Fimm ára samgönguáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 434 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 72 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bláskógabyggð Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 16.01.2020 Gerð: Minnisblað
B L Á S K Ó G A B Y G G Ð Reykholti, 15. janúar 2020 1912016 AS Efni: Minnisblað um samgöngumál í Bláskógabyggð Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ályktaði um fimm ára samgönguáætlun, 434. mál, og samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál. Reykjavegur og Skeiða- og Hrunamannavegur: I ályktuninni fagnaði sveitarstjóm því að í samgönguáætlun 2020 til 2024 skuli vera gert ráð fyrir ijármagni til að ljúka framkvæmdum við Reykjaveg og Skeiða- og Hrunamannaveg á milli Einholtsvegar og Biskupstungnabrautar árið 2020. Framkvæmdir við Reykjaveg em nú hafnar, en Skipulagsstofnun hefur ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdir á Skeiða- og Hrunamannavegi og efnistaka úr námu í landi Gýgjarhóls skuli fara í mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun skilaði inn mjög neikvæðum athugasemdum við þá framkvæmd, þrátt fyrir að fulltrúar stofnunarinnar hafi, í vettvangsgöngu með framkvæmdaraðila, verið hlynntir þeim aðgerðum sem kynntar voru hvað varðar frágang námu að verki loknu. Kjalvegur: Sveitarstjórn vill koma á framfæri áhyggjum sínum hvað varðar stöðu mála vegna viðhalds á Kjalvegi. Vegagerðin áformaði að ráðast í uppbyggingu vegarins á 17 km kafla frá Árbúðum að Kerlingarfjallavegi. Vegurinn er afar slæmur malarvegur, nánast slóði á köflum, niðurgrafínn og yfirborð afar gróft. Lagæringar vegarins miða fyrst og fremst að því að hækka vegyfirborð þannig að vegurinn virki ekki sem árfarvegur og er það m.a. gert til að minna líkur á utanvegaakstri. Talsvert er um að ekið sé utan vegar til að komast hjá því að lenda í djúpum hvörfum og til að forðast svæði þar sem vatn safnast. Uppbygging vegarins er afar brýn samgöngubót á svæði sem er fjölsótt allt sumarið. Skipulagsstofnun hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin skuli fara í umhverfismat. Athygli er vakin á því að hér er alls ekki um nýja framkvæmd að ræða, vegur liggur um Kjöl og hefur svo verið um áratuga skeið. Niðurstöðu sína byggir Skipulagssstofnun á landsskipulagsstefnu, en horfir nánast algerlega framhjá aðalskipulagi Bláskógabyggðar, sem þó fékk staðfestingu Skipulagsstofnunar á sínum tíma, og sem gerir ráð fyrir endurbótum á Kjalvegi og efnistökusvæðum vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Suðurlandi mun ekki verða ráðist í umhverfísmat og eru framkvæmdir því komnar í biðstöðu um ótiltekinn tíma. A f hálfu Vegagerðarinnar verður metið hvort niðurstaða Skipulagsstofnunar verði kærð, en kærufrestur er fram í næstu viku. Það er ótækt að ítrekað skuli nauðsynlegar vegabætur á svæðinu, framkvæmdir við viðhald vega sem lagðir voru fýrir áratugum síðan, lenda í gíslingu af þessu tagi. Færsla á Biskupstungnabraut við Geysi: Á 2. tímabili samgönguáætlunar 2025- 2029 er gert ráð fyrir fjármagni í færslu Biskupstungnabrautar á svæðinu við Geysi og Tungufljót. Nauðsynlegt er að sú áætlun haldist, en svæðið ber mjög illa þann umferðarþunga sem þar er í dag. Þessi aðgerð tengist mjög fyrirhuguðum framkvæmdum ríkisins við Geysissvæðið og aðkomuleiðum að því. Brýnt er að Vegagerðin hafi fjármagn til að fara af stað með undirbúningsvinnu nú þegar, svo sem mat á umhverfisáhrifum. Aratunga • 806 Selfoss