Breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld

Umsögn í þingmáli 450 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 04.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Seðlabanki Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
13. janúar Tilv.: 2001565 Nefiidasvið Alþingis nefndasvid@,althingi.is Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Efni: Umsögn um írv.t.l. um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (staðgreiðsla, álagning o.fl.), Með tölvupósti dags. 17. desember 2019, óskaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, 450. mál. í 14. og 15 gr. frumvarps til laga um um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld er lögð til breyting á 5. gr. og 9. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Seðlabankinn styður framangreinda breytingu sem lögð er til í frumvarpinu. Um er að ræða aðgerð sem felur í sér einföldim á regluverki gagnvart erlendum aðilum sem bera takmarkaða skattskyldu hérlendis. Breytingin felur í sér að aðkoma erlendra aðila sem og vörsluaðila eða milligönguaðila þeirra er einfölduð þegar kemur að viðskiptum með hlutabréf eða stofnbréf hér á landi, en óbreytt regluverk felur í sér vissa tæknilega hindrun fyrir erlenda fjárfestingu í hlutabréfum og stofiibréfum og býr til ákveðið ójafnræði gagnvart innlendum fjárfestum. Mikilvægt er að fækka aðgangshindrunum að innlendum mörkuðum eins og fremst er unnt og samræma regluverk við nágrannaríki okkar. Á þetta sérstaklega við í tilvikum smáríkja eins og Islands, þar sem sérhæft eða flókið regluverk verður frekar til þess að fjárfestar og þeir sem útfæra fjármálaþjónustu víða um heim sjá sér ekki hag í því að styðja fjárfestingu í íslenskum verðbréfum sem gerir fjármögnun hér á landi dýrari en ella. í kjölfar þessara breytinga þarf að skoða vandlega hvort til staðar eru fleiri íþyngjandi eða óeðlilegar hindranir fyrir erlenda fjárfesta á innlenda markaði, s.s. á skuldabréfamarkaði, enda er þátttaka erlendra aðila á innlendum skuldabréfamarkaði með minnsta móti um þessar mundir. S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S Að öðru leyti gerir Seðlabanki íslands ekki athugasemdir við frumvarp þetta. Virðingarfyllst, SEÐLABANKIÍSLANDS Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ’aiinvtíQ {[y á m u i Rannveig Júrtíusdóttir framkvæmdástj óri