Fimm ára samgönguáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 434 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 53 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 138 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sveitar­félaga á Norður­landi vestra Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 16.01.2020 Gerð: Umsögn
/nu Norðurlandi vestra, 15. janúar 2020 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Sent rafrænt á nefndasvid@althingi.is Efni: Umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Stjórn samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi (SSNV) hefur yfirfarið báðar tillögurnar og gerir eftirfarandi athugasemdir við þær: 1. Um nokkurt skeið hefur endurbygging Skagastrandarvegar verið inni á samgönguáætlun en með hverri nýrri áætlun verið ýtt aftar í framkvæmdaröðina. Hönnun var nýverið boðin út og stendur nú yfir. Í síðustu samgönguáætlun var gert ráð fyrir að vinna hæfist á árinu 2020 en í þeirri tillögu sem nú er fram komin er framkvæmdum frestað til ársins 2022. Við það geta íbúar landshlutans ekki unað. Vegurinn er með hættulegustu vegum landsins. Um hann fara miklir þungaflutningar og umferð ferðamanna hefur stóraukist. Vegurinn er ein þeirra framkvæmda sem sveitarstjórnir landshlutans alls setja í forgang í nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun1. Það eru vonbrigði að aðgerðir þær sem gripið er til í því augnamiði að flýta samgönguframkvæmdum á landinu skili sér ekki á Norðurland vestra heldur sé brýnum framkvæmdum á svæðinu ýtt aftar í framkvæmdaröðina. Stjórn SSNV krefst þess að framkvæmdir við Skagastrandarvegi hefjist árið 2020. 2. Í umfjöllun um flugvelli er Alexandersflugvöllur enn ekki skilgeindur í grunnneti flugvalla eins og lagt hefur verið áhersla á af hálfu SSNV allt frá því að hann var tekinn út úr grunnnetinu með einu pennastriki. Á árinu 2018 var unnið tilraunaverkefni með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Þá kom flugfélagið Ernir á reglulegu áætlunarflugi milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Flugið var nokkuð vel nýtt en mál manna að verkefnið hafi ekki varað nægilega lengi til að full reynsla kæmist á það. Mikilvægt er að það verði tekið upp að nýju og það flug verði hluti af áformum sem kölluð hafa verið „skoska leiðin" sem miða að því að niðurgreiða flugfargjöld íbúa í einkaerindum í samræmi við tillögur starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna. Í skýrslu starfshópsins segir2: Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til ogfrá svæðinu, þó að hámarki fjórar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið. 1 Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. 2 Skýrsla starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna. SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is mailto:nefndasvid@althingi.is http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/samgongu-og-innvidaaaetlun-nordurlands-vestra-juni-2019-prent.pdf https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=33713415-f7dc-11e8-942f-005056bc530c mailto:ssnv@ssnv.is Hópurinn setur einnig fram hvernig ákvörðun þessara skilgreindu svæða verði framkvæmd: Lagt er til að við ákvörðun svæðisins verði miðað við 200 - 300 km. akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu eftir aðstæðum á hverjum stað. Samkvæmt þessu viðmiði á Alexandersflugvöllur að vera hluti þeirra skilgreindu svæða sem eiga kost á niðurgreiðslu flugfargjalda íbúa enda er vegalengdin frá Sauðárkróki til Reykjavíkur á bilinu 290 km (um Þverárfjallsveg) til 320 km (um Vatnsskarð). Einnig er í áætluninni fyrir árin 2020-2024 í markmiðakaflanum fjallað um almenningssamgöngur á milli byggða (bls. 3). Þar kemur fram: Ibúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast il höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst samþættum ferðartíma, akandi, með almenningsvagni, ferju, eða flugi. Styður þetta ákvæði þá áherslu stjórnar að taka á ný upp reglulegt flug á Alexandersflugvöll þar sem íbúar austast á Norðurlandi vestra ná ekki þessu viðmiði miðað við núverandi almenningssamgöngur. Stjórn SSNV leggur á það áherslu að Alexandersflugvöllur verði á ný skilgreindur í grunnnet flugvalla og áætlunarflug um hann verði hluti af stuðningi ríkisins við innanlandsflug (skosku leiðinni). 3. Stjórn SSNV vill jafnframt vekja athygli á mikilvægi þess að ráðist verði í endurbætur á flugvellinum á Blönduósi og honum haldið við til að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda á þjóðvegi 1. Gegndi flugvöllurinn mikilvægu hlutverki í störfum viðbragðsaðila þegar hópslys varð á þjóðvegi 1 í aftakaveðri í byrjun janúar þegar rúta með yfir 50 manns fór út af veginum og hvolfdi. Flugvöllurinn er sá eini sem er á milli fjallveganna Holtavörðuheiði og Þverárfjalls/Vatnsskarðs og gegnir þar með mikilvægu öryggishlutverki. Flugvöllurinn er staðsettur við þjóðveg 1 sem eykur enn á mikilvægi hans þegar slys verða og hver mínúta skiptir máli fyrir alvarlega slasaða einstaklinga. Stjórn SSNV bendir á mikilvægi flugvallarins á Blönduósi og þess að farið verði í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á honum svo hann megi gegna nauðsynlegu öryggishlutverki fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og vegfarendur alla. 4. Í samgönguáætlun hækkar sameiginlegur pottur til tengivega lítillega, sem er vel. Miðað við það sem fram kemur í áætluninni fyrir árin 2020-2024 (bls. 54) mun heildar fjármagnið á áætlunartímanum duga til að leggja slitlag á 130 km vega - samtals. Á Norðurlandi vestra einu setja sveitarfélögin 225 km í forgang í fyrrnefndri Samgöngu- og innviðaáætlun og því ljóst að þessir fjármunir duga engan vegin til ásættanlegra vegabóta. Bæta þarf verulega í þennan pott. Í áætluninni til áranna 2020-2034 er tilgreint að gera eigi átak í að leggja bundið slitlag á umferðarminni vegi þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leiti ábótavant miðað við núgildandi reglur (bls. 30). Stjórn SSNV hefur í gegnum tíðina margoft lagt þetta til og telur að með þessu verklagi megi hraða uppbyggingu stofn- og tengivega mikið. Það er jafnframt mat umferðaröryggissérfræðinga að í flestum tilfellum myndu slíkar framkvæmdir ekki ógna öryggi enda erfitt að sjá hvernig vegir með bundnu slitlagi gætu verið hættulegri en þeir vegir sem íbúar og ferðamenn búa við í dag. Stjórn SSNV bendir á að stórauka þurfi fjármagn til uppbyggingar og viðhalds tengivega til að hægt verði að ná upp ásættanlegum framkvæmdahraða. Jafnframt fagnar hún þeirri áherslu að slitlag verði lagt á fáfarnari vegi þó þeir uppfylli ekki ströngustu viðmið miðað við núverandi reglur. 5. Tekið er fram í áætluninni til 2020-2024 (bls. 55) að tengivegapotti skuli skipt eftir „umferð og lengd tengivega á hverju svæði án bundins slitlags“ . Stjórn SSNV bendir á að á SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is mailto:ssnv@ssnv.is Norðurlandi vestra er eitt hæsta hlutfall malarvega á landinu öllu. Jafnframt eru í landshlutanum einar lengstu skólaakstursleiðir landsins. Eðlilegt er að skýr viðmið ráði forgangsröðun vega en lengd og umferð ættu ekki að vera einu þættirnir sem gengið er út frá. Tegund umferðar ætti líka að vera hluti af þessum viðmiðum. Því leggur stjórn SSNV til að til viðbótar við framangreinda þætti í forgangsröðun verði vegir sem skólaakstur fer um skilgreindir sem forgangsvegir. Stjórn SSNV leggur til að auk lengdar tengivega innan svæðis og umferðar í skilgreiningu forgangs með tilliti til bundis slitlags verði vegir þar sem um fer skólaakstur einnig settir í forgang. Athugasemdir umfram þær sem þegar hafa fram komið um ákveðna liði í drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 1. Í kafla um markmið og áherslur er fjallað sérstaklega um tækniþróun (bls. 3). Þar segir: Farnetssamband verði tryggt á þjóðvegum, fjölsóttum ferðamannastöðum og við strendur landsins. Í áðurnefndri Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra er fjallað sérstaklega um fjarskiptamál í landshlutanum (bls. 32-35). Þar kemur fram að það er almennt séð engan veginn í lagi ef horft er til fjarskiptasambands í dreifbýli. Könnun á gæðum þess sýnir svo ekki er um villst að verulega skortir á um að ástandið sé viðunandi. Takmarkanir fjarskiptakerfisins komu berlega í ljós í óveðri sem gekk yfir landið í desember sl. og sýndi svo ekki var um villst að öryggi íbúa í landshlutans var ógnað. Mikilvægt er að varafl senda verði tryggt til lengri tíma en nú er, dreifikerfið verði bætt og Tetra samband tryggt til að viðbragðsaðilar geti rækt hlutverk sitt við erfiðar aðstæður. Stjórn SSNV krefst þess að farnetssamband verði bætt til mikilla muna í landshlutanum til að tryggja öryggi íbúa. 2. Í kafla 4.3 er fjallað um fjárframlög til Vegagerðarinnar og til framkvæmda á einstaka svæðum (bls. 12-21). E f borið er saman heildar fjármagn sem veitt er til framkvæmda á einstaka svæðum á áætlunartímanum skv. skiptingu Vegagerðar kemur eftirfarandi í ljós: 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals % af heild Suðursvæði 1 9.950 10.040 8.300 28.290 20% Suðursvæði 2 14.450 21.000 8.250 43.700 31% Vestursvæði 14.930 12.260 9.550 36.740 26% Norðursvæði 4.385 6.610 3.550 14.045 10% Austursvæði 5.830 1.130 13.250 20.210 14% Eins og sjá má eru framlög til framkvæmda á Norðursvæði langsamlega minnst þrátt fyrir hlutfallslega stærð landshlutans. Vert er að taka fram að átt er við Norðurland vestra ásamt Norðurlandi eystra þegar talað er um norðursvæði. Við þetta er að bæta að fyrir utan þær framkvæmdir sem falla undir þær fjárhæðir sem fram koma í samantektinni eru jarðgangaframkvæmdir á vestur- og austursvæðum. Tekið skal fram að þau svæði sem hærri fjárhæðir fá til framkvæmda eru á engan hátt ofalin af þeim fjárhæðum sem þarna koma fram. Stjórn SSNV getur hins vegar ekki SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is mailto:ssnv@ssnv.is r/nu látið hjá líða að lýsa yfir undrun sinni að eins stór landshluti og Norðurland í heild sinni, með eins stóran hluta vegakerfisins, fái aðeins 1/10 hluta þess fjármagns sem varið er til nýframkvæmda. Stjórn SSNV krefst þess að stórauknum fjármunum verði varið til nýframkvæmda á Norðurlandi vestra og vísar til Samgöngu- og innviðaáætlunar landshlutans varðandi forgangsröðun verkefna3. 3. Í kafla 1.2 um framtíðarsýn kemur eftirfarandi fram (bls. 24): Við forgangsröðun aðgerða verði tekið tilltil til óska sveitarstjórna og sóknaráætlana landshluta. Stjórn SSNV vill í þessu sambandi benda aftur á Samgöngu- og innviðaáætlun landshlutans. Þar er að finna áherslur allra sveitarfélaganna á starfssvæðinu í samgöngumálum í víðum skilningi. Sveitarfélögin sammælast um tvö verkefni en skilgreina svo áhersluvegi innan hvers sveitarfélags fyrir sig. Það er ánægjulegt að þau verkefni sem sveitarfélögin setja sameiginlega í forgang rati inn á áætlunina sem gerð er til ársins 2034. Það er hins vegar óviðunandi eins og fram hefur komið að Skagastrandarvegi sé enn og aftur ýtt aftar í framkvæmdaröðina og að framkvæmdir við Vatnsnesveg séu ekki á dagskrá fyrr en á síðasta tímabili áætlunarinnar, eftir áratug eða meira. Stjórn SSNV harmar það sem áður hefur fram komið að þær leiðir sem kynntar eru í áætluninni til að hraða megi framkvæmdum skili sér ekki á Norðurland vestra heldur er verkefnum þar frestað. Slíkt er ekki hægt að una við. Stjórn SSNV krefst þess að framkvæmdum samgönguáætlunar á Norðurlandi vestra verði flýtt. 4. Í kafla 2.1 um markmið um greiðar samgöngur er fjallað um mikilvægi dreifingar ferðamanna með auknu millilandaflugi um fleiri flugvelli en Keflavík og talað um að auka verði millilandaflug um Akureyri (bls. 32-33). Flest sveitarfélögin á Norðurlandi vestra eru aðilar að Air66 flugklasanum enda er reglubundið millilandaflug á Akureyrarflugvöll hagsmunamál sveitarfélaganna á starfssvæði SSNV. Stjórn vill taka undir þær áherslur sem fram hafa komið hjá Eyþingi og Markastofu Norðurlands um nauðsynlega uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til að völlurinn geti þjónað sem fullgildur millilandaflugvöllur. Jafnframt er á það bent að Alexandersflugvöllur hentar einkar vel sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Aðstæður við hann eru afar góðar veðurfarslega séð og staðsetning hans þannig að ferðatími til hinna millilandaflugvallanna hagstæðari en í dag. Stjórn SSNV styður heilshugar uppbyggingu á Akureyrarfugveli svo hann geti þjónað sem öflugur millilandaflugvöllur en fer jafnframt fram á að kannaður verði sá möguleiki að Alexandersflugvöllur verði gerður að varaflugvelli fyrir millilandaflug á Íslandi. 5. Í kafla 4.3.3 (bls. 72) er fjallað um jarðgangaframkvæmdir. Stjórn SSNV fagnar því að þar er fyrirhugað mat fýsileika, kostnaðar og félagsfræðilegs ábata Tröllaskagaganga sem að mati stjórnar er framkvæmd mun skipta gríðarlega miklu máli í byggðarlegu sjónarmiði fyrir Norðurland allt. Bæjarstjórn Akureyrar og sveitarstjórn Skagafjarðar hafa ályktað um málið og samþykkt áskorun til stjórnvalda. Í áskoruninni segir: 3 Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/samgongu-og-innvidaaaetlun-nordurlands-vestra-juni-2019-prent.pdf mailto:ssnv@ssnv.is Tröllaskagagöng munu ótvírætt hafa mikinn ávinning í för með sér í formi styttri vegalengda á milli allra stærstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi, aukins öryggis vegfarenda þar sem til yrði ný leið sem sneiðir fram hjá hæstu fjallvegum, stækkunar vinnusóknarsvæða, styrkingar almennrar þjónustu og eflingar ferðaþjónustu, auk bættrar samkeppnisstöðu landshlutans. Slík jarðgöng myndu breyta svo miklu á svo stóru svæði að örðugt er að sjá áhrifin fyrir án ítarlegrar og faglegrar athugunar. Einnig fagnar stjórn því að fjallað er um gerð jarðganga úr Fljótum yfir í Hólsdal þar sem um svæðið liggur stórhættulegan vegur sem er nánast ónýtur. Um jarðgöng er fjallað í Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og lögð áhersla á þær tvær framkvæmdir sem hér eru nefndar (bls. 28 og 29). Stjórn SSNV leggur áherslu á að farið verði í nauðsynlegar rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga sem og að framkvæmdir við gerð jarðganga úr Fljótum í Hólsdal verði skoðaðar og settar inn á samgönguáætlun. Stjórn SSNV áskilur sér rétt til að gera umsagnir um málið á seinni stigum og er jafnframt tilbúin til samtals umhverfis- og samgöngunefnd um innihald umsagnarinnar og samgöngumál á Norðurlandi vestra almennt. F. h. Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastj óri. Hjálagt: Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra. SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga S. 455 2510 ssnv@ssnv.is mailto:ssnv@ssnv.is SAMGÖNGU- OG INNVIÐAVETLUN NORÐURLANDS VESTRA lú n í2019 E F N IS Y F IR L IT IN N G A N G U R 1 Á H E R S L U R Í SA M G Ö N G U M Á LU M Á N O R Ð U R LA N D I V E S T R A - S A M A N T E K T 3 Vegamál......................................................................................................................................................... 3 Hafnamál........................................................................................................................................................5 Sjóvarnir......................................................................................................................................................... 7 Fjarskiptamál.................................................................................................................................................7 Almenningssamgöngur................................................................................................................................ 7 Flugsamgöngur............................................................................................................................................. 7 Jarðgöng.........................................................................................................................................................8 Hitaveita.........................................................................................................................................................8 Raforkukerfi................................................................................................................................................... 8 1. K A FLI S A M G Ö N G U M Á L Á N O R Ð U R LA N D I V E S T R A 9 2. K A FLI T E N G S L S A M G Ö N G U M Á LA V IÐ ÝM SA R Á Æ T L A N IR O G S T E F N U R 11 Samgönguáætlun........................................................................................................................................11 Stjórnarsáttmáli.......................................................................................................................................... 15 Fjarskiptaáætlun......................................................................................................................................... 15 Byggðaáætlun..............................................................................................................................................16 Heilbrigðisstefna......................................................................................................................................... 17 Áfangastaðaáætlun Norðurlands.............................................................................................................18 Stefna ríkisins í almenningssamgöngun - Ferðumst saman................................................................21 Kerfisáætlun................................................................................................................................................21 3. K A FLI S T A Ð A Í LA N D S H LU T A N U M O G T IL L Ö G U R T IL Ú R B Ó T A 22 Vegamál.......................................................................................................................................................22 Hafnamál......................................................................................................................................................29 Sjóvarnir.......................................................................................................................................................31 Fjarskiptamál...............................................................................................................................................32 Almenningssamgöngur.............................................................................................................................. 35 Flugsamgöngur........................................................................................................................................... 36 Hitaveita.......................................................................................................................................................39 Raforkukerfi.................................................................................................................................................40 4. L O K A O R Ð N EFN D A R IN N A R 43 5. F Y LG IS K JÖ L 44 IN N G A N G U R Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, 19. október 2018, var skipuð 7 manna samgöngu- og innviðanefnd. Tilgangurinn með skipan nefndarinnar var að marka stefnu fyrir Norðurland vestra í samgöngumálum, gera grein fyrir helstu áætlunum og forgangsraða verkefnum. Hlutverk nefndarinnar, skv. erindisbréfi1, var eftirfarandi: 1. að vinna tillögu að samgönguáætlun fyrir Norðurland vestra til næstu 15 ára, frá 2018 til 2033. Tillagan skal ná yfir vegamál, hafnamál, flugvelli, almenningssamgöngur, hitaveitur, raforkukerfi og fjarskiptamál í landshlutanum, 2. að forgangsraða framkvæmdum á áætlunartímanum, 3. að skila samgönguáætlun Norðurlands vestra í skýrsluformi til stjórnar SSNV fyrir ársþing í apríl 2019, kynna áætlunina á ársþinginu og leggja hana fram til umræðu og samþykktar á þinginu. Í nefndina voru skipaðir fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna, 7 talsins. Nefndarmenn voru eftirtaldir: Aðalmenn 1. Alexandra Jóhannesdóttir, Sveitarfélagið Skagaströnd 2. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Skagabyggð 3. Drífa Árnadóttir, Akrahreppur 4. Einar K. Jónsson, Húnavatnshreppur 5. Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósbær 6. Indriði Þór Einarsson, Sveitarfélagið Skagafjörður 7. Magnús Magnússon, Húnaþing vestra Varamenn • Eyþór Einarsson, Akrahreppur • Guðný Hrund Karlsdóttir, Húnaþing vestra • Halldór G. Ólafsson, Sveitarfélagið Skagaströnd • Magnús Björnsson, Skagabyggð • Rannveig Lena Gísladóttir, Blönduósbær • Sveinn Úlfarsson, Sveitarfélagið Skagafjörður • Þorleifur Ingvarsson, Húnavatnshreppur Stjórn SSNV skipaði Einar K. Jónsson formann nefndarinnar. 1 Sjá fylgiskjal 1. 1 Með nefndinni störfuðu Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri og Sólveig Olga Sigurðardóttir, atvinnuráðgjafi. Nefndin fundaði fjórum sinnum og á milli funda vann starfsfólk SSNV að gagnaöflun og textagerð skýrslu í samráði við formann. Nefndarmenn söfnuðu þeim upplýsingum á sínum svæðum sem þörf var á, auk þess að notast var við upplýsingar sem aðgengilegar eru á kortavefsjá SSNV2 og fengnar voru hjá Vegagerðinni, RARIK, Landsneti, Póst- og fjarskiptastofnun og víðar. Einnig var gerð könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á starfssvæðinu til að fá skýrari mynd af raunverulegri stöðu mála þar sem fyrirliggjandi mælingar á fjarskiptasambandi eru gerðar á þjóðvegum eða stofn/tengivegum við allra bestu skilyrði. Oft er það svo að þegar heim að bæjum er komið er staðan allt önnur og þótti nauðsynlegt að ná betur utan um raunverulega stöðu á heimilum og vinnusvæðum í dreifbýli. Í samantektinni sem hér fylgir er fjallað um samgöngu- og innviðamál í víðum skilningi. Þó viðfangsefnin séu um margt ólík eiga þau þó það sameiginlegt að leika öll stórt hlutverk í því að hafa áhrif á búsetugæði í landshlutanum. Samþykkt af stjórn SSNV á 45. fundi hennar þann 4. júní 2019. Mynd 1. Frá Alexandersflugvelli íSkagafirði, Ijósmynd Davíð Jóhannsson. 2 Kortavefsjá SSNV er aðgengileg hér: https://bit.ly/2DASjKt 2 https://bit.ly/2DASjKt Á H E R S L U R Í S A M G Ö N G U M Á L U M Á N O R Ð U R L A N D I V E S T R A - S A M A N T E K T V E G A M Á L Nánari rökstuðning með hverri framkvæmd er að finna í Kafla 3 - Staða í landshlutanum og tillögur til úrbóta. SAMEIGINLEG FORGANGSRÖÐUN SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA 1. Nýbygging Skagastrandarvegar nr. 74 frá þjóðvegi 1 að Laxá skorar hátt hvað varðar öryggi, greiðfærni og byggðamál á samgönguáætlun. Nauðsynlegt er að hraða framkvæmdum við veginn og flytja þær framar í verkefnaröðinni á gildandi samgönguáætlun. 2. Vatnsnesvegur er á kafla umferðarmesti malarvegurinn á Norðurlandi vestra. Nauðsynlegt er að byggja veginn upp, breikka og leggja á hann bundið slitlag sem allra fyrst. Vegurinn er ekki á samgönguáætlun. FORGANGSRÖÐUN HVERS SVEITARFÉLAGS FYRIR SIG Húnaþing vestra 1. Vatnsnesvegur, sameiginlegt áherslumál, sjá framar. 2. Víðidalsvegur frá þjóðvegi 1, vestan við Víðigerði og að Kolugljúfrum. Stóraukin umferð ferðamanna og skólaakstursleið. Mikilvægt er að byggja veginn upp, leggja á hann bundið slitlag og endurnýja brú yfir Víðidalsá. 3. Miðfjarðarvegur, þaðan sem slitlagi sleppir rétt sunnan við Laugarbakka og að afleggjaranum að Fitjárdal. Vegurinn var byggður upp og breikkaður fyrir fáum áratugum og mikilvægt er að leggja á hann bundið slitlag svo uppbyggingarvinnan sé ekki unnin fyrir gýg. 4. Innstrandarvegur, frá Prestbakka að Guðlaugsvík. Vegurinn er í þokkalegu standi en þarfnast lagfæringar áður en lagt er á hann bundið slitlag. 3 Húnavatnshreppur 1. Þingeyravegur, frá þjóðvegi 1 að Þingeyrum í Húnavatnshreppi. Vegurinn er mjög holóttur og nauðsynlegt að hann verði byggður upp og lagt á hann bundið slitlag. 2. Svínvetningabraut í Húnavatnshreppi. Vegurinn er í mjög slæmu ástandi og hluti leiðarinnar varhugavert vegstæði. Brýnt er að styrkja veginn, byggja hann upp og leggja bundnu slitlagi. Einnig er brýnt að endurbyggja brúna yfir Blöndu. Blönduósbær 1. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi 1 í gegnum Blönduósbæ. Þessi hluti þjóðvegar 1 í landshlutanum er einn sá umferðarmesti. Mikilvægt er að aðskilja brýr fyrir umferð ökutækja og gangandi vegfaranda á brúnni með því að gera sérstaka göngubrú neðan við núverandi brú. Einnig er mikilvægt að ljúka brýnum endurbótum á brúnni, lagfæra akrið og steypa þarfnast endurnýjunar að hluta. 2. Hringtorg á þjóðvegi 1 í gegnum Blönduósbæ. Mikilvægt er að stækka það svo það uppfylli öryggiskröfur og lækki umferðarhraða í gegnum bæinn. 3. Mýrarvegur. Vegurinn er mjög lélegur malarvegur. Á honum er einbreið brú og varhugaverðar beygjur sitt hvoru megin við hana. Mikilvægt er að byggja veginn upp og leggja á hann bundið slitlag. Einnig er brýnt að endurnýja brúna. 4. Svínvetningabraut frá hringtorgi á þjóðvegi 1 á Blönduósi. Á veginum er gamalt slitlag sem er mjög holótt og ónýtt sem skapar stórhættu. Mikilvægt er að byggja veginn upp að nýju og endurnýja slitlag. Skagabyggð 1. Skagavegur. Um er að ræða 12 km kafla á leið norður Skaga vestanmegin. Slæmur malarvegur, mjór og holóttur. Mikilvægt er að byggja veginn upp og leggja á hann bundið slitlag. Skagaströnd 1. Nýbygging Skagstrandarvegar nr. 74 frá þjóðvegi 1 að Laxá, sameiginlegt áherslumál, sjá framar. 4 Sveitarfélagið Skagafjörður 1. Reykjastrandarvegur er annar umferðamesti ferðamannavegurinn á Norðurlandi vestra á eftir Vatnsnesvegi. Mjög holóttur og mjór vegur. Nauðsynlegt er að byggja veginn upp, breikka og leggja á hann bundið slitlag. 2. Sæmundarhlíðarvegur. Vegurinn er mjór og hættulegur á köflum. Mikilvægt er að byggja veginn upp og leggja á hann bundið slitlag. 3. Hegranes, sá kafli sem enn er án slitlags. Hluti Hegranesshringsins er með bundnu slitlagi og mikilvægt að loka hringnum með endurbótum á þeim kafla sem eftir er og lagningu bundins slitlags. 4. Ásavegur. Vegurinn er mjór og hættulegur á köflum. Í einhverjum tilfellum sækja íbúar vinnu utan heimilis. Mikilvægt er að byggja veginn upp og leggja á hann bundið slitlag. 5. Ólafsfjarðarvegur frá Ketilási að Molastöðum. Um veginn fer skólaakstur auk þess sem íbúar sækja vinnu utan heimilis. Ferðaþjónusta er í mikilli uppbyggingu á svæðinu. Mikilvægt er að byggja veginn upp og leggja á hann bundið slitlag. 6. Skagafjarðarvegur frá Stekkjarholti að Jökulsá. Um veginn fer skólaakstur auk þess sem nokkur fjöldi íbúa sækir vinnu utan heimilis. Ferðaþjónusta er mikil á svæðinu. Mikilvægt er að leggja veginn bundnu slitlagi. Akrahreppur 1. Þjóðvegur 1 frá Héraðsvatnabrú að Miðsitju. Vegurinn er gamall, siginn á köflum og mjór. Nauðsynlegt er að byggja veginn upp, breikka og leggja á hann slitlag að nýju. 2. Siglufjarðarvegur, frá þjóðvegi 1 og að Siglufjarðarleið. Mjög gamall vegur með bundnu slitlagi. Mikilvægt er að byggja veginn upp, breikka og leggja á hann bundið slitlag að nýju sem og að endurnýja brúna yfir Þverá í takt við öryggiskröfur. 3. Kjálkavegur. Vegurinn er gamall malarvegur í slæmu ásigkomulagi. Mikilvægt er að byggja veginn upp og leggja á hann nýtt malarslitlag. H A FN A M Á L Í FLOKKI I - STÓR FISKIHÖFN SAUÐÁRKRÓKSHÖFN -FORGANGSRÖÐUN 1. Endurnýja þarf stálþil fremri garðs á um 70m kafla. 2. Endurnýja þarf stálþil efri garðs sem er um 200m langur. 5 3. Mikilvægt er að vinna að undirbúningsrannsóknum (sandburðarreikningum og öldulíkönum) vegna nýrrar ytri hafnar vegna aukinnar umsvifa. 4. Ný ytri höfn verður hluti af nýju deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Sauðárkróki en vinna við skipulagið er hafin og er stefnt á að ljúka henni snemma árs 2020. Í FLOKKI II - MEÐALSTÓR FISKIHÖFN SKAGASTRANDARHÖFN - FORGANGSRÖÐUN 1. Fyrirhuguð endurbygging Ásgarðs, samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar, felst í að reka stálþil utan um núverandi bryggju. 2. Endurnýjun á kanti milli bryggjanna Ásgarðs og Miðgarðs með trébryggju Í FLOKKI III - BÁTAHÖFN HVAMMSTANGA- OG BLÖNDUÓSHAFNIR - FORGANGSRÖÐUN 1. Á norðurgarði Hvammstangahafnar þarf að fara í mikilvægar steypuviðgerðir og fleiri aðkallandi viðhaldsframkvæmdir. 2. Á suðurgarði Hvammstangahafnar þarf að fara í endurnýjum á trébryggju og kanttré. Hluti af flotbryggjum í smábátahöfn eru komnar á tíma. 3. Á Blönduóshöfn þarf að malbika 500 m2 þekju við bryggju og styrkja steyptan kant á 50 metra kafla. Í FLOKKI IV - SMÁBÁTAHÖFN HOFSÓSHÖFN 1. Endurnýjun stálþils og þekju á um 60m kafla Norðurgarðs. 6 SJÓ V A R N IR 1. Þær sjóvarnir sem eru á samgönguáætlun í Húnaþingi vestra, á Blönduósi, Skagaströnd, Skagabyggð og Skagafirði komi til framkvæmda í samræmi við gildandi samgönguáætlun. FJA RS K IP T A M Á L 1. Lokið verði við ljósleiðaratengingar, bæði í dreif- og þéttbýli í landshlutanum. 2. Gsm samband og 3G/4G verði stórlega bætt með uppsetningu fleiri senda sem og flutningi núverandi senda í samvinnu við staðkunnuga. 3. Tetrasamband verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum. A LM E N N IN G SS A M G Ö N G U R 1. Fjármögnun almenningssamgangna verði tryggð fari svo að landshlutasamtök sinni verkefninu áfram. 2. Þróun leiða sem nýtast íbúum Norðurlands vestra til ferða innan vinnusóknar- svæðisins. 3. Uppbygging aðstöðu fyrir vagna á biðstöðvum á Norðurlandi vestra, við Hvammstangaafleggjara, á Blönduósi og á Skagastrandarvegi við Þverárfjalls- afleggjara. FLU G SA M G Ö N G U R 1. Alexandersflugvöllur verði skilgreindur í grunnneti flugvalla á ný og honum tryggðir nægilegir rekstrarfjármunir til að unnt sé að koma á reglulegu áætlunarflugi sem verði niðurgreitt til íbúa, skv. tillögum starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna. 2. Farið verði í ítarlega greiningu og kostnaðarmat á því að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug á Íslandi. 3. Tryggt verði að Blönduósflugvöllur geti þjónað sjúkraflugi með viðunandi hætti. 4. Skilgreindir verði þyrlulendingarstaðir í landshlutanum til að auðvelda aðgengi þyrla þegar til slysa og bráðatilfella kemur. 7 JA R Ð G Ö N G 1. Hafin verði rannsókn á hagkvæmni þess að gerð verði jarðgöng í gegnum Tröllaskaga. Samhliða verði efnahags- og samfélagsleg áhrif af slíkri framkvæmd skoðuð, bæði fyrir Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsvæðið. 2. Brýnt er að ráðist verði í vinnu við gerð jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar. Af öryggissjónarmiðum þarf sú vinna að gerast hratt og fumlaust. H IT A V E IT A 1. Áfram verði stutt við lagningu nýrra hitaveitna með styrkjum sem samsvara áætluðum niðurgreiðslum á rafhitun á ákveðnu tímabili (nú að hámarki 16 ár). 2. Fjármagn til niðurgreiðslu á stofnkostnaði við hitaveitu verði aukið svo ekki verði slík bið eins og verið hefur á endurgreiðslum til veitna og nýrra notenda. 3. Farið verði í frekari boranir eftir vatni við Reyki í Húnavatnshreppi til að styrkja hitaveitu RARIK í A-Hún. R A FO R K U K E R F I 1. Þrífösun rafmagns í dreifbýli verði hraðað svo einstaklingar og fyrirtæki á dreifbýlum svæðum sitji við sama borð og þau í þéttbýli. 2. Raforkuflutningur til svæðisins frá Blöndu verði styrktur til þess að auka afhendingaröryggi og styðja við frekari iðnaðaruppbyggingu á svæðinu sem og núverandi atvinnurekstur. 3. Ráðist verði í stækkun Blönduvirkjunar sem fyrst og viðbótarorkan nýtt á Norðurlandi vestra. 8 1. K A F L I S A M G Ö N G U M Á L Á N O R Ð U R L A N D I V E S T R A Undanfarna áratugi hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi. Ef litið er til íbúafjölda hefur þeim fækkað sem velja sér búsetu á landsbyggðunum meðan íbúum á suðvesturhorni landsins fjölgar og útlit fyrir að þéttbýlisstöðum með yfir 20 þús. íbúa fjölgi á komandi misserum. Með góðum samgöngum hefur suðvesturhornið, sem oft er talað um sem stór höfuðborgarsvæðið, stækkað enn frekar. Ýmiskonar þjónusta, sem áður var aðgengileg víða um land, er nú í mörgum tilfellum ekki aðgengileg nema á höfuðborgarsvæðinu eða stærri þéttbýliskjörnum. Fjöldi ferðamanna hefur margfaldast. Áfram mætti halda. Allar þessar breytingar, með einum eða öðrum hætti, gera það að verkum að mikilvægi góðra samgangna verður sífellt meira. Tökum sem dæmi skert aðgengi landsbyggðabúa að þjónustu í sinni heimabyggð. Fæðingarþjónusta er hvergi veitt á Norðurlandi vestra. Fæðandi konur þurfa að fara yfir fjallvegi til að komast á sjúkrahús með sólarhringsskurðstofu. Við þær aðstæður verða íbúar á Norðurlandi vestra að geta gert þá kröfu að samgöngur til þessara sjúkrastofnana séu í lagi - ekki bara á góðviðrisdögum heldur allt árið um kring. Tökum annað dæmi - vel flesta þjónustu á núorðið að veita í gegnum netið eða í gegnum síma, bankaþjónustu, þjónustu tryggingarfélaga, þjónustu almannatrygginga o.s.frv. Til að íbúar landsbyggðanna geti nýtt sér þessa þjónustu verða þeir að hafa aðgang að traustum og stöðugum nettengingum, ekki er nóg að reiða sig á Gsm, 3G eða 4G samband sem samkvæmt útgefnum kortum er með hinu ágætasta móti á Norðurlandi vestra. Raunveruleg staða er önnur því útgefin kort eru unnin út frá mælingum við allra bestu skilyrði „út við veg" þegar staðan heima við bæ er allt önnur og ekki hægt að ná síma né netsambandi nema „uppi á stól við suðurglugga á efri hæð hússins". Ekki er hægt að ætlast til að íbúar dreifðari byggða sætti sig við lokanir útibúa og skilaboð um að þjónustuna eigi að sækja á netinu þegar veruleikinn er þessi mjög víða. Um nokkurt skeið hefur verið klifað á því við landsbyggðirnar að framtíðin sé í ferðaþjónustunni. Víst er að í henni felast gríðarleg tækifæri. Í ferðaþjónustunni hafa fjölmargir aðilar á Norðurlandi vestra fundið leið til að nýta jarð- og húseignir sínar betur og renna styrkari stoðum undir annarskonar starfsemi, svo sem búrekstur. Það skýtur því skökku við að á meðan hvatt er til þess að landsbyggðirnar nýti ferðaþjónustuna og náttúruna í stað annarskonar uppbyggingar eru staðir sem teljast til þekktari kennileita landsins ekki aðgengilegir yfir vetrartímann þar sem vegstubbar hafa fyrir áratugum verið skilgreindir með þeim hætti að ekki er mokað að þeim yfir veturinn. Reyndar eru margir þessara staða illa aðgengilegir að sumri til sömuleiðis vegna ástands vega. Á Norðurlandi vestra eru ferðamannaleiðir sem eru beinlínis hættulegar ferðamönnum. Á meðan hvatt er til uppbyggingar í þessari grein er innviðunum sem þurfa að vera til staðar ekki sinnt af hálfu ríkisins. Þrátt fyrir framangreind þrjú dæmi, sem skjóta skökku við þegar fjallað er um samgöngur í víðum skilningi, má ekki gleyma því að nefna það sem vel hefur verið gert undanfarin misseri. Átakið Ísland ljóstengt hefur skilað frábærum árangri í því að ljósleiðaravæða sveitir landsins. Enn er nokkuð í land með að markmiðin náist en uppbygging verkefnisins sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkið í samvinnu við sveitarfélögin er fært um að vinna málum brautargengi með hröðum og skilvirkum hætti. Það er óskandi að átaksverkefnum í öðrum tegundum samgangna- og innviða- uppbyggingu verði hrint af stað. Við getum ekki beðið í áratugi eftir að þrífösun rafmagns ljúki 9 eða að hlutfall bundins slitlags stofn- og tengivega á Norðurlandi vestra fari upp í 25% árið 2050 (hlutfallið er í dag 13%). Þegar þetta er skrifað er stutt síðan samgönguáætlun var samþykkt á Alþingi. Áætlun sem stendur til að endurskoða haustið 2019 þegar botn kemur í umræðu sem verið hefur hávær undanfarin misseri um veggjöld. Íbúar á landsbyggðinni verða seint hrifnir af nýjum gjöldum sem munu að líkum leggjast hvað harðast á fólkið úti á landi sem þarf að sækja hina ýmsu þjónustu á höfuð- borgarsvæðið, auk ferðamanna. Það segir því ýmislegt um stöðuna þegar landsbyggðafólk er tilbúið til að láta enn einn landsbyggðaskattinn yfir sig ganga því fjármunirnir sem við það fást færu í að hraða brýnum samgöngumálum. Ljóst er að það þarf að gera stórátak í samgöngumálum um allt land. Slíkt átak verður gríðarlega kostnaðarsamt. Við erum hins vegar komin á þann stað að við getum ekki lengur leyft okkur að segja hvort fara verði í stórátak, við verðum að fara í stórátak. Samgöngumálin hafa skýra tengingu inn í svo marga mikilvæga málaflokka, t.d. byggðamál og atvinnumál. Staðan í dag er raunverulega sú að samgöngur standa bæði byggðaþróun og atvinnuþróun á landsbyggðinni fyrir þrifum og skerða í raun búsetuskilyrði. Því þarf að breyta - og það strax. Mynd 2. Frá Atvinnulífssýningu á Sauðárkróki 2019, ljósmynd Davíð Jóhannsson. 10 2. K A F L I T E N G S L S A M G Ö N G U M Á L A V IÐ Ý M S A R Á Æ T L A N IR O G S T E F N U R Í samgönguáætlun er mörkuð stefna í samgöngumálum landsins til 15 ára. Gildandi samgöngu- áætlun var samþykkt í febrúar 2019. Samgöngumálin koma einnig við sögu í fjölmörgum öðrum áætlunum og stefnum ríkisins, beint eða óbeint. Einnig eru samgöngumál mikilvæg undirstaða í verkefnum Áfangastaðaáætlunar Norðurlands. S A M G Ö N G U Á Æ T LU N Í kaflanum um framtíðarsýn og meginmarkmið þingsályktunar um samgönguáætlun áranna 2019- 2033 er markið sett hátt þar sem segir: Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið. Meginmarkmið áætlana ísamgöngu- og sveitarstjórnarmálum: 1. Þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins. 2. Sjálfbærar byggðir um land allt. Þegar áætlunin er skoðuð með tilliti til ofangreindra markmiða er ljóst að þeim verður ekki náð á Norðurlandi vestra miðað við þau verkefni sem tilgreind eru fyrir landshlutann. Í kaflanum um markmið og áherslur er að finna marga mikilvæga punkta. Svo sem: 2.1.4 Samgöngukerfið taki tillit tilþarfa ferðaþjónustunnar, m.a. vegna markmiða um dreifingu ferðamanna um landið. Sérstaklega verði hugað að vetrarþjónustu á vegakerfinu. Eins og fram kom hér að framan er þetta eitt af lykilatriðum fyrir dreifðari byggðir svo hægt sé að byggja upp ferðaþjónustu allt árið um kring. Á Norðurlandi vestra er fjöldi mikilvægra vega sem auk þess að þjóna íbúum eru svokallaðir ferðamannavegir. Hægt er að nefna sem dæmi Vatnsnesveg, vegspottann að Hvítserk, veginn að Borgarvirki, veginn fyrir Skaga, Reykjastrandarveg sem liggur að Grettislaug o.fl. Þessir vegir eru ferðaþjónustunni á svæðinu mjög mikilvægir en hafa ekki fengið viðunandi viðhald né þjónustu. Miðað við gildandi samgönguáætlun er ekki að sjá að mikil bót verði þar ráðin á. 2.1.6 Gert verði átak við lagningu á bundnu slitlagi á umferðarlitla vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant. Vissulega þurfa vegir að uppfylla öryggiskröfur en of mikil áhersla hefur verið á það undanfarin ár að allir vegir þurfi að uppfylla allra stífustu reglugerðir og Evrópustaðla sem gerir framkvæmdir mun kostnaðarsamari en ella. Á Norðurlandi vestra eru vegir sem leggja má á bundið slitlag án mikillar undirvinnu eða þar sem undirvinnan hefur þegar farið fram. 11 2.1.9 Einbreiðum brúm á umferðarmestu vegum verði fækkað. Ástand brúa á stofn- og tengivegum á Norðurlandi vestra er bágborið. Fæstar þeirra uppfylla öryggiskröfur dagsins í dag og skapa þær því mikla hættu, sérstaklega þar sem umferð ferðamanna er mikil. Í landshlutanum öllum eru 53 einbreiðar brýr3. 2.1.10 Þjónustu á vegum verði forgangsraðað með hliðsjón af umferð. Eðlilegt er að verkefnum sé meðal annars forgangsraðað með hliðsjón að umferð. Rétt er hins vegar að vara við því að sá mælikvarði verði ráðandi þáttur í forgangsröðun. Á Norðurland vestra eru skólaakstursleiðir með þeim lengstu á landinu. Samtals aka skólabílar rúma 1.000 km aðra leið á degi hverjum, þar af eru tæpir 300 km á malarvegi. Skólabílar fara auk þess yfir 49 einbreiðar brýr. Oft fara skólabílar um lítið ekna vegi en gera verður þá kröfu að áhersla sé lögð á vegi sem um fara hópar skólabarna á degi hverjum. Tafla 1. Skólaakstur á Norðurlandi vestra. Km Þar af á malarvegi Fj. einbr. brúa Sveitarfélagið Skagafjörður 314 91,5 12 Húnaþing vestra 475 159 22 Blönduósbær 28,6 10,5 0 Skagabyggð 59,4 28,2 4 Húnavatnshreppur 211 126 9 Akrahreppur 43 4,2 2 Samtals, önnur leið 1043 285 49 Einnig er í þessu sambandi vert að nefna að lítið eknir vegir geta sömuleiðis verið mikilvægir með tilliti til atvinnuþróunar á svæðum. Að síðustu er mikilvægt að komi fram að ef miða á við þennan mælikvarða þurfa mælingar á umferð að vera mun meiri en í dag er það svo að víða eru aðeins tímabundnar mælingar sem gefa ekki endilega rétta mynd af ársumferð á viðkomandi vegi. 3 Lista yfir einbreiða brýr á Norðurlandi vestra ásamt umferðartölum er að finna í fylgiskjali 2. 12 I kafla 2.5. er fjallað um markmið um jákvæða byggðaþróun. Þar segir: Stefnt verði að því að auka lífsgæði um land allt m eð bættum samgöngum og stuðla aðþeim grunni sem nauðsynlegur er til að efla fjölbreytta atvinnu og bæta samkeppnishæfni, svo sem m eð betri aðgangi að þjónustu. Markmið sem þessi eru eðlileg og sjálfsögð en það er auðveldara um að tala en í að komast. Það má sjá þegar greindar eru þær fjárhæðir sem fara eiga í samgöngumál skv. gildandi samgönguáætlun. Þar sést að Norðursvæði, tekið er fram að Norðurland vestra er tæplega helmingur þess svæðis, fær aðeins á bilinu 2-10% fjármuna sem varið er til samgöngumála til sín. Tafla 2. Sundurliðun fjármagns til samgönguframkvæmda eftir svæðum. 1. tímabil 2019-2023 2. tímabil 2024-2028 3. tímabil 2029-2033 Suðursvæði 1 7.590 11.490 3.750 Suðursvæði 2 12.510 25.500 14.450 Vestursvæði 18.080 10.750 6.300 Norðursvæði 3.800 5.875 780 Austursvæði 3.310 6.420 26.230 Samtals 45.290 60.035 51.510 Norðursvæði % af heild 8% 10 % 2% Þegar litið er á sundurliðun fjármagnsins til Norðursvæðis má sjá að aðeins er tilgreint eitt verkefni á tímabili áætlunarinnar á Norðurlandi vestra: Tafla 3. Framkvæmdir á gildandi samgönguáætlun á Norðursvæði. Nordursvtedi Vejjnr k a fla n r . Vegheiti kaflaheiti l.cngdl kafla |k m | K ftirstöðvar kostnaða r 1 . 1 .2019 milUj. kr. 1. tim abil 2019-2023 2. tim abil 2024-2028 3. tim abil 2029-2033 2033+ K ram hald E c 1 a 1 5 13 S £ 3M 3 1 B 1 Undirbúningur verka utan áætlunar 900 250 300 350 I H nngvcgur ró Jökulsá á Fjóllum 2 2.000 25 1.975 X X 74 Skagast randarv cg ur M -0 2 Hringvcgur Laxá M 1.350 1.350 X X X *5 NorAausiurvcgur 02-03 Um Skjálfandafljót 2.000 2.000 X X 27 Brckknahciði 7,6 1.000 200 K00 X X X «15 Hórgárdatsvcgur 01 Skn&a-Brakandi 4 230 230 X X S42 BarAardalsvcgur vcstrí 01-04 H ríngvcgur Sprengísandsleið 37 1.500 270 KOÖ 430 X X 862 Dcttifossvegur 02-03 SúlnalEkur-A shciði 14,6 1.475 1.475 X X X S am tals N orðursvæ ði 3.H0Q 5.H75 7S0 13 Skv. gildandi áætlun munu því á árunum 2019-2033 renna 1.350 millj. króna í eitt verkefni á Norðurlandi vestra sem telst til nýframkvæmdar/stærri verkefna. Þar er um að ræða breytingu á vegstæði Skagastrandarvegar frá þjóðvegi 1 að afleggjara yfir Þverárfjallsveg. Samtals 8,5 km. Vegurinn er fyrir löngu orðinn stórhættulegur og mjög mikið ekinn, bæði af fólks- og flutningabílum. Þó því sé fagnað að vegurinn sé með óyggjandi hætti inni á áætluninni og á fyrsta tímabili hennar er lögð á það höfuðáhersla að gengið verði til framkvæmdarinnar sem allra fyrst. Mynd 3. Fyrirhuguð nýframkvæmd við Skagastrandarveg. Mynd, Vegagerðin. Það verður að teljast undarlegt að í eins stórum landshluta og Norðurlandi vestra sé aðeins eitt verkefni á dagskrá þau 15 ár sem áætlunin á að gilda. Vert er að taka fram að þarna er aðeins um að ræða nýframkvæmdir og stærri verkefni. Í áætluninni er að finna sameiginlegan lið þar sem skilgreint er fjármagn í ýmsar framkvæmdir undir 1.000 millj. sem og breikkanir brúa og bundið slitlag á tengivegi. Gera verður ráð fyrir að hluti þeirra fjármuna sem þar eru taldir muni renna til Norðurlands vestra enda er þar hæsta hlutfall landsins af tengivegum sem ekki hafa bundið slitlag. Í það verkefni er á landsvísu á næstu 15 árum varið 18.411 millj. Ef miðað er við að kostnaðurinn pr. km sé á bilinu 50-60 millj. króna má gera ráð fyrir að þar séu fjármunir sem duga í á bilinu 306-368 km af bundnu slitlagi. Á 15 ára tímabili er það á bilinu 20-25 km á ári. Það er því ljóst að það mun taka langan tíma á landsvísu að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á tengivegi. Á Norðurlandi vestra einu eru 225 km sem settir eru í forgang af hálfu sveitarfélaganna. Það er því deginum ljósara að í þennan lið samgönguáætlunar ríksins þarf að veita mun meira fé en gert er. 14 Tafla 4. Ósundurliðað fjármagn til verkefna á gildandi samgönguáætlun. Sameiginlegt 1. tim ahil 2. tim ahil 3. tím ahil 2033+ (tre ið - Byftgófl- 21) 19-2023 2024-2028 202*2-2033 F ra m hald O n g g i fæ rn i 1 m hvcrfi mál Ymsar tramkvarmdir. undir 1.000 millj. kr 4.000 Tcngivcgir. bundið slitlag 4.400 6.6CI0 7.411 + X X X Brcikkun brúa 2.200 2.493 5.048 + X X Hjola- og göngustigar 1.310 1.500 1.750 + X Samgöngurannsóknir 100 100 100 4 HcraAsvcgir 5 Í0 700 700 4 Landsvcgir utan stothvcgakcrfis 600 600 600 4 X Styikvegir 350 300 300 + Rciðvcgir 375 375 375 + Smábrýr 250 250 250 4 X X GirAingar 300 300 300 4 X Samcigmlcgur jarðgangakostnaður 50 50 50 4 S am tals sam ciginlcgt 10.465 13.2 6« HY.HK4 Sam taK n v fram k v a m dir 55.755 73 3 0 3 7 2.3*M S T JÓ R N A R S Á T T M Á LI Samgöngur fá rými í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum er talað um að á næstu árum muni verða svigrúm til að nýta eignatekjur ríkisins í samgönguverkefni4. Einnig er lýst vilja ríkisstjórnarinnar til að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum með nýframkvæmdum sem og viðhaldi. Það vekur athygli hver er vilji ríkisstjórnarinnar, miðað við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum; að við forgangsröðun verði sérstaklega litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Þessi þrjú atriði skipta svæði eins og Norðurland vestra gríðarlegu máli. Á svæðinu starfa eldhugar sem af eldmóði og dirfsku hafa ráðist í fjárfestingar í ferðaþjónustu þrátt fyrir að innviðir svæðisins séu langt frá því að vera í stakk búnir til að geta borið heils árs ferðaþjónustu. Það hlýtur því að skoðast sem fagnaðarefni að þessir þættir verði teknir með í reikninginn við forgangsröðun verkefna. Norðurland vestra á mikið inni með tilliti til ferðaþjónustu og getur auðveldlega tekið á móti mun fleiri ferðamönnum en nú er. Til að stuðla megi að ferðum þeirra víðar en á Suðvesturhorninu þarf einmitt að setja fjármuni í innviði til að fólk vilji fara annað en hina hefðbundnu hringi í grennd við höfuðborgarsvæðið. Einnig er minnst á fjarskipti í stjórnarsáttmálanum og þar staðhæft að ljósleiðaravæðingu landsins verði lokið árið 2020. F JA R S K IP T A Á Æ T L U N Fjarskipti og vegasamgöngur tengjast órofa böndum og er oft fjallað um í sömu andrá. Fjarskiptin fá rými í sama kafla og samgöngurnar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eins og fram hefur komið. Nýverið voru lagðar fram tillögur til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019-2023 og fjarskiptastefnu áranna 2019-2033. 4 Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, ódagsettur, bls. 11. 15 Verkefninu Ísland ljóstengt lýkur senn. Með því var stigið stórt skref í að bæta búsetuskilyrði í hinum dreifðari byggðum og er ríkisvaldinu færðar þakkir fyrir metnaðarfullt og árangursríkt verkefni. Afar mikilvægt er að þess verði gætt að þær ljósleiðaratengingar sem eftir standa í verkefninu og eru dýrustu og óhagkvæmustu tengingarnar verði kláraðar með aðkomu ríkisins. Einnig að verkefnið verði víkkað út og nái til þéttbýliskjarna þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til reksturs ljósleiðarakerfa. Slíkir staðir eru nokkrir á Norðurlandi vestra og brýnt að þessir staðir sitji ekki eftir með tilheyrandi skerðingu á búsetuskilyrðum sem af því myndi skapast. Einnig er mikilvægt að farsímasamband á landsbyggðinni verði bætt en það er á stórum svæðum óboðlegt, eins og fram kemur í svörum íbúa á Norðurlandi vestra í könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli5. Ekki er einasta um að ræða byggðamál heldur einnig öryggismál, sérstaklega á þjóðvegum landsins. B Y G G Ð A Á Æ T L U N Í júní 2018 var á Alþingi samþykkt þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018- 20246 með öllum greiddum atkvæðum. Mikilvægt er að um slíkt stefnumótandi plagg sé sem víðtækust samstaða á Alþingi. Það hefur enda sýnt sig að áætlunin er þegar farin að bera árangur og fjölmörg brýn verkefni komin í framkvæmd. Ástæða er til að fagna áætluninni og ekki síst hve mörg verkefni eru þegar komin af stað. Í kafla áætlunarinnar um framtíðarsýn og viðfangsefni er eftirfarandi markmið sett fram: Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu. Grunnþjónusta verði veitt íbúum sem mest í nærsamfélagi. Í kaflanum um markmið áherslur og mælikvarða koma markmið stjórnvalda fram en þau eru að: a. jafna aðgengi að þjónustu, b. jafna tækifæri til atvinnu, c. stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Ofangreind markmið eru metnaðarfull en um leið sjálfsögð fyrir íbúa hinna dreifðu byggða um land allt. Til að þau megi ná fram að ganga er ljóst að stórbæta þarf samgöngur á víðum grunni með vegaframkvæmdum, bættum fjarskiptum, hraðari aðgerðum við þrífösun rafmagns o.s.frv. Enda segir í B. lið áætlunarinnar þar sem fjallað er um tækifæri til atvinnu: Fjármunir verði tryggðir til framkvæmda á tillögum í samgönguáætlun, einkum hvað varðar innanhéraðsvegi, tvíbreiðar brýr og öruggarsamgöngur á grundvelli vinnu- og þjónustusóknarsvæða og stækkunar þeirra. 5 Sjá fylgiskjal 3. 6 https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjomir-og- byggdamal/byggdamal/byggdaaaetlun/byggdaaaetlun-2018-2024/ 16 https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjomir-og- Fagna ber þeirri áherslu ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála á að verkefni sem inn á samgönguáætlun rata séu full fjármögnuð. Það breytir því ekki að það fjármagn sem varið er til málaflokksins er allt of lítið og það fjármagn sem til framkvæmda á Norðurlandi vestra er varið er smánarlega lítið í samanburði við aðra landshluta. Sömuleiðis segir í sama kafla: Flutnings- og dreifikerfi raforku mæti þörfum atvinnulífs og almennings alls staðar á landinu hvað varðar flutningsgetu og öryggi við afhendingu og kostir smávirkjana verði kannaðir. Í þessu sambandi er vert að benda sérstaklega á þrífösun rafmagns sem hefur gengið full hægt að mati heimamanna á Norðurlandi vestra og því miður er ekki nægur áhugi innan RARIK til að nýta til fulls samlegðaráhrif með öðrum framkvæmdum sveitarfélaganna til að flýta framkvæmdum við þetta mikilvæga hagsmunamál dreifbýlisins á svæðinu. Hvort sem litið er til heimila þar sem víða þarf að endurnýja helstu rafmagnstæki á 2-3ja ára fresti eða fyrirtækja sem eru settar verulegar hömlur við uppbyggingu með einfasa rafmagni er um að ræða gríðarlegt hagsmunamál sem gera verður kröfu um að verði hraðað verulega til að ná fram þeim markmiðum byggða- áætlunar sem talin voru upp hér að framan. Ánægjulegt er á sjá í byggðaáætlun áherslu á að kostir smávirkjana verði kannaðir en frá árinu 2018 hafa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra unnið metnaðarfullt verkefni sem snýr að kortlagningu smávirkjanakosta á starfssvæði samtakanna auk styrkveitinga til þeirra sem vilja skoða betur smávirkjanakosti á sínum landareignum. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar árin 2018 og 2019. H E IL B R IG Ð IS S T E F N A Nýverið voru lögð fram drög að heilbrigðisstefnu til ársins 20307. Eins og segir í umsögn stjórnar SSNV um málið8 ber í heild sinni að fagna framlagningu tillögunnar en í henni er að finna metnaðarfull markmið um heilbrigðisþjónustu um land allt. Sérstaklega fagna samtökin þeirri áherslu um að jafna eigi aðgengi fólks á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. Í því verkefni mun fjarheilbrigðisþjónusta, sem nú er í hraðri þróun, leika stórt hlutverk. Hins vegar er það svo að sú þjónusta sem tæknin gerir okkur kleift að veita mun aldrei koma í veg fyrir það að fólk þurfi að nýta sér hefðbundnar samgöngur til að sækja þjónustu lækna og heilbrigðisstofnana. Skert aðgengi að þjónustu í heimabyggð leiðir til þess að gera verður ríkari kröfu um greiðar samgöngur allt árið um kring, hvort sem er á landi eða í lofti. Vel skipulagðir sjúkraflutningar, eins og nefndir eru í drögum að heilbrigðisstefnu, duga skammt ef samgöngumannvirki og þjónusta við þau er ekki í ásættanlegu horfi. Í úttekt á heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra, sem SSNV lét vinna á árinu 20189, kemur fram að nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra eru í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhringsaðgang að skurðstofu. Annarsstaðar á landinu er þetta hlutfall 50- 7 https://www.althingi.is/altext/149/s/0835.html 8 https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-4501.pdf 9 http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf 17 https://www.althingi.is/altext/149/s/0835.html https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-4501.pdf http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf 100%. Það er því ljóst að íbúar Norðurlands vestra hljóta að gera þá kröfu að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar landshlutans sitji við sama borð og íbúar annarra landssvæða, eins og kveðið er á um í mörgum þeirra stefna og áætlana ríkisins sem að framan eru taldar. Á því er í dag mikill misbrestur sem leiðir til þess að svæðið er ekki eins fýsilegur búsetukostur en ella. Í sömu úttekt kemur fram að sjúkraflutningar á Norðurlandi vestra hafa aukist á undanförnum árum. Sýnir það enn frekar mikilvægi þess að samgöngumannvirki séu viðunandi sem og þjónusta við þau sem því miður hefur verið misbrestur á. Tafla 5. Sjúkraflutningar íSkagafirði 2009-2017. 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Á F A N G A S T A Ð A Á Æ T L U N N O R Ð U R LA N D S Þann 23. mars 2017 gengu Markaðsstofa Norðurlands og Ferðamálastofa frá samningi um áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland10. Verkefninu var ætlað að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, þ.m.t. þörfum gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Verkefnið er eitt af sjö áhersluatriðum Vegvísis ferðaþjónustunnar. Í áfangastaðaáætluninni er að finna ítarlega greiningu á stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Einnig eru þar skilgreind áhersluverkefni Norðurlands vestra með tilliti til þróunar svæðisins sem áfangastaðar á komandi árum. Í áætluninni eru sett fram þau forgangsverkefni sem aðilar eru sammála um að brýnast sé að fara í með tilliti til þróunar ferðaþjónustu á svæðinu. Þeir staðir sem settir eru í forgang eru Kálfshamarsvík í Skagabyggð, Vatnsnesvegur í Húnaþingi vestra, Vatnsdalshólar í Húnavatnshreppi og Austurdalur/Jökulsárgljúfur, Reykjafoss/Fosslaug og Glaumbær í Skagafirði. 10 https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/dmp_skyrsla_2018_webpdf 18 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 https://www.ferdamalastofa.is/static/research/files/dmp_skyrsla_2018_webpdf Flest allir eiga þessir staðir það sammerkt að samgöngumannvirki sem til þeirra leiða eru í verulega slæmu ásigkomulagi og þjónustu við þau ábótavant, sérstaklega á vetrum. Mynd 4. Forgangsverkefni á Norðurlandi vestra í Afangastaðaáætlun Norðurlands. N o r ð u r s t r a n d a r l e ið / A r c t ic C o a s t W a y Í áfangastaðaáætluninni er einnig fjallað um Norðurstrandarleið11 sem er ferðamannaleið sem hefur verið í þróun um nokkurra ára skeið og opnuð verður sumarið 2019. Sveitarfélög á Norðurlandi hafa lagt verkefninu lið með fjárstuðningi úr Sóknaráætlun landshlutanna auk beinna framlaga. Vonir eru bundnar við að áætlunin veki athygli á Norðurlandi sem ákjósanlegum áfangastað til að dvelja í lengri tíma en verið hefur. Leiðin hefur þegar vakið mikla athygli og var í maí 2019 valin einn af 10 athyglisverðustu stöðunum til að sækja heim í Evrópu. Sá hluti leiðarinnar sem er á Norðurlandi M ynd5. Norðurstrandarleið. vestra fer um Vatnsnes og fyrir Skaga þar sem vegir eru verulega slæmir og vetrarþjónustu er ábótavant nema á helstu skólaakstursleiðum. Ljóst er að til að þetta metnaðarfulla verkefni geti nýst Norðurlandi öllu sem best, verður að gera verulegt átak í að styrkja þá vegi sem marka leiðina. 11 https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning 19 https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning B r ú n s k il t i f y r ir f e r ð a m a n n a s t a ð i Brýnt er að Vegagerðin hefji merkingar ferðamannastaða á landinu með brúnum upplýsingaskiltum sem notuð eru um allan heim til að merkja ferðamannaleiðir og áfangastaði. Skilti af þessum toga þekkja ferðamenn frá sínum heimalöndum og skipta þau miklu máli í tengslum við stýringu ferðamanna um landið. Með uppsetningu þessara skilta verður upplýsingagjöf til ferðamanna sem ferðast um þjóðvegi Íslands mun markvissari en verið hefur. Núverandi merkingarkerfi Vegagerðarinnar er barn síns tíma en stendur ekki undir hlutverki sínu þegar eins margir ferðamenn eru á ferðum um vegi landsins og nú er. Regluverkið varðandi ferðamannamerkingar er til frá þeim nágrannalöndum okkar sem við horfum til hvað önnur lög og reglur varðar svo ekki ekki þarf að vinna það frá grunni heldur einungis staðfæra. Ein afleiðing þess að merkingar eru ekki samræmdar og skýrar er að sveitarfélög og ferðaþjónustuaðilar setja upp allskyns skilti utan veghelgunarsvæðis. Deutsche WeinstraBe Deutsche Teilung 1945-1990 Mynd 6. Dæmi um brún upplýsingaskilti, mynd Shutterstock. 20 S T E F N A R ÍK IS IN S Í A LM EN N IN G SSA M G Ö N G U M - FER Ð U M ST SAM AN Almenningssamgöngur eru mikilvægur liður í eflingu hinna dreifðari byggða. Nýverið voru lögð fram drög að stefnu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um almenningssamgöngur fyrir land allt12. Í stefnunni er fjallað um það sem betur má fara í almennings- samgöngum, svo sem að sett verði upp eitt leiðakerfi, sameiginleg upplýsingagátt, unnin verði viðmið um þjónustustig og fargjöld lækkuð. Í stefnunni koma einnig fram áform um að auka tengingar almenningssamgangna innan vinnusóknarsvæða sem og félagslega tengingu yfir lengri leið til kjarna. Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál svæðis eins og Norður- lands vestra svo efla megi svæðið sem eitt vinnusóknar- svæði sem er einn af mörgum mikilvægum þáttum til að efla byggð á svæðinu. Í ljósi þessa er afar mikilvægt að samgöngumannvirki, sem til staðar þurfa að vera til að hægt sé að halda úti öflugum almenningssamgöngum innan svæðis, séu þjónustuð með viðunandi hætti. Helst er þá að nefna þjóðveg 1, Skagastrandarveg og Þverárfjallsveg sem gera má ráð fyrir að verði meginleið almenningssamgangna svæðisins. Einnig er mikilvægt að huga að biðstöðvum, bílaplönum við biðstöðvar o.s.frv. K E R F IS Á Æ T L U N Í Kerfisáætlun Landsnets er fjallað um uppbyggingu raforkukerfisins á Íslandi. Skipta má flutningskerfinu í tvo þætti, annars vegar meginflutningskerfið og hins vegar svæðakerfin sem liggja frá meginflutningskerfinu. Bæði kerfi eru háð nokkrum takmörkunum eins og staðan er í dag. Erfitt hefur reynst að stækka meginflutningskerfið til að hægt sé að flytja meiri orku til svæðiskerfanna vegna mikillar andstöðu og kærumála. Á meðan versnar ástand kerfisins ár frá ári og er nú svo komið að ákveðin svæði búa við skort á raforku. Landsnet hefur undanfarin ár lagt áherslu á að bæta svæðiskerfin en ekki hefur verið farið í slíkar framkvæmdir á Norðurlandi vestra enn sem komið er. Á Landsáætlun er styrking Sauðárkrókslínu á árinu 2019 en sú framkvæmd myndi auka áreiðanleika raforkuafhendingar til notenda á Sauðárkróki og nágrenni. Eitt af markmiðum Landsáætlunar er að trygggja öryggi raforkukerfisins og hagsmuni neytenda. Ljóst er að miðað við núverandi ástand í raforkumálum í landshlutanum er langt frá því að það markmið náist. Mynd 7. Fjölfarinn ferðamannavegur á Norðurlandi vestra. 12 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/14/Stefna-motud-um- almenningsamgongur-fyrir-allt-landid/ 21 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/14/Stefna-motud-um- 3. K A F L I S T A Ð A Í L A N D S H L U T A N U M O G T IL L Ö G U R T I L Ú R B Ó T A V E G A M Á L Á Norðurlandi vestra er um 13% allra stofn- og tengivega landsins. Auk þeirra eru allmargir héraðsvegir, landsvegir og stofnvegir á hálendi. Heildarvegalengd þessara vega í landshlutanum er um 1.735 km en þar af eru um 200 km á Hringvegi nr. 1. F lo kkun þ jó ð veg a 6 .1 1 . 2 0 1 5 ------------ Stofnvegur ------------ Stofnvegur um hálendi ------------ Tengivegur Landsvegur ------------ Héraösvegur Mynd 8. Flokkun þjóðvega á Norðurlandi vestra. Umferð er mest á hringveginum eða frá 1300 til 2200 bílar á dag13 að meðaltali yfir árið (ÁDU)14. Mest er umferðin um veginn við Blönduós eða 2200 bílar á dag (ÁDU), næst mest er hún á kaflanum frá Miðfjarðarvegi við Laugarbakka að Hvammstangavegi en meðalumferð á dag er þar 2100 bílar. Á hringveginum um Hrútafjörð að Miðfirði er umferðin um 1700 bílar á dag. Umferðin um hringveginn frá afleggjaranum á Vatnsnesvegi (711) við Vatnshorn og að Reykjabraut er um 1700 bílar á dag og er örlítið minni umferð um veginn við Varmahlíð eða um 1600 bílar á dag að meðaltali. Aðrir kaflar eru með minni umferð en þó er umferðin hvergi undir 1200 bílum á dag að meðaltali yfir árið. Umferð um aðra stofnvegi er mikil, mest er hún á Sauðárkróksbraut (75) innan Sauðárkróks eða um 2500 bílar á dag en næst Sauðárkróki er hún minni eða um 1100 (ÁDU) bílar á dag þar sem mest er á leiðinni að Varmahlíð. Á Sauðárkróksbraut um Hegranes er umferðin um 750 bílar á dag þar sem hún er mest næst Sauðárkróki en minnkar austan við Hegranesið niður í 520 bíla á dag að meðaltali. 13 Umferðartölur miðast við árið 2017. Fengið af vef Vegargerðarinnar, http://umferd.vegagerdin.is/# sótt. 14. febrúar 2019. 14ÁDU - Ársdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið 22 http://umferd.vegagerdin.is/%23 Einnig er mikil umferð á stofnvegi innan Hvammstanga (72) eða um 1200 bílar á dag að meðaltali en utan þéttbýlisins er umferðin minni eða um 790 bílar frá hringvegi að Hvammstanga. Á Skagastrandarvegi (74) er umferðin 750 bílar á dag og greinist umferðin við Þverárfjallsveg (744) en um hann fara 520 bílar að meðaltali á dag en áfram til Skagastrandar fara um 450 bílar á dag að meðaltali. Á Siglufjarðarvegi (76) næst Sauðárkróksbraut er umferðin um 490 bílar á dag og á Innstrandavegi (68) næst hringvegi er umferðin um 330 bílar á dag. Á öðrum stofnvegum er minni umferð. Einnig er vert að nefna að þungaflutningar um vegi í landshlutanum eru miklir. Vegagerðin áætlar að 10-15% umferðar um vegi séu þungaflutningar. Tilraunir á áhrifum slits á vegi leiða í ljós að tvöföldun í öxulþunga jafngildir sextánföldun í ferðum. Sem sagt, hver tvöföldun á öxulþyngd jafngildir 2 í veldinu 4 í fjölgun ferða. Þessi „fjórðaveldisregla" er notuð til að ákvarða þungatakmarkanir og sérstaka skatta á þyngri ökutæki um allan heim. Gróft áætlað má því segja að einn flutningabíll án tengivagns slíti vegum á við 9000 fólksbíla og flutningabíll með tengivagni á við 12000 fólksbíla. Umferðartölur segja því ekki nema hálfa söguna með tilliti til slits á vegum. Tafla 6. Umferðarmestu tengivegir á Norðurlandi vestra. 15 Stjörnumerktir vegir eru ekki mældir allt árið heldur byggja á áætlun Vegagerðarinnar. Nr Nafn vegar ÁDU SDU VDU 704 Miðfjarðarvegur * 80 130 45 711 Vatnsnesvegur 150 300 50 713 Hvítserksvegur * 220 430 60 715 Víðidalsvegur * 90 140 50 716 Síðuvegur 140 280 40 717 Borgarvegur * 30 65 10 722 Vatnsdalsvegur * 140 220 75 724 Reykjabraut 130 180 90 731 Svínvetningabraut 80 100 55 734 Svartárdalsvegur * 60 110 30 744 Þverárfjallsvegur 490 720 310 745 Skagavegur * 50 80 35 748 Reykjastrandarvegur 140 220 75 749 Flugvallarvegur Sauðárkróki * 55 80 35 752 Skagafjarðarvegur 420 620 290 764 Hegranesvegur * 80 110 50 767 Hólavegur * 250 390 160 15 SDU - Sumardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina júní-september. VDU - Vetrardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina janúar, febrúar, mars og desember. 23 B u n d ið s l it l a g Sá hluti hringvegarins sem liggur um Norðurland vestra er allur með bundnu slitlagi, um 200 km. Vegurinn er á köflum orðinn lélegur, svo sem í austasta hluta landshlutans. Einnig vantar víða afmarkaðar afreinar þar sem beygt er út af hringveginum, svo sem við Laugarbakka, við Þingeyraveg og við Vatnsdalsveg að austan. Á þessum stöðum og fleirum, þar sem svipaðar aðstæður eru, skapast oft stórhætta. Um það bil helmingur vegar nr. 68, Innstrandavegur, sem liggur innan landshlutans er með bundnu slitlagi. Vegurinn frá hringvegi til Hvammstanga (72) er einnig með bundnu slitlagi, vegkafli í Miðfirði frá þjóðvegi 1 og að Staðarbakka og vegurinn út Vatnsnes (711), út fyrir Kárastaði, sömuleiðis. Mynd 9. Vegir á Norðurlandi vestra, bundið slitlag og malarvegir. Hluti vegarins í austanverðum Vatnsdal (722) er einnig með bundnu slitlagi eða frá þjóðvegi að Hvammstjörn. Sömuleiðis er Reykjabraut (724) með bundnu slitlagi frá þjóðvegi að Húnavöllum. Svínvetningabraut, frá þjóðvegi við Ártún, er með bundnu slitlagi að gatnamótum Svínvetninga- brautar og Kjalvegar en Kjalvegur er með um 3 km af bundnu slitlagi. Skagastrandarvegur (74) er með bundnu slitlagi og nær bundna slitlagið inná Skagaveg (745) og sömuleiðis Þverárfjallsvegur (744). 24 Sauðárkróksbraut (75), frá Sauðárkróki að Varmahlíð og frá Sauðárkróki yfir Hegranes að Siglufjarðarvegi, er með bundnu slitlagi, sömuleiðs Siglufjarðarvegur (76) frá þjóðvegi til Siglufjarðar. Skagafjarðarvegur (752) frá þjóðvegi við Varmahlíð, um Neðribyggð og Tungusveit að Sveinsstöðum, samtals um 22 km. Hólavegur frá Siglufjarðarvegi að Hólum er með bundnu slitlagi. Samtals eru um 530 km vegakerfis landshlutans með bundnu slitlagi en um 1.210 km með malarslitlagi. Mynd 10. Forgangsvegir sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í vinnu við gerð samgöngu- og innviðaáætlunar landshlutans skilgreindu sveitarfélögin 7 á starfssvæði samtakanna16 þá vegi sem þau leggja áherslu á á sínu svæði. Öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra eru sammála um að setja tvo vegi sameiginlega í forgang, Skagastrandarveg og Vatnsnesveg. Þessir vegir eru mikilvægir fyrir svæðið í heild, jafnt íbúa sem ferðamenn. Í töflu 7 má sjá sameiginlega forgangsröðun sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra ásamt forgangsröðun hvers sveitarfélags fyrir sig. Í töflunni eru vegirnir metnir eftir notkun og rökstutt hvers vegna viðkomandi vegur er settur í forgang. Í dálknum Ástand vegar eru þeir vegir sem eru í allra versta ástandi merktir með - -, en þeir sem merktir eru -, eru í slæmu ástandi. 17 16 Sveitarfélögin á starfssvæði samtakanna eru frá vestri til austurs: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur. 17 Í fylgiskjali 4 er að finna nánari upplýsingar um forgangsvegi sveitarfélaganna. 25 Á Atv.rekstur samgöngu- Ferða- reglulegir Ástand Röðun Vegur áætlun ÁDU Skólaakstur mannaleið flutningar vegar Athugasemdir SAM EIGINLEG FORGANGSRÖÐUN 1 Skagastrandarvegur x 450 x x x — Nýbygging Skagstrandarvegar n r. 74 frá þjóðvegi 1 að Laxá sko ra r h átt hvað v a rð a r öryggi, g re ið fæ rn i og byggðam ál. N úverandi vegur e r m jó r, h lykk jó ttu r og á honum eru m argar b lin d hæ ðir. Færð sp il l is t fl jó tt í ve rtra rveð ru m . Vegurinn teng ir sam an v in nu só knarsvæ ð i sem næ r frá B lönduósi og Skagaströnd að Sauðárk rók i, auk þess sem mörg ungm enni á N orðurland i ve stra sæ kja m enntun í F jö lb rau tarskó la N orðurlands ve stra og fa ra um veginn sum daglega, önnur s ja ld n a r . Þar á ofan hefu r sa m sta rf a u k is t veru lega innan svæ ð is in s frá því að vegurinn y f ir Þ ve rá rfja ll v a r endurbyggður. Nýr vegur h efu r því m ikið gildi í byggðarlegu t i l l it i . N auðsyn legt e r að hraða fram kvæ m dum við veginn og flytja þæ r fra m a r í ve rkefn arö ð in n i á sam gönguáæ tlun . 2 Vatnsnesvegur 143 x x x V atnsnesveg ur hefur nokkuð ve rið í um ræ ðunni undanfarin m isse ru sökum slæ m s ástan d s veg a rin s . Hann e r á kafla um ferð arm esti m alarvegurinn á N orðurland i v e s t ra . Um hann e r sk ó la a ks tu r og hafa fo re ld ra r á tve im u r bæ jum óskað e ftir því við skó layfirvö ld að fá að hafa börnin í he im aken ns lu vegna þess að börnin finna ítrekað fy rir b ílve iki á fe rðum sínum t il og frá skóla vegna ástan d s veg a rin s . Vegurinn e r sö m u le ið is f jö lfa rin fe rð a m a n n a le ið og hafa fe rðam enn ítrekað lent í vandræ ðum og eru ú ta fke yrs lu r t íð a r auk þess sem sv iku lir veg kan ta r va ld a vand ræ ð u m . Á V a tsn es i e r nokkur uppbygging a tv in n u sta rfse m i bæði tengt fe rð aþ jó nu stu og öðru . N auðsyn legt e r að byggja veginn upp, b reikka og leggja á hann bundið s lit lag sem a llra fy rs t . Forgangsröðun Húnaþings vestra 1 Vatnsnesvegur Sjá ofar 2 V íðidalsvegur 85 Víð idalsvegurfrá þjóðvegi 1, vestan v ið Víðigerði ogað Kolugljúfrum . Á le ið aðg ljú frunum þarf að fara y firgam la einbreiða brú y f ir Víðidalsá sem liggur ív ink ilbeyg ju sem oft skapar stórhæ ttu, sérstaklega íh á lku . Kolugljúfur eru einn a f ferðam annaseglum Norðurlands vestra og er s ífe llt vaxandi um ferð ferðam anna þangað. Settur h e fu rve rið u pp útsýn isp allu rv ið G ljú fr in til að auka öryggi. Frekari uppbygging erfyrirhuguð ásvæ ðinu . M ik ilvæ gter að byggjaveginn upp, legg jaáhann bundið s litlag og endurnýja brú y f ir Víðidalsá t il að styðja v ið þá uppbyggingu auk þess að auka öryggi íbúa þ .m .t. skólabarana sem um veginn fara í skólaakstri. 3 M iðfjarðarvegur 80 M iðfjarðarvegur þaðan sem slitlagi slepp ir rétt sunnan við Laugarbakka og að afleggjaranum að Fitjárdal. Vegurínn er m jór, holóttur og hæ ttulegur. Um hann fe r skólaakstur auk þess sem margir íbúar sækja vinnu á Hvammstanga eða á Laugarbakka ogeiga þ v íle íð um vegínn daglega. Einnig hefur um ferð ferðam anna aukist með tílkom u nýs hótels á Laugarbakka. Söm uleiðis má búast v ið að um ferð ferðamanna aukist m eð brúnni y f ír Norðlingafljót o g y fír A rnarvatnsheíð i. M ikilvægt e r að byggja veginn upp, breíkka og leggja á hann bundið slitlag. 4 Innstrandarvegur 95 - Hluti Innstrandavegar er m eð bundnu slitlagi. Hinn h lutinn , sem ekki e r með slitlagi h e fu rve rið byggður upp svo unnt er að leggja svo til beint á hann. Brýnt e r að leggja bundið slitlag á veginn h ið fyrsta t il að koma ív e g fy r ir að sú vinna sem þegar hefur fa rið fram verð i unnin fyrirgýg . Forgangsröðun Húnavatnshrepps 1 Þingeyrarvegur x x x - Vegurinn frá þjóðvegi 1 að Þ ingeyrum . Um hann fe r m ikil um ferð fe rð am an na enda eru Þ ingeyrar e inn a f fe rðam an naseg lu m sv æ ð is in s . Búast má við að þegar fle ir i fe rðam enn fa ri að stoppa við Þ rístap a í k jö lfa r þ e irra r uppbyggingar sem þar ste nd u r yfir s te in sn a r frá , muni um ferð um veginn a u ka st enn freka r. Vegurinn e r m jög h o ló ttu r og n auðsyn leg t að hann verð i byggður upp og lagt á hann bundið s lit lag . 2 Svínvetningabraut 60 x x x Vegurinn e r í mjög slæ m u ástan d i og h luti le ið a rin n a r varhu g ave rt veg stæ ð i. H ú nave llir e r m iðpunktur v e ita rfé la g sin s og er aðgengi þangað úr ve s tri gott en a fle it t úr a u stri um veg inn . Brýnt e r að sty rk ja hann , byggja upp og leggja bundnu slitlag i svo hann þjóni tilgangi sínum sem sam fé lag sveg ur. Einnig e r b rýnt að endurbyggja brúna y f ir B löndu. M ikill sk ó la a ks tu r e r um veg inn . Forgangsröðun Skagabyggðar 1 Skagavegur 45 x x x Skagavegur. Um e r að ræ ða 12 km. kafla á le ið norður Skaga ve s tan m egin. Vegurinn ten g ir 9 h e im ili, auk fé lag sh e im ilis sve ita rfé la g sin s og k irk ju . Um veginn e r sk ó la a ks tu r sem ogum ferð íbúa sem sæ kja v innu og þ jónustu á Skagaströnd . Einnig eru þungaflu tn ingar um veginn úr m a la rnám i sem vegurinn í núverand i ástan d i þo lir i l la . M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp og leggja á hann bundið s litla g. Forgangsröðun Skagastrandar 1 Skagastrandavegur Sjá o far 26 Röðun Vegur Á Atv.rekstur samgöngu- Ferða- reglulegir Ástand áætlun ÁDU Skólaakstur mannaleið flutningar vegar Athugasemdir Forgangsröðun Blönduósbæjar 1 Blöndubrú 2200 x x x Brú in y fir Blöndu á þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum B lönduósbæ . Þessi h luti þ jóðvegar 1 í lan d sh lu tan um e r einn sá u m ferð a rm esti. Sá h luti b rú a rin n a r sem æ tla ð u r e r ökutæ kjum e r m jór og oft e r m ikill u m ferðarhrað i á b rúnni. Skapar um ferð in m ikla hæ ttu fy rir þá gangandi veg farendur sem fa ra um b rúna . M ikilvæ gt e r að að sk ilja b rýr fy rir um ferð ökutæ kja og gangandi veg faranda m eð því að gera sé rs ta ka göngubrú neðan v ið núverand i brú. Einnig e r m ikilvæ gt að ljúka brýnum endurbótum á b rúnni, lagfæ ra akrið og steypa þ arfnast e n d urn ý ju n ar að h lu ta . 2 Hringtorg 2200 x x x - Hringtorg á þjóðvegi 1 í gegnum Blönduósbæ . Torgið e r a llto f lítið fy rir e ins um ferðam ik inn veg og h efu r skapað hæ ttu a f þeim sökum . M ikilvæ gt e r að stæ kka það svo það uppfylli ö ryggiskröfur og læ kki u m ferðarhraða í gegnum bæ inn. 3 Mýrarvegur x x x Vegurinn liggur bæði í Skagabyggð og Blönduósbæ . Hann e r m ikilvæ gur íbúum sem sæ kja vinnu á B lönduósi. Við hann eru bæði m jó lkurbú og eggjabú svo ta ls v e rð ir reg lu leg ir flu tn ing ar fa ra um hann . Um hann fe r sö m u le ið is sk ó la a ks tu r . Vegurinn e r mjög lé leg u r m a la rveg u r. E inbreið brú e r á m illi sve ita rfé lag ann a og va rh u g ave rð a r beygjur s it t hvoru megin v ið h an a . M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp og leggja á hann bundið s lit lag . Einnig e r brýnt að endurnýja brúna á m illi sve ita rfé la g a n n a . 4 Svínvetningabraut 260 x x x Sv ínvetn ing ab raut frá hringtorgi á þjóðvegi 1 á B lönduósi. Vegurinn liggur að ið n að arsvæ ð i sem e r í m ik illi uppbyggingu. Þa r verða h átt í 30 m anns í fa s tr i v innu sem mun auka um ferð t il m ik illa m una. Á veginum e r gam alt s lit lag sem e r m jög h olótt og ó nýtt sem ska p a r s tó rhæ ttu og í raun e r vegurinn v e rri en m ala rveg u r. Holur verða sk a rp a r og geta va ld ið t jó n i á ökutæ kjum . Vegurinn e r m is siginn á köflum . Vegurinn liggur e inn ig að spennuvirk i Lan d sne ts , að tve im u r stó rum frís tun d aþ á ttu m svæ ð is in s , hesth úsahverfi og sko tsvæ ð i, sem og að Laxá á Ásum og ve ið isvæ ðu m Blöndu. M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp að nýju og endurnýja s lit la g . Forgangsröðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 1 Reykjastrandarvegur 140 x x x R eyk jas tran d arvegu r e r a n n a r u m ferð am esti fe rðam an naveg u rinn á N orðurland i ve stra á e ft ir V atnsnesveg i. Hann liggur að G re ttis lau g sem e r e inn a f seglum svæ ð is in s og frá höfninni þaðan leggja D rangeyja rsig lingar úr höfn. Um e r að ræ ða svæ ði sem hefur m ikla m öguleika t il uppbyggingar þ jónustu en ástan d vegarins h am la r uppbyggingu. F jö lsó tt hátíð e r hald in v ið Reyki á Reyk jaströ nd . Einnig e r sk ó la a ks tu r um veginn og íb ú ar sæ kja þ jónustu á Sauðárkrók og þurfa m arg ir h ve r jir að fa ra um veginn daglega. N auðsyn legt e r að byggja veginn upp , b reikka og leggja á hann bundið s lit lag . 2 Hegranes 80 x x x ■ H egranes, sá kafli sem enn e r án s lit la g s . F jö lm arg ir íb ú ar í Hegranesi sæ kja v innu á Sauðárkrók i og fa ra um veginn daglega auk þess sem þar e r sk ó la a ks tu r . Á svæ ðinu e r e inn ig uppbygging í fe rð aþ jó nu stu . H liti H egranesshringsin s e r m eð bundnu slitlag i og m ikilvæ gt að loka hringnum m eð endurbótum á þeim kafla sem e ftir e r og lagningu bundins s lit lag s . 3 Sæmundarhlíðarvegur x x x - Sæ m und arh líðarveg ur. Vegurinn e r m jór og hæ ttu legur á köflum . Um hann fe r sk ó la a ks tu r auk þess sem íb ú ar sæ kja í e inhverjum t ilfe llu m v innu á Sauðárk rók i. Ferðaþ jónusta e r í uppbyggingu á svæ ðinu . M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp og leggja á hann bundið s lit lag t il að auka öryggi bæ ta b úsetu sk ily rð i og styð ja v ið uppbyggingu a tv in n u sta rfse m i á svæ ðinu . 4 Ásavegur 30 Á savegur. Vegurinn e r m jór og hæ ttu legur á köflum . Í e inh verjum t ilfe llu m sæ kja íb úar v innu u tan h e im ilis . M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp og leggja á hann bundið s lit la g . 5 Ólafsfjarðarvegur 65 Ó lafsfja rð arveg u r frá K e tilá s i að M olastöðum . Um veginn fe r sk ó la a ks tu r auk þess sem íb ú ar sæ kja vinnu u tan h e im ilis . Ferðaþ jónusta e r í m ik illi uppbyggingu á svæ ðinu , m .a . með tilkom u hó te ls in s á D ep lum . M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp og leggja á hann bundið s lit la g t il að styð ja v ið uppbyggingu á svæ ðinu og ýta und ir jákvæ ð a b úsetuþróun á svæ ðinu . 6 Skagafjarðarvegur 420 Skagafjarðarvegur frá S tekk ja rho lti að Jö k u lsá . Um veginn fe r sk ó la a ks tu r auk þess sem nokkur fjö ld i íbúa sæ k ir v innu utan h e im ilis . Ferðaþ jónusta e r m ikil á svæ ð inu , m .a . f lúð asig ling ar og g is tih ú sa rek stu r . M ikilvæ gt e r að leggja veginn bundnu slitlag i t il að auka öryggi veg farend a , bæ ta b úsetu sk ily rð i og styð ja við núverand i a tv in n u sta rfse m i og á fram h ald an d i uppbyggingu. Forgangsröðun Akrahrepps 1 Hringvegur 1500 x x x Þjóðvegur 1 frá H érað sva tn ab rú að M ið s itju . Vegurinn e r g am all, siginn á köflum og m jór sem ska p a r hæ ttu þegar um ferðarhrað i e r e ins m ikill og raun ber v itn i. N auðsyn legt e r að byggja veginn upp, b reikka og leggja á hann s lit la g að nýju . 2 Siglufjarðarvegur 270 x x x S ig lu fjarðarvegur, frá þjóðvegi 1 og að S ig lu fja rð a rle ið . Mjög gam all vegur m eð bundið s lit la g . Vegurinn e r siginn sem ska p a r hæ ttu og á honum hæ ttu leg e inb re ið brú. Um veginn e r sk ó la a ks tu r og hann e r e inn ig v a ra le ið inn á S ig lu fjarðarveg þegar ó fæ rt er um Ö xn ad a lsh e ið i. M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp, breikka og leggja á hann bundið s lit la g að nýju sem og að endurnýja brúna yfir þverá í ta k t v ið öryggiskröfur. 3 Kjálkavegur x x x - Kjá lkaveg ur. Vegurinn e r gam all m a la rveg ur í s læ m u ásigkom ulagi. Um hann fe r sk ó la a ks tu r . M ikilvæ gt e r að byggja veginn upp og leggja á hann nýtt m a la rs lit la g . 27 Ja r ð g ö n g Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrar funduðu í upphafi árs 2019 og sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega áskorun til stjórnvalda um að hafin verði skoðun á hagkvæmni þess að gerð verði jarðgöng í gegnum Tröllaskaga. Sömuleiðis er mikilvægt að ráðast í að skoða efnahags- og samfélagsleg áhrif af slíkri framkvæmd. Í stefnumótandi byggðáætlun fyrir árin 2018-2024 er í kaflanum um framtíðarsýn og viðfangsefni lögð áhersla á að: „I öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu. Grunnþjónusta verði veitt sem mest í nærsamfélagi." Í kaflanum um aðgengi að þjónustu er hnykkt á þessu þegar sagt er að „aðgengi landsmanna að grunnþjónustu verði jafnað". Í kaflanum um tækifæri til atvinnu er fjallað um öruggar samgöngur á grundvelli vinnu- og þjónustusóknarsvæða og stækkunar þeirra. Göng í gegnum Tröllaskaga myndu svo ekki er um villst stækka vinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og Skagafjarðar og bæta aðgengi íbúa á Norðurlandi vestra að grunnþjónustu. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið verulegur farartálmi yfir vetrarmánuðina. Það þarf varla að tíunda þá kosti sem þessi göng hefðu í för með sér fyrir öruggara aðgengi íbúa Norðurlands vestra að heilbrigðisþjónustu. Í úttekt á heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra, sem nefnd var hér að framan, kemur fram mikill aðstöðumunur íbúa landshlutans með tilliti til aðgengis að sérhæfðu sjúkrahúsi með skurðstofu og fæðingarþjónustu samanborið við aðra landshluta. Nánast enginn íbúi á Norðurlandi vestra er í minna en klukkustundarfjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhrings aðgang að skurðstofu. Annarsstaðar á landinu er hlutfallið á bilinu 50-100%18. Öryggi íbúa á Norðurlandi vestra myndi því aukast til mikilla muna, auk þess sem samkeppnishæfni landshlutans, með tilliti til vals ungs fólks á stað til búsetu, myndi batna stórlega þar sem ungt fólk vill síður búa þar sem langt er í fæðingar- þjónustu. Áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu þarf heldur varla að nefna í þessu sambandi en með auknu millilandaflugi til Akureyrar skiptir það Norðurland verulegu máli að leiðin milli svæðanna verði stytt og gerð greiðfærari. Það er afar mikilvægt fyrir landshlutann að kostir þessarar leiðar verði skoðaðir, ekki eingöngu út frá hagkvæmni vegna styttingu vegar og minni þjónustuþarfar heldur líka hver hin samfélagslegu og efnahagslegu áhrif verða á samfélögin, bæði á Norðurlandi vestra og á Eyjafjarðarsvæðinu. Með stóraukinni umferð um Siglufjörð, með tilkomu Héðinsfjarðarganga, og sífelldu jarðsigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga og mjög tíðum aur- og snjóflóðum á ströndinni út frá Siglufirði að Strákagöngum, er fullljóst að framtíðarvegtenging frá Siglufirði í vesturátt verður best tryggð með gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Fljóta. Er það eina færa leiðin til að tryggja öryggi vegfarenda sem í dag keyra um hættulegan veg um Almenninga, hlykkjóttan og bugðóttan, sem liggur m.a. um 7 km langt jarðsigssvæði sem er á hreyfingu á löngum köflum og hefur verið í mörg ár með tilheyrandi vandræðum og kostnaði. Fyrir utan 18 Skýrsluna er að finna á heimasíðu SSNV: http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf 28 http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf að vera hættulegur liggur vegurinn víða mjög hátt yfir sjó og er mjög oft ófær vegna snjóa. F o r g a n g s r ö ð u n v e r k e f n a t e n g d u m j a r ð g a n g a g e r ð 1. Hafin verð i rannsókn á hagkvæ m ni þess a ð g e rð verð i ja rð g ö n g í gegnum Tröllaskaga. Sam hliða verð i efnahags- og sam fé lagsleg á h r if a f slíkri fram kvæ m d skoðuð , bæ ði fy r ir Skaga fja rðarsýslu og Ey ja fja rðarsvæ ði. 2. A fa r brýn t e r a ð unnið verð i h ra tt og fu m la u st a ð g e rð ja rð g a n g a á m illi F ljóta og S ig lu fja rðar. H A FN A M Á L Í landshlutanum eru hafnir í helstu þéttbýlisstöðum/kjörnum sem liggja að sjó. Þar af eru tvær skilgreindar í grunnneti hafna en það eru hafnirnar á Skagaströnd og á Sauðárkróki. Tafla 8. Flokkun hafna. Hafnir Gerð Sauðárkrókur I Stór fiskihöfn Skagaströnd II Meðalstór fiskihöfn Hvammstangi III Bátahöfn Blönduós IV Smábátahöfn Hofsós IV Smábátahöfn Haganesvík Aðrar hafnir Í FLOKKI I - STÓ R FISKIHÖFN - SAUÐÁRKRÓKSHÖFN Forgangsröðun framkvæmda 1. Endurnýja þa rf stálþil frem ri garðs á um 70m kafla. Fremri garður er um 200m langur og árið 2001 var lokið við endurgerð frem stu 130m garðsins. Gamla stálþilið er orðið mjög tært og komin tæringargöt á þilið. Framkvæmdin er komin á samgönguáætlun árin 2021 og 2022. Heildarkostnaður er áætlaður um 210 milljónir. 2. Endurnýja þa rf stálþil efri garðs sem er um 200m langur. Gamla stálþilið er orðið mjög tært. Gera þa rf ráð fy rir að lágmarki 7m dýpi við stálþil. Framkvæmdin er á samgönguáætlun 2023 og gert ráð fy rir áframhaldandi framkvæmdum á árunum þar á eftir. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir. 3. Mikilvægt er að vinna að undirbúningsrannsóknum (sandburðarreikningum og öldulíkönum) vegna nýrrar ytri hafnar. Innan fárra ára er líklegt að skip sem sinna strandflutningum muni stækka og lengjast og er núverandi höfn ekki í stakk búin til að taka við stærri skipum. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur unnið frumdrög að nýjum viðlegukanti utan við núverandi höfn. Nýr kantur er nauðsynleg viðbót til að hægt sé að taka á móti stærri flutningaskipum ásamt skemmtiferðarskipum sem þegar eru byrjuð að boða komu sína til Sauðárkróks en búið er bóka fjögur skip árin 2020 og 2021 og munu án efa bæ tast fle iri í 29 hópinn þegar fram líða stundir. Þau skemmtiferðarskip sem boðað hafa komu sína til Sauðárkróks munu öll liggja við akkeri utan hafnar þar sem höfnin býður ekki upp á móttöku skipanna sökum stæ rðar þeirra. Vegna komu skemmti- ferðaskipa þ a rf að finna ásættanlega og hentuga lausn á móttöku farþega sem koma að landi m eð léttabátum frá skipum sem liggja við akkeri utan hafnar. 4. Ný ytri höfn verður hluti a f nýju deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Sauðárkróki en vinna við skipulagið er hafin og er stefn t á að ljúka henni snemma árs 2020. Í FLOKKI II - MEÐALSTÓR FISKIHÖFN - SKAGASTRANDARHÖFN Forgangsröðun framkvæmda 1. Endurbygging Ásgarðs. Ásgarður er um 70 ára gamall, byggður sem grjótkista úr staurum sem eru orðnir mjög fúnir og víða farn ir að gefa sig. Bryggjan sýnir nokkur einkenni þessarar hrörnunar þar sem t.d. þekjan er orðin mjög sigin í miðju. Við skoðun sem fram fó r 2013 kom fram að tiltölulega hátt hlutfall staura var fa rið að gefa sig vegna fúa. Reikna má með að það hlutfall hafi hækkað. Þar sem grunngerð mannvirkisins er að verða ónýt er óumflýjanlegt að byggja það upp frá grunni. Ásgarður er í miðri höfninni og mikilvægur fy rir viðlegu báta. Áætlaður heildarkostnaður er um 229 millj. kr. með vsk. 2. Endurbygging kants milli Ásgarðs og Miðgarðs. Líkt og með framkvæmdir hér að framan við Ásgarð er um að ræða nauðsynlegar framkvæmdir til að verja núverandi mannvirki. Kantur og þekja eru orðin mjög léleg og má reikna með að þau geti gefið sig og hrunið e f ekkert er að gert. Áætlaður heildarkostnaður er um 67 millj. kr. með vsk. Í FLOKKI III - BÁTAHÖFN - HVAMMSTANGAHÖFN Töluvert viðhald er komið á hafnarmannvirki hjá Hvammstangahöfn. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur lengi haft vitneskju um þessi mál. Útgerðin er ekki mikil en ljóst er að viðhalda þarf mannvirkjunum. Sáralítið hefur verið gert í viðhaldi á síðustu árum nema það allra nauðsynlegasta, eins og viðhaldsdýpkun, til að geta tekið á móti vöruflutningaskipum. Ferðamennska hefur verið vaxandi og við höfnina er verslunar- og þjónustukjarni, veitingahús, gallerí og fl. Upplýsingamiðstöð ferðamanna og Selasetur Íslands eru staðsett við höfnina og þaðan fara jafnvel ferðamenn í selasiglingu sem gerð er út frá höfninni. Höfnin hefur aðdráttarafl og eru ferðamenn mikið á ferð um svæðið. Nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir hafnarsvæðið og eitt af markmiðum þess er að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur, bæta umhverfi og efla ásýnd og gefa heildstætt yfirbragð. Forgangsröðun framkvæmda 1. Á norðurgarði þa rf að fara í mikilvægar steypuviðgerðir og fl. 2. Á suðurgarði þa rf að fara í endurnýjun á trébryggju og kanttré. Hluti a f flotbryggjum ísm ábátahöfn eru komnar á tíma. 30 Í FLOKKI IV - HOFSÓSHÖFN - SMÁBÁTAHÖFN I Hofsóshöfn þarf að endurnýja stálþil og þekju á um 60m kafla Norðurgarðs en sá hluti bryggjunnar er beinlínis orðinn hættulegur sökum þess hversu mikið efni hefur skolast undan þekjunni. Syðstu 40m yrðu grjótvarðir enda nýtist kanturinn ekki til viðlegu á þeim hluta. Grjótvörn á syðsta hluta kemur einnig til með minnka hreyfingu í höfninni en hún hefur verið vandamál yfir vetrartímann. Framkvæmdin er á samgönguáætlun árin 2020 og 2021. Heildarkostnaður er áætlaður um 160 milljónir. SJÓ V A R N IR Á gildandi samgönguáætlun eru nokkur sjóvarnaverkefni skilgreind á Norðurlandi vestra á árunum 2020-2021. Um er að ræða verkefni á Blönduósi, Skagaströnd, Skagabyggð, Skagafirði og Húnaþingi vestra. Mikilvægt er að þessar framkvæmdir haldist inni á áætlun og komi til framkvæmda eins og hún segir til um. Tafla 9. Sjóvarnaframkvæmdir á Norðurlandi vestra í gildandi samgönguáætlun. SveitarféLag 2019 2020 2021 2022 2023 Verkefni, sjóvarnir Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Húnaþing vestra Borgir í Hrútaf- irð i (100 m - 1000 m 3) 8,6 6,6 Blönduós Vestan siátur- húss að hreins- istöð við Ægis- braut 14 (100 m -l.OOOm3) 8,1 7,1 Frá siáturhúsi út fyrir Lóð Hafhar- brautar 1 (100 m -1.000 m3) 8,1 7,1 Skagaströnd RéttarhoLt að Sóivangi (260 m - 3.200 m3) 21,0 18,4 Skagafoyggð Sjóvörn við Krók, (250 m - 3.100 m3) 16,8 14,7 Sjóvörn við norðanvert KáLf- hamarsnes (200 m - 2.500 m3) 13,8 12,1 Skagafjörður, sveitarfélag Hofsós, neðan Suðurbraut 8-18 (200 m - 3.000 m3) 24,1 21,1 31 FJA RS K IP T A M Á L L jó s l e ið a r i Sagt hefur verið að lagning ljósleiðara í sveitum landsins jafnist á við þá gjörbyltingu á búsetuskilyrðum sem varð við lagningu vegakerfisins á síðustu öld. Þá voru tengdar saman byggðir með vegum en með tengingu ljósleiðarans tengjast jafnvel afskekktustu byggðir við heiminn allan. Enn er það svo að rétt yfir 50% íbúa í dreifbýli hefur ekki aðgang að ljósleiðara skv. könnun sem SSNV vann í tengslum við vinnu samgöngu- og innviðanefndar og gerð samgönguáætlunar landshlutans19. Vert er að taka fram að þeir bæir sem tengdir hafa verið eru mun fleiri en enn á eftir að ganga frá lokatengingum margra þeirra. Frágangur tenginga virðist á stöku stað hafa dregist meira en góðu hófi gegnir. Ætla má að hlutfall þeirra sem í þéttbýli búa og hafa aðgang að ljósleiðara sé mun lægra því ljósleiðaravæðing í þéttbýli er alla jafna komin mun skemur á veg. Aðeins Skagaströnd hefur lokið ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Verkið er farið af stað á Sauðárkróki en heilmikið óunnið. Á Hvammstanga og Blönduósi er verkið nánast ekki hafið. G sm s a m b a n d Ef litið er til Gsm sambands, skv. fyrrnefndri könnun, er það til staðar á yfir 90% heimila í dreifbýli. Ef íbúar leggja hins vegar mat á gæði þess sambands er einkunnin sem gefin er ekki nema um 5 á kvarðanum 1-10. Athugasemdir sem þátttakendur í könnuninni gera í tengslum við þessa spurningu eru á borð við: „G e t verið ú t í eldhúsglugga til a ð sam band ið haldi. Og sm á b le ttu r inni í einu svefnherberg i. E f m aður h rey fir sig sm á slitnar sa m b a n d ið " „Þ a ð e r e ig in lega bara sím asam band íe in u m glugga íh ú sin u sem vísar ín o rð u r íá t t a ð m astrinu íH egranesi. Við erum búin a ð m issa a f m jög m örgum sím tölum í gegnum tíð ina þó svo a ð við séum m iðsvæ ðis í S k a g a firð i" „S ím a r ná tengingu í ca. helm ing a f húsinu, þ .e .a .s . austan m egin íþ v í en ekki vestan m e g in " 19 Niðurstöður könnunarinnar í heild sinni má sjá í fylgiskjali 3. 32 Ljóst er að þrátt fyrir að mælingar Póst- og fjarskiptastofnunar gefi til kynna á útbreiðslukorti að samband sé á viðkomandi stað þá á það eingöngu við rétt við veg en greinilega orðið mun verra strax þegar komið er heim að bæ. Sama á við þegar spurt var um Gsm samband á vinnusvæðum jarðarinnar. Þar er Gsm samband á um 72% bæja en gæði sambandsins metið rétt undir 5 af 10 möguleikum. Athugasemdir sem þátttakendur gerðu við þessa spurningu voru á sama veg og þegar spurt var um Gsm samband á heimilum, þ.e. mjög stopult samband. 3G/4G SAMBAND í könnuninni var einnig spurt um 3G/4G samband, bæði á heimilum og á vinnusvæðum jarða. Um 80% segja að 3G eða 4G samband sé á viðkomandi heimili og/eða vinnusvæði en meta gæði þess í kringum 4,5 af 10. Það sama virðist því eiga við um mælingar á 3G/4G sambandi og Gsm sambandinu. Þær virðast ekki sýna rétta mynd þegar komið er rétt út fyrir veg. Í almennum athugasemdum við könnuna virðist það áherslumál hjá íbúum í dreifbýli á Norðurlandi vestra að koma ljósleiðara á fleiri staði og bæta stórlega Gsm og 3G/4G samband í landshlutanum til að auka öryggi. Eins og fram kom í einni athugasemd: "G SM eða 3G /4G væ ri s tó rt s k re f í öryggism álum hér á bæ. Það æ tti ekki a ð vera stó rm á l a ð kom a a llavega Gsm sam band i þa r sem einn b le ttu r næ r örsam band i hér í dalnum. Persónulega fin n s t m ér s tó r t g a t í ö rygg i bæ nda í dalnum að ekkert Gsm sam band ná ist e f slys kem ur fy r ir - þ a ð ge tu r kostað m annslíf!" Mynd 11. Gsm samband á Norðurlandi vestra í nóvember 2018 skv. útbreiðslukorti Póst- og fjarskiptastofnunar, fjólublátt merkir Gsm samband. 33 Dæmi um aðrar athugasemdir sem settar voru inn við spurningu um 3G/4G samband: „ F e r ú tþ e g a r h vasst e r ís jó , eða úrkom a. Farskip hafa og tru flandi áhrif. „Þ a ð e r þ a ð g la ta ð a ð þ eg a r ég ákvað a ð fa ra í fja rn á m þá tók m ig 2-3 tím a a ð h lusta á 40 mín fy r ir le s tu r e f fy rir le stu rin n da tt ekki út. Ég g a fst upp á a ð vera í fja rn ám i. E r ekk iö ru g g leg a 2019?" „S to p u lt. D ettu r út, h ikstar. Ekki hæ gt a ð horfa á kvö ld fré ttir í gegnum tölvu í gegnum ke rfið ." L Sautfárkrokur o I ■ HriTt H J&WEgSigmgm W * v ' , M f f L \ - t r f K " * - NORTHWESTERN REGION Mynd 12. Samanlagt dreifikerfi Símans, Vodafone og Nova fyrir 3G á Íslandi í maí/nóv 2018 miðað við ákveðnar forsendur , fjólublátt merkir 3G samband. Mynd, Póst- og fjarskiptastofnun. Mynd 13. Samanlagt dreifikerfi Símans, Vodafone og Nova fyrir 4G á Íslandi í nóv 2018/jan2019 miðað við ákveðnar forsendur, fjólublátt merkir 4G samband. Mynd, Póst- og fjarskiptastofnun. 34 T e t r a s a m b a n d Eins og fram hefur komið er Gsm samband í landshlutanum víða stopult svo ekki sé meira sagt. Því reiða viðbragðsaðilar sig á Tetra kerfið til samskipta enda kerfinu ætlað að sinna þörfum þeirra við verkefni þar sem hraði og öryggi skiptir máli. Þrátt fyrir það eru enn nokkrir kaflar á vegum í landshlutanum án Tetra sambands og því algerlega sambandslausir. Meðal annars er um að ræða nokkra umferðarmikla kafla á þjóðvegi 1. Af samtölum við viðbragðsaðila að dæma er það samdóma mat þeirra að þetta ástand skapi mikla hættu og geti komið í veg fyrir að þeir geti rækt störf sín í þágu íbúa og ferðamanna á vegum landshlutans. Á það jafnt við hvort rætt er við lögreglu, björgunar- eða sjúkraflutningafólk. F o r g a n g s r ö ð u n VERKEFNA TENGDUM f ja r s k ip t a m á l u m Mynd 14. Tetrasamband á Norðurlandi vestra, 3Wbílstöð, 0 db loftnet í 2m hæð mv. 90% tilfella. Litur merkir miklar líkur á þjónustu en þar sem er ólitað/hvítt er ólí'klegt að sé þjónusta eða hún gloppótt. Dökkblár litur er dekkun á mörkunum. Mynd, Neyðarlínan. 1. Lokið verði við ljósleiðaratengingar, bæði í dreif- og þéttbýli í landshlutanum. 2. Gsm samband og 3G/4G verði stórlega bætt með uppsetningu fle iri senda sem og flutningi núverandi senda ísamvinnu við staðkunnuga. 3. Tetrasamband verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum. A LM E N N IN G SS A M G Ö N G U R SSNV rekur almenningssamgöngur í landshlutanum í samræmi við samning þess efnis við Vegagerðina. Landshlutasamtökin sögðu upp samningi við Vegagerðina frá og með 1. janúar 2019 vegna skorts á fjármagni til verkefnisins. Samningar náðust til eins árs í lok árs 2018 og stendur til að nýta árið 2019 til að endurskipuleggja almenningsamgöngur í heild; ferju-, flug- og landsamgöngur. SSNV er aðili að rekstri leiðar 57 - Reykjavík-Akureyri. Einnig rekur SSNV leiðir 83 (Hvammstangaafleggjari) og 84 (Blönduós - Skagaströnd). Lögð er áhersla á að í endurskoðuðu leiðakerfi verði leitað leiða til að stytta ferðatíma farþega og lækka fargjöld til að ferðir verði samkeppnishæfar öðrum valkostum. Einnig er mikilvægt að við þróun leiðakerfa verði leitað leiða til að almenningssamgöngur nýtist innan vinnu- sóknarsvæða. Í dag geta íbúar ekki nýtt sér almenningssamgöngur til að sækja vinnu/skóla 35 innan Norðurlands vestra. Einnig er lögð áhersla á uppbyggingu aðstöðu fyrir vagna og biðstöðvar, t.d. við Hvammstangaafleggjara, á Blönduósi og á Skagastrandarvegi við Þverárfjallsafleggjara. Eins og staðan er nú er ekki hægt að stöðva við Þverárfjallsveg vegna hættu sem skapast þar sem ekki er um stæði að ræða og þröngt er um á öðrum biðstöðum. Í lið A.10. í stefnumótandi byggðaáætlun áranna 2018-2024, þar sem markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna, eru landshlutasamtök og Vegagerðin tilgreind sem framkvæmdaaðilar. Má því ætla að vilji sé til þess að landshlutasamtökin sinni þessu verkefni áfram eins og verið hefur undanfarin ár. Eigi svo að vera er lögð höfuðáhersla á að nægilegt fjármagn sé tryggt til reksturs almenningssamgangna á landinu. F o r g a n g s r ö ð u n v e r k e f n a te n g d u m ALMENNINGSSAMGÖNGUM 1. Fjármögnun almenningssamgangna verði tryggðfari svo að landshlutasamtök sinni verkefninu áfram. 2. Þróun leiða sem nýtast íbúum Norðurlands vestra til fe rða innan vinnusóknarsvæðisins. 3. Uppbygging aðstöðu fy rir vagna á biðstöðvum á Norðurlandi vestra, við Hvammstangaafleggjara, á Blönduósi og á Skagastrandarvegi við Þverárfjallsafleggjara. f l u g s a m g ö n g u r Reglulegar flugsamgöngur til og frá Alexandersflugvelli í Skagafirði eru Norðurlandi vestra afar mikilvægar. Í fjölmörgum greiningum og rannsóknum kemur skýrt fram að góðar samgöngur hafi mikil áhrif á atvinnu, efnahag, lífsgæði og öryggi íbúa. Rannsóknir sýna almennt að hreyfanleiki og aðgengi eru lykilþættir við búsetuval, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Eins og segir í félagshagfræðilegri greiningu Ástu Þorleifsdóttur og Vilhjálms Hilmarssonar um áætlunarflug innanlands: Þar spilar innanlandsflug stórt hlutverk og er oft einn grundvöllur búsetugæða þ.e. þeirra þátta sem gera staði hæfa og/eða eftirsóknarverða til búsetu. 20 Fram til ársins 2018 var Alexandersflugvöllur skilgreindur í grunnneti flugvalla í samgöngu- áætlun. Afar mikilvægt er að völlurinn verði á ný skilgreindur í grunnnetinu og fái viðunandi rekstrar- og viðhaldsfé. Á árinu 2018 var unnið tilraunaverkefni með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Þá kom flugfélagið Ernir á reglulegu áætlunarflugi milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Flugið var nokkuð vel nýtt en mál manna er að verkefnið hafi ekki varað nægilega lengi til að full reynsla kæmist á það. Mikilvægt er að það verði tekið upp að nýju og það flug verði hluti af áformum sem kölluð hafa verið „skoska leiðin" sem miðar að því að niðurgreiða flugfargjöld íbúa í 20 http://www.vegagerdin.is/Vefur2.nsf/Files/1610-1625_Aaetlunarflug_innan_lands/$file/1610- 1625%20%C3%81%C3%A6tlunarflug%20innan%20lands.pdf 36 http://www.vegagerdin.is/Vefur2.nsf/Files/1610-1625_Aaetlunarflug_innan_lands/$file/1610- einkaerindum í samræmi við tillögur starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna21. Í skýrslu starfshópsins segir: Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarkifjórarferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið. Hópurinn setur einnig fram hvernig ákvörðun þessara skilgreindu svæða verði framkvæmd: Lagt er til að við ákvörðun svæðisins verði miðað við 200 - 300 km. akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu eftir aðstæðum á hverjum stað. Samkvæmt þessu viðmiði á Alexandersflugvöllur að vera hluti þeirra skilgreindu svæða sem eiga kost á niðurgreiðslu flugfargjalda íbúa enda er vegalengdin frá Sauðárkróki til Reykjavíkur á bilinu 290 km (um Þverárfjallsveg) til 320 km (um Vatnsskarð). Í byrjun mars 2019 var skrifað undir samstarfssamning Flugakademíu Keilis og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf vegna flugnema skólans á Alexandersflugvelli. Það er afar ánægjulegt að Flugakademían hafi valið Alexandersflugvöll til flugkennslu. Flugvöllurinn þykir afar góður, bæði legu sinnar vegna og veðurfræðilega séð og er samstarfssamningurinn við Flugakademíuna sönnun þess. Um nokkurt skeið hefur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt SSNV lagt á það áherslu að skoðaður verði möguleikinn á því að Alexandersflugvöllur verði gerður að varaflugvelli fyrir millilandaflugvelli landsins. Var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis haustið 201822. Í Skagafirði eru litlar líkur á jarðhræringum eða eldgosum sem hamlað geta flugsamgöngum, auk þess sem vegalengdir til fjögurra meginflugvalla á Íslandi á landi eru hagstæðar. Milli Sauðárkróks og Akureyrar er vegalengdin aðeins um 120 km, sem tekur einungis rúma 1% klst. að aka. Milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru í kringum 295 km sem er rúmlega 3 klst. akstur. Til samanburðar eru um 390 km milli Akureyrar og Reykjavíkur, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Alexandersflugvöllur er því mjög vel staðsettur til að þjóna sem varaflugvöllur fyrir alla millilandaflugvelli landsins. Uppbygging Alexandersflugvallar sem varaflugvallar er ekki einasta hagsmunamál með tilliti til flugöryggis og vegalengda heldur einnig með tilliti til þess sem kallað hefur verið „dreifing ferðamanna" og þar með stuðningur við ferðaþjónustuna á Norður- og Austurlandi sem ekki hefur vaxið eins hratt og á Suður- og Vesturlandi. Til að árangur náist í að fá ferðamenn til að fara víðar um landið en nú er verða að koma til fleiri alvöru fluggáttir á landsbyggðinni. Reynsla þeirra landa sem við lítum til sýnir það svo ekki verður um villst og er þar helst að nefna Nýja- Sjáland. Áhuginn á beinu flugi á Norðurland er fyrir hendi enda sýna viðtökur á ferðum SuperBreak frá Bretlandi beint á Akureyrarflugvöll það glöggt og í kjölfarið fyrirhugaðar ferðir hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Fleiri erlendir aðilar eru að skoða að hefja beint flug til Akureyrar. 21 https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=33713415-f7dc-11e8-942f-005056bc530c 22 https://www.althingi.is/altext/149/s/0034.html 37 https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=33713415-f7dc-11e8-942f-005056bc530c https://www.althingi.is/altext/149/s/0034.html Beint flug frá Evrópu á Norðurland er „viðkvæm vara" og allar truflanir geta vegið býsna þungt í ákvarðanatöku hinna erlendu flugrekstraraðila og ferðaheildsala varðandi framhaldið. Að ekki sé talað um þeirra sem fylgjast með og íhuga að stíga næstu skref. Fyrir nokkrum árum þótti það óhugsandi fyrir söluaðila Íslandsferða, t.d. í Evrópu, að bjóða upp á flug beint til Norðurlands en þróun áfangastaðarins Íslands og aðstæður á mörkuðum hafa breytt þeirri afstöðu til muna. Fjárfesting í að byggja Alexandersflugvöll upp sem varaflugvöll og gera hann að e.k. fráviksflugvelli („diversion airport") fyrir Akureyri mun bæta möguleika þessarar sóknar í beinu flugi inn á Norðurland til muna og um leið renna betri stoðum undir ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra, létta á álagi á þeim ferðamannastöðum sem komnir eru næst þolmörkum sunnan og vestanlands, um leið og heildaröryggi fluglandsins Ísland verður aukið. Til viðbótar við framantalið myndi uppbygging Alexandersflugvallar að nýju auka öryggi íbúa á Norðurlandi vestra til mikilla muna. Sé það ekki ætlun ríkisvaldsins að bæta að nýju heilbrigðisþjónustu í landshlutanum er nauðsynlegt að bæta samgöngur þangað til að íbúar svæðisins sitji við sama borð og íbúar annarra landshluta. Þar leikur Alexandersflugvöllur lykilhlutverk en miðað við núverandi stöðu á viðhaldi og þjónustu gegnir hann því tæpast í dag. Mikilvægt er að hann verði settur í grunnnet flugsamgangna í samgönguáætlun um leið og ráðist verði í greiningu á kostum þess að gera flugvöllinn að varaflugvelli fyrir millilanda- flugvelli landsins. Með sömu öryggisrökum og eiga við um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki er mikilvægt fyrir íbúa Húnavatnssýslna að hafa möguleika á sjúkraflugi. Mikil skerðing heilbrigðisþjónustu í landshlutanum á undanförnum árum hefur gert það að verkum að öll bráðatilfelli þarf að meðhöndla utan landshlutans. Til að nýta þá opinberu þjónustu sem íbúar svæðisins eiga sama rétt á og aðrir í búar landsins er um fjallvegi að fara og getur það verið torvelt, sérstaklega á vetrum. Í ljósi þess er lögð áhersla á að Blönduósflugvöllur verði skilgreindur fyrir sjúkraflug og tryggt að hann geti þjónað flugi með viðunandi hætti. Staðsetning flugvallarins rétt við þjóðveg 1 er einnig heppileg ef kemur til hópslysa eða annarra alvarlega óhappa í Húnavatnssýslum. Að síðustu er mikilvægt að hugað verði að þyrlulendingarstöðum í landshlutanum. Skv. Landhelgisgæslunni eru engir slíkir skilgreindir á landinu. Með aukinni umferð á vegum úti, minnkandi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og mikilli aukningu í sjúkraflutningum er ekki óeðlilegt að álykta að á komandi árum verði þyrlur sífellt meira notaðar við bráðaþjónustu á landsbyggðinni. F o r g a n g s r ö ð u n v e r k e f n a t e n g d u m f l u g s a m g ö n g u m 1. Alexandersflugvöllur verði skilgreindur í grunnneti flugvalla á ný og honum tryggðir nægilegir rekstrarfjármunir til að unnt sé að koma á reglulegu áætlunarflugi sem verður niðurgreitt til íbúa skv. tillögum starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna. 2. Farið verði í ítarlega greiningu og kostnaðarmat á því að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug á Íslandi. 3. Tryggt verði að Blönduósflugvöllur geti þjónað sjúkraflugi með viðunandi hætti. 4. Skilgreindir verði þyrlulendingarstaðir ílandshlutanum til að auðvelda aðgengi þyrla þegar til slysa og bráðatilfella kemur. 38 h i t a v e i t a Umtalsverðar hitaveituframkvæmdir hafa átt sér stað á Norðurlandi vestra undanfarin misseri. Með lagningu hitaveitu breytast búsetuskilyrði á svæðinu til mikilla muna. Auk verulegrar lækkunar á húshitunarkostnaði aukast möguleikar á alls kyns atvinnustarfsemi, allt frá iðnaði til ferðaþjónustu. Á Norðurlandi vestra eru á næstu misserum fyrirhugaðar enn frekari hitaveituframkvæmdir. Í Húnaþingi vestra standa til umtalsverðar viðhaldsframkvæmdir á lögnum á Hvammstanga eftir miklar nýframkvæmdir í dreifbýli undanfarin ár. Einnig var nýverið borað á Reykjum í Hrútafirði til að kanna hvort mögulegt sé að leggja hitaveitu suður Hrútafjörðinn, austanmegin. Í Austur-Húnavatnssýslu eru, skv. upplýsingum frá RARIK, fyrirhugaðar frekari boranir til að styrkja hitaveitu til Blönduóss og Skagastrandar. Mikilvægt er að þau áform haldi þar sem skortur á viðhaldi getur reynst afar kostnaðarsamur síðar meir. Skagafjarðarveitur hafa sömuleiðis áform um frekari stækkun í austanverðum Skagafirði. Í sumar verða lagðar hitaveitulagnir um Óslandshlíð frá Hofsósi að Neðri-Ási og Ásgarðsbæjunum. Áform eru uppi um að halda áfram frekari uppbyggingu hitaveitu í austanverðum Skagafirði, Hjaltadal, Viðvíkursveit og Deildardal ásamt norðanverðu Hegranesi á næstu árum en ekki er búið að tímasetja framkvæmdir á þessum svæðum. Við lagningu hitaveitu í dreifbýli undanfarin ár hefur miklu skipt sá styrkur sem veittur er úr orkusjóði sem miðast nú við fjárhæð sem samsvarar allt að 16 ára niðurgreiðslu á rafhitun. Mikilvægt er að sá stuðningur verði áfram veittur til að hraða hitaveituvæðingu þar sem þess er kostur. Þó þessi stuðningur hafi verið aukinn á kjörtímabilinu 2014-2018 úr hámarki 12 árum í 16 hefur það fjármagn sem veitt er til styrkjanna ekki verið nægjanlegt til að greiða hitaveitunum sem staðið hafa í framkvæmdum fyrr en seint og síðar meir með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Styrkveiting til nýrra hitaveitna er skv. reglugerð aldrei meiri en sem nemur 20% af heildarfjárveitingu til niðurgreiðslu á orku til húshitunar. Hafa þær fjárhæðir sem þar er úr að spila ekki verið nægilegar miðað við þær miklu framkvæmdir sem veitur hafa ráðist í undanfarin ár. Afar brýnt er að fjármagn til þessa stuðnings verði aukið svo endurgreiðslur berist hraðar. Slíkt er ekki einasta til hagsbóta fyrir hitaveiturnar og eigendur þeirra (sem í flestum tilfellum eru sveitarfélögin) heldur ekki síður fyrir íbúa sem þurfa að leggja út í umtalsverðan kostnað við að taka inn hitaveitu. F o r g a n g s r ö ð u n v e r k e fn a t e n g d h ita v e itu 1. Áfram verði stu tt við lagningu nýrra hitaveitna m eð styrkjum sem samsvara áætluðum niðurgreiðslum á rafhitun á ákveðnu tímabili (nú allt að 16 ár). 2. Fjármagn til niðurgreiðslu á stofnkostnaði við hitaveitu verði aukið svo ekki verði slík bið eins og verið hefur á endurgreiðslum til veitna og nýrra notenda. Á mynd 15 má sjá þau svæði þar sem möguleiki er á tengingum við hitaveitu á Norðurlandi vestra. 39 Mynd 15. Aðgengi að hitaveitu á Norðurlandi vestra. r a f o r k u k e r f i Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því hörðum höndum að laða iðnaðarstarfsemi að Norðurlandi vestra. Landfræði- og jarðfræðilegar aðstæður eru góðar í landshlutanum, ekki hætta á jarðhræringum eða eldgosum og staðsetningin mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar hagfelld með tilliti til flutninga. Frumskilyrði þess að fyrirtæki í stærri eða smærri iðnaðarstarfsemi geti valið sér stað á Norðurlandi vestra er raforka og örugg afhending hennar. Því miður hafa framkvæmdir við staðarkerfi svæðisins dregist. Sauðárkrókslína sem er á Landsáætlun hefur ekki komist til framkvæmda. Ástand línunnar í dag er þannig að flutningsgetan er farin að hamla atvinnuuppyggingu á staðnum. Umtalsverð atvinnuppbygging á sér nú stað á Blönduósi með uppbyggingu gagnavers. Orka til þeirrar starfsemi fæst úr Blöndu. Verði úr að á svæðið fáist aukin iðnaðarstarfsemi, eins og mælt er fyrir um að stefnt skuli að í Þingsályktun um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar23 sem samþykkt var á Alþingi árið 2013, er ljóst að meiri orku þarf til svæðisins. Í þingsályktunartillögunni kemur fram að koma skuli af stað samstilltu átaki stjórnvalda og sveitarfélaga á svæðinu um að efla atvinnulíf og skapa ný störf með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja flutning orkunnar frá Blönduvirkjun. Það hlýtur að vera eðlileg krafa heimamanna að 23 https://www.althingi.is/altext/143/s/0110.html 40 https://www.althingi.is/altext/143/s/0110.html nýta orkuna úr virkjun sem er í bakgarðinum ef svo má segja - enda er það megininntak fyrrnefndrar þingsályktunartillögu. Á árinu 2018 hófst loksins bygging gagnavers á Blönduósi. Ekki reyndist auðvelt að tryggja raforku til starfseminnar en það hófst þó að lokum. Ljóst er að ef stór aðili sýndi því áhuga að koma með starfsemi inn á svæðið gætu orkumálin reynst þröskuldur sem erfitt væri að komast yfir. Því er brýnt að ráðist verði í stækkun Blönduvirkjunar í samræmi við þau áform sem uppi eru og áhersla verði lögð á að orkan verði nýtt á Norðurlandi vestra, bæði til þess að bæta þar atvinnulíf og búsetuskilyrði en einnig til að lágmarka orkutap sem verður í línum sem flytja orku um langan veg. Þegar rætt er um orkumál er nauðsynlegt að ræða um seinangang við þrífösun rafmagns á Norðurlandi vestra líkt og á landinu öllu. Í nútíma búskap og öðrum atvinnurekstri er þrífösun afar mikilvægt hagsmunamál þar sem flest raftæki þurfa orðið þriggja fasa rafmagn. Á það ekki síst við um viðkvæm raftæki eins og tölvur. Nú er það svo að flest heimilistæki sem framleidd eru í dag innihalda tölvur í einhverju formi sem gerir það að verkum að líftími þessara tækja í sveitum þar sem aðeins er eins fasa rafmagn er mun styttri en ella. Heyrst hefur af heimilum í dreifbýli sem þurfa að skipta út heimilistækjum á 2ja-3ja ára fresti því þau skemmast á það stuttum tíma. Undanfarin ár hefur mikil uppbygging átt sér stað í kúabúskap á Norðurlandi vestra. Fjölmörg býli hafa fjárfest í nýjum róbótafjósum sem gjörbreytir skilyrðum og aðstöðu bæði dýra og bænda. Rafbúnaður þessara tækja er viðkvæmur og því erfitt að koma slíkri endurnýjun við nema þar sem þriggja fasa rafmagn er í boði. Ekki má gleyma því að orkuskiptaverkefni stjórnvalda mun ganga mun hægar ef ekki verður settur aukinn kraftur í þrífösun til sveita. Það er því ljóst að hægagangur í þrífösun rafmagns hamlar verulega uppbyggingu. Skv. greiningu frá Samtökum iðnaðarins24 er áætlaður kostnaður við þrífösun á landinu öllu um 12 milljarðar króna25. Skv. áætlunum er áformað að verkefninu verði lokið árið 2035. Hreint út sagt geta sveitir landsins ekki beðið svo lengi. Eins og sjá má á mynd 16 er þrífösun rafmagns komin mjög skammt á veg á Norðurlandi vestra. Veita verður meiri fjármunum í verkefnið svo það gangi hraðar. Það tókst með ljósleiðarann og ætti því hæglega að takast með sama hætti í þessu verkefni. Í stefnu stjórnvalda hefur um nokkurt skeið verið lögð áhersla á að nýta samlegðaráhrif með framkvæmdum, þ.e.a.s. að þegar grafinn er skurður verði athugað hvort nýta má hann til annarra verkefna um leið. Á Norðurlandi vestra hafa verið í gangi umfangsmiklar hitaveitu- og ljósleiðaraframkvæmdir. Því miður hefur ekki tekist að nýta samlegð með þeim framkvæmdum til hraðari upbyggingar þriggja fasa kerfis á svæðinu, ekki nema reitt sé fram flýtigjald þar sem viðkomandi svæði „er ekki á áætlun" fyrr en mun síðar. Það er ekki skynsamleg ráðstöfun fjármuna og er hvatt til þess að áætlanir varðandi þrífösun rafmagns verið teknar upp og skoðaðar með tilliti til annarra framkvæmda og almennt leitað allra leiða til að hraða verkefninu. 24 https://www.si.is/innvidir-a-islandi/raforkuflutningar-og-dreifing/ 25 á verðlagi ársins 2017. 41 https://www.si.is/innvidir-a-islandi/raforkuflutningar-og-dreifing/ F o r g a n g s r ö ð u n v e r k e f n a t e n g d u m r a f o r k u m á l u m 1. Þrífösun rafmagns í dreifbýli verði hraðað til að einstaklingar og fyrirtæ ki á dreifbýlum svæðum sitji við sama borð og þau íþéttbýli. 2. Raforkuflutningur til svæðisins frá Blöndu verði styrktur til þess að auka afhendingaröryggi og styðja við frekari iðnaðaruppbyggingu á svæðinu sem og núverandi atvinnurekstur. 3. Ráðist verði ístæ kkun Blönduvirkjunar sem fy rs t og viðbótarorkan nýtt á Norðurlandi vestra. Mynd 16. Raforkukerfið á Norðurlandi vestra. 42 4. L O K A O R Ð N E F N D A R IN N A R Af framangreindu má sjá að verkefnin á Norðurlandi vestra eru ærin. Álag á vegakerfið hefur aukist verulega undanfarin ár með aukinni umferð ferðamanna. Reynslan sýnir að í hópi ferðamanna eru margir óreyndir ökumenn á ferð að aka um erfiða malarvegi að helstu náttúruperlum og sögustöðum Islands. Það hefur í för með sér að slys og óhöpp hafa verið tíð, svo sem útafakstur, bílveltur og fleira. Þegar frá er talin umferð ferðamanna um vegakerfið á Norðurlandi vestra, er fyrir umferð íbúa svæðisins. Fara margir þeirra til vinnu daglega langan veg og/eða til að sækja þjónustu. Sama má segja um skólabörn sem fara með skólabifreiðum hvern virkan dag til skóla. Umferð og veðurfar hafa mikil áhrif á ástand stofn- og tengivega á Norðurlandi vestra frá degi til dags. Undanfarin misseri hafa stofn- og tengivegir innan landshlutans verið í mjög slæmu ástandi. Ef bleytutíð er viðvarandi meðfram jafnri umferð eru vegirnir á skömmum tíma orðnir afar erfiðir yfirferðar fyrir flestar tegundir bifreiða, holóttir, aurugir og varasamir. Ferðamenn hafa val, hvort þeir fari um malarvegi á ferðum sínum eða ekki. Ibúar landshlutans hafa ekki þetta val og það sama á við um skólabörn. Á Islandi er skólaskylda og því verða börn sem búa í dreifbýli að fara um mjög slæma og á köflum hættulega vegi tvisvar á dag, hvern virkan dag, níu mánuði ársins. Hvert skólabarn þarf að velkjast í 10 ár um þessa vegi á lágmarkshraða með tilheyrandi óþægindum og vanlíðan eins og fram hefur komið. Greiðar samgöngur sem byggja á góðu vegakerfi eru nauðsynlegar forsendur fyrir uppbyggingu atvinnulífs og viðunandi afkomu heimila og fyrirtækja. Flestir tengi- og héraðsvegir á Norðurlandi vestra uppfylla engan veginn þær kröfur og fer ástand þeirra versnandi ár frá ári vegna ónógs viðhalds. Óhætt er að fullyrða að samgöngur standa þróun atvinnulífs á svæðinu fyrir þrifum því oft á tíðum eru vegirnir hættulegir vegfarendum og ættu að merkjast sem slíkir. Þó fjöldi kílómetra, sem settir eru hér í forgang, sé mikill er ekki hægt að láta slíka vegi liggja óbætta hjá garði af þeim sökum. Mun fremur ætti að setja upp skynsamlega áætlun, í sátt við íbúa og sveitarfélög, um hvernig megi bæta vegi í landshlutanum, skipulega, á nokkurra ára tímabili. Af þeim sökum var farið út í þá vinnu sem liggur til grundvallar þessari samantekt og ekki staðar numið við vegamálin heldur fjallað um samgöngur og innviði í víðu samhengi. Allt eru þetta þættir sem skipta verulegu máli með tillti til búsetugæða. Með þeim áherslum sem að framan eru taldar vilja sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggja sitt af mörkum til að auðvelda og flýta fyrir töku ákvarðana og þar með brýnum framkvæmdum við samgöngu- og innviðauppbyggingu í landshlutanum. 43 5. F Y L G IS K JÖ L f y l g i s k j a l 1 - e r i n d i s b r é f s a m g ö n g u - o g i n n v i ð a n e f n d a r s s n v Erindisbréf Samgöngu- og innviðanefnd SSNV 1.gr. Á 2. haustþingi SSNV þann 19. október 2018 var skipuð 7 manna samgöngu- og innviðanefnd og jafn margir til vara. Tilgangurinn með vinnu hópsins er að marka stefnu fyrir Norðurland vestra í samgöngumálum, gera grein fyrir helstu áætlunum og forgangsraða verkefnum. Áætlunin verður lögð fyrir ársþing 2019 til umræðu og samþykktar. Það er sýn stjórnar SSNV að samgönguáætlun landshlutans muni nýtast til þess að tryggja enn frekar að stjórnvöld ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngu- og fjarskiptamálum á Norðurlandi vestra, íbúum til hagsbóta. Stjórn SSNV skipar formann hópsins. 2.gr. Hlutverk starfshópsins er: - að vinna tillögu að sam gönguáæ tlun fyrir N o rð u rla n d vestra til næ stu 15 ára, frá 2 0 1 8 til 2 0 3 3 . Tillagan skal n á yfir vegam ál, h a fn a rm á l, flugvelli, alm enningssam göngur, hitaveitur, ra fo rk u k e rfi og fja rskip ta m á l í landshlutanum . - að forgangsraða fra m k v æ m d u m á á æ tlu n artím an u m . - að skila sam gönguáæ tlun N o rð u rla n d s vestra í skýrsluform i til stjórnar S S N V fyrir ársþing í apríl 2 0 1 9 , k y n n a áæ tlunina á ársþinginu og leggja h a n a fra m til u m ræ ð u og s a m þ y k k ta r á þinginu. 3.gr. Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra fyrir árið 2017. I verkefnislýsingu segir: Til að fá heildaryfirlit yfir stöðu mála í landshlutanum verða eftirtaldar upplýsingar teknar saman: 44 1. Vegakerfið - lengd vega - gerð yfirborðs - ástand vega - brýr - umferð - slysatíðni - lýsing - viðhald - (vetrar)þjónusta o.fl. 2. Reiðstígar - hjólaleiðir - áningarstaðir - merkingar 3. Hafnir - aðstaða - stæ rð - starfsem i o.fl. 4. Flugvellir - aðstaða - stæ rð - starfsem i (þyrlur) 5. Fjarskipti: Farsímakerfi - Tetrakerfi - Ljósleiðaravæðing 6. Almenningssamgöngur 7. Hitaveitur - Raforkukerfi Þegar þessum upplýsingum hefur verið safnað saman þá er kominn upplýsingagrunnur fy rir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra til að gera sameiginlega áætlun í þeim málaflokkum sem snúa að ríkinu. Þá verði hafist handa við forgangsröðun heimamanna og hún kynntfyrir stjórnvöldum. Þær upplýsingar sem nefndar eru í lýsingunni liggja fyrir í gagnagrunni sem verður aðgengilegur fyrir nefndarmenn. 4.gr. Framkvæmdastjóri og starfsmenn SSNV vinna með hópnum eftir þörfum. Starfsmenn SSNV færa fundargerð í tölvu og undirbúa fundi í samráði við formann vinnuhópsins og aðstoða við upplýsingaöflun. Hópurinn getur kallað til sín gesti á fundi ef þurfa þykir. Hópurinn hefur ekki heimild til að stofna til fjárútláta vegna starfa sinna nema með sérstöku samþykki stjórnar SSNV. 5.gr. Vinnuhópurinn fær greitt samkvæmt nefndataxta SSNV. Starfsmenn sveitarfélaga fá þó ekki sérstaklega greitt fyrir fundarsetu á vinnutíma. Hafa skal sem viðmið að hópurinn fundi allt að fjórum sinnum á starfstímanum. Heimilt er að halda fundi í rafrænum kerfum eða í síma. Af umhverfis- og kostnaðarsjónarmiðum eru nefndarmenn beðnir um að samnýta ferðir til funda eftir föngum. Sauðárkróki 6. nóvember 2018 45 NR VEG 701 702 703 704 704 704 711 711 711 711 711 711 711 715 715 715 716 717 722 722 722 724 726 726 731 731 734 734 74 F Y L G IS K JA L II - E IN B R E IÐ A R B R Ý R Á S T O F N - O G T EN G IV EG U M Á N O R Ð U R LA N D I V E S T R A NR KAFLI STOD BRUARHEITI SER- LYSING LENGD BRUAR BYGG AR AKBRAUTAR BR VEG FLOKKUR ÁDU 01 02 01 02 02 02 02 03 04 05 06 06 07 01 01 02 02 01 01 02 03 01 01 01 03 03 03 03 02 2582 Síká 5940 2366 467 7310 9203 7170 12020 10020 11580 6010 10260 2800 3970 970 4687 2233 1656 13044 7861 3370 12160 13500 8280 4068 76 60 4310 Sandalækur í Miðfirði Sveðjustaðaá Vesturá í Miðfirði Núpsá hjá Haugi Austurá Sellækur Ytriá Tjarnará á Vatnsnesi Þórsá á Vatnsnesi Vesturhópshólaá Harastaðaá í Vestur-Hópi Grundará í Vestur-Hópi Hörghólsá Víðidalsá hjá Hvarfi Fitjaá í Víðidal Ásgeirsá Reyðarlækur Bjarghúsum hjá Faxalækur í Vestur-Hópi Kornsá í Vatnsdal Álftarskálará í Vatnsdal Tunguá í Vatnsdal Laxá hjá Tindum Sléttá í Sléttárdal Svínadalsá Blanda Svartá hjá Ártúnum Hvammsá í Svartárdal Svartá hjá Stafni 248 Laxá hjá Syðra-Hóli 56.04 1970 30 12 16 20 22 13 5.5 45 17.8 10 10 20 16.5 10 14 24 72 38 27 1973 1926 1985 1957 1948 1946 1971 1944 1982 1978 1936 1955 1984 1966 1964 1975 1974 1949 1954 1976 1957 1956 1951 1931 1964 1967 75 1973 4.02 3.65 3.9 2.7 3.1 4.1 3.7 3.2 3.2 3.4 3.8 3.6 3.4 41 21 10 38 38 38 136 91 85 129 146 146 131 86 86 92 115 27 137 85 60 104 63 63 124 124 18 18 1 448 2 4 4 2 7 2 4 2 3 2 3 2 4 2 2 4 2 2 4 2 6 4 2 4 4 2 3 2 2 5 2 2 3 2 4 2 2 3 2 4 2 8 2 3 2 1 1 8 2 3 2 4 46 745 01 9270 Hofsá 6 1985 4 2 63 97 40 SSS/P 745 03 209 Fossá 13 1999 3.6 2 33 50 21 TJS/B 745 03 13170 Hafnaá á Skaga 10 1966 3.2 2 33 50 21 SSS/B 745 05 6340 Hörtná á Skaga 18 1956 3 2 20 32 13 SSS/B 745 06 11290 Selá á Skaga 8 1981 4 2 27 40 16 SSS/P 745 07 3610 Fossá á Skaga 31.26 1964 3.2 2 54 83 34 SSS/B 745 07 5690 Gauksstaðaá á Skaga 12 1964 3.2 2 54 83 34 SSS/B 745 08 1092 Laxá 19.8 1949 3.5 2 61 89 36 SSS/B 748 01 7980 Hólakotsá á Reykjaströnd 5 1955 3.7 2 135 222 76 SSS/B 75 06 9870 Austurós Héraðsvatna 130 1977 4 1 518 721 352 SJS/B 752 02 3679 Svartá hjá Mælifelli 20 1946 2.7 2 150 219 102 SSS/B 752 03 7627 Jökulsá hjá Goðdölum 32 1982 3.2 2 89 143 52 TJS/B 752 04 8273 Hrútá hjá Giljum 10 1982 3.2 2 33 54 20 TJS/B 753 01 6513 Kvísl úr Húseyjarkvísl 10 2.6 2 43 62 29 TJJ/B 753 01 6577 Húseyjarkvísl 46 2.6 2 43 62 29 TJT/B 76 01 8910 Þverá 55 1965 3.7 1 280 427 177 SJS/B 76 08 5879 Flókadalsá 46 1974 4 1 296 507 143 SSS/B 767 01 6588 Hjaltadalsá hjá Laufskálum 42 1960 3.2 1 254 390 161 SJS/B 767 01 9392 Víðinesá í Hjaltadal 20 1948 3 1 254 390 161 SSS/B 767 02 2411 Hjaltadalsá 30 1984 3 2 51 80 30 TJS/B 768 01 900 Hvammsá í Hjaltadal 11 1980 2.8 2 14 22 8 TJS/B 783 01 2840 Hofsá hjá Enni 18 1986 4 2 27 43 16 SJS/B 789 01 5910 Fljótaá hjá Skeiðfossvirkjun 18.12 1976 4 2 35 56 19 SSS/P 789 01 4900 Yfirfall neðri virkjunar 4.25 1976 4.02 2 35 56 19 SSS/P Vegagerðin 14.03.2019 47 F Y L G IS K JA L III - N IÐ U R S T Ö Ð U R K Ö N N U N A R UM F JA R SK IP T A SA M B A N D Í D R E IF B Ý L I Á N O R Ð U R LA N D I V E S T R A . Könnunin var send út á rúmlega 900 heimili. Boðið var upp á að taka könnunina hvort sem er á pappír eða í tölvu. Alls bárust 210 svör sem gerir 24,2% svörun. Q1 Er gsm samband á þínu heimili? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Q2 Ef já - Hversu gott er gsm sambandið á þínu heimili? 0 10 20 30 40 50 Q 3 A thu gasem dir um gsm sam band á þínu heimili: Athugasemdir eru eins og þær voru slegnar inn í könnunarformið, ekkert hefur verið leiðrétt en nöfn og greinanlegir staðhættir hafa verið afmáð. Samband í eldhúsglugga. Misgott Eitt herbergi í húsinu eða úti á hlaði, samt ekki sama hvar. Þarf að standa við glugga eða í hurð. Ef samband næst í símana okkar allra þá megum við ekki hreyfa okkur úr stað svo það slitni ekki. Hrikalega lélgt og venjulega verður fólk að hringja í heimasíma til að ná í okkur. Sendar þyrftu að vera öflugri. Það er misjafnlega gott samband, fer eftir því hvar þú ert staðsettur heima fyrir Einn blettur upp við fjárhús sem er stundum samband. Ekkert eða slæmt í öllum húsum hér 48 Get verið út í eldhúsglugga til að sambandið haldi. Og smá blettur inní einu svefnherbergi. En ef maður heyrir sig smá slitnað sambandið það er eiginlega bara símasamband í einum glugga í húsinu sem vísar í norður í átt að mastrinu í xxxx við erum búin að missa af mjög mörgum símtölum í gegnum tíðina þó svo að við séum miðsvæðis í Skagafirði Er bara í fjárhúsunum Virkar bara með Síminn. Vodafone og NOVA eru vonlaust Það er ekki Lítið sem ekkert nema bara á einstaka punkti Gsm samband er bara í ákveðnum herbergjum í húsinu Mjög stopult, næst aðallega á einum stað í husinu Mjög gott samband á gsm bæði 3G og 4G tækni Dettur oft út og lélegt eða ekkert innan dyra Getur dottið út Mjög lélegt samband, þarf að vera úti í glugga 4G samaband er lélegt. Er á takmörkuðu svæði í norðurglugga Símar ná tengingu í ca. helming af húsinu, þ.e.a.s austan megin í því en ekki vestan megin Lélegt inni í húsum Mjög lélegt samband innan dyra. Misjafnt eftir staðsetningu innanhúss Það er 2 strik á gsm símanum ef maður stendur út í glugga á íbúðarhúsinu annars er ekkert samband. Uppi fjárhúsum er aðeins skárra ef maður stendur á réttum stöðum Gagna flutnigur ekki góður Hús klætt með álklæðningu og bárujárnsþaki sem eg held að hafi einhver áhrif Nei Þurfum að vera á ákveðnum stöðum í húsinu svo það heyrist í okkur og við heyrum í hinum. ekkert samband í steyptum útihúsum sem er ekki gott því það er vinnustaðurinn minn stlitnar oft og breytilegt milli daga. Nei Sjónvarpið er tekið í gegnum netið og oft truflanir á mynd . eins er 4 stundum frekar hægt þegar ég nota það Sambandið viðundandi Hægt að tala í farsíma á einum stað en sambandið rofnar oft í t.d 3 mín samtali. Á þessum stað keyptum við magnara sem magnar upp sambandið. þjónustan þarf að vera frá Símanum. Samband frá öðum þjónustuaðilum er lélegt Dauðir púnktar Nei Nánast sambandslaust oft á tíðum og ekki sama hvernig maður snýr Síma mastur snýr í austur og vestur þvi erum við á dauðum púnti Engar lélegt á köflum Ekkert lÉLEGT SAMBAND OG SLÍTNAR OFTAST Í HVERJU SAMTALI Mismunandi gott samband í íbúðarhúsi Dettur endlaust út. Ekki sama hvernig ég sit og sný. Samband á einstaka stað. 49 Einungis nokkrir staðir sem ég get staðið á til að það virki! smá sveiflur í sambandi Alveg mergjað Misjafnt eftir staðsetningu í húsinu Það næst samband á símana ef þeir eru út í glugga á einum stað í húsinu. Hvergi örukt samband. Best að vera í sjónlínu við Hofsós til að ná sambandi og utandyra. Ef staðið er uppí glugga á efri hæðinni er hægt að senda SMS skilaboð. Það þarf að fara upp á efri hæð til þess að geta talað í símann. Er ekki samband alls staðar í íbúðarhúsinu. Ekki sama hvar í húsinu maður er og alltaf betra úti en inni þar sem ég bý í dreifbýli þá er ekki samband allsstaðar á landareigninni Sambandið mjög slitrótt, síminn hringir stundum en ekkert talsamband þegar ansað er. Mismunandi eftir því hvar er í húsinu Mjög óstöðugt samband. aðeins samband hjá símanum Væri örugglega ekki mikið mál að ná sambandi, eru punktar hér og þar sem hægt er að ná sambandi á á góðviðrisdögum Köflótt, Sum fjarskiptafyrirtæki alveg sambandslaus. ekkert athugasemdir Einungis örfáir blettir sem næst samband, slitnar oft fljótt og stundum er ekkert samband um stund. Sambandið er lélegt Mjög lélegt innandyra en þokkalegt utandyra það er nánast ekkert getur náð sambandi stundum stundum ekki stundum bara á ákveðnum stöðum á svæðinu misgott milli símafélaga Næst út við glugga á tveim stöðum Mjög slitrótt. Næst bara á vissum stöðum. Net í síma mjög lélegt Slitrótt samband eftir staðsetningu Mjög blettótt samband bæði inni í húsinu og um alla jörðina. Oft sem það kemur "utan þjónustusvæðis" þegar hringt er í mig en síminn liggur bara á eldhúsborðinu eða inni í stofu þar sem ég er rétt búin að tala við einhvern annan á undan. Aðeins er samband á litlum blettum í húsinu , sem er mjög bagalegt þar sem við erum að reka ferðaþjónustu og þurfum að vera alltaf í sambandi. Var lengi vel mjög lélegt en hefur skánað mjög síðasta árið Mjög áríðandi er að fá gsm samband,þar sem sumir eru hættir að hringa í heimasíma. Það dettur inn og út. Stundum er gott samband og dettur svo niður í ekki neitt Mjög lélegt samband og aðeins nokkrir staðir þar sem hægt er að ná lélegu sambandi. 50 Ekki alveg sama hvar maður er í húsinu Mjög gott samband um allt Samband sumstaðar inni á heimilinu. samband stopult,stundum er eins og tvö kerfi séu að blokkera hvort annað Mjög lélegt samband í nær öllu húsinu, skást ef maður er við suður- eða vesturglugga eða úti á palli. gsm samband næst ekki fyrir utan húss Virðist vera dagamunur á gæðum sambands það er mjög algengt að sambandið rofin í miðju samtali nei Það er fínt samband, en getur verið mjög missjafnt Það er ágætt Það er mjög slæmt og næst bara úti í gluggum. Aðeins traust GSM samband norðan megin í húsinu, erfitt að stóla á að það náist í GSM síma heimilisins Flöktir nei Ekki hægt að tala í gsm nema á ákveðnu stöðum í húsinu Það eru ákveðnir punktar inná heimili þar sem er gsm samband. Það þarf td að hanga útí glugga ef maður ætlar að vera öruggur með samband. örlítið misjafnt eftir því hvar maður er staddur innanhúss Mjög lélegt netsamband inni á bænum Misjafnt 4G ekki gott mjög lélegt innan húss þarf að leita að stöðum þar sem símtalið ekki slitnar Mjög lélegt og aðeins út í glugga innanhúss misjafnt eftir dögum Slitrótt Sumstaðar á Laugarbakka er mjög lélegt gsm samband. Fer eftir símafélögum - verra hjá símanum en hjá vodafone. Nánast ekkert, bara á einan punkt í húsinu, við gluggann í einu horni. Það er ekkert gsm samband Þjónusta frá símanum næst þokkalega en samt á völdum svæðum í húsinu en ekki er hentugt að nota þjónustu Nova eða Vodafone vegna lélegra skilyrða. Sambandið er lélegt, ekki er hægt að tala í GSM nema vera út við glugga, bæði í íbúðarhúsi og gistihúsi. GSM í fjárhúsum er nánast ekkert. Vodafone er heldur skárra en síminn. ekki gsm samband allsstaðar i husinu. Miklar likur a að simtal slitni jafnvel itrekað þegar svarað er. nei í raun ekki. Vinnustaðurinn er ekki alveg eins góður. Er oft meira þar en heima, þannig að þetta svar á sennilega ekki við, læt það samt fara með Einungis ákveðnir punktar þar sem samband næst Ekki sama hvar maður er staddur á heimilinu. Sumstaðar er ekkert samband. Annarstaðar dettur sambandið út við minstu hreifingu. Nei Mjög lélegt samband, ekki hægt að tala í farsíma hjá Símanum en Nova samandið er aðeins skárra, en slitnar samt mjög oft og snarversnaði eftir að Nova tók niður sinn sendi. nánast ónothæft nema út í glugga að norðanverðu. 51 Ekkert samdand í fárhúsi og flekkót á nærsvædum en nokkud gott í heimahúsi Mjög slæmt Slitnar oft þegar maður á í samtali. Netsamband í farsíma er mjög ábótavant. Q4 Er Ijósleiðari á þínu heimili? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Q5 Er 3G eða 4G samband á þínu heimili? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Q6 Ef 3G/4G - Hversu gott er sambandið á þínu heimili? 0 10 20 30 40 50 Q 7 A thu gasem dir um 3 G /4 G sam band á þínu heimili: Athugasemdir eru eins og þær voru slegnar inn í könnunarformið, ekkert hefur verið leiðrétt en nöfn og greinanlegir staðhættir hefur verið afmáð. Lítið sem ekkert samband er í húsinu. Vantar nauðsynlega vegna öryggis. Svar við 5 og 6 vantar. 52 Ekki hægt að millifæra í bankalínu í gegnum síma, nema örsjaldan. Það er eins og gsm sambandið, það slitnar innandyra. Það er ekki sama hvar þú ert í húsinu til að ná 3G og 4G. Gott sumstaðar en ekkert annarsstaðar. Rokkar á milli 3G og H+ Ekkert gagnasamband 3G/4G Ekki til staðar inní húsi. Smá blettur á landareigninni það er stundum 4g samband á einstaka stöðum í húsinu Bara 3g í fjárhúsunum stundum Alveg þokkalega glatað netsamband Oft á tíðum ekkert net. Er ekki Lélegt Mjög lélegt Ekki til staðar Þegar kemur að nettengingu í gegnum 4G er það ekki nema í meðallagi Ekkert samband innandyra mjög lélegt uti Óstöðug og seinvirkt Fer út þegar hvasst er í sjó, eða úrkoma. Farskip hafa og truflandi áhrif. Er þetta ekki símasambandið aftur sem verið er að meina ? Ef þetta er ljósleiðarinn þá er hann flottur og samband gott. Erum með 4g ráder Lélegt inni í húsum Lélegt netsambandi inná húss. Misjafnt eftir staðsetningu innanhúss Frekar lelegt. Þarft að standa út í glugga í ákveðnu herbergi til að ná netsambandi. Ok Myndi vilja 4G Gott 3G og stundum næst sæmilegt 4G inn a heimilið Nei er ekki nei samband rofnar oft Nei Óstöðugt og oft mjög hægt. Dauðir púnktar Mætti vera betra Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvert sambandið er, en það er lélegt og stundum ekkert. Engar oft frekar hægvirkt nei Mætti vera sterkara ALLT Í LAGI EN GET EKKI TREYST Á ÞVÍ Við náum oftast G4 sambandi en signalið er ekki sterkt og dettur oft út. Hnökrótt en gott þegar það er 3G pungur sem internet virkar sæmilega fer eftir veðurátt Heldur illa sambandi og truflast oft! 53 Nei Skítaænilegt Neibb Svipað og gsm sambandið, mjög lélegt. Ekki hægt að nota 3G eða 4G vegna lelegs sambands. Mjög lélegt og slitrótt, slitnar mjög oft. Nettenging afleit. Er sæmilegt sums staðar í húsinu. Lélegt samband ef veður er vont er ekki til staðar Mjög lélegt samband, slitrótt og dettur út í sífellu Þokkalegt samband sumstaðar en ekkert samband annars staðar í húsinu Er ekki Stopult. Dettur út, hikstar. Ekki hægt að horfa á kvöldfréttir í gegnum tölvu í gegnum kerfið ekkert athugasemdir Sett var upp sérstakt loftnet til að ná 3G nettengingu ekkert Sambandið er stöðugt og gott. Mjög lélegt innandyra en þokkalegt utandyra er stundum inni stundum ekkert Lítið samband dettur inn kannski smá stund suma daga Samma og simi Næst bara á vissum stöðum. Dettur oft út. Mjög lélegt. Næst á örfáum blettum. Síminn getur legið á borði og ég er að skoða td ruv.is og það virkar ágætlega, svo skipti ég yfir á aðra vefsíðu og þá hrynur allt. Get ómögulega sent myndskilaboð (td snapchat) í gegnum netið og sambandið er verulega hægt. Suma daga er það slæmt en aðra daga er það verra, á kvöldin er það ekkert mjög lélegt Tekur heila eilifð að opna heimasíðu 0, sjá ofar. Það virkar litið sem ekkert ekkert nothæft Virkar misvel eftir hvar maður er staddur í húsinu misjafnt Það er það glatað að þegar ég ákvað að fara í fjarnám þá tók mig 2-3 tíma að hlusta á 40 mín fyrirlestur ef fyrirlesturinn datt ekki út. Ég gafst upp á að vera í fjarnámi.. er ekki örugglega 2019? Mjög lélegt samband. Svolítið rokkandi 3Gog4G Sambandið er í góðu lagi Ekki til staðar almennt lélegt samband Á til að detta út ef eitthvað er að veðri, betra samband í suður- og vesturhluta húss. virkar mjög hægt stundum oftast er netið mjög hægt og á kvöldin það sem af er árinu 2019 er nánast ekkert samband á kvöldin. er ekki viss hvort það sé, er bara með net í gegnum símann Er oft lélegt. Að maður tali nú ekki um dýrt 54 Það næst ekki 4G en stundummeinn punktur af 3G Næst ekki innandyra á heimilinu Ekki sterkt, og flöktir Hæg nettenging nei Oftast 3G en stundum 4G Það næst sjaldan samband, og þá frekar lélegt þegar það næst. yfirleitt bara gott samband Lélegt samband Hvorugt til staðar Ekki nóg gott Ekkert svoleiðis hér misjafnt Tollir ekki inni Ef maður er norðan megin í húsinu er sæmilegt samband annars lélegt og yfirleitt ekkert. ekki 4g Nánast ekkert, bara á einan punkt í húsinu, við gluggann í einu horni. Er ekkert samband það er gott. Ekki til staðar Sama og með gsm sambandið, ákveðnir punktar sem ná 3g sambandi Stundum er 4G sambandið lélegt. Nei Er með tvo 3G rádera frá Vodafone í ferðaþjónustu. Þeir virka mjög misjafnlega, eftir því hvar og í hvaða húsum þeir eru. Allt frá því að virka nokkuð vel, upp í það að virka ekki nánast ónothæft nema út í glugga að norðanverðu. Stundum slitrótt Dettur ut einstakasinnum í þónokkurn tíma eda verdur mjög hægt Gæti verið betra en er skárri kostur en ADSL Netið er hægt, sjónvarpsútsending á það til að frjósa og ekki hægt að horfa á sjónvarp ef margir eru á WiFi Af einhverjum ástæðum virðist sambandið vera misgott Q8 Er gsm samband á helsfu vinnusvæðum búsins/jarðarinnar? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% 55 Q9 Ef já - Hversu gott er gsm sambandið á helstu vinnusvæðum búsins/jaróarinnar? 0 10 20 30 40 50 Q 1 0 A thu gasem dir um gsm sam band á á helstu v innusvæ ðum búsins/jarðarinnar: Athugasemdir eru eins og þær voru slegnar inn í könnunarformið, ekkert hefur verið leiðrétt en nöfn og greinanlegir staðhættir hefur verið afmáð. Það myndi vera þægilegra þegar við erum úti í marga klukkutíma og enginn nær sambandi við okkur. Svo er xxxx mikið heima og næst ekkert í hann. Ekki í húsunum, stundum næst hringing en þarf að fara út til að tala. Úti við í kringum útihús austanmegin, lélegt inni í útihúsum og ekkert samband að vestanverðu. Ekkert samband á túnunum okkar eða um leið og maður er kominn vestur á veg við Hraun á Skaga. Það er lítið skárra samband í útihúsum en úti á bersvæði er það ögn skárra. Þyrfti að vera öflugra, það er ekki sama hvar verið er. Nokkrir blettir á landareigninni sem næst 1-2 strik símasambandi. Ekkert samband inní hlöðu og útihúsum Gsm samband er á flestum stöðum en allnokkrir dsuðir punktar á víð og dreif. Hef hugsað til þess að ekki væri gott að slasa sig alvarlega á ákveðnum stöðum þar sem sambandið er ekkert Það er ekkert Ágætis samband þegar maður veit hvar dauðu punktarnir eru Einungis lítið samband í fjárhúsum Mjög misjafnt, sumstaðar gott en á mörgum stöðum ekkert Lélegt samband í útihúsum Lélegt Ekkert samband á storum hluta jarðarinnar og ekkert j fjárhusunum Erum líklega a vegamotum a milli gsm senda og settum inn og út af þeim Lélegt inni í öllum húsum Misgott eftir stöðum engar Mjög lélegt inni í öllum byggingum en betra úti. Alltaf að detta út þótt að séu nokkur strik Lélegt inni í húsum Bý í dreifbýli Útskýring fyrir ofan. Sambandið er 2 strík á ákveðnum stöðum. Víða ekki gott samband í dreifbýli 56 Það næst nokkuð vel um landareignina en verr inn í útihúsum (sem flest eru klædd með einhverskonar álklæðningu) Nei Ekkert samband í steyptum útihúsum Lélegt 3G mjög lélegt í útihúsum og sumstaðar ekkert Nei Nokkrir staðir sem maður þarf að standa á til að getað talað í símann. Dauðir púnktar Á sumum stöðum gott - á öðrum stöðum lélegt og eða ekkert Engar Slitrótt en allt í lagi bara ekkert samband sumstaðir Mjög fáir punktar Símasamband dettur inn og út Dettur endalaust út! misjafnt samband í húsum. Neibb Það er lélegt gsm samband í fjárhúsunum og á litlum hluta jarðarinnar, annars staðar á henni er ekkert samband. Ekkert samband er í fjósinu. Hvergi hægt að treista á gsm samband. Mjög lélegt inní byggingum búsins sem er jú helsu vinnusvæðin Mjög lélegt og oft ekki einu sinni hægt að senda sms Reyndar er maðurinn minn hjá Símanum (ég er hjá Vodafone) og hann nær sum staðar sambandi utandyra. Til dæmis útí fjárhús rétt. Það eru víða dauðir staðir á vinnusvæðinu . er í dreifbýli svo þetta á ekki við ekki gott Gsm sambandið mjög slitrótt, nánast ekkert í útihúsum og slitnar iðulega ef maður á á dráttarvél á ferð Þar sem ég er ellilýfirisþegi í mínu húsi veit ég lítið um samband annarstaðar en í næsta nágrenni við heimili mitt. aðeins hjá símanum Væri örugglega ekki mikið mál að ná sambandi, eru punktar hér og þar sem hægt er að ná sambandi á góðviðrisdögum Ekki talsambandsfært allstaðar innan húss og sum vinnusvæði alveg sambandslaus, sum í lagi. ekkert athugasemdir Sambandið er mjög stopult og víða ekki neitt ekkert Sambandið er lélegt í útihúsum en víða nokkuð gott utan dyra. Þokkalegt víðast hvar samkvæmt upplýsingum frá fjarskipta neti þá á ekki að vera net eða símasamband á þessu svæði Misgott eftir staðsetningu Mjög slitrótt á flestum vinnusvæðum. Það næst ekki um alla landareignina þó símamastur sé í sjónlínu og engir hólar eða hæðir fyrir. 57 Síminn veitir best símasamband í firðinum og er það því eina símfyrirtækið sem við getum stuðst við. Því ef það koma gestir er ekkert víst að þeir séu hjá réttu símfyrirtæki til þess að ná sambandi á sinn síma frekar lélegt og sumstaðar ekkert samband Hringir á flestum stöðum getur dottið út lægðum mismunandi á milli svæða og sumstaðar ekkert samband Virkar misvel, sumstaðar dauðir punktar, hefur þó lagast mikið síðasta árið það er Oryggis atriði að hafa gsm samband slitrótt Það er mjög misjafnt hvernig sambandi er, dettur út og inn, og er það mjög kvimleitt því við stólum á að geta náð í einhvern ef það kemur eitthvað uppá hvar sem maður er stddu rá jörðinni Aðeins nokkrir punktar með sambandi um allla jöriðina og jarðirnar i Sæmundarhlíðinni !!! Gott samband alsstaðar Alls ekki samband víða. sama sagan og á heimilinu Samband fer eftir álagi á kerfið og veðri. varla samband fyrir utan íbúðarhúss Nota ekki önnur vinnusvæði á jörðinni en íbúð. það er alltof algengt að sambandið rofni þegar hringt er úr gsm síma nei Það er fínt símasamband allstaðar á mínu vinnusvæði Er ágætt, Sambandið kemur og fer. Þó svo að staðið sé á sama stað þegar hringt er og það er fullt samband þá getur það farið og símtalið slittnað. Ekki hægt að treysta á GSM samband í fjárhúsunum. Oft næst ekki í síma þar innandyra. Það er ekki gsm samband á tveimur stöðum á vinnusvæðum okkar, en það er ekki mjög bagalegt. Lélegt inn í húsum en gott úti Það er nánast gsm sambandslaust á helstu vinnustöðum. Það er ekki hægt að treysta á að fólk nái í mann. sambandið yfirleitt mjög gott Ekkert sérstakt en þó betra en inni á bænum Nei Víðast útivið Náum stopulu sambandi í útihúsum með gsm endurvarpa sem við settum upp sjálf Allt í lagi utan dyra en ekki í húsum Of margir staðir þar sem síminn nær ekki Mjög ótryggt Ekki samband á öllum hluta vinnusvæðisins sumstaðar á lóðinni er samband, á mörgum stöðum er ekkert samband Þaðmer ekkert margir dauðir blettir eru í húsunum sem illa næst samband Út um tún er að yfirleitt í lagi, nánast ekkert í fjárhúsum. Viða ekkert samband - inn a milli blettir þar sem samband er ok og eða mjog slitrott gæti verið húsnæðið, en það er ekki allstaðar gott samband í húsinu Ekkert samband á stórum hluta vinnusvæðis, lélegt samband sums staðar 58 Sumstaðar eru blettir á vinnusvæðinu sem ekkert GSM er. Skiptir máli að vera í sjónlínu við Hegranesið sem er mjög spes. Nei Q 11 Er 3G eða 4G samband á helstu vinnusvæðum búsins/jarðarinnar? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 60% 90% 100% Q12 Ef 3G/4G - Hversu gott er sambandið á helstu vinnusvæðum búsins/jarðarinnar? Q 1 3 A thu gasem dir um 3 G /4 G sam band á á helstu v innusvæ ðum búsins/jarðarinnar: Athugasemdir eru eins og þær voru slegnar inn í könnunarformið, ekkert hefur verið leiðrétt en nöfn og greinanlegir staðhættir hefur verið afmáð. Öryggislega vegna atvinnu. Sömu og áður. Sama. Ekkert netsamband næst í hænsnahúsi eða hesthúsi. Það þarf að fara út á tún til að ná kannski neti, eða út á hlað. 1 strik af 3G ef maður er heppinn nær allstaðar ætti að nást 4g en mér finnst síminn alltof oft detta úr 4g og niður í 3g eða verra samband. Stöðugleikinn á sambandi er verulega takmarkaður 59 Lélegt Ekki til staðar Lélegt í öllum húsum Virkar nærri allsstaðar Áður komið fram. 4G kemur aldrei inn. Það sem kemur inn er 3G en það er slæmt innan dyra en betra úti. Samt ekki vesta við hús er aldrei neitt samband. Mjög hægt vegna lélegs símasambands Lélegt inni í húsum Bý í dreifbýli Mjög lítið samband uppi fjárhúsum. Ok Gott 3G amk allstaðar held eg og 4G næst sumsstaðar Nei nei lélegt Nei Óstöðugt og oft mjög hægt. Dauðir púnktar Mætti vera betra Ég veit ekkert undir hvað þetta samband flokkast, 3G/4G eða eitthvað annað. Ég er búinn að lýsa ástandinu. Það er engan vegin gott, en vera má að minn sími sé gamall og þreyttur. Engar Mjög slitrótt, gott á nokkrum punktum Dettur inn og út nei Neibb 3G samband á stöku stað, mjög óvíða og mjög lélegt. 4G á að vera víðar en er mjög lélegt líka. Ekki hækt að nota 3G eða 4G. Mjög lélegt og virðist stundum fara eftir veðri, ss sólskin eða þoka. Erum í dreifbýli svo þetta á ekki við ekki gott nánast ónothæft 3G samband í útihúsum 3G samband er stopullt í íbúðarhúsi en næst oftast eitthvað, en yfirleitt ekki annarsstaðar á jörðinni. Veit ekki hvernig netið er á vinnusvæði búsins hef ekki snjallsíma og notar tölvuna bara heima. Svar 11 og 12 , þá er átt við sambandið í útihúsum, þar sem settur var upp sérstakur búnaður til að ná netsambandi Hefur ekki verið athugað en líklegt að það sé nokkuð gott. Varðandi 3G samband veit ég ekki vel hversu gott sambandið er Þokkalegt Ekkert samband Næst bara á vissum stöðum. Dettur oft út. Næst einfaldlega ekkert samband. Ef maðu er hjá símanum er það hugsanleg að láta sér detta það í hug en það er hægt og leiðinlegt er og oft lyggur það bar niðri mjög lélegt Hægvirkt mjög léleg Mjög lélegt samband í útihúsum, skárra úti við 60 ekki nógu stöðugt Það er eins magnað og það er, það er gerð krafa á að skila skýrsluhaldi (t.d. worldfengur og fjárvís) og skattaskýrslum í gegnum netið en þegar netið er svo lélegt að maður getur vala unnið í þessu án þess að detta nokkrum sinnum út. Þetta gerir mig svo reiða !! Mjög lélegt samband. Gott samband allsstaðar Vantar alveg. Samband fer eftir veðri og álagi á kerfið. engin auka athugasemd Sama og 10. 3G/4G er gott á opnum svæðum (utandyra) en verður lélegt í gripahúsum. er alltof hægt og oft erfitt að ná sambandi veit ekki hvort það er samband, veit varla hvað þetta er Það er leiðinlega missjafnt sambandið þá fara símarnir yfir á þeirra G4 næst ekki í G$ punginnokkar Það næst ekki Hvorki næst 3G eða 4G innandyra í fjárhúsunum. nei Stundum ekkert, stundum 3G, 4G úti Það næst samband utandyra sumsstaðar, en innanhúss næst nánast ekkert samband. engar athugasemdir Ekkert sérstalt en betra en á bænum Nei Ekkert svoleiðis Of götótt Stopult Ekkert 4g samband og hvorugt á hluta af vinnusvæðinu við vitum ekkert um það Er ekkert Ekki til staðar Ekkert samband á stórum hluta vinnusvæðis, lélegt samband sums staðar 61 Q 1 5 H vað a úrbæ tur eru brýnastar í fja rskiptam álum á þínu heim ili/landi/bújörð?: Athugasemdir eru eins og þær voru slegnar inn í könnunarformið, ekkert hefur verið leiðrétt en nöfn og greinanlegir staðhættir hefur verið afmáð. Að það komi gemsasamband vegna atvinnu okkar. Tryggara og hraðara netsamband hvort sem til komi ljósleiðari eða þráðlaus tenging. Gott lag á þessu. Þar sem ljósleiðara er notið innandyra heima og í útihúsum þá myndum við segja að gsm samband á þjóðvegi væri öryggismál fyrir síaukna umferð. Fá gsm samband sem virkar. Við rekum fyrirtæki (eggjabú) og það er mikið kvartað yfir því að ekki sé hægt að ná í okkur sem er mjög slæmt fyrir viðskiptin. Betra gsm samband GSM samband Að það náist GSM samband allstaðar á jörðinni GSM og 3 eðe 4g væri stórt skref í öryggismálum hér á bæ. Það ætti ekki að vera stórmál að koma allavega GSM sambandi þar sem einn einn blettur nær örsambandi hér í dalnum. Persónulega finnst mér stórt gat í öryggi bænda í Laxárdal-ytri að ekkert GSM samband náist ef slys kemur fyrir það getur kostað mannslíf. Bæta við GSM sendi að Ási. Gildir einnig fyrir bæinn Hof Símasamband og betra netsamband. Internettengingin er mjög hæg GSM samband. Það er svo mikill þáttur í almennum samskiptum, bæði í leik og starfi að það eru lágmarkskröfur að geta unnið í sama túninu án þess að missa GSM sambandið. Fá gsm samband og 3g Tengja ljósleiðarann Koma gsm sambandi um alla jörðina Koma alvöru neti á og símasambandi. Skipta um símalínuna fyrir heimasímana Betra símasamband og 4g samband Að það sé 3G eða 4G samband Betra farsimasamband. Mjög mikilvægt að fá það í betri horfur, mikið öryggisatriði að hafa simasamband. 3G/4G Það væri möguleiki á ljósleiðara í stað margra loftneta. Laga 3og 4 g svo það náist og líka að það sé gsm samband alsstaðar Koma á almennilegu og stöðugu heimasímasambandi, internetsambandi og gsm sambandi Betra samband í öllum húsum Að ekki komi “sambandslausir” dagar að tengja ljósleiðarann Öflugra netsamband er mjög hægt og úrelt, þarf að breikka gsm sendingu og styrkja sendistyrk sama gildir um tetrasamband. Taka 4G sendirinn sem settur var upp á Varmahlíðarskóla fyrir stuttu og færa hann upp á Reykjarhólinn. Það myndi laga allt Langholtið en við sem þar búum erum í skugga frá Reykjarhólnum vegna heimskulegrar staðsetningar á þessum sendi. Er því alltaf að nota sendinn í Hegranesi. Símasamband og góð nettenging Öflugra samband Þarf að laga síma samband og net samband inni í húsum Betra netsmhand. Ljósleiðari!!! Enda dettur sjónvarpssendirinn oft út og þá væri gott að geta haft myndlykil, alltof oft ekki hægt að vinna í fjárvís þar sem netið ræður ekki við kerfið. 62 Það breytti ótrúlega miklu að fá ljósleiðarann hingað í vetur! Gátum loksins fyllt út í fjarvís og skilað inn hérna heima. Svo það er glæsilegt að hann sé komin. Væri til í að gsm sambandið væri miklu betra. Það er það helsta sem þyrfti að laga. Laga í dreifbýli Fá betra samband Nú þegar ljósleiðarinn er kominn er það litið - við vorum i mjöööög lélegu og óstapillu netsambandi þangað til. Kannski ath hvort einhver ráð séu með símasamband og klæðningar á húsum ? Tengja ljósleiðara Nái 4g víðar á landinu Ljósleiðari betra samband í ú4ihúsum og betri þjónusta Fá ljósleiðara og 4g bæta samband Ljósleiðari Tengja ljósleiðarann sem lagður var inn í íbúðarhúsið með heitavatnslögninni fyrir 4 árum. Farsímasamband og ljósleiðari. Betri mynd í sjónvarpi Öflugra dreifikerfi til að eyða dauðum púnktum Ljósleiðari Betra 4 g Að viðkomandi símafyrirtæki standi undir væntingjum. Staðan er vituð en ekki viðurkennd. Auglýsingar og "skrum" bætir ekkert. Það vantar framtak og síðan framkvæmdir. Að hafa gsm samband í lagi og 3 G Ljósleiðari Koma upp ljóðleiðara, fá þar hraðari nettenginu og fjölbreyttari sjónvarpsstöðvum hafa gott samband 4g væðing AÐ NÁ BETRA OG TREYSTANÐI NETSAMBAND Útsendingar í útvarpi á Rás 1 eru MJÖG slæmar, meðan Rás 2 á sama tæki er ágæt. Netsamband í vinnuaðstöðu Betri útsending sjónvarps Hraðara netsamband. ljósleiðari á hvert heimili Ljósleiðarinn. Er með ADSL Stöðugra samband Sterkara samband svo það detti ekki endalaust út! betri þjónusta hjá viðskiptaaðila Betri sjonvarpstenging Eftir að hafa skipt úr vodafone í símann slaknaði frekar á símasambandi í dreifðari byggðum Betra net- og símasamband, bæði gsm- og heimasími. Netið er mjög hægt á köflum og dettur stundum alveg út. Mikið ólag hefur verið á heimasímanum það sem af er vetri og þónokkuð oft sem hann hefur ekki virkað. Maður þarf að geta treyst á heimasímann þegar gsm sambandið er eins lélegt og það er hér. Hann er nauðsynlegt öryggistæki í dreifðari byggðum landsins. Koma á farsímasambandi. Að fá örukt gsm samband. tengja ljósleiðara sem er búin að vera við húsveggin í 5 ár og laga gsm samband Sterkari sendir - nýr sendir á betri stað. Þó sími sýni að hann sé með tengingu við sendi þá er mjög oft ekki hægt að hringja eða móttaka símtal vegna lélegs sendi. 63 Væri gott að hafa gsm síma samband sem víðast. Fá almennilegt gsm samband Að fá GSM samband um alla bújörðina. Betra netsamband Q 1 6 A nn að sem þú vilt kom a á fram fæ ri?: Athugasemdir eru eins og þær voru slegnar inn í könnunarformið, ekkert hefur verið leiðrétt en nöfn og greinanlegir staðhættir hefur verið afmáð. Að það komi gemsasamband vegna atvinnu okkar. Tryggara og hraðara netsamband hvort sem til komi ljósleiðari eða þráðlaus tenging. Gott lag á þessu. Þar sem ljósleiðara er notið innandyra heima og í útihúsum þá myndum við segja að gsm samband á þjóðvegi væri öryggismál fyrir síaukna umferð. GSM samband. Það er svo mikill þáttur í almennum samskiptum, bæði í leik og starfi að það eru lágmarkskröfur að geta unnið í sama túninu án þess að missa GSM sambandið. Fá gsm samband og 3g Tengja ljósleiðarann Koma gsm sambandi um alla jörðina Laga verður sambandið, bæði net og síma, í Félagsheimilinu Ásbyrgi. Vegna atvinnu okkar og við erum mikið úti og þá næst ekki í okkur í marga klukkutíma. Vodafone (sem við notum) er með sendi austan í Skagafirði og á fjalli fyrir ofan Skagaströnd. Þannig myndast dautt svæði vestan við okkur. Geri mér ekki grein fyrir hvort síminn sé betri eftir að þau settu upp Okkur var lofað ljósleiðara fyrir jólin 2016 af Tengli o.fl. Nú styttist í vorið 2019 og ekkert heyrt af þeim. Fyrirtæki, stofnanir og fólk sem tekur ákvarðanir um þessi mál verða að fara að byggja upp trúverðugleika í gjörðum sínum því orðin hafa hingað til verið tóm Nei Vantar sumstaðar svarmöguleikann 64 Mjög nauðsynleg er að bæta gsm samband j dreifbýli og koma sambandi á staði þar sem ekkert eða litið samband er Þegar við settumst að á xxxxx í xxxxx var það til að njóta landareignar okar vegna heilsu. Við höfum haft eftirlit með húseignum anrra landeigenda síðan við að við settumst hér að. Þrátt fyrir að hafa lögheimili skráð í xxxxxx en höfum aldrei búið þar. Þar sem við búum er heimasímasambandið mjög slæmt og dettur oft út í tíma og aðallega ótíma. Það er ekkert gsm samband þar sem við búum og þess vegna er mjög mikilvægt að allavega heimasímasambandið sé tryggt. Internetsambandið er oft mjög slæmt og einnig ótryggt sem kemur sér mjög illa. Það er mikið öryggismál fyrir okkur að geta haft öruggt heimasímasamband og internetsamband hérna sérstaklega þar sem ekkert gsm samband er til að stóla á. Ekki annað en að það á að færa alla senda sem eiga að ná Varamhlíðar og bæjanna þar í kring upp á Reykjarhól en ekki hafa þá á skólanum. Nei Nei Verður að setja öflugri sendi á Laugarbakka. Það er til skammar að í félagsheimili staðarins sé ekki hægt að tala í síma innandyra nema vera útí glugga Lélegt net á sendum ef maður er að keyra um svæðið Nei Nei vantar sendi við Tunguhál eða Villingarnes sem þjónað gæti Austur - Vesturdal(flúðasiglingar)og Kjálka Nei Nibb. Nema kannski vottar fyrir því að ég búist við að við sitjum eftir hér varðandi ljósleiðara. Þar sem hann er kominn hér allt um kring nema á ca 10 bæjum þar sem enn er allt óljóst með hvort verður lögð hitaveitaa á þetta svæði Farsímasamband er mikið öryggistæki fyrir bændur og ljósleiðari eykur atvinnumöguleika í dreifðari byggðum en flýtir líka fyrir tölvuvinnu bænda eins og að færa gögn inní Fjárvís. Óska staðan væri 4g inn til dala Ljósleiðarinn er á leiðinni Ljosleiðra a öll heimili Ég er með Samsung 3G síma. Vera má að hann sé lélegur.Ek Siglufjarðarveg milli Sauðárkróks og Fljóta oftast daglega fram og til baka. Á þeirri leið eru nokkrir "lélegir og dauðir punktar". Í Hegranesi - Viðvíkursveit - Óslandshlíð - Höfðaströnd og Sléttuhlíð. Lengst er leiðin frá Felli í Sléttuhlíð að Bakka á Bökkum. Má vera að Vodafon sé inni á milli Fells og Bakka. Vera má að ég sé einstakt fyrirbæri, en svona er staðan í dag á mínum síma. Svörin hér að framan miðast við aðstöðu mína í Fljótum og leiðina frá Sauðárkróki. Ég held að þessi könnun eigi fullan rétt á sér. Takk fyrir. xxxxxx, sími xxxxx Nei nei nei þokkalega vel sett Neibb Reyna að koma þessu í lag sem fyrst. Allavega að ástandið batni. Það var betra farsíma samband hér fyrir 25 árum meðan NMT símin var (er ekki annars 2019) Algjörlega fráleitt að hafa ljósleiðara hengdan uppá vegg ótengdan í 5ár. Allt til staðar til tengingar en sveitarfélagið bendir á Mílu og Míla á sveitarfélagið ;( Heimamenn vita hvar helst er að staðsetja sig til að hringja en oft á tíðum virkar það ekki Samtöl við starfsf í þjónustuveri hafa ENGA þýðingu því hér eru kannski bara 2-5 sem hringja til að kvarta en ef þetta væri í meira þéttbýli, t.d. íbúar í 2-3 blokkum í Rvk sem myndu hringja þá eru það fleiri sem hringja og kvarta. 65 Það er starfsemi á svæðinu og það er mjög slæmt að hafa ekki neitt samband þar. Fjarskiptakort Símans gefur ekki rétta mynd af sambandi á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir náttúrulegum hindrunum. Laga verður netsamband á Laugarbakka. ég ferðast á hálendinu og þar er mjög slæmt samband Þetta er afleitt eins og er - vonandi stendur til bóta með tölvusamband. GSM samband hefur heldur versnað síðustu mánuði Algert forgangsmál að fá ljósleiðara til að hafa einhver örugg fjarskipti. Engin hitaveita, rafnmagn er léleg og mokstursþjonusta annaðhvort á ábótavant (þegar það gerist) eða ekki til. Veginum er hræðilegur. Ljósleiðari er stóra málið varðandi búsetu, það að fólk geti búið og starfað í hinum dreifðari byggðum. fá gsm samband sem fyrst svo gott að hægt sé að nota hann alsstaðar hér á kleif einnig væri gott að fá ljósleiðara og 3g nei Þurfum oft að vera í sambandi við hestakaupendur erlendis og innanlands. Lélegt net og gsm heftir mjög starfsemina og vedur miklum töfum. Tekur oft margar klst. að senda væntanlegum kaupanda stutt video af hrossum. Netið dettur oft út þegar unnið er við búskýrslur og heimabanka. Allar búskýrslur orðnar rafrænar. Fjarskipti eiga að vera í lagi á landsbyggðinni. Síminn er öryggistæki númer eitt tvö og þrjú. Þætti vænt um að fá ljósleiðara til þess að geta notað fleyri tæki heima við Þetta er mjög brýnt mál að fjarskipti séu í lagi. Ljósleiðarinn var griðarlegt framfaraskref og hefur mikið að segja varðandi búsetu og hvort yngra fólk vill og hvort það getur hugsað sér að búa í sveitum landsins. Sama má segja um 3 og 4G Nei. ef til vill getur G4 dugað. er mikið ein/n á búinu og vil/l geta hringt hvar sem er Hér er flutningsgeta svo lítil að ekki er í boði að fá t.d. Sjónvarp Símans, það er mjög lélegt finnst mér Þar sem netið er svo lélegt hérna þá tók það mig um 40 mín að svara þessari 10 mín könnun .. just saying.. Laga þarf samband á veginum í Svartárdal með tilliti til öryggis ef eitthvað kæmi upp á. þarft framtak að skoða þessi mál td.vegna öryggissjónarmiða ekkert netsambandið sem fram að þessu hefur verið þokkalegt hefur verið afleitt það sem af er árinu 2019 þegar við höfum kannað málið er okkur sagt að móttakarinn hjá okkur sé að hoppa á milli 5 endurvarpsstöðva og þá vill sambandið slitna og er þá stundum lengi að koma á aftur þar sem aðeins eitt endurvarpsmastur er í ásættanlegri fjarlæð frá heimilinu. Sá staður á okkar svæði þar sem þyrfti að laga gsm samband er leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar, þar er ekkert gsm samband á stórum köflum, og sem er mjög slæmt varðandi öryggi okkar sem ferðumst á þeirri leið. nei Það stendur til að eyðileggja heimili mitt með háspennumöstrum. Ég hélt að það ætti að byggja upp byggð í landinu en ekki brjóta hana niður og neyða fólk til að flytja burt. Bara takk fyrir að vilja bæta samskipti á svæðinu 66 Nei Sveitafélagið þarf að fara hugsa út fyrir bæjarmörk Sauðárkróks og veita öllum í sveitarfélaginu grunnþjónustu Ljósleiðara núna strax (sjá svar við spurningu nr. 15) Auk þess er þetta spurning um að standa jafnfætis flestum öðrum landsmönnum. Auk þess er ég samfærður um að þetta rýrir verðgildi jarðarinnar. En ég nefni aftur óþægindi við rekstur fyrirtækis og öryggismál. Það þarf að gera úrbætur Tel brýnt að setja upp betri/öflugari 4G sendi á Laugarbakka,það er til háborinnar skammar að ekkert net samband né símasamband sé í samkomuhúsi sveitarinnar Ásbyrgi. Vantar 4g Á köflum er ekkert gsm-samband á þjóðveginum í sveitinni, sem er mjög hættulegt Nei Húnaþing vestra þarf að laga þetta og það sem fyrst gsm samband litið og lélegt, 3ja fasa rafmagn ekki til staðar Nei Ég vil þakka fyrir þessa könnun, sem gefur manni færi á að koma á framfæri óviðunandi ástandi í þessum efnum. Það er lélegur blettur þar sem allt síma og netsamband dettur út á veginum yfir Hegranesið, einnig er mjög lélegt samband austan vatna á keyrslu framhjá Hólaafleggjara og í átt að Hofsós Bæta fjarskiptamöstrin og fjölga þeim Ekkert sérstakt Q17 Sveitarfélag: Akrahreppur B lö n d u ó sb æ r Húnavatnshreppu r Húnaþlng vestra Skagabyggð Skagastrðnd Sveitarfélagið Skagafjörður 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% 67 F Y L G IS K JA L IV - N Á N A R I U P P LÝ S IN G A R UM F O R G A N G S V E G I SKAGAFJÖRÐUR Vegnr Kaflanr Vegheiti Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl Lengd Úrbætur 1 748 01 Reykjastrandarvegur Þverárfjallsvegur (744-03) Grettislaug, bílastæði T 14.34 Bundið slitlag 2 764 01 Hegranesvegur Sauðárkróksbraut (75-06) Eyhildarholtsvegur (7606-01) T 11.25 Bundið slitlag 764 02 Hegranesvegur Eyhildarholtsvegur (7606-01) Sauðárkróksbraut (75-06) T 4.26 Bundið slitlag 3 762 01 Sæmundarhlíðarvegur Sauðárkróksbraut (75-03) Dæli H 8.19 Bundið slitlag 4 769 01 Ásavegur Siglufjarðarvegur (76-03) Hólavegur (767-01) T 7.14 Bundið slitlag 5 82 12 Ólafsfjarðarvegur Molastaðir Siglufjarðarvegur (76-09) T 2.55 Bundið slitlag 6 752 04 Skagafjarðarvegur Austurdalsvegur (758-01) Giljavegur (7559-01) T 9.45 Bundið slitlag AKRAHREPPUR Vegnr Kaflanr Vegheiti Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl 57.18 Lengd Úrbætur 1 m7 Hringvegur [..sveitarfélagsmörk..] Siglufjarðarvegur (76-01) S 1.01 Viðhald, vegur siginn og mjór 1 1 m8 Hringvegur Siglufjarðarvegur (76-01) Miklibær S 5.33 - 1 m9 Hringvegur Miklibær Kjálkavegur (759-01) S 2.20 - 2 76 01 Siglufjarðarvegur Hringvegur (1-m8) Framnesvegur (7730-01) S 10.25 Viðhald, vegur siginn, einbreið brú 76 02 Siglufjarðarvegur Framnesvegur (7730-01) [..sveitarfélagsmörk..] S 3.52 - 3 759 01 Kjálkavegur Hringvegur (1-n0) Stekkjarflatir H 8.61 Bundið slitlag 4 Merkigilsbrú - - Endurnýjun 30.92 SKAGABYGGÐ Vegnr Kaflanr Vegheiti Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl Lengd Úrbætur 1 745 01 Skagavegur [..sveitarfélagsmörk..] Örlygsstaðir T 5.50 Bundið slitlag 745 02 Skagavegur Örlygsstaðir Króksselsvegur (7440-01) T 7.09 Bundið slitlag 12.6 68 SKAGASTRÖND Vegnr Kaflanr Vegheiti Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl Lengd 1 74 02 Skagastrandarvegur [..sveitarfélagsmörk..] [..sveitarfélagsmörk..] S 11.87 Nýbygging viðhald og ? 2.67 Viðhald 14.54 BLÖNDUÓS Vegnr Kaflanr Vegheiti Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl Lengd Úrbætur 1 Blöndubrú Aðskilja gangandi/akandi 2 Hringtorg á Blönduósi Stækkun hringtorgs 3 742 01 Mýravegur [..sveitarfélagsmörk..] Mánaskál H 4.17 Bundið slitlag 4 731 01 Svínvetningabraut Hringvegur (1-m0 / 1-k9) [..sveitarfélagsmörk..] T 3.33 Viðhald / viðgerð. Slitlag ónýtt. 7.50 HÚNAVATNSHREPPUR Vegnr Kaflanr Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl Lengd Úrbætur 1 721 01 Þingeyravegur Hringvegur (1-k8) Þingeyrar H 5.96 Bundið slitlag 2 731 01 Svínvetningabraut Svínvetningabraut (731-01) Svínvetningabraut (731-01 / Kjalvegur 35-18) T 20.07 Bundið slitlag 26.03 HÚNAÞING VESTRA Vegnr Kaflanr Vegheiti Heiti upphafspunkts Heiti endapunkts Vegfl Lengd Úrbætur 711 01 Vatnsnesvegur Syðri-Kárastaðir Skarð T 5.36 Bundið slitlag 711 02 Vatnsnesvegur Skarð Bergsstaðir T 9.00 - 711 03 Vatnsnesvegur Bergsstaðir Þorgrímsstaðavegur (712-01) T 12.19 - 1 711 04 Vatnsnesvegur Þorgrímsstaðavegur (712- 01) Valdalækur T 2.97 711 06 Vatnsnesvegur Borgarvegur (717-01) Síðuvegur (716-02) T 10.45 - 711 07 Vatnsnesvegur Síðuvegur (716-02) Hringvegur (1-k6) T 10.16 - 2 715 02 Víðidalsvegur Kolugilsvegur (7175-01) Hringvegur (1-k7) T 5.84 - 3 704 03 Miðfjarðarvegur Bjargsvegur (7086-01) Laugarbakkaskóli T 5.56 - 4 68 04 Innstrandavegur Laxárdalsvegur (59-11) Fossá S 1.53 - 68 05 Innstrandavegur Fossá Guðlaugsvíkurvegur (6479-01) S 14.13 - 77.20 69