Breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnu­félaga

Umsögn í þingmáli 448 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 04.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Seðlabanki Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 10.02.2020 Gerð: Umsögn
10. febrúar 2020 Tilv.: 20011862 Nefndasvið Alþingis nefndasvid@,althingi.is Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga, 150. löggjafarþing, 448. mál Með tölvupósti dags. 23. janúar 2020 óskaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn Seðlabanka Islands um ofangreint frumvarp. Með frumvarpinu er lögð til breyting á ýmsum lagaákvæðum. I frumvarpinu er annars vegar lagt til að heimild samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir verði felld brott og hinsvegar að sömu hæfisskilyrði gildi um stjómarmenn og framkvæmdastjóra samvinnufélaga og gilda um stjómarmenn og framkvæmdastjóra hlutafélaga og einkahlutafélaga. Bent er á að Fjármálaeftirlit Seðlabanka íslands (Fjármálaeftirlitið) hefur eftirlit með starfsemi innlánsdeilda samvinnufélaga. Fjármálaefitirlitið hefur verið á þeirri skoðun að ekki sé heppilegt að starfsemi innlánsdeilda fari firam hjá félagi sem lítur ekki varúðarreglum sambærilegum þeim og gilda um viðskiptabanka og sparisjóði. A f þeim ástæðu hefur Fjármálaeftirlitið lagt til við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að ákvæði laga um samvinnufélög er varða innlánsdeildir verði tekin til endurskoðunar. Rétt er að benda á að í aðdraganda málsins hefur Fjármálaeftirlitið þegar farið yfir drög að frumvarpinu og komið sínum sjónarmiðum að. Seðlabankinn gerir ekki sérstakar athugasemdir við efni frumvarpsins, og styður almennt framgang þess, og þakkar um leið fyrir það samráð sem hefur verið viðhaft við samningu frumvarpsins. Virðingarfyllst, SEÐLABANKIÍSLANDS S E Ð L A B A N K I I S L A N D S K A L K O F N S V E G I 1 • I 0 I R E Y K J A V Í K 5 6 9 9 6 0 0 N E T F A N G : s e d l a b a n k i @ s e d l a b a n k i . i s ■ B R É F A S Í M I : 5 6 9 9 6 0 5 mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:sedlabanki@sedlabanki.is