Hollustuhættir og mengunarvarnir

Umsögn í þingmáli 436 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 113 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 16.01.2020 Gerð: Umsögn
HEILBRIGÐISEFTIRLIT Gardatorg 7 • Pósthólf 329 * 212 Garðabær Alþingi, nefndarsvið B.t. Umhverfis- og samgöngunefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Garðabær 00.71 HÞ, PS 16. janúar 2020 Varðar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Þingskjal 600-436.mál. Umsögn Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnti á samráðsgátt íslands þann 9. júlí 2019 áform um lagasetningu, þ.e. frumvarp um breytingu á viðaukum við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kom saman til fundar þann 27. ágúst 2019 og gerði eftirfarandi samþykkt sem send skyldi Umhverfis- og auðlindaráðuneyti: „Heilbrigðisnefnd styður þá framsetningu erfram kemur í gögnum með frumvarpsdrögunum að viðaukar I, II, IV og V vísi til starfsleyfis- og eftirlitsskyldu atvinnustarfsemi. Viðauki III verði upptalning á atvinnustarfsemi þar sem leyfisveitandi og eftirlitsaðili þurfi sérstaklega að huga að umhverfisáhrifum rekstrar sem að öðru leytifalli undir aðra viðauka laganna. Heilbrigðisnefnd telur að stjórnvöld eigi að fara hægt í því að fella með öllu niður eftirlitsskyldu með starfsemi sem er að finna í viðaukum IV og V. Álag frá atvinnurekstri á sitt nærumhverfi getur verið breytilegt eftir staðsetningu, aðstöðu rekstrar, umfangi, tækni, verklagi o.fl. þáttum. Staðbundin stjórnvöld eru bestfær um að meta hvort og hvaða aðkomu þarf til að rekstur sé í sátt við sitt umhverfi." Ljóst er að markmiðið með breytingum á viðaukum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir er að einfalda einstaklingum og fyrirtækjum skráningu og stofnun atvinnufyrirtækja og auka skýrleika laganna. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis telur að það markmið laganna náist ekki með frumvarpinu og enn meiri óvissa ríki en áður um hvaða skilyrði og kröfur opinberir aðilar gera til viðkomandi atvinnureksturs. Þannig eru ýmis starfsemi fyrirtækja sem ekki eru starfsleyfisskyld enga að síður háð eftirliti samkvæmt lögum og reglugerðum en hætta er á að aðkoma eftirlitsaðila verði erfiðari og ómarkvissari en áður. Þannig gera ýmsir aðilar s.s. landlæ knir eða fé lagsm álayfirvöld, kröfur um um sagnir eða 1 starfsleyfi heilbrigðisnefndar fyrir viðkomandi starfsemi þó svo viðkomandi starfsemi sé ekki starfsleyfisskyld. Við vinnslu frumvarpsins komu fram ábendingarfrá nokkrum heilbrigðisnefndum og SHÍ sem er hagsmunasamtök heilbrigðiseftirlita í landinu, auk þess sem ráðherra og starfsmenn hans boðuðu fulltrúa þessara aðila á sinn fund, þar sem farið var yfir athugasemdir. Tekið var tillit til ýmissa atriða í þeirri yfirferð og felldar út hugmyndir um að afnema starfsleyfisskyldu ýmissa flokka sem að áliti heilbrigðiseftirlits eru áhættumeiri eða snúa að viðkvæmum hópum s.s. öldruðum eða börnum. Mikilvægast er að markmiðum laga nr. 7/1998 sé viðhaldið um að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda umhverfið. Þá teljum við rétt að taka dæmi um nokkra flokka af starfsemi sem að mati ráðuneytis skora lágt í áhættumati sem við teljum skynsamlegra að séu starfsleyfisskyld. • Æfingasvæði slökkviliðs. Umtalsverð mengun getur stafað frá slíkri starfsemi og þó svo ágætt samstarf sé á milli slökkviliðs og heilbrigðiseftirlitanna er mikilvægt að staðsetning og umbúnaður á slíku svæði sé tekið út og samþykkt af heilbrigðiseftirliti, sem hefur sérþekkingu á þeim mótvægisaðgerðum sem nauðsynlegar eru til að lágmarka mengun s.s. í jarðvegi, í grunnvatni, í frárennsliskerfi eða gagnvart loftmengun. • Brennur (áramót - Jónsmessa - ýmsir viðburðir). Þó svo brennur séu leyfisskyldar hjá sýslumönnum liggur eftirlit og eftirfylgni með framkvæmd brenna fyrst og fremst hjá heilbrigðiseftirlitunum. Hætt er við að eftirlit með stærð brenna, eldsmat í brennu, olíunotkun, lengd brennutíma og fleiri atriða verði erfiðara í framkvæmd og skapi aukna hættu á meiri loftmengun en nú þegar er í gangi. Þannig gerði heilbrigðiseftirlitið athugasemdir við framkvæmd allra brenna á okkar svæði um þessi áramót. • Gæludýraverslanir. Við innflutning, meðferð dýra og meðhöndlun tilfallandi úrgangs er mikilvægi hreinlætis augljós. Matvælastofnun hefur aðkomu að innflutningi dýra og dýravelferð og hefur því aðkomu að þeim þætti í rekstri gæludýraverslana. Aðkoma heilbrigðisnefnda er að tryggja almennt hreinlæti og að slíkur rekstur valdi ekki skaða eða ónæði í sínu umhverfi vegna lyktar eða úrgangs. • Gámastöðvar. í viðræðum fulltrúa heilbrigðiseftirlits við starfsmenn ráðuneytis kom fram mismunandi skilningur á hugtökum á borð við grenndarstöð, gámastöð eða endurvinnslustöð eins og t.d. Sorpa skilgreinir sínar stöðvar. Það var sameiginlegur skilningur að grenndarstöðvar þar sem almenningur getur skilað af sér einföldum úrgangi á borð við plast, pappír og klæði kallaði ekki á aðkomu heilbrigðiseftirlits. Það er hins vegar hætta á að atvinnulífið leggi ekki sama skilning í hugtakið gámastöð en víða um land er þetta megin farvegur fyrir almenning og atvinnulíf að skila af sér spilliefnum. Það skal fullyrt að rekstraraðilar eiginlegra gáma- og endurvinnslustöðva, s.s. sveitarfélög og sorpsamlög eru ekki að kalla á þessa breytingu. • Daggæsla í heimahúsum með sex börn eða fleiri. Börn eru viðkvæmasti hópurinn í okkar samfélagi. Félagsmálayfirvöld óska eftir umsögn heilbrigðiseftirlits yfir alla daggæslu í heimahúsum og er aðkoma heilbrigðiseftirlits mikilvæg til að tryggja að aðstaða þessa hóps sé í samræmi við lög og reglugerðir. 2 • Starfsmannabústaðir. Erfiðlega hefur gengið að tryggja aðbúnað og umhverfi erlendra starfsmanna sem fá aðstöðu á gistiheimilum eða starfsmannabústöðum fyrirtækja. Með starfsleyfisskyldu á þessari aðstöðu er aðkoma heilbrigðiseftirlits þó tryggð. • Samgöngumiðstöðvar. Þrátt fyrir að hægt sé að gera athugasemdir við brot á ýmsum reglugerðum sem snerta slíka starfsemi s.s. reglugerð um hávaða, þá er að mati nefndarinnar skynsamlegra að stafsleyfisskilyrða slíka starfsemi þannig að hægt sé að forða því að slík starfsemi sé sett niður í íbúðarhverfum eða þar sem ekki ertekið tillit til aukinnar umferðar eða annarra röskunar á umhverfið, sem slík starfsemi hefur í för með sér. Að síðustu viljum við vekja athygli á að varhugavert er að fella út flokkinn „Önnur sambærileg starfsemi" með öllu. Þó svo atvinnuflokkarnir séu margir er ekki hægt að ætlast til að löggjafinn sjái hvað býr í framtíðinni og hvernig atvinnulífið á eftir að þróast og því útilokað að sú upptalning sé endanleg. 3