Málefni innflytjenda

Umsögn í þingmáli 457 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 06.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 81 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Útlendingastofnun Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
UTL ÚTLENDINGASTOFNUN I C E L A N D I C D I R E C T O R A T E O F IM M IG R A T J O N Allsherja- og menntamálanefnd Alþingis nefndasvid@althingi.is Kópavogi, 13. febrúar2020 Tilvísun: 2020010073 Efni: Umsögn Utlendingastofnunar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð). Meðfylgjandi eru athugasemdir og umsögn Útlendingastofnun efitir yfirlestur frumvarps til laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð). Athugasemdir við einstaka greinar frumvarpsins: 2. gr. (3. gr. a) I greininni er fjallað um að Fjölmenningarsetur skuli veita móttökusveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf vegna mótttöku flóttafólks eða einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Vakin er athygli á því að ríkisfangslausir einstaklingar fá alþjóðlega vemd á grundvelli 37. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 en eru ekki skilgreindir sem flóttamenn Ekki er tekið fram í frumvarpinu hvort Fjölmenningarsetur eigi jafnframt að sinna ráðgjöf til sveitarfélaga vegna þessara einstaklinga eða hvort ráðgjöf á einungis að tengjast þeim sem fá stöðu flóttamanns og mannúðarleyfi hér á landi. Alþjóðleg vernd er skilgreind í 1. tl. 3. gr. laga um útlendinga. Sú skilgreining nær yfir flóttafólk, þá sem fá mannúðarleyfi, viðbótarvemd og ríkisfangslausa. Útlendingastofnun leggur til að „alþjóðleg vemd“ verði notað í stað orðsins „flóttafólk“ sé ætlunin að ákvæðið nái til allra þeirra einstaklinga sem fá alþjóðlega vernd. 2. gr. (3. gr. b) I greininni segir að Fjölmenningarsetri sé heimilt að afla upplýsinga sem það telur nauðsynlegt vegna verkefna sinna. í athugasemdum með greinargerð er talið upp um hvaða upplýsingar getur verið að ræða. Ljóst er að þær upplýsingar geta verið viðkvæmar. Vakin er athygli á því að í ákvæðinu sjálfu er ekki tekið fram að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga sé heimil og er vert að athuga hvort betur færi á að slíkt kæmi fram í ákvæðinu sjálfú en ekki einungis í greinargerð og lögskýringargögnum. Dalvegur 18 200 Kópavogur- Sími 4 4 4 -0 9 0 0 -Sím bréf444-0901 - Netfang utl@utl.is mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:utl@utl.is