Lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði

Umsögn í þingmáli 451 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 04.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 6 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Seðlabanki Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 15.01.2020 Gerð: Umsögn
14. janúar 2020 Tilv.: 1912048 Nefndasvið Alþingis nefndasvid@.althingi.is Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Efnv. Umsögn um frumvarp til laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, 451. mál Með tölvupósti dags. 12. desember s.l. óskaði efnahags- og viðskiptanefiid Alþingis eftir umsögn Seðlabanka íslands um frumvarp um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. í 4. mgr. 3. gr. frumvarpsins segir: „Fjárhæðir í lögum þessum eru reiknaðar miðað við opinbert viðmiðunargengi evru, kaupgengi, eins og það er skráð hverju sinni.“ Þann 9. október sl. birti Seðlabankinn tilkynningu um breytingu á gengisskráningu, þess efnis að frá og með 1. apríl 2020 verður sú breyting gerð, að Seðlabankinn mun eingöngu birta skráð miðgengi allra gjaldmiðla sem bankinn skráir og verður það þá opinbert viðmiðunargengi. Birting á kaup- og sölugengi gjaldmiðla mun hins vegar leggjast af. Með hliðsjón af framangreindri tilkynningu er lagt til að orðið kaupgengi verði verði fellt niður í 4. mgr. 3. gr. ffumvarpsins. Þá vill Seðlabankinn koma á framfæri athugasemd varðandi lagaskil í ákvæði frumvarpsins til bráðabirgða, en þar segir: „Lýsingar verðbréfa sem staðfestar eru í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, fyrir gildistöku laga þessara halda gildi sínu iram til 21. júlí 2020.“ Álykta mætti af lestri ákvæðis ffumvarpsins til bráðabirgða að lýsingar verðbréfa sem staðfestar eru í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, falli úr gildi eftir 21. júlí 2020 og skipti þá heldur ekki máli hvort þær falli úr gildi fyrir þann tíma. Er það ekki alls S E Ð L A B A N K l Í S L A N D S kostar til samræmis við 3. mgr. 46. gr. lýsingarreglugerðarinnar, en í henni segir: „Lýsingar sem staðfestar eru 1' sam ræmi v ið landslög sem leiða í lög tilskipun 2 0 0 3 /7 1/EB fyrir 21 . jú lí 2019 skulu áfram falla undir þau landslög þar til þær falla úr gild i, eða þar til tó lf m ánuðir eru liðnir frá 21. jú lí 2019 , hvort heldur sem gerist fyrr.“ Seðlabankinn telur í þessu ljósi að rétt sé að frumvarpið geymi ákvæði um það hvernig metið verði hvort þær lýsingar sem staðfestar hafa verið í tíð eldri laganna uppfylli skilyrði nýju laganna sem gilda eiga um þær eftir 21. jú lí 2020. Er Seðlabankinn reiðubúinn að koma með tillögur að slíku ákvæði við meðferð málsins fyrir þingnefnd. Að öðru leyti gerir Seðlabankinn ekki athugasemdir við frumvarpið og styður framgang þess. Virðingarfyllst, SEÐLABANKIISLANDS