Samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034

Umsögn í þingmáli 435 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 47 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sveitar­félaga á höfuðborgarsvæðinu Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 13.01.2020 Gerð: Umsögn
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæ ðinu Kópavogi, 10.janúar 2020. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis nefndasvid(hja)althingi .is Efni: Umsögn um tillögu til bingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og tillögu til bingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) vísa til meðfylgjandi umsagnar sem send var Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 31.október 2019 en ljóst er að brugðist hefur verið við mörgum ábendingum sem SSH setti fram í umsögn sinni s.s. að markmið Samgöngusáttmálans yrðu hluti af Samgönguáætlun Alþingis. SSH vill þó ítreka eftirfarandi ábendingar er varða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í langtímaáætlun samgönguáætlunar en í fyrri umsögn stóð „ Einnig telur SSH nauðsynlegt að gera almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu betri skil í samgönguáætlun og markmiðum með eflinguþeirra m.a. útfrá áherslum um loftslagsmálogskuldbindingum ríkisins erþað varðar. Sem dæmi fer ekki mikið fyrir umfjöllun um Borgarlínu í kaflanum um almenningssamgöngur sem er að mati SSH mjög mikivægt m.a. miðað við þá fjármuni sem ráðstafað verður til verkefnisins og þau áhrif sem efling almenningssamgangna mun hafa á loftslagsmál eins og áður hefur komið fram “. Þá vill SSH ítreka eftirfarandi ábendingu frá síðustu umsögn „ Þá er að mati SSH, jafnframt mikilvægt að þær aðgerðir, til viðbótar við upptalningu framkvæmda, sem a f samgöngusáttmálanum hljótast komist inn ífimm ára aðgerðaráætlun samgönguáætlunar, t.a.m. að tilgreina gerð lagafrumvarps vegna stofnunar félags sem heldur utan um framkvæmdir samgöngusáttmálans, ákvörðun um að festa í sessi skuldbindingar og hlutverk ríkis og hlutaðeigandi sveitarfélaga varðandi viðhald og rekstur stofnvega, stofnstíga og almenningssamgangna og frágangifjárhagslegara, lagalega og tæknilegra atriða íþví sambandi. Fleiri atriði mætti svo sem nefna s.s. er varðar aðkoma sveitarfélaganna að samningu frumvarps um fyrirkomulag samstarfsins (m.a. stofnun á sameiginlegu félagi) og aðkomu að frumvarpi um flýti- og umferðargjöld eins og fjallað er um í samkomulaginu. Þá er vakin athygli á því að endurskoðun samkomulags um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem ljúka á fyrir árslok 2020 er ekki tilnefnd í aðgerðaáætlun Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæ ðinu samgönguáætlunar. SSH bindur miklar vonir við samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sér í lagi að í tengslum við uppbyggingu samgönguinnviða höfuðborgarsvæðisins verði horft til uppfærðra rekstraráætlana almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. um rekstur Borgarlínu “. Eins og áður vænta Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi góðs samstarfs við ráðherra ríkisstjórnarinnar og Alþingi um framgang samgöngusáttmálans, enda mikilvægt að markmið samkomulagisins nái fram að ganga m.a. með skýrri tilvísun í það efni sem tillaga að þingsályktun Alþingis um samgönguáætlun felur í sér. Virðingarfyllst, f.h Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Páll Björgvin Guðmundsson Framkvæmdastjóri SSH Meðfylgjandi umsögn SSH frá 31.október 2019. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæ ðinu Kópavogi, 31. október 2019. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Sölvhólsgata 7 101 Reykjavík Efni: Umsögn um tillögu til bingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og tillögu til bingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fagna því sérstaklega að samgöngusáttmálinn sem undirritaður var af hálfu ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þann 26. september sl. sé nú hluti af stefnumótandi langtímaáætlun í samgöngumálum á landinu. Hér er um að ræða afar mikilvægt og metnaðarfullt samkomulag milli ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem mun til skemmri og lengri tíma hafa afar jákvæð áhrif á samgöngumál höfuðborgarsvæðsins og þar með lífsgæði íbúa á svæðinu. Með hliðsjón af framsögðu vill SSH benda á nokkra þætti í fyrrgreindum áætlunum sem samtökin telja mikilvægt að koma á framfæri með ósk um að bætt verði úr við áframhaldandi vinnu við frumvarpið. Ábendingarnar eiga það sameiginlegt að tengja betur umrætt samkomulag við þá stefnumótun, markmið og leiðir sem samgönguáætlunin felur í sér. SSH telur afar mikilvægt að markmið samkomulagsins séu gerð skýrari skil í fyrirliggjandi áætlunum og kalla eftir því að markmið samkomulagsins komi fram í umfjöllun um markmið samgönguáætlunar. Vantar sem dæmi umfjöllun um eftirfarandi meginmarkmið samkomulagsins: • Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Leita skal leiða til að dreifa umferðarálagi með markvissum hætti og bæta þannig nýtingu innviða. • Að stuðla að því að loftlagsmarkmið stjórnvalda um sjálfbært, kolefnislaust borgarsamfélag verði náð með eflingu almenningssamgangna, deilihagkerfis í samgöngum og bættum innviðum fyrir aðra vistvæna samgöngumáta og auk þess að hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta. • Að stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæ ðinu • Að tryggja skilvirka framkvæmd höfuðborgarpakkans og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir. • Markmið ríkisins er varðar fjármögnun samgöngusáttmálans. Með því að tilgreina fyrrgreind markmið samgöngusáttmálans í markmiðskafla nýrrar samgönguáætlunar fær inntak samgöngusáttmálans mun meira vægi, enda eðlilegt í samræmi við umfang hans og mikilvægi. Verði þingsályktunin samþykkt skiptir máli að inntak og efni samningsins sé hluti af þingsályktuninni en ekki bara upptalning í athugasemdakafla samgönguáætlunarinnar. Þetta telur SSH mjög mikilvægt atriði í ljósi skilgreindra markmiða og leiða í samgönguáætlun. Þá er að mati SSH, jafnframt mikilvægt að þær aðgerðir, til viðbótar við upptalningu framkvæmda, sem af samgöngusáttmálanum hljótast komist inn í fimm ára aðgerðaráætlun samgönguáætlunar, t.a.m. að tilgreina gerð lagafrumvarps vegna stofnunar félags sem heldur utan um framkvæmdir samgöngusáttmálans, ákvörðun um að festa í sessi skuldbindingar og hlutverk ríkis og hlutaðeigandi sveitarfélaga varðandi viðhald og rekstur stofnvega, stofnstíga og almenningssamgangna og frágangi fjárhagslegara, lagalega og tæknilegra atriða í því sambandi. Fleiri atriði mætti svo sem nefna s.s. er varðar aðkoma sveitarfélaganna að samningu frumvarps um fyrirkomulag samstarfsins (m.a. stofnun á sameiginlegu félagi) og aðkomu að frumvarpi um flýti- og umferðargjöld eins og fjallað er um í samkomulaginu. Þá er vakin athygli á því að endurskoðun samkomulags um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem ljúka á fyrir árslok 2020 er ekki tilnefnd í aðgerðaáætlun samgönguáætlunar. SSH bindur miklar vonir við samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sér í lagi að í tengslum við uppbyggingu samgönguinnviða höfuðborgarsvæðisins verði horft til uppfærðra rekstraráætlana almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. um rekstur Borgarlínu. Einnig telur SSH nauðsynlegt að gera almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu betri skil í samgönguáætlun og markmiðum með eflingu þeirra m.a. út frá áherslum um loftslagsmál og skuldbindingum ríkisins er það varðar. Sem dæmi fer ekki mikið fyrir umfjöllun um Borgarlínu í kaflanum um almenningssamgöngur sem er að mati SSH mjög mikivægt m.a. miðað við þá fjármuni sem ráðstafað verður til verkefnisins og þau áhrif sem efling almenningssamgangna mun hafa á loftslagsmál eins og áður hefur komið fram. Líkt og að framan greinir felur samgöngusáttmálinn í sér afar metnaðarfullar tímamótabreytingar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu þar sem bæði íslenska ríkið og viðkomandi sveitarfélög muni verja miklum fjármunum í framþunga framkvæmdaáætlun með það að markmiði að standa við þær skuldbindingar sem í samkomulaginu er kveðið á um. Verður því að telja að ekki verði hjá því komist að veita samgöngusáttmálanum enn stærri og útfærðari sess í nýrri samgönguáætlun. Telur SSH að úr því verði að bæta í framlögðum drögum að fyrirhugaðri samgönguáætlun eins og að ofan greinir. Samtök sveitarfélaga á hnfuöhnrnar<;v3PÖinijhöfuðborgarsvæ ðinu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vænta áframhaldandi góðs samstarfs við ráðherra ríkisstjórnarinnar og Alþingi um framgang samgöngusáttmálans, enda mikilvægt að markmið samkomulagisins nái fram að ganga m.a. með skýrri tilvísun í það efni sem tillaga að þingsályktun Alþingis um samgönguáætlun felur í sér. Virðingarfyllst, f.h Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Páll Björgvin Guðmundsson Framkvæmdastjóri SSH