Hollustuhættir og mengunarvarnir

Umsögn í þingmáli 436 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 113 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 16.01.2020 Gerð: Umsögn
Samtök heiIbrigðiseftirIitssvæða á íslandi SHI Nefndarsvið Alþingis B.t. umhverfis- og sam göngunefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 16. janúar 2020 Vísað er til frumvarpsdraga um breytingu á viðaukum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, þingskjal 600 - 436. mál. Eftirfarandi er umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á íslandi (SHÍ) gerð í samráði við fram kvæ m dastjóra heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. hagsm unaaðilar fái óhindrað og rakalaust að hafa slík neikvæð áhrif á umhverfi og almannaheill sem hætta er á að hljótist af að óbreyttu og eins hve lítið er hlustað á rök fagaðila í málaflokknum. Því miður er málatilbúningur sumra umsagnar- og hagsmunaaðila til þess fallinn að allir koma til með að tapa verði ekki málið skoðað í heild með opnum huga og síðan tekin ákvörðun um breytingarnar sem hér eru boðaðar. Vissulega má rekja málatilbúnað sumra þessara aðila til vankunnáttu á málaflokknum og virða má þeim það til vorkunnar. Það sem sumir þeirra fagna í umsögnum sínum um að kostnaður minnki á atvinnulífið stenst ekki skoðun því alls óvíst er að kostaður minnki og getur jafnvel aukist. Þetta má m.a. rekja til aukins flækjustigs þar sem starfsleyfisskylda er felld niður og mögulega þrenns konar m ismunandi aðkoma heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga að fyrirtækjunum og jafnvel aðkoma Um hverfisstofnunar líka sem ekki hefur verið áður. Fyrirtækin þurfa mögulega að kaupa út dýra sérfræðiþjónustu sem þeir fá ódýra og skilvirka í dag með heilbrigðiseftirliti og leiðbeiningum heilbrigðisfulltrúa. SHÍ telur líka miður að ryki sé slegið í augu atvinnulífsins að einföldun og hagræðing sé fengin fram með boðuðum breytingum. Rangfærslur um að leyfi séu veitt af mörgum aðilum og eftirlit líka og það lagist með þessum breytingum stenst enga skoðun, enda er enginn sem fram fylgir hollustuhátta- og m engunarlöggjöf nema heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og það eftirlit og utanumhald varðar daglegt líf allra landsmanna á einn eða annan hátt. Það eftirlit telur SHÍ að alm enningur vilji gjarnan hafa öflugt áfram. SHÍ eru hagsmunasamtök sem eiga m.a. að standa vörð um heilbrigðiseftirlit í landinu og starfsum hverfi þess og væru fyrst til að taka undir allt sem gætu stutt við það. Eitt af því er hagkvæmni, einföldun og skilvirkni. Nýleg dæmi sem og eldri sanna að stórkostleg hætta hefur skapast og stórslys hlotist af þegar svokölluðu eigin og innra eftirliti hefur verið komið á og aðkoma óháðra eftirlitsaðila verið veikt eða gerð tortryggileg. SHÍ lýsir yfir vonbrigðum almennt með lagafrumvarpið. í því samhengi má nefna að ým sir Umsagnir hafa verið gerðar um lagafrumvarpið af fagaðilum hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og tekur SHÍ undir athugasemdir þar framkomnar. SHÍ leggur að lokum til eins og umhverfis- og samgöngunefnd hefur áður lagt áherslu á að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Fulltrúar SHÍ eru tilbúir að mæta fyrir nefndina og skýra frekar mál sitt. Virðingarfyllst f.h. Samtaka heilbrigðiseftiriitssvæða á Íslandi ‘ Ari Jóhann Sigurð \/ / Sigurðsson Árný Sigurðardóítir formaður ritari