Staðfesting ríkisreiknings 2018

Umsögn í þingmáli 431 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 0 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisendurskoðun Viðtakandi: Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
KMBT_C224e-20191202161523 RÍKISENDURSKOÐUN Bríe ta r tún i 7, 105 Revkjavík IS -lce land . Alþingi íjárlaganefnd Willum Þór Þórsson formaður Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Dagsetning 2. desember 2019 Tilv ísun 19120002 11.01 IKM/ih Efni bréfs: Umsögn ríkisendurskoðanda um frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018 -m á l 431 -5 9 5 . þskj. I. Almennt Ríkisendurskoðandi hefur þann 1. desember 2019 móttekið tölvupóst þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um ofangreint þingmál. í 58. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, kemur fram að ráðherra skuli leggja fram frumvarp á Alþingi til staðfestingar ríkisreiknings og að í greinargerð með frumvarpinu skuli tjalla um niðurstöðutölur reikningsins. Þá skal gera grein fyrir frávikum tekna, útgjalda og lánamála frá samþykktum heimildum Alþingis. Frekari ákvæði um hvað frumvarp til staðfestingar ríkisreiknings skuli hafa að geyma er ekki að finna í lögum nr. 123/2015, um opinber fjármál. II. Greinargerð með frumvarpinu Greinargerð með frumvarpinu skiptist í tvennt. í inngangi kemur fram að reikningurinn er settur fram í samræmi við lög nr. 123/2015 um opinber fjármál. í fyrri hluta ríkisreiknings er yfirlit yfir afkomu, efnahagsreikning, sjóðsstreymi, yfirlit um breytingu eigin Qár og yfirlit um rekstur málefnasvið ásamt viðeigandi skýringum. í seini hluta er að finna séryfírlit og sundurliðanir sem gefa frekari upplýsingar um ríkisíjármálin. I seinni hluta greinargerðarinnar er Qallað um niðurstöðutölur ríkisreiknings 2018 varðandi rekstur, efnahag og lánamál eins og gert er ráð fyrir í 58. gr. tilvitnaðra laga um opinber íjármál. Þá kemur fram í greinargerðinni að framkvæmd íjárlaga hafi gengi vel og að góður árangur hafi náðst varðandi það að stofnanir ríkisins hagi rekstri sínum í samræmi við áætlanir. Þá kemur fram að fjárlagnefnd verði gerð sérstök grein fyrir ákvörðun ráðherra vegna meðferðar árslokastöðu ríkisaðila og verkefna. Frumvarp til staðfestingar ríkisreiknings vegna ársins 2017, sem lagt var fram í fyrra en ekki samþykkt fyrr en á þessu ári, var um margt áþekkt því sem tíðkaðist um staðfestingu ríkisreiknings í tíð eldri fjárreiðulaga nr. 88/1997. í þeim var gert ráð fyrir að lagt væri fram frumvarp til lokafjárlaga til staðfestingar á ríkisreikningi og þar leitað heimilda til uppgjörs á skuldum eða ónotuðum fjárveitingum sem ekki skyldu fluttar milli ára. Sími / telephone: (+ 3 5 4 ) 569 7100, m ynd s ím i / telefax: (+ 3 5 4 ) 562 4546, k e n n i t a l a / Id .no.: 540269-1819, n e t fang / e -m ail : p o s tu r@ r ik is en d . i s , he im a s íð a / littp: www.rikisend.is mailto:postur@rikisend.is http://www.rikisend.is Að þessu sinni er í frumvarpstextanum sjálfum ekki kveðið á um heimildir til niðurfellingar fjárheimildastöðu í loks árs og flutnings slíkrar stöðu yfír á næsta ár og er það í samræmi við ákvæði laga um opinber ljármál sem gera ráð fyrir að til slíkra ráðstafana þurfí ekki atbeina Alþingis. Að mati Ríkisendurskoðunar er hins vegar brýnt að ráðherra setji, að höfðu samráði við fjárlaganefnd Alþingis, reglur um uppgjör íjárheimilda skv. 3. mgr. 30. gr. tilvitnaðra laga. III. Heimild til flutnings ljárheimilda milli ára I 30. gr. laga nr. 123/2015 um opinber ljármál er fjallað um heimild til flutnings fjárheimilda milli ára. Þar kemur fram sú meginregla að útgjöld sem eru umfram íjárheimild í árslok skuli dragast frá fjárheimild næsta árs. Hafi f já r h e im ild ekki verið nýtt getur hlutaðeigandi ráðherra óskað eftir því að hin ónýtta fjárheimild verði ráðstafað á næsta ári í heild eða hluta, enda verði henni ráðstafað til þess að mæta útgjöldum sem hafa frestast eða fyrir liggi skýr hagkvæmnisrök Téð lagaákvæði felur einnig í sér að framangreindar forsendur gilda ekki um fjárheimildir fyrir útgjöldum sem ráðast af hagrænum forsendum fjárlaga, metnum stærðum í reikningshaldslegu uppgjöri eða Öðrum þáttum sem lúta ekki ákvörðunarvaldi ráðherra. Einnig kemur þar fram að ráðherra setji reglur, að höfðu samráði við fjárlaganefnd Alþingis, um uppgjör fjárheimilda samkvæmt þessari málsgrein og hvemig með skuli farið við gerð útgjaldaáætlana. Fjármála- efnahagsráðherra sendi Qárlaganefnd Alþingis og ríkisendurskoðanda minnisblað, dags. 22. nóvember sl. þar sem gerð var grein fyrir flutningi fjárheimilda á milli áranna 2018 - 2019. Þar er greint frá þeim breytingum sem ráðherra hefur samþykkt að verði gerðar á árslokastöðu ársins 2018 á einstaka fjárlagaliðum og hvaða íjárheimildir og Qárveitingar árslok 2018 flytjist yfir á árið 2019. Umsögninni er skipt í þrennt; hagrænir liðir og tilfærslur, rekstrarliðir og fjárfestingarheimildir. í árslok voru flárlagaliðir með óráðstafaðar fjárveitingar, alls 41,6 ma.kr., og liðir með umframgjöld, samtals 37,6 ma.kr. Heildarstaða (nettó) nam því 4,0 ma.kr. Eftir breytingar mun 15,8 ma.kr. flytjast yfir á næsta ár. Hagrœnir liðir og tilfœrslur Hér er gert ráð fyrir að 24,7 ma.kr. umframútgjöld verði felld niður og eru stærstu liðimir þar vaxtagjöld (8,0 ma.kr.), afskriftir (7,0 ma.kr.) og breyting lífeyriskuldbindinga (4,3 ma.kr.). A móti vegur að 8,8 ma.kr. hjá liðum sem eru með afgang falla niður. Ekki hefur verið settar reglur um Qárheimilda þessara liða en í lögum nr. 123/2015 er gert ráð fyrir að svo sé gert. Rekstrarliðir Hér kemur fram að ríkisaðilar og verkefni fá að flytja á milli ára 4% af óráðstafaðri fjárveitingu ársins eða allt al 10% af uppsafnaðri fjárveitingu í árslok yfír á næsta ár. Þó var gefíð aukið svigmm frá þessu þar sem málefnaleg rök vom færð fyrir því af ráðuneytum. Þar sem útgjöld em umfram fjárheimildir færast umframútgjöld yfir á næsta m RÍKISENDURSKOÐUN 2 RÍKISENDURSKOÐUN ár. Sjálfvirka yfirfærslu óráðstafaðra tjárveitinga á ekki að vera meginreglan heldur ber samkvæmt ákvæðum 30. gr. tilvitnaðra laga að meta einstök tilvik, m.a. hvort að flutningur byggist á því að útgjöldin hafi frestast eða hagkvæmnisrök liggi fyrir. Heimilt er að setja reglur um flutning fjárheimilda skv. 30. gr. Slíkar reglur þarf að setja. Fjárfestingaheimild í heild hækkar íjárfestingarheimild um 0,8 ma.kr. sem skýrist af hækkun íjárfestingaheimilda hjá Háskóla íslands um 1,0 ma.kr. og um 0,7 ma.kr. hjá öldrunarstofnunum. Á mót vegur 0,6 ma.kr. lækkun hjá Ríkiseignum. Ekki eru tök á að leggja mat á þessar breytingar á fjárheimild ríkisaðila og verkefna á árinu 2018. Almennt er mikilvægt að upplýsingar af þessum toga liggi fyrir tímanlega. Þá er ástæða til að ítreka ábendingu sem kom fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvarp til staðfestingar á ríkisreikningi ársins 2017 þann 18. janúar 2019, en þar kom fram það mat að það væri meira upplýsandi að heildstætt ljárheimildauppgjör myndi fylgja ríkisreikningi hvers árs. Uppgjörið ætti sér tengingu í fjárhagsupplýsingar sem hver ráðherra birtir í ársskýrslu sinni skv. 62. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjánnál. Yfirlitinu væri ætlað að sýna heildamiðurstöðu hvers málaefnasviðs til samræmis við skiptingu stjómarmálefna milli ráðuneyta og upplýsti um íjárheimildir, ráðstöfun og stöðu fjárheimilda helstu málaflokka. Með heildstæðu yfirliti fengist tenging og samanburður á milli þeirra fjárheimilda sem Alþingi hefur samþykkt fyrir hvert reikningsár, heildarfjárráðstafanir til samanburðar og flutning flárheimilda á milli ára. M álefnasvið/málaflokkar Fluttfrá fyrra ári Fjárheimild ársins Millifærður varasjóður Ráðstöfunar fé ársins Ráðtöfun ársins Frávik Felltniður Fluttar fjárheimildi Forsætisráðuneyti .. Helstu málaflokkar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti .. Helstu málaflokkar Dómsmálaráðuneyti .. Helstu málaflokkar Fjármála- og efnahagsráðuneyti .. Helstu málaflokkar Mennta- og menningarmálaaráðuneyti .. Helstu málaflokkar Samgöngu- og sveitarstjómarráðuneyti .. Helstu málaflokkar Umhverfis- og auðlindaráðuneyti .. Helstu málaflokkar Utanríkisráðuneyti .. Helstu málaflokkar Velferðarráðuneyti .. Helstu málaflokkar Forsætisráðuneyti .. Helstu málaflokkar Forsætisráðuneyti .. Helstu málaflokkar Fjármálaráðuneyti - Sameiginlegt og óskipt .. Skatttekjur .. Fjármagnsliðir .. Lífeyrisskuldbindingar .. Afskriftirrekstrarfjármuna .. Afskriftir skattkrafna .. Varasjóður 3 Að öðru leyti gerir ríkisendurskoðandi ekki athugasemdir við frumvarpið. RÍKISENDURSKOÐUN Virðingarfyllst,