Breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld

Umsögn í þingmáli 450 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 04.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisskattstjóri Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
RÍKISSKATTSTJÓRI L augavegi 166 - 150 R eykjavík - Sími 442 1000 Fax 442 1999 - w w w .rsk .is - rsk@ rsk.is Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 13.1.2020 Tilvísun: 20191204355 Kt. 420169- 3889 Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld - 450 mál, þskj. 626 Hinn 17. desember 2019 móttók ríkisskattstjóri tölvupóst þar sem embættinu var gefinn kostur á að veita umsögn um framangreint frumvarp og er af því tilefni settur fram eftirfarandi texti: I. Um 2. gr. frumvarpsins Ríkisskattstjóri gerir athugasemdir við orðalag í 2. gr. frumvarpsins. I stað þess að segja: „ næsta 60 mánaða samfelldu tímabili fyrir upphaf starfa hans hér á landi, e f frá er talin búseta eða heimilisfesti á síðustu þremur mánuðum þess tímabils “ færi betur að segja: „ nœsta 60 mánaða samfelldu tímabili fyrir upphaf starfa hans hér á landi, en þó þannig að fyrstu þrír mánuðir dvalar hérlendis teljast ekki með. “ Um 4. gr. frumvarpsins í almennum athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að tilefni ákvæðisins sé úrskurður yfirskattanefndar m. 95/2019. í úrskurðinum komi fram að í núgildandi skattalögum séu ekki fyrir hendi sérstakar skilgreiningar sem komið geti að gagni við að draga mörk skulda og eiginljárframlaga í einstökum tilvikum. Ekki verður séð að með ákvæði frumvarpsins séu þessi mörk dregin. Hafa verður jafnframt í huga þau alþjóðlegu skattalegu álitamál sem komið geta upp við greiningu alþjóðlegra fjármálageminga. Það er þá fyrst þegar leyst hefur verið úr því hvom megin hryggjar fjármálagemingur liggur, þ.e. skulda eða eiginfjárliða, að það reyni á gjaldfærslu með þeim hætti sem í ákvæðinu greinir. Það er grunnregla í íslenskum skattarétti að heitið gernings eitt eða tekna hefur ekki úrslitaáhrif við heimfærslu í skattalegu tilliti heldur ræðst það af mati hverju sinni. Reglunni er að öðm leyti ætlað að koma í veg fyrir að reiknaðir séu áfallnir vextir til gjalda við þær aðstæður að um valkvæðar vaxtagreiðslur sé að ræða. Heppilegra væri að nánar sé tilgreint hvað átt er við með orðasambandinu: „að öðrum skilyrðum uppfylltumu. E f meiningin er að uppfyllt séu ákvæði 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. lag nr. 90/2003, um tekjuskatt (tsl.) væri heppilegra að vísa beint til þess. http://www.rsk.is mailto:rsk@rsk.is RÍKISSKATTSTJÓRI Um 9. gr. frumvarpsins. Með þessari breytingu er lagt til að lögfest verði áratuga löng framkvæmdavenja um að sömu reglur gildi um breytingar á skattlagningu eftir álagningu hjá samsköttuðum hjónum og sambúðarfólki óháð því hvemig viðkomandi breyting er tilkomin. Um 5., 10. og 19.-21. gr. frumvarpsins Vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til í 5., 10. og 19-21. gr. vill ríkisskattstjóri taka fram að undanfarin tvö ár hefur álagning lögaðila farið ffam í lok september, kæmfrestur hefur verið til ársloka og afgreiðslutími kæra verið tveir mánuðir þar frá, þ.e. í síðasta lagi í lok febrúar. Arin þar áður fór álagning á lögaðila fram í lok október. Strax var ljóst að þessi breyting á tímamarki álagningar lögaðila féll ekki í góðan jarðveg hjá fagaðilum, þ.e. þeim sem hafa atvinnu af framtalsgerð. Fyrst og fremst töldu fagaðilar að breytingin hefði í för með sér enn meira vinnuálag á ákveðnum tíma ársins en áður var, og að enn erfiðara yrði en áður að ljúka framtalsskilum á tilsettum tíma. Jafnframt er ljóst að tími ríkisskattstjóra til yfirferðar á oft flóknum framtölum er knappur. Að frumkvæði ríkisskattstjóra var því snemma árs 2019 skipaður samstarfshópur með fulltrúum ríkisskattstjóra, Félags löggiltra endurskoðenda og Félags bókhaldsstofa til að skoða hvort eitthvað væri unnt að gera til að auðvelda framtalsskil lögaðila. Út úr þessu samstarfi komu nokkur atriði sem eru til skoðunar, en fyrst og fremst var það niðurstaðan að tímafrestur til að skila væri of knappur. Ríkisskattstjóri er sammála því að færa álagningu lögaðila aftur til loka október, eða um u.þ.b. einn mánuð frá því sem nú er. Þannig er hægt að framlengja framtalsfrest um u.þ.b. þrjár vikur, með ýmsum skilyrðum sem venjan er að kveða á um bréflega til fagaðila, s.s. að skil séu með jöfnum hætti, stórum félögum sé skilað fyrr en þeim minni o.s.frv. Kærufrestur bæði lögaðila og einstaklinga vegna álagningar opinberra gjalda er nú þrír mánuðir. Rikisskattstjóri er þeirrar skoðunar að í tilviki einstaklinga sé það eðlilegur tímafrestur, enda liggur álagning á þá fyrir í maílok og meiri líkur á því að farist fyrir að kæra yfir sumarmánuðina. í tilviki lögaðila sé nægjanlegt að kærufrestur sé einn mánuður, enda ber hann upp á öðrum tíma ársins og lögaðilar njóta gjarnan liðsinnis fagaðila við kærur. Frestur ríkisskattstjóra til að afgreiða kærur er nú tveir mánuðir og hefur svo verið áratugum saman, þrátt fyrir fjölgun framteljenda og afleidda aukningu á kærum. A árum áður var þessi frestur gjaman framlengdur, jafnvel svo mánuðum skipti, en á síðari árum hefur tekist með mikilli vinnu og útsjónarsemi að halda formlega umræddan afgreiðslufrest. Oft á tíðum hefur þessi skammi frestur leitt til þess að ekki vinnst tími til að spyrjast nánar fyrir um kæruefni hjá kæranda þegar það þó myndi stuðla að betri stjómsýslu. Hefur það m.a. leitt til þess að kærur em afgreiddar með þeim fyrirvara að koma kunni til endurskoðunar síðar með tilheyrandi tvíverknaði og óhagræði fýrir viðskiptavininn. Ríkisskattstjóri tekur því heils hugar undir það sem fram kemur í frumvarpinu um að lengja afgreiðslutíma kæra í þrjá mánuði. Tekið skal fram í því sambandi að kærur eru og verða áfram afgreiddar jafnt og þétt yfir afgreiðslutímann þannig að lengdur afgreiðslutími ætti engin áhrif að hafa fyrir meginþorra kærenda, en svigrúm gæfist að sama skapi til að flóknari úrlausnarefni fengju þá efnislegu úrlausn sem best hæfir. Þá er rétt að benda á að heildarafgreiðslutími í tilviki lögaðila mun styttast um einn mánuð, verði af umræddum breytingum, þ.e. einn mánuður í kærufrest og þrír til að afgreiða kærur, en þessi heildartími er nú fimm mánuðir. í 5., 19., 20., og 21. gr. er að finna afleiddar tilfærslur á gjalddögum í samræmi við tillögur um breytt fyrirkomulag á tímasetningu álagningar lögaðila. RÍKISSKATTSTJÓRI II. llm 16. og 17. gr. frumvarpsins. í 16. og 17. gr. frumvarpsins er gerð tillaga um breytingar sem ætlað er að styrkja heimildir ríkisskattstjóra til að stöðva nýtingu á persónuafslætti í tilvikum þegar hann er ofnotaður. Ríkisskattstjóri tekur undir það að tilefni sé til að styrkja þessar heimildir. A staðgreiðsluárinu 2018 ofnotuðu 12.322 einstaklingar persónuafslátt sinn og nam meðalfjárhæð 154.008 kr. Samtals nam ofnýting 1.897.690.771 kr. Blasir við að það getur verið þungt í skauti að endurgreiða þessar íjárhæðir eftir álagningu, samhliða því að greiða staðgreiðslu í hverjum mánuði. Ríkisskattstjóri telur að vinna þurfi að því að minnka ofnotkun persónuafsláttar en þegar litið sé heildstætt á hlutina þá sé slíkt til hagsbóta fyrir einstaklinga. III. Um 22. og 23. frumvarpsins Rikisskattstjóri telur að þær breytingar sem lagðar eru til í 22. og 23. gr. frumvarpsins séu til verulegra bóta í virðisaukaskattsframkvæmdinni. Að því er varðar þá breytingu sem lögð er til í d. lið 23. gr. er rétt að taka fram að hún mun ekki hafa þau áhrif að engar skýrslur verði afgreiddar innan þrjátíu daga, heldur mun breytingin leiða til þess að fleiri skýrslur verði afgreiddar innan tilskilinna tímamarka. IV. Ríkisskattstjóri vill benda á að frumvarp það sem hér er til umijöllunar kom fram á Alþingi á árinu 2019 og miðaðist gildistökuákvæðið í 31. gr. þess ýmist við gildistöku þegar í stað eða 1. janúar 2020. Þar sem frumvarpið kom ekki til meðferðar á Alþingi á árinu 2019 verður að huga að breytingum á gildistökuákvæðinu. Að öðru leyti en að framan greinir gerir ríkisskattstjóri ekki athugasemdir við frumvarpið. Virðingarfyllst,