Fimm ára samgönguáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 434 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 72 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Skorradalshreppur Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 18.06.2020 Gerð: Umsögn
Samgöngunefnd Alþingis PP Skorradalshreppur Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Alþingi 150 Reykjavík Skorradal, 15. maí 2020 Efni: Tillögur til bingsályktunar um fímm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020- 2024 og fyrir árin 2020-2034 Lagt fram erindi frá Hildi Edwald, fyrir hönd umhverfís- og samgöngunefnd Alþingis, þar sem nefndin óskar eftir umsögn Skorradalshrepps um tillögu til þingsályktunar um fímm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál, og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál. Hreppsnefnd Skorradalshrepps leggur áherslu að það verði gert ráð fyrir að huga að lagningu bundin slitlags á M ófellsstaðaveg nr. 507. (svört lína á korti), eins á Dragaveg nr. 520 frá ósi Skorradalsvatns í gegnum þetta byggð sumarhúsa á Indriðastöðum (rauð lína). Það er til að losna við mikið vegaryk sem fylgir veginu þarna í gegn. Eins fylgir með afrit af erindum til Vegargerðar og Samgönguráðherra um að leggja bundið slitlag á veg nr. 520 um Hestháls. Það er um 30 ára gamal vegarkafli sem uppbyggður og tilbúin undir slitlag en aldrei klárað. SKORRADALSHREPP UR Netfang: skorradalur@skorradalur. is Á þessum vegaköflum ætti að vera nóg að leggja slitlag sem væri ekki fullbreidd og ómerktar línur. Í öðrum löndum Evrópu er mikið að vegum með svipaða vegbreidd og engar línur til skiptingar á vegarhelmingum. Jafnvel eru með hærri hármarkshraða en á hringveginum hér, sem ég tel samt fullmikill hraði. Við verðum að endurhugsa vegakerfið til sveita og klára lagningu bundins slitlags. Það er óþarfa bruðl að gera alla vegi tvöfalda með bundnu slitlagi og það í er höndum Alþingis að taka af skarið með það. F.h. hreppsnefndar Skorradalshrepps Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður Meðfylgjandi: Tölvupóstur og bréf til Vegagerðarinnar dagsett 20. apríl 2018 SKORRADALSHREPP UR Netfang: skorradalur@skorradalur. is Pétur Davíðsson From: Pétur Davíðsson <grund@simnet.is> Sent: fimmtudagur, 20. september 2018 13:05 To: 'Pálmi Þór Sævarsson'; 'Valgeir Ingólfsson'; 'Ingvi Árnason' Cc: 'bergthora.thorkelsdottir@vegagerdin.is'; 'jonas.snaebjornsson@vegagerdin.is'; 'sij@althingi.is' Subject: Athuga með mál eftir fundinn í vor. Attachments: Vegagerd 20-9-18.pdf Sælir! Höfum ekki fengið viðbrögð við hugmyndinni sem hvatt var til að skoða í vor á fundinum. Set hana formlega á blað og sendi á ykkur og fleiri. Sjá viðhengið. Frumrit í pósti. Mynd af umræddum vegarkafla. Kv. Pétur Davíðsson Hreppsnefnd Skorradalshrepps 1 mailto:grund@simnet.is Vegagerðin Borgarbraut 66 310 Borgarnes Efni: Vegamál í Skorradal, fundur 25. apríl 2018 Skorradal, 20. september 2018 1804006 PD Á fundi á Hvanneyri með hreppsnefnd Skorradalshrepps og fulltrúum Vegagerðinnar í Borgarnesi þann 25. apríl s.l. var hvatt til þess að meta kostnaðinn við að nýta ný framkvæmdir í Lundarreykjadal á vegi nr. 52 þegar verður sett yfirlögn á nýja veginn að setja yfirlögn á hluta vegarins nr. 520, þ.e.a.s. frá framkvæmdarsvæðinu og áleiðis upp á Hesthálsins. Um 30 ár eru síðan að vegurinn yfir Hestháls var byggður upp og var tilbúinn undir yfirlagningu. Með því að setja olíumöl á þennan kafla sem er rauðmerktur, er þá losnað við kaflana sem þarf að hefla oft. Á ómerkta hluta leiðarinnar myndast varla holur. Þetta yrði gott tilraunaverkefni, prófun að klæð veg sem yrði áfram með 80 km hámarkshraða og ekki málaðar rendur til að skipta í akreinar. Vísa ég þar til sveitavega í Danmörk. Þetta er um 1,5 km kafla sem um ræðir og hvað kostar að leggja á hann bundið slitalag þegar öll tæki eru á staðnum? Virðingarfyllst, Pétur Davíðsson Hreppsnefndarfulltrúi. Afrit: Vegamálastjóri og Samgönguráðherra. SKORRADALSHREPP UR Netfang: skorradalur@skorradalur. is