Samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034

Umsögn í þingmáli 435 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 47 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband sveitar­félaga á Austurlandi Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 16.01.2020 Gerð: Umsögn
Samband sveitarfélaga á Austurlandi Tjamarbraut 39e ■ 700 Egilsstaðir ■ Sími 470 3800 ■ ssa@ssa.is ■ www.ssa.is 10. janúar 2020 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Efni: Umsögn SSA um 434. mál, tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og 435. mál, tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Samband sveitarfélaga á Austurlandi fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að setja aukið fjármagn til uppbyggingar samgönguinnviða um allt land eins og fram kemur í framkomnum drögum að samgönguáætlun. Ljóst er að enginn einn málaflokkur er jafn þýðingarmikill fyrir Austurland, hvort heldur með tilliti til byggðaþróunar, öryggis- og atvinnumála, þ.m.t. ferðaþjónustu, heilbrigðismála eða samkeppnisstöðu. Aukin lífsgæði íbúa og efling atvinnulífs í landshlutanum, með uppbyggingu samgangna, er hornsteinn þess að útflutningsatvinnuvegir í landshlutanum styrkist og samfélögin á Austurlandi dafni til hagsbóta fyrir þjóðarhag. Mikilvægt er að þau markmið og sú framtíðarsýn sem sett er fram í samgönguáætluninni raungerist og að þau forgangsverkefni sem SSA hefur lagt áherslu á mörg undanfarin ár komist til framkvæmda. Þá er tekið undir það sjónarmið að skoðaðar verði allar útfærslur á fjármögnun þeirra samgöngubóta á Austurlandi sem SSA leggur áherslu á og þeim þannig flýtt. Meðfylgjandi eru ályktanir haustþings SSA sem haldið var á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, nokkrum dögum áður en ný samgönguáætlun leit dagsins ljós. Stjórn SSA óskar eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til fara yfir áherslur sínar í samgöngumálum á Austurlandi. Fh. SSA Einar Már Sigurðarson, formaður Fylgiskjal: Ályktanir haustfundar SSA 2019 um samgöngumál. mailto:ssa@ssa.is http://www.ssa.is/ Samgöngumál Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, fagnar auknum fjárveitingum til samgöngumála og þeim verkefnum sem unnist hafa síðastliðið ár eftir áralanga kyrrstöðu. Þingið vekur jafnframt athygli á því að enn vantar töluvert uppá að fjárveitingar til málaflokksins verði fullnægjandi. Enginn einn málaflokkur er jafn þýðingarmikill fyrir landshlutann, hvort heldur er með tilliti til byggðaþróunar, öryggis- og atvinnumála, þ.m.t. ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu eða samkeppnisstöðu. Nauðsynlegt er að fjármögnun verðandi samgönguáætlunar sé tryggð þannig að landsmenn geti treyst því að henni verði fylgt. Þingið skorar á stjórnvöld að við endurskoðun samgönguáætlunar verði gert stórátak í samgöngumálum. Nauðsynlegt er að hlutur Austurlands verði ekki fyrir borð borinn og horft til þess hve mörg mikilvæg verkefni eru framundan fyrir framþróun landshlutans. Þá tekur þingið undir það sjónarmið að skoðaðar verði allar útfærslur á fjármögnun þeirra samgöngubóta á Austurlandi sem SSA leggur áherslu á og þeim þannig flýtt. Jarðgangagerð Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, ítrekar mikilvægi þess að tengja byggðir á Austurlandi með samgöngum til þess að rjúfa vetrareinangrun auka öryggi og efla framtíðarmöguleika svæðisins sem eins atvinnu- og þjónustusvæðis. Þingið fagnar niðurstöðu nefndar um göng til Seyðisfjarðar sem ráðherra samgöngumála kynnti á Austurlandi í ágúst sl. og er í fullu samræmi við ályktanir SSA á aðalfundum undanfarin ár þar sem göng undir Fjarðarheiði hafa verið tilgreind sem forgangsverkefni í jarðgangagerð. Þingið hvetur samgönguráðherra og alþingi til að tryggja að framkvæmdir sem nefndin leggur til að hefjist á fyrsta tímabili samgönguáætlunar og undirbúningur hefjist strax á næsta ári. Þá er mikilvægt að hafa í huga að framtíð Austurlands alls liggur í þeirri byltingu að tengja byggðir þess saman með jarðgöngum og þar eru einnig undir Vopnafjörður og Borgarfjörður líkt og hringtenging Mið-Austurlands. Þjónusta, nýframkvæmdir, umferðaröryggi og viðhald Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, telur það skipta höfuðmáli að vetrarþjónusta á öllum vegum landshlutans geri fólki kleift að sinna atvinnu, menntun og öðrum erindum innan svæðis án vandkvæða og með sem minnstri fyrirhöfn. Þá verður að tryggja sem best aðgengi og þar með öryggi allra íbúa á svæðinu, að umdæmissjúkrahúsi og Egilsstaðaflugvelli sem og inn og út úr landshlutanum, t.a.m. á milli Vopnafjarðar og Þórshafnar sem og Djúpavogs og Hornafjarðar, s.s. í Hamarsfirði. Mikilvægt er að við endurskoðun samgönguáætlunar verði gerð áætlun um umferðaröryggi eftir ákveðnum viðmiðum líkt og gert er víða erlendis. Á Austurlandi voru árin 2014-2018 sjö af tíu vegköflum í dreifbýli með flest slys og óhöpp mv. umferðarmagn, samanber slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Þingið leggur áherslu á að forsendur ákvarðanatöku samgönguyfirvalda um - 2 - framkvæmdir og forgangsröðun séu sýnilegar og nauðsynlegt er að tekið sé tillit til slysatölfræði í því samhengi. Ekki er síður mikilvægt að staðið verði við þær nýframkvæmdir í landshlutanum sem undirbúnar hafa verið síðustu ár og áratugi og komnar voru á samgönguáætlun. Heilsársvegur yfir Öxi er forgangsverkefni í nýframkvæmdum í vegagerð. Þá er mikilvægt að klára framkvæmdir á Borgarfjarðarvegi og hefja uppbyggingu á þjóðvegi 1 í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og víðar. Í ljósi aukins umferðarþunga, m.a. vegna ferðamanna, eru malarvegir á borð við þá sem liggja um Efra-Jökuldal, Hróarstungu, Jökulsárhlíð, Hellisheiði og í Breiðdal óboðlegir. Setja verður byggingu nýrrar brúar yfir Lagarfljót við Egilsstaði í forgang framkvæmda við brúargerð á landinu með almannahagsmuni í huga m.a. vegna innviðatenginga og ráðast í átak til að fækka hinum fjölmörgu einbreiðum brúm í landshlutanum. Almenningssamgöngur Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, lýsir yfir áhyggjum af stöðu almenningssamganga í dreifbýli á Íslandi og tekur undir með stjórn SSA að það verkefni verði áfram í okkar höndum á Austurlandi. Mikilvægt er að samningsgerð eigi sér stað hið fyrsta til að tryggja aðgengi að almenningssamgöngum á Austurlandi. Brýnt er að ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála bæti SSA fjárhagslegt tjón vegna málaferla sem það stendur í vegna forsendubrests fyrri samnings. Niðurstaða málsins getur að öðrum kosti ógnað fjárhagslegum grundvelli sambandsins. Austurland ljósleiðaravætt Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, ítrekar það sanngirnismál að allir íbúar landsins, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli, eigi kost á ljósleiðaratengingu sem stenst nútímakröfur. Fjármunir til framkvæmda í dreifbýli hafa ekki verið í samræmi við þær áherslur, væntingar og markmið sem samþykkt hafa verið. Þá hefur ekki verið veitt fjármagni til að tengja þéttbýli á landsbyggðinni. Þingið krefst þess að tryggt verði nauðsynlegt fjármagn til þeirra framkvæmda og að horft verði til byggðasjónarmiða við forgangsröðun þeirra. Það er ófrávíkjanleg krafa að ríkisvaldið gegni því hlutverki sínu að tryggja grunnþjónustu í fjarskiptum á landinu öllu. Egilsstaðaflugvöllur - önnur fluggátt inn í landið Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, hvetur hið opinbera að tryggja nægt fjármagn til flugþróunarsjóðs sem ætlað er að styðja flugrekstraraðila sem hyggja á flug til áfangastaða utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins þannig sýnir hið opinbera í verki vilja sinn til að opnaðar verði aðrar fluggáttir inn í landið. Þingið krefst þess að Isavia verði sett eigendastefna sem felur í sér að félagið taki yfir rekstur allra millilandaflugvalla landsins þ.m.t. Egilsstaðaflugvallar. Reynslan af millilandaflugi sýnir að Egilsstaðaflugvöllur stendur fyllilega undir slíkri starfsemi.Áfram verði unnið af fullum þunga að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar af hálfu hagsmunaaðila, s.s. Isavia, ríkis, fyrirtækja í ferðaþjónustu og sveitarfélaga á Austurlandi. Jafna verður aðstöðu flugrekstraraðila til kaupa á eldsneyti, hvar sem er á landinu. - 3 - Flugþjónusta og öryggi Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, ítrekar að aukin flugumferð til og frá Íslandi krefst þess að ríkisvaldið tryggi nægjanlegt fjármagn til uppbyggingar þannig að Egilsstaðavöllur standist kröfur um aukið þjónustustig, öryggi vegna hugsanlegra náttúruhamfara og hlutverk vallarins sem varaflugvallar. Sérstaklega þarf að horfa til framkvæmda við akbraut samhliða flugbraut, flughlöð, aðflugsljós og endurnýjun á bundnu slitlagi. Tryggja þarf aðstöðu fyrir útgerð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðaflugvelli. Þingið skorar á ríkisvaldið að tryggja fjármuni svo setja megi upp nauðsynleg aðflugsljós á Norðfjarðarflugvelli svo hann geti betur sinnt hlutverki sínu gagnvart sjúkraflugi. Innanlandsflug Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, vekur athygli á mikilvægi innanlandsflugs fyrir landshlutann. Þingið fagnar því að skilgreina eigi innanlandsflug sem almenningssamgöngur og að skoska leiðin sé komin inn í fjárlög en ítrekar mikilvægi þess að hún taki gildi í upphafi árs 2020 í samræmi við núverandi samgönguáætlun. Áfram er lögð áhersla á áætlunarflug til Vopnafjarðar með tengiflugi við Akureyri og mikilvægt er að veita áfram nægjanlegu fjármagni til viðhaldsframkvæmda á Vopnafjarðarflugvelli. Þingið krefst þess að Reykjavíkurflugvöllur verði til framtíðar staðsettur í Vatnsmýrinni sem taki mið af þeirri staðreynd að stór hluti landsmanna þarf að sækja nauðsynlega þjónustu til höfuðborgarinnar með flugsamgöngum, m.a. heilbrigðisþjónustu. Hefja verður framkvæmdir við uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll til að tryggja samþættingu allra samgangna innanlands. Þingið lýsir yfir áhyggjum af skertri þjónustu Air Iceland Connect við íbúa og fyrirtæki landshlutans. Hafnir Haustþing SSA, haldið á Borgarfirði eystri 11. og 12. október 2019, leggur áherslu á að haldið verði áfram að styrkja hafnarframkvæmdir í samræmi við 24. gr. hafnalaga og tryggðar verði auknar fjárveitingar til Hafnabótasjóðs þannig að hann geti stutt af krafti við uppbyggingu í tengslum við aukin umsvif og nýjar atvinnugreinar. Slíkt er sérstaklega mikilvægt á jaðarsvæðum sem orðið hafa fyrir skakkaföllum í atvinnulífinu á undanförnum árum. Þingið ítrekar mikilvægi þess að hafnir sem skilgreindar eru í lögum um neyðarhafnir verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni ef óhapp verður. Þá er einnig lögð sérstök áhersla á að treysta hlutverk ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði sem landamæragáttar. - 4 -