Málefni innflytjenda

Umsögn í þingmáli 457 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 06.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 81 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
GoPro Ráðhús Reykjavíkur - Lookup Documents By GPUNID Reykjavikurborg m annréttinda- og lýðræ ðisskrifsto fa Reykjavík, 13. febrúar 2020 R20010334 175 Alþingi - nefndasvið Velferðarnefnd Alþingis Umsögmannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar fagnar frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda. Frumvarpið festir í lög samræmingu þjónustu svokallaðs „kvótaflóttafólks“ og þeirra sem fá viðurkennda stöðu flóttamanns hér á landi eftir að hafa sótt um alþjóðalega vernd. Hingað til hefur verulegur munnur verið á þjónustu ríkisins til þessara tveggja hópa og einstaklingar sem hljóta stöðu flóttafólks að undangengnu umsóknarferli eingöngu getað sótt um hefðbundna félagsþjónustu sveitafélaga. Reynslan sýnir að þjónusta við ofangreindan hóp er mjög flókin, tekur miklu lengri tíma og mesti þunginn liggur á félags- og skólaþjónustu sveitafélaganna. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fagnar því að áhersla sé lögð á að jafna stöðu þeirra sem hingað koma á eigin vegum og kvótaflóttafólks. Þá er jákvætt að ríkið komi til með að leggja til fjármagn til sérstakrar þjónustu við flóttafólk sem áður féll eingöngu á sveitarfélögin. Að því sögðu vill mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa koma á framfæri áhyggjum sínum þess efnis að tillögur frumvarpsins komi ekki til móts við áskoranir Reykjavíkurborgar hvað þjónustu við flóttafólk varðar. Eins og staðan er í dag kýs mikill fjöldi flóttafólks að eiga lögheimili í Reykjavík og nýtur félags- og skólaþjónustu á vegum borgarinnar. Skrifstofan telur að tillögur í frumvarpi komi ekki til með að auka verulega hlutfall þeirra sem kjósa að flytja utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er tryggja þeim sem sjá sér ekki fært að búa utan höfuðborgarsvæðisins sökum þjónustuþarfa, skólagöngu eða annarra þátta viðeigandi stuðning. Verði frumvarp þetta að lögum kemur þessi hópur til með að verða í svipaðri stöðu og áður, þ.e.a.s. þessum einstaklingum mun eingöngu standa til boða lágmarksþjónusta og öll ábyrgð og kostnaður mun falla á viðkomandi sveitarfélag, sem í langflestum tilfellum er Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg vill gjarnan koma til móts við þennan hóp en þarf til þess aukið fjármagn frá ríkinu. Þá vill skrifstofan einnig benda á að æskilegt væri að hafa samsetningu Innflytjendaráðs breiðari með tilliti til fulltrúa innan ráðsins, enda er um mjög góðan ráðgjafavettvang er að ræða sem styður við vinnu ráðuneyta. Innflytjendaráð er mjög gott dæmi um svokallaða ''multilevel govemance” en til að koma röddum innflytjenda frekar á framfæri þarf fulltrúa úr samfélagi innflytjenda innan innflytjendaráðs, það er fulltrúa samtaka og félagasamtaka innflytjenda á borð við Móðurmál eða Samtök kvenna af erlendum uppruna WOMEN. Virðingarfyllst Joanna Marcinkowska mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar