjanesbæ hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum, lögð fram á 150. löggjafarþingi, 2019-2020, 457. mál. Reykjanesbær fagnar tillögu um lagabreytingu sem hefur það að markmiði að jafna stöðu flóttafólks, hvort sem um ræðir flóttafólk sem kemur í hópum í boði stjórnvalda, á eigin vegum eða í gegnum fjölskyldusameiningu flóttafólks. Reykjanesbær fagnar sérstaklega þeirri tillögu að Fjölmenningarsetur fái það hlutverk að vera tengiliður milli flóttafólks, sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar. Með því mun nást aukin yfirsýn yfir málaflokkinn og ákvarðanataka um þjónustu verður skilvirkari. Ráðgjafahlutverk stofnunarinnar fær auk þess meira vægi gagnvart sveitarfélögum og ríkisstofnunum. Því er jafnframt fagnað að heilbrigðisráðuneytið taki sæti í innflytjendaráði enda þarf að huga að heildstæðri nálgun í þjónustu við flóttafólk út frá félags- og heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Að sama skapi gagnrýnir Reykjanesbær viðhaft fyrirkomulag við skipun innflytjendaráðs og telur að Reykjavíkurborg ætti ekki að vera eina sveitarfélagið sem boðið er að tilnefna fulltrúa í innflytjendaráð. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga ætti að vera fulltrúi allra sveitarfélaga til jafns og þegar Reykjavíkurborg var boðin þátttaka í ráðinu hefði í það minnsta átt að bjóða Reykjanesbæ sæti að sama skapi þar sem hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er einna hæst og stærð sveitarfélagsins þannig að önnur sveitarfélög geta litið til þess varðandi fyrirmyndarverklag. Reykjanesbær telur auk þess að nota megi tækifærið, nú þegar verið er að gera lagabreytingu, og skerpa á ráðgjafa- og upplýsingahlutverki Fjölmenningaseturs gagnvart stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum og félögum í a - lið 3. gr. laganna og taka þar út einstaklingsráðgjöf. Enda sé það fremur hlutverk setursins að styrkja grunnstoðir samfélagsins sem hafa skyldum að gegna gagnvart einstaklingum. Þannig megi Fjölmenningarsetur fremur setja krafta sína í enn öflugri vefsíðu fyrir íbúa landsins af erlendum uppruna. Þá telur Reykjanesbær mikilvægt að skerpa á heimild til upplýsingagjafar sem kveðið er á um í b. lið 2. gr. lagabreytinganna. Koma þarf skýrt fram í lögunum hvað átt er við með upplýsingaöfluninni, til hvers hún er ætluð og hvaða upplýsingum má deila. Með nýju verklagi samræmdrar móttöku flóttafólks er mikilvægt að huga sérstaklega að flóttafólki sem ekki þiggur þá þjónustu sem Fjölmenningarsetur býður. Líklegt er að þeir sem ekki þiggja þátttöku í móttökuverkefninu verði staðsettir í þeim sveitarfélögum sem þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd, þ.e. Reykjanesbæ, Hafnarfirði eða Reykjavíkurborg. Þessi þrjú sveitarfélög eru því líklegust til þess að vera með einstaklinga og fjölskyldur sem ekki hafa þegið boð um þátttöku í móttökuverkefni en geta verið í mikilli þörf fyrir þjónustu, jafnvel þegar lengra dregur frá samþykkt um alþjóðlega vernd. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að fólk geti komið inn í verkefnið á seinni stigum, að einhverjum tímamörkum ákveðnum. í lagabreytingunum er ekki fjallað um útfærslu þjónustunnar. Reykjanesbær telur þó mikilvægt að fjallað sé um Vinnumálastofnun þar sem gert er ráð fyrir viðamiklu hlutverki stofnunarinnar í Reykjanesbæ 14. febrúar 2020 framtíöarfyrirkomulaginu. Reykjanesbær telur að rétt væri að skerpa á því fyrirkomulagi með lögum um málefni innflytjenda. Auk þess telur Reykjanesbær mikilvægt að hugsað sé bæði að félags- og skólaþjónustu hjá sveitarfélögunum og markvissri heilbrigðisþjónustu. Reykjanesbær lýsir hér með yfir áhuga á samstarfi við ríkið og eftir atvikum Fjölmenningarsetur um að vera leiðandi sveitarfélag þegar kemur að þjónustu við flóttafólk samkvæmt framtíðarfyrirkomulagi á samræmdri móttökuþjónustu við flóttafólk. F.h. Reykjanesbæjar Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir Verkefnastjóri fjölmenningarmála hilma.h.sigurdardottir@revkjanesbaer.is I *R A F T | FJOL6OT •T li.II KA H S mailto:hilma.h.sigurdardottir@revkjanesbaer.is