Mótun efna­hagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi

Umsögn í þingmáli 44 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Náttúrufræði­stofnun Íslands Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 11.10.2019 Gerð: Umsögn
N Á T T Ú R U F R Æ Ð I S T O F N U N Í S L A N D S Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, Nefndasvið Alþingis 150 REYKJAVÍK Garðabær, 09. október 2019 2019090040/42-1-3 TB jgo/tb Tillaga til þingsályktunar um mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á íslandi, 44. mál. Vísað er til tölvupósts/bréfs ffá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. september sl., þar sem óskað er eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar Islands um tillögu til þingsályktunar um mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta, repju og nepju, á íslandi, 44. mál. Náttúrufræðistofnun getur tekið undir að allra leiða sé leitað til að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og að notkun olíu úr plöntum geti verið ein leið til þess. í greinargerð með tillögunni eru færð rök fyrir því hvers vegna ástæða sé til að styðja ræktun á jurtum til að vinna úr þeim olíu og má taka undir margt af því sem talið er vera ávinningur af ræktun orkujurta. í kafla um landþörf er fjallað um fískiskipaflotann og bent á að til að mæta notkun flotans á jarðdísilolíu, 160 þús tonn, þyrfti að rækta orkujurtir á um 1.600 ferkílómetrum af landi. Við r O skoðun Náttúrufræðistofnunar kemur í ljós að land undir 100 m y.s. á Islandi er 18.176 km' og 2 o o 1.600 km því um 8% af því en tún og akurlendi eru nú um 1.800 km’. 1.600 km’ svara til rúmlega fimmfaldrar útbreiðslu lúpínu í dag. I kafla um landþörf er komið inn á að repjan sé ekki kröfuhörð með tilliti til ræktarlands og þrífist t.d. í sendinni jörð og hana megi nota til uppgræðslu og nota lúpínu sem tegund til að undirbúa jarðveginn. Jafnframt er lagt til í tillögunni að tekin sé afstaða til nokkurra efnhagslegra hvata í aðgerðaráætluninni. Hvergi í tillögunni er hins vegar lagt til að skoða vel hvaða land gæti verið hentugt til viðamikillar útbreiðslu á einni eða tveimur tegundum t.d. með tilliti til líffræðilegrar fjölbreytni en einnig m.t.t annarrar ræktunar/landbúnaðar. Til þess að meta land þarf bæði fjármagn til að greina hvaða land er hentugt til þessarar ræktunar og jafnframt til „skipulagsvinnu" þar sem saman eru skoðaðar hinar ýmsu landnýtingaráætlanir s.s. í náttúruvemd og landbúnaði og skógrækt. Loftslagsmál eru ekki eini vandi jarðarinnar heldur einnig sífellt tap á líffræðilegri fjölbrejdni. Aðgerðir til að minnka losun gróðurhúslofttegunda verða að taka tillit fleiri þátta en að reikna eingöngu losun eða bindingu kolefnis. Það þarf sem sagt að skoða vel hvaða land er notað. Það er vel þekkt víða erlendis hvernig ræktun á einni tegund hefur farið gríðarlega illa með lífríki svæða s.s. ræktun pálma til að vinna úr þeim olíu, Urriðaholtsstræti 6-8 Pósthólf 125 2 l2G arðabæ r á Sími 590 0500 Bréfasími 590 0595 www.ni.is http://www.ni.is https://portals.iucn.org/library/sites/library/fiies/documents/2018-027-En.pdf. sjá einnig tillögu til þingsályktunar, þingskjal 120-120. mál. Þó hér sé sérstaklega bent á sanda sem ræktunarsvæði þá þarf engu að síður að hafa land til umráða og efnahagslegir hvatar geta oft leitt til þess að meira er hugsað um fjárhagslegan ávinning en umhverfislegan ávinning. Oþarfa framræsla lands er þekkt dæmi um það. Þá þarf einnig að stýra efnahagslegum hvötum svo hver sem er geti ekki notað hvaða lands sem er ef votta á ræktun á repju og nepju sem umhverfisvæna sjálfbæra nýtingu. Að mati Náttúrufræðistofnunar er framangreind tillaga ekki fullunnin og virðist vera að taka sömu stefnu og skógrækt og binding kolefnis. Þar fer stór hluti, líklega lang stærstur hluti, skógræktar fram í þegar grónu landi og land oft rifið upp til að planta í það. Má í því sambandi benda á óskir Kolviðar um TTS flekkjun lands til að planta „loftslagsskógi" við Úlfljótsvatn (samningur um 110 ha lands). Jafnvel er gengið svo langt að selja framtíðarskóga, fjárhagslegur ávinningur t.d. skógræktarfélaga, sem bindingu á kolefni og uppbót fýrir losun þess í andrúmsloftið í dag. Engin trygging er þó fýrir því að árangur náist og enn síður hægt að tryggja að það kolefni sem þegar er búið að losa valdi ekki skaða. Það er því eindregin ábending frá Náttúrufræðistofnun að áður en lagt er til að styðja við repju og nepju rækt með almanna fé þá séu allar hliðar málsins skoðaðar. Og kröfur gerðar um „alvöru" vottun sem tryggir að ræktunin sé umhverfisvæn í alla staði. Virðingarfýllst Jón Gunnar Ottósson Trausti Baldursson forstjóri forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafardeildar https://portals.iucn.org/library/sites/library/fiies/documents/2018-027-En.pdf