Samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034

Umsögn í þingmáli 435 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Reykjavíkurborg Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 13.01.2020 Gerð: Umsögn
Reykjavíkurborg I f UmhverfiS" og skipulagssvió Reykjavík 10. janúar 2020 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Skrifstofa Alþingis 101 Reykjavík Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir umsögnum um ofangreind mál í desember 2019. Reykjavíkurborg vísar til meðfylgjandi umsagnar um drög að samgönguáætlun sem send var Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þann 31. október 2019. Ljóst er að brugðist hefur verið við mörgum þeirra ábendinga sem settar voru fram í umsögnum Reykjavíkurborgar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á þeim tímapunkti s.s. er varða að markmið samgöngusáttmálans sem nú eru hluti a f markmiðum stefnumarkandi samgönguáætlunar til fimmtán ára. Reykjavíkurborg vísar til frekari ábendinga sem koma fram í umsögn SSH til umhverfis- og samgöngunefndar dags. 10. janúar 2020. Reykjavíkurborg vill minna á að þann 28. nóvember 2019 undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur samkomulag sem felur í sér að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum vegna flugvallar í Hvassahrauni í samræmi við tillögur í skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Samkomulagið felur í sér að ríki og borg hefji samstarf um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug. Í samkomulaginu kemur m.a. fram að aðilar eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vera vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun hans. Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Í 3. grein samkomulagsins kemur fram að aðilar munu hvor um sig leggja 100 m.kr. til fjármögnunar þeirra nauðsynlegu rannsókna sem gerðar verða á næstu tveimur árum í samræmi við 2. mgr. 2. gr. samkomulagsins. Til viðbótar þessari skuldbindingu er mikilvægt að ríkið virði og hrindi í framkvæmd öðrum skuldbindingum skv. eldri samningum, sbr. ákvæði 6 gr. ofangreinds samkomulags. VQTTUN HF IST IS0 14001 B orgartún 12 -1 4 105 Reykjavík Sími 41 1 1111 B ré fs 'm i 4 1 1 8 5 0 5 www.reykjavik.is http://www.reykjavik.is Leggur Reykjavíkurborg áherslu á að í samgönguáætlun verði kveðið á um gerð nýs æfinga-, kennslu- og einkaflugvallar en samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra frá 25. október 2013 kvað á um að ráðuneytið og Isavia ohf. hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar og að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má. Tryggja þarf framgang samkomulags ríkis og Reykjavíkurborgar frá 28. nóvember 2019 og fjármögnun þess og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu og einkaflug á höfuðborgarsvæðinu í stefnumörkun og áætlunum Alþingis. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að endanleg þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020- 2034 verði í samræmi við ofangreind atriði og umrætt samkomulag. Reykjavíkurborg U m h v e r f is - o g & k ip u la g $ $ v ií virðingarfyllst, Þorsteinn R. Hermannsson Samgöngustjóri VQTTUN HF IST IS0 14001 B orgartún 12 -1 4 105 Reykjavík Sími 41 1 1111 B ré fs 'm i 4 1 1 8 5 0 5 www.reykjavik.is http://www.reykjavik.is Reykjavíkurborg I f Umhverf iS" og sk ip u lagssv ió Reykjavík 31. október 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Sölvhólsgata 7 101 Reykjavík Efni: Umsögn um drög að fimmtán ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 Um miðjan október kynnti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 og opnaði fyrir umsagnir í samráðsgátt. Reykjavíkurborg fagnar því að samgöngusáttmálinn sem undirritaður var a f ríkinu og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu þann 26. september sl. sé nú hluti a f langtímaáætlun í samgöngumálum á landinu og tilsvarandi aðgerðaáætlun til fimm ára. Reykjavíkurborg vill koma með ábendingar fyrir áframhaldandi vinnu við þingsályktanir um samgönguáætlun. Þær ábendingar snúa að mestu að því að tengja betur umrætt samkomulag við þau meginmarkmið sem sett eru fram í drögum að stefnumótandi samgönguáætlun. Borgin áskilur sér rétt til að koma með frekari athugasemdir á síðari stigum. Reykjavíkurborg telur mjög mikilvægt að meginmarkmiðum samgöngusáttmálans séu gerð góð skil í kafla 2 (Markmið og áherslur) í samgönguáætlun 2020-2034 til að árétta samþykkta stefnu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samkomulagsins, skv. 2. grein þess, er að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með uppbyggingu skilvirkra, hagkvæmra, öruggra og umhverfisvænna samgönguinnviða. Með þessu markmiði er stefnt að eftirfarandi: - Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Leita skal leiða til að dreifa umferðarálagi með markvissum hætti og bæta þannig nýtingu innviða. - Að stuðla að því að loftlagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnislaust borgarsamfélag verði náð með eflingu almenningssamgangna, deilihagkerfis í samgöngum og bættum innviðum fyrir aðra vistvæna samgöngumáta og auk þess að hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta. - Að stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum. - Að tryggja skilvirka framkvæmd höfuðborgarpakkans og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fj ármögnunarleiðir. Tekið er undir aðrar ábendingar og athugasemdir sem fram koma í umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgönguáætlun dags. 31. okt. 2019. virðingarfyllst, VQTTUN HF IST IS0 14001 Þorsteinn R. Hermannsson Samgöngustjóri B orgartún 12-14- 105 Reykjavík Sími 41 1 1111 B ré ts 'm i 41 1 8 5 0 5 www.reykjavik.is http://www.reykjavik.is