Hollustuhættir og mengunarvarnir

Umsögn í þingmáli 436 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 113 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
Alþingi nefndarsvið Reykjavík, 14. janúar 2020 b.t. Umhverfis- og samgöngunefndar Tilvísun: 2020010053 Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavíkurborg H eilb rigð íse ftírlit Reykjavíkur Efni: Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um frumvarp til laga um breytingu á Iögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). Þingskjal 600 - 436. mál. Vísað er til tölvubréfs Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 9. desember 2019 þar sem óskað er umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) um frumvarp til laga um breytingu á viðaukum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, þingskjal 600 - 436. mál. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið umsögn um fyrirhugaðar breytingar á viðaukum laganna til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. á fyrri stigum, dags. 25. október2019 og 23. ágúst 2019, Umsagnirnar eru meðfylgjandi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur farið yfir frumvarpið og þau gögn sem því fylgja og gefur eftirfarandi umsögn. Um heimild ráðherra í lögum til að undanþiggja starfsemisflokka starfsleyfisskyldu er ekki fjallað nú, en um náskylt mál er að ræða. Drög að reglugerð um skráningarskyldu hafa þegar komið til umsagna. í meðförum frumvarpsins í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hafa orðið nokkrar breytingar á upphaflegu drögum um fjölda þeirra starfsemisflokka sem tekin eru af starfsleyfisskyldu en verða eftir sem áður eftirlitsskyld. Breytingarnar hafa verið gerðar m.a. í samráði við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og ná sérstaklega til áhættusamrar starfsemi eða ef um er að ræða starfsemi sem snýr að viðkvæmum hópum s.s. börnum. Áhættumat sem er í vinnslu hjá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga er líklega besti grunnurinn til að meta hvaða starfsemi mætti vera undanþegin starfsleyfisskyldu. Áhættumatið er hins vegar ekki tilbúið og hefur ekki verið prófað. Tilgangur breytinganna er sagður vera að auka skýrleika laganna og gera þau ítarlegri auk þess að einfalda regluverkið. HER hefur frá upphafi talið að sá tilgangur frumvarpsins náist ekki með frumvarpi þessu. Þrátt fyrir breytingar á vinnsluferli frumvarpsins er flækjustigið ennþá hátt að mati HER og óvíst hvernig til tekst að óbreyttu. Reikna má með að erfitt verði fyrir fyrirtækin í landinu sem og eftirlitsaðila, hvað þá almenning að átta sig á hvað er starfsleyfisskylt, mögulega skráningarskylt eða bara eftirlitsskylt. HER telur að breytingar á frumvarpinu á umsagnartímanum hafi ekki nægt til að markmiðin náist og að ekki sé skýrt hvernig frumvarpið styðji við meginmarkmið laganna sem er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Jafnframt er ekki Ijóst hvernig boðuð breyting á viðauka III mun hafa áhrif á starfsleyfisskyldu einstakra fyrirtækja. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gefur út starfsleyfi til fyrirtækja skv. gildandi hollustuhátta- og mengunarvarnalöggjöf, sem er löggjöf sem á einhvern hátt snertir alla íbúa landsins á hverjum degi. Þetta eru bæði hollustuháttastarfsemi hvers konart.d. skólar, sundlaugar, daggæsla í heimahúsum, heilbrigðisstofnanir hvers konar, íbúðarhúsnæði, sem og mengandi fyrirtæki t.d. bensínstöðvar, bifreiðaverkstæði, meðhöndlun úrgangs o.s.frv. Fyrirtæki undir eftirliti hafa ekki kvartað undan starfsleyfisskyldunni heldur frekar litið á það sem kost að fá sérfræðinga til sín með leiðbeiningar og fræðslu um þær kröfur sem viðkomandi starfsemi á að fara að. Starfsleyfisútgáfa Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga er í dag ódýr og skilvirk þó að búið sé að hamra á því af ákveðnum aðilum án rökstuðnings að svo sé ekki. Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hver kostnaðaráhrifin eru á Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga en í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að þau munu verða VUI IUIV III- 7A ISTISD 14001 heilb rigd ise ftirlit@ reykjav ik ,is w w w .re yk ja v ik .is /he ilb rig ð ise ftirlit B o rgartún 1 2 -1 4 1 0 5 R eykjavík http://www.reykjavik.is/heilbrig%c3%b0iseftirlit Reykjavíkurborg H eilb rigð ise ftirlít Reykjavíkur í formi lægri tekna vegna starfsleyfisútgáfu. Að mati HER verða kostnaðaráhrifin á fyrirtæki lítil sem engin, en í greinargerðinni eru þau talin vera jákvæð þar sem starfsleyfisgjöid falla niður. Starfsleyfisgjöld hjá HER liggja á bilinu 20.700 kr. upp í 48.300 kr. fyrir dýrustu leyfin. Tekið skal fram að starfsleyfin gilda til 12 ár verði ekki stórfelldar breytingar á starfseminni eða eigandaskipti sem krefjast nýrrar útgáfu innan þess tíma. Hætt er við að svona ódýrar leiðbeiningar sérfræðinga um viðkomandi rekstur verði vandfundin, fyrir þá starfsemi þar sem starfsleyfiskylda verður felld niður. í því samhengi er líka vert að benda á að fyrirtæki sem HER þjónusta eru flest öll lítil (jafnvel einyrkjafyrirtæki) og meðalstór og eru kannski ekki með sömu getu og stór fyrirtæki að kaupa dýrar vottanir, þjónustu gæðastjóra og innri eftirlitskerfi. Vert er einnig að taka fram að í gegnum umsagnaferilinn með frumvarpinu hefur komið fram að niðurfelling eða breyting á aðkomu Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, hvað varðar suma starfsemisflokka, sé gerð af því að viðkomandi rekstraraðilar fái leyfi annars staðar frá eða kröfur komi fram í annarri löggjöf en þeirri sem hér er fjallað um. Varðandi það er það rétt að benda á að Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga framfylgir ekki t.d. byggingarreglugerð eða lögum um lækningatæki en um leið framfylgja aðrir opinberir eftirlits- og leyfisgjafar ekki löggjöf um hollustuhætti og mengunarvarnir og miða því hvorki sitt eftirlit né leyfisgjöf við þá löggjöf. Þá má nefna það að ýmsir aðilar gera ráð fyrir starfsleyfum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga varðandi sína starfsemi og skilyrða það s.s. vegna sértækra búsetuúrræða. Nauðsynlegt er að mati HER að fram fari heildarendurskoðun á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til að færa þau í nútímahorf þannig að þau séu skýr og þannig einfalda öllum bæði að fara að lögunum og framfylgja þeim. Að gefnu tilefni vill HER benda á að mjög brýnt er að skýra valdheimildir og úrræði Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga við framfylgd laganna t.d. í tilvikum þar sem nauðsynlega þarf að stíga inn í aðstæður vegna öryggis almennings s.s. vegna slæms aðbúnaðar og hollustuhátta og almennt brota á lögunum. Um leið þarf að skýra betur heilmildirtil að leita aðstoðar lögreglu, á hvaða forsendum það byggir og hlutverk lögreglu þegar leitað er aðstoðar hennar við framfylgd laganna þannig að raunhæft sé að framfylgja lögunum. Þetta er sérstaklega mikilvægt verði áfram vilji til að fella niður starfsleyfisskyldu að einhverju leyti og þann mikilvæga ramma og aðhald sem starfsleyfisskylda hefur verið fram til þessa. Einnig ítrekar HER það álit sitt frá fyrri umsögnum að lagabreyting verði jafnframt gerð þannig að í stað fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í heilbrigðisnefndum komi faglegur fulltrúi s.s. heilbrigðis- eða umhverfismenntaður. Að mati HER er mikilvægast í öllum þessum breytingum að horft sé til þess markmiðs sem lög nr. 7/1998 boða þ.e. að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda umhverfigæði. Verði breytingar á starfsleyfisskyldu að veruleika, þarf áður en lagafrumvarpið tekur gildi, að vinna ítarlegar leiðbeiningar fyrir rekstraraðila og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, ekki síst um beitingu ákvæða viðauka III. Jafnframt er nauðsynlegt, og með góðum fyrirvara, að fram fari ítarleg kynning á breytingunum fyrir almenning, eftirlitsaðila, rekstraraðila og aðra hagsmunaaðila. Virðingarfyllst f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Meðfylgjandi: Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. ágúst og 25. október 2019. vui iuf« nr.m IST IS0 14001 heílb rigd ise ftirlit@ reykjavik,is 2 w w w .re yk ja v ik .is /he ilb rig ð ise ftir lit B o rgartún 1 2 -1 4 10 5 R eykjavík http://www.reykjavik.is/heilbrig%c3%b0iseftirlit Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Reykjavík, 23. ágúst 2019 Skuggasundi 1 Tilvísun: 2019080275/50.12 150 REYKJAVÍK Reykjavíkurborg Heilbrigóiseftirlit Reykjavíkur Efni: Viðaukar laga nr. 7/1998, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Vísað er til gagna á sam ráðsgátt vegna áforma um lagasetningu varðandi mögulegar breytingar á viðaukum laga nr. 7/10998 um hollustuhætti og m engunarvarnir m.s.b. H eilbrigðiseftirlit Reykjavikur (HER) hefur kynnt sér gögn m álsins og gerir eftirfarandi umsögn. HER er sammála því úrlausnarefni sem boðað er að auka á skýrleika, meta hvort einhverja tiltekna starfsemi vanti í viðaukana og hvort einhverja starfsemi má fella brott. HER telur nauðsynlegt að breyta viðauka III á þann hátt sem lagt er til þ.e. að hann varði ekki upptalningu á starfsemi sem þarf starfsleyfi heldur sé listi yfir efnisákvæði sem varða ákveðin rekstarform sem boðuð eru í öðrum viðaukum laganna. Hins vegar þarf að vera alveg skýrt að þau efnisatriði varði íyrirtæki sem eru undir eftirliti viðkomandi eftirlitsaðila og að tekið sé fram að það varði hvort sem er starfsleyfisskylda starfsemi sem og mögulega skráningarskylda í framtíðinni. Því þ arf að yfirfara löggjöfina m.t.t. þess og breyta greinum sem tiltaka hvaða eftirlitsstofnun er með fyrirtækið undir eftirliti. Það sem átt er við að umorða t.d. þar sem talað er um starfsleyfisútgefanda komi í staðinn þar sem við á "opinber eftirlitsaðili". Rétt er að taka fram að viðauki III sem í núgildandi Iöggjöf er Um hverfisstofnunar (UST) en varðar í raun nánast án undantekningar fyrirtæki Heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga (HES). Því væri önnur leið líka fær að breyta viðeigandi greinum í lögunum þannig að viðauki III væri HES að fram fylgja með þeim undantekningum þar sem UST mögulega færi með eftirlitið. Lagt er til að 1. mgr. gr. 7. í lögunum breytist þannig að að UST gefi út starfsleyfi íyrir atvinnurekstur sbr. viðauka I-II, og viðauki III innihaldi efnisatriði sem varða eftirlitsskylda starfsemi efitir því sem við á sbr. viðauka I-II og IV-V. V arðandi breytingar á viðaukum í þá átt að fella eitthvað út telur HER ekkert vera sem þar er ofaukið á þessu stigi. Hins vegar þ arf að vera alveg skýrt að þar sem orðalagið "og önnur sam bærileg starfsemi" gildi á þann hátt að viðkomandi starfsem i sem um væri að ræða væri annað hvort stafsleyfis-/eða skráningarskyld og þá um leið efitirlitsskyld. Að lokum vill HER benda á að tækifærið væri notað og viðaukar laga nr. 7/1998, reglugerðar nr. 550/2018 og boðaðrar reglugerðar um skráningarskylda starfsemi séu sam lesnir og samræmdir eftir því sem við á. HER áskilur sér rétt til að koma með frekari athugasem dir á síðari stigum málsins. Virðingarfyllst f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Árrw Sigupðardóttir framKvæmdastj óri 7A IST ISOMODf heilbrigdiseftirlit@ reykjavik.is www.reykjavik.is/heilbrigðiseftirlit Borgartún 1 2 -1 4 105 Reykjavík mailto:heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is http://www.reykjavik.is/heilbrig%c3%b0iseftirlit Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Reykjavík, 25. október 2019 Skuggasundi 1 Tilvísun: 2019080275/50.12 150 REYKJAVÍK Reykjavíkurborg Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Efni: Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um frumvarp til laga um breytingar á Iögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir - Viðaukar Vísað er til draga að frumvarpi til breytingar á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. mál nr. 243/2019 er sett var inn í sam ráðsgátt 4. október 2019. A sam ráðsgátt er málið á vegum umhverfís- og auðlindaráðuneytis til um sagnar og tvö gögn meðfylgjandi, annars vegar drög að frumvarpi og hins vegar sam burðarskjal með núgildandi lögum og breytingum sem lagðar eru til í frumvarpi. Ekki liggur fyrir hvenær fyrirhugað er að leggja frumvarpið fyrir þingið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur hefur á fyrri stigum gefið umsögn um málið dags. 23. ágúst 2019 þar sem aðallega komu fram athugasem dir við viðauka III í gildandi lögum. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasem da að mestu. H eilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur á þessu stigi máls farið yfir þau gögn sem málinu fylgja og gerir eftirfarandi umsögn. O hjákvæm ilegt er að skoða lagafrumvarpið í samhengi við drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur og þær breytingar sem boðaðar eru þar á starfsleyfisskyldu, skráningarskyldu og hvaða starfsemi lagt er til að verði hvorki starfsleyfis- né skráningarskyld. í ljós hefur komið á seinni stigum málsins að boðaðar breytingar munu hafa mikil áhrif á starfsumhverfi Heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga (HES) sem gætu að óbreyttu haft alvarleg áhrif á öryggi almennings og umhverfis og gerir því HER verulegar athugasem dir við fyrirliggjandi frumvarpsdrög. HER lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir staðhæfingum að fyrirliggjandi breytingar séu til þess fallnar að styðja við markmið laganna og fullyrðingum um einföldun fyrir atvinnulífið hvað þá almenning eins og haldið er fram í greinargerð með frumvarpinu. Þ a ð skal e in n ig tek ið fram að b o ð u ð b rey ting eykur, að m ati H E R , flæ k ju s tig e ftirlitsað ila m ik ið og ó v is t e r á þ essu stig i h v e r k o s tn a ð a rá h rif a f þ v í verða fyrir a tv in n u lífíð í land inu . H ER m innir á að þau fyrirtæki sem í dag falla undir starfsleyfi HES varða á einhvern hátt alla íbúa Iandsins á hverjum degi, s.s. skólar, sundlaugar, bifreiðaverkstæði o.fl. Því þ arf að fara varlega í allar breytingar og hafa í forgrunni áh rif á alm enning og umhverfi út frá hollustuháttum og vörnum gegn mengun. Enn liggur ekki fyrir kostnaðargreining vegna fyrirhugaðra breytinga. N auðsynlegt er að hún liggi fyrir til að hægt sé að m eta áhrifin út frá öllum áhrifaþáttum. H ER bendir á þá skoðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur til margra ára að færa eigi aukin verkefni til HES og þar með sveitarfélagsins. Það er löngu tím abært að Umhverfisstofnun auk M atvælastofnun fái svigrúm til að sinna leiðbeininga og samræmingaskyldu sinni til HES og að mati HER ættu því verkefni er varða starfsleyfi og efitirlit að vera sem mest hjá HES. HER styður fyllilega markmið um rafræna og einfaldari stjórnsýslu. Til að það verði að veruleika þarf hins vegar einföldunin að vera raunveruleg og án þess að kostnaður aukist. HER m innir á að þegar er til rafræn gátt á island.is og var sú vinna komin í gang gangvart HES þannig að hægt var að sækja um starfsleyfi rafræ nt og það síðan sent viðkomandi HES. Að fyrirtæki geti skráð sig og sinnt sínum málum gagnvart HES s.s. skrá starfsem i þar sem mögulega verður um slíkt að ræða, sækja um leyfi og skila inn gögnum í þeirri gátt, án aðkomu milliliðar sem í þessu tilviki er Um hverfisstofnun gagnvart fyrirtækjum sem verða undir eftirliti HES, að óbreyttu ætti að vera lítið mál. a IS T IS O 14001 heilbrígdiseftirlit@ reykjavik.is w w w .reykjavik.is/he ilbrigðiseftirlit Borgartún 1 2 -1 4 105 Reykjavík mailto:gdiseftirlit@reykjavik.is http://www.reykjavik.is/heilbrig%c3%b0iseftirlit 1 2. kafla greinargerðar með frumvarpinu kemur fram að tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar sé að laga misræmi miili viðauka hvað varðar tvítalningu starfsemi og verkaskiptingu milli Um hverfisstofnunar (UST) og HES og þannig eigi að auka skýrleika laganna. Að inati HER nær frumvarpið ekki þessu markmiði auk þess sem fyrirhugaðar breytingar geta haft víðtækar afleiðingar fyrir rekstur HES, almenning, atvinnulífið og umhverfið. I samanburði HER á viðaukum lagafrumvarps og draga að skráningarreglugerð er mikil óvissa og óútskýrt hvernig þessar boðuðu breytingar eiga að styðja við markmið frumvarpsins. Þær breytingar sem lagðar eru til á viðaukum laganna ganga að mati HER óskýrar á þessu stigi og er nauðsynlegt að fara í faglega undirbúningsvinnu áður en svo viðainiklar breytingar ná fram að ganga, m.a. til að ná fram markmiðum með breytingunum eins og kemur fram í greinargerð en HER tekur undir markmiðin sem slík. í nýjum viðauka IV eru talin upp fyrirtæki sem eru starfsleyfisskyld hjá HES. Heiti fyrirtækjaflokka í viðaukanum eru ekki nógu lýsandi og gera ekki ráð fyrir nýrri starfsemi eða starfsemi sem ekki fellur beint að þessu flokkakerfi. Með því að fella út alla flokka sem taka til "annarrar sam bærilegrar starfsemi" er búið að taka allan sveigjanleika úr viðaukunum. Samanburður við núgildandi viðauka IV og V í lögunum leiðir í ljós að nokkuð er um breytingar á heitum á starfsemisflokkum sem m.a. draga úr svigrúmi til að finna starfsemi stað undir starfsemisflokkum í viðaukunum. Aður hefur komið frain hjá starfsmönnum UAR að sé starfsemi ekki að finna í viðaukum við lögin sé hún hvorki starfsleyfis né eftirlitsskyld. H ér er ekki æ tlu n in að vera m eð tæ m an d i lis ta y fir s ta rfsem i sem b æ ta þ a r f v ið í tillö g u að ný ju m v ið au k a IV en frekar að b en d a á að lis tin n e in s og h ann lítu r ú t e r ekk i fu lln æ g jan d i og þ a rfn as t be tri y firferðar m .a. til að o p n a fy rir sv e ig jan le ik a til að m æ ta sta rfsem i e ins og h ú n e r í d ag o g ekk i síst til fram tíðar. Sem dæmi má nefna frístundam iðstöðvar og félagsmiðstöðvar sem ekki er að finna í tillögu að nýjum viðauka IV. A lgerlega nauðsynlegt er að tryggja skýra aðkomu HES að slíkri starfsemi. Hana er ekki m ögulegt að fella undir starfsleyfi grunnskóla í öllum tilfellum og því þ arf að tiltaka starfsemina sérstaklega í viðaukanum. H E R v ill en n frem u r b en d a á að b o ð að u r g ild is tím i reg lugerðar um sk rán in g ar og fru m v arp s u m ný jan v ið au k a fer ekki sam an o g m u n ar þ a r 6. m ánuðum . Það ge tu r ekk i an n að en v a ld ið ru g lin g i h já rek stra rað ilu m o g v e rð u r að gera k rö fu um að g ild is tím in n fari sam an þ an n ig að a lla r b rey tingar gangi í g egn í á sam a tím a. I Ijósi alls ofangreinds Ieggur HER til að boðuðum breytingum í frumvarpi um breytingu á Iögum um hollustuhætti og m engunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um skráningarskylda atvinnustarfsemi verði frestað en viðauka III í lögum nr. 7/1998 verði breytt eins og boðað var í upphafi. Það er margt sem þ arf að skoða betur s.s. áhættum at og greina skv. viðurkennum aðferðum þannig að haldbær gögn sfyðji ákvarðanatöku. Einnig þarf að fara í að því loknu viðam iklar kynningar til hagaðila. Þá er lagt til að breyting verði gerð á lögunum sainhliða, þannig að seta fulltrúa Sam taka atvinnulífsins í heilbrigðisnefndum verði felld niður en í staðinn koini fulltrúi sem þurfi að hafa heilbrigðis- eða u mhverfismenntun. HER áskilur sér rétt til að koma með frekar athugasemdir við þetta mál á síðari stigum þess. Reykjavíkurborg Heilbrigdiseftirlit Reykjavíkur Virðingarfyllst f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur r I 1 I • ^AmýlSigúrðardóttir Guðjón Ingi Eggertsson Vramkvæmdastj óri heilbrigðisfulltrúi 7A I S T IS 0 14001 heilbrigdiseftirlit@ reykjavik.is 2 w w w .reykjavik is/he ilbrigð iseftirlit Borgartún 1 2-1 4 105 Reykjavík mailto:heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is http://www.reykjavikis/heilbrig%c3%b0iseftirlit