Samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034

Umsögn í þingmáli 435 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 47 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband sveitar­félaga á Suðurnesjum Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 16.01.2020 Gerð: Viðbótarumsögn
SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM Skógarbraut 945 • 235 Reykjanesbær • Kt, 640479-0279 Slmi 420 3288 • Netfang sss@sss.is Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Málefnasvið: Samgöngu og fjarskiptamál Mál nr.S-197/2019 Reykjanesbær 1S. ágúst 2019 Efni: Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á íslandi. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar fram komnum drögum að stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á íslandi. í Ijósi þess hversu áhrif flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi hafa á hagkerfi landsins er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr. Á bls. 77 í kafla nr. 1 um alþjóðafarþegaflug er lagt til að bætt verði inn grein sambærilegri við grein 3.3 er fjallar um almenningssamgöngur. Þ.e.a.s. að tryggðar verði öflugar tengingar milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Reykjavíkurflugvallar og annarra hluta almenningssamgöngukerfisins. í kafla nr. 7, á bls. 80 er lagt til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að stefna að því að þær kennslustofnanir er sjá um að mennta flugmenn fái sömu nemendaígildi eins og þær kennslustofnanir sem mennta t.d. skiptstjóra. Hægt er að færa rök fyrir því að ekki séu í gildi jafnræðissjónarmið þegar kemur að því að mennta skipstjóra og flugstjóra. Ef grein nr. 7.1 í Grænbókinni á fram að ganga um að ísland sé í fararbroddi þegar kemur að því að afla sé menntun og þjálfun á sviði flugs, þarf að gera þeirri menntun jafn hátt undir höfði og annarri menntun á íslandi. Þegar kemur að umfjöllum um aðra alþjóðaflugvelli en Keflavíkurflugvöll (kafli. 13, bls. 84) er lagt til að einnig verði lagt mat þá það hvaða samfélagsleg áhrif það hafi á Suðurnesin verði farið í að byggja upp aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll. Ekki er hægt að leggja eingöngu mat á markaðs- og samfélagsþörf á þeim stað sem byggja á upp annan alþjóðaflugvöll án þess að skoða hvaða áhrif það hefur á allt nær umhverfi Keflavíkurflugvallar sem og markaðsáhrif í heild sinni. Á síðasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var i október 2018, samþykktu sveitarstjórnarmenn eftirfarandi bókun: ® „Stærsta og mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar er alþjóðlegur flugvöllur á Miðnesheiði og tryggja þarf að starfsemi og nauðsynleg uppbygging þar geti verið í samræmi við þarfir íslensks samfélags. • Hugmyndir um nýjan innanlandsflugvöll í Hvassahrauni hafa verið settar fram án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við sveitarfélög eða aðra aðila á Suðurnesjum. Þau vinnubrögð eru harðlega gagnrýnd og er gerð krafa um að Suðurnesjamenn fái aðkomu að vinnu við að skoða framtíð flugsamgangna á SV-horninu. Mikilvægt er að samfélagslegir hagsmunir sem og umhverfishagsmunir séu skoðaðir og metnir og málið sé skoðað frá öllum hliðum áður en ákvörðun um framtíðarstæði nýs flugvallar verði tekin ef til þess kemur". mailto:sss@sss.is SAMBAND SVEITARFÉLAGA ÁSUÐURNESJUM Skógarbraut 945 • 235 Reykjanesbær • Kt. 640479-0279 Smi 420 3288 • Netfang sss@sss.ls Lagt er til að gerð verði orðalagsbreyting í grein 18.2 á bls. 86, í stað þess að nota orðið ferðamannastraumi verði orðið „flugfarþegar" notað. Að setningin verði eftirfarandi eftir breytingu: «Tryggja þarf nægan mannafla innan tollgæslu og lögreglu til að taka á móti auknum fjölda flugfarþega". Þar sem ekki allir flugfarþegar eru ferðamenn". Að lokum er lagt til að í kafla 21 á bls. 86 og 87 um að koma á betri samskipum milli aðila í flugi og flugtengdri þjónustu, er lagttil að fulltrúum á sveitarstjórnarstiginu í nærumhverfi Keflavíkurflugvallar verði bætt inn í vettvang aðila sem hittast á tveggja mánaðafresti, með það að markmiði að tryggja samþættingu og upplýsingagjöf á milli aðila og beggja stjórnsýslustiga. Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum hefur á undanförum árum bent á að ekki sé nóg að byggja upp stoð í íslenskt efnahagslíf, sem alþjóðaflugvöllurinn á Keflavíkurflugvelli er, án þess að skoða áhrif þess á nær samfélagið. Á árunum 2015-2019 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 23,1%, sem að stórum hluta má rekja til áhrifa af vexti Keflavíkurflugvallar. 2015 2016 2017 2018 2019 Reykjanesbær Alls Alls 14.924 15.233 16.350 17.805 18.920 Grindavíkurbær Alls Alls 2.995 3.126 3.218 3.323 3.427 Sandgerði Alls Alls 1.580 1.577 1.708 1.779 0 Sveitarfélagið Garður Alls Ails 1.425 1.425 1.511 1.595 0 Sveitarfélagið Vogar Alls Alls 1.102 1.148 1.206 1.268 1.286 Suðurnesjabær Alls Alls 0 0 0 0 3.480 Heimild. Hagstofa íslands 1 Fjölgunin á Suðurnesjum varð lagt umfram meðaltalsfjölgun á landinu en aukningfjárframlaga ríkisins til stofnanna sinna og verkefna á Suðurnesjum fylgdu á engan hátt þeirri þróun. í áætlunargerð ríkisins virðist ekki vera tekið nægjanlegt til þess ef óvenju mikil fólksfjölgun verður á einstökum svæðum. Það er því mikilvægt að skoða stefnur sem þessa í samhengi við stofnanir ríkisins sbr. lögreglu, tollgæslu og heilbrigðisþjónustu og tryggja gott samstarf má milli beggja stjórnsýslustiga. Virðingarfyllst, 'SYrtilv'xc] ýW iýhrísclo^ Berglipd Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/lbuar/lbuar mannfioldi 2 bvggdir sveitarfelog/MAN02001.px/table/ tableViewLavout2/?rxid=92ded518-5246-4c90-b753-37885e95cd81 mailto:sss@sss.ls https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/lbuar/lbuar