Heilbrigðis­þjónusta

Umsögn í þingmáli 439 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 02.12.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sjúkraliða­félag Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.01.2020 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Reykjavík 11. janúar 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (þjónustustig, fagráð), 439. mál. Sjúkraliðafélag íslands leggur til að 11. grein í núgildandi lögum um skipurit heilbrigðisstofnana taki ekki þeim breytingum sem lagt er til. í frum varpinu er lagt til að 11. greinin falli brott. Ef það gengur eftir þarf ráðherra ekki að staðfesta skipurit heilbrigðisstofnana. Mikilvægt er að tryggja heildaryfirsýn á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana. í því sambandi er á það bent að skipurit er myndræn fram setning á skipulagi þar sem fram kemur samhæfing og verkaskipting milli starfseininga. Skipurit hefur þann tilgang að einfalda og skýra raunveruleikann. Skipulag snýst um tengsl, samskipti og athafnir einstaklinga innan sem utan stofnunarinnar og hvernig störf, deildir og verksvið eru mynduð til að stofnunin komi markmiðum sínum í framkvæmd. Athafnir og samskipti eru samhæfð og þeim beint í ákveðinn farveg í gegnum uppbyggingu skipurits auk þess sem stjórnendur stjórna og hafa eftirlit með þeim. Starfsemi stofnana og fyrirtækja má skipta í eftirfarandi fimm grundvallarverkþætti; samskipti við ólíka aðila í umhverfinu, kerfisbundið viðhald tækja og starfsfólks, framleiðsla á vörum og þjónustu, aðlögun og þróun og loks stjórnun Með skipuriti er verið að festa í form ákveðið fyrirkomulag aðgerða og vinnuferla um leið og boðleiðir og helstu tengsl milli manna og deilda eru skilgreind. Á sama tíma er tekin afstaða til þess hvers konar samræmingarkerfi eða form gerð skuli byggt á. í stjórnskipulagi er ákveðið hvaða valdbrautir og formleg samskipti skuli vera milli starfsfólks, þar á meðal stjórnunarþrep og stjórnunarspönn; hvaða starfsfólk skuli tilheyra hvaða deildum; hvaða deildaskipting skuli vera og hvaða kerfi skuli stuðst við til upplýsingavinnslu og boðmiðlunar í þeim tilgangi að tryggja árangursrík samskipti og samræmingu í starfseminni. Hönnun skipurits er ætlað að tryggja skilvirka boðmiðlun, samhæfingu og samþættingu og stuðla að því að stjórnendur og starfsfólk hafi sem bestar upplýsingar á hverjum tíma, að tryggja nægilegt upplýsingastreymi, bæði lóðrétt og lárétt, til að stofnunin geti rækt hlutverk sitt. Að mati Sjúkraliðafélags íslands er mikilvægt að tryggja vandaða stjórnsýslu. Með staðfestingu ráðherra á skipuritum heilbrigðisstofnana er unnt að tryggja betri yfirsýn á stjórnskipulagi þeirra. Sjúkraliðafélag íslands tekur undir breytingartillögu 13. greinar um fargráð og telur það afar mikilvægt að allar starfandi starfsstéttir á viðkom andi heilbrigðisstofnun eigi formlega aðkomu að fagráði. í núgildandi lögum um fagráð er ekki gert ráð fyrir aðkomu sjúkraliða í hjúkrunarráði. Sjónarmið og áherslur þeirra fá því ekki sambærilega áheyrn og aðrarfagstéttir. Sjúkraliðar hafa ítrekað óskað eftir form legri aðkomu að hjúkrunarráði til að tryggja jafnræði og koma í veg fyrir mismunun vegna stöðu starfsmanna sem vinna við hjúkrun þegar sambærileg mál eiga að fá sambærilega úrlausn. Beiðni sjúkraliða hefur því m iðurekki fengið jákvæ ðar viðtökur frá hjúkrunarráði. Hjúkrunarráð hefur margsinnis komið fram á sam félagsm iðlum, lagt fram ályktanir og fengið áheyrn fjölmiðla um ým is málefni hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur m argsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á hjúkrunarfræðingum og að slíkur skortur ógni öryggi sjúklinga og hjúkrunarþjónustu. í þessu sambandi er ástæða til að benda á að sjúkraliðar sinna almennum og sérhæfðum umönnunar- og hjúkrunarstörfum sem þeir hafa menntun og faglega færni til. í starfsstétt sjúkraliða liggur haldgóð þekking sem m.a. styrkir markvissa umræðu um samvinnu fagstétta og mönnun hjúkrunar. Það er því afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum formlegan vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sjúkraliðafélag íslands er tilbúið að koma fyrir Velferðarnefnd Alþingis og ræða sjónarmið sín ef eftir því er óskað. Virðinga rfyllst, Sandra B. Franks, form aður Sjúkraliðafélags íslands