Almenn hegningarlög

Umsögn í þingmáli 422 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 28.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lands­samtökin Þroskahjálp Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 23.06.2020 Gerð: Umsögn
Lanctssamtöfíin Þroskahjdlp Mannréttindi fyrir ailaí Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (kyntjáning og kyneinkenni), 422. mál. Landssamtökin Þroskahjálp styðja þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu. Samtökin vekja einnig athygli allsherjar- og menntamálanefndar á eftirfarandi og skora á nefndina og Alþingi að gera breytingar á þeim ákvæðum almennra hegningarlaga sem frumvarp þetta tekur til þannig að fatlað fólk á Íslandi njóti verndar þessara ákvæða eins og aðrir hópar fólks sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir fordómum, mismunun og hatursorðræðu. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða ákvæði hans og framfylgja þeim m.a. með því að gera nauðsynlegar breytingar á íslenskri löggjöf. Í 1. gr. samningsins segir m.a.: Markmiðið með samningi þessum er að stuðla að, verja og tryggja að allt fatlað fólk njóti til fulls og að jöfnu allra mannréttinda og mannfrelsis og að stuðla að virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. 4. gr. samningsins hefur yfirskriftina „almennar skuldbindingar". Þar segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig tilþess að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og mannfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar a f nokkru tagi vegna fötlunar. Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til: a) að samþykkja öll viðeigandi lagaákvæði og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir tilþess að þau réttindi sem eru viðurkennd með samningi þessum verði að veruleika, b) að gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar með talið á sviði lagasetningar, til þess að gildandi lögum, reglum, venjum og starfsháttum, sem fela í sér mismunun gagnvart fötluðu fólki, verði breytt eðaþau afnumin, ... 5. gr. samningsins hefur yfirskriftina „Jafnrétti og bann við mismunun". Þar segir: 1. Aðildarríkin viðurkenna að allir menn eru jafnir fyrir og samkvæmt lögum og eiga rétt á jafnri vernd og jöfnum hag lögum samkvæmt án nokkurrar mismununar. 2. Aðildarríkin skulu banna hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og tryggja fötluðu fólki jafna og skilvirka réttarvernd gegn mismunun af hvaða ástæðu sem er. ... Í 8. gr. samningsins sem hefur yfirskriftina „Vitundarvakning" segir m.a. að ríki sem hafa fullgilt samninginn skuli „samþykkja tafarlausar, árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir" „til þess að stuðla að vitundarvakningu alls staðar innan samfélagsins, einnig á vettvangi fjölskyldunnar, um fatlað fólk og að auka virðingu fyrir réttindum og mannlegri reisn þess", og „til þess að vinna á móti staðalímyndum, fordómum og skaðlegum venjum sem tengjast fötluðu fólki, einnig þeim sem eru reist á kyni og aldri, á öllum sviðum lífsins." 16. gr. samningsins hefur yfirskriftina „Frelsi frá misnotkun í gróðaskyni, ofbeldi og misþyrmingum." Þar er kveðið á um ýmsar skyldur ríkja sem hafa fullgilt samninginn til að vernda fatlað fólk fyrir ofbeldi af ýmsu tagi. Þau ákvæði samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem vísað er til hér að framan eru viðurkenning á og viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeirri staðreynd að fatlað fólk hefur orðið fyrir og verður enn fyrir mismunun og miklum fordómum sem birtist m.a. í neikvæðri og lítilækkandi orðræðu og ofbeldi af ýmsu tagi hvarvetna í heiminum. Ísland er engin undantekning frá því, eins og dæmin sýna. Einn þáttur í slíku ofbeldi er hatursorðræða sem skapar, ýtir undir og og viðheldur fordómum og leiðir til mismununar og ofbeldis. Með vísan til þess sem að framan er rakið telja Landssamtökin Þroskahjálp að á íslenska ríkinu hvíli sú skýra skylda samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum 180. gr. og 233. gr. a almennra hegningarlaga til að þær nái einnig örugglega til mismununar á grundvelli fötlunar og hatursorðræðu í garð fatlaðs fólks. Þær breytingar eru nauðsynlegar að mati samtakanna til að ekki verði um mismunun á grundvelli fötlunar að ræða hvað varðar þá vernd sem greinarnar veita og fatlað fólk þarf á að halda og á rétt á samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Landssamtökin Þroskahjálp óska eindregið eftir að fá að koma á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að fylgja þessari umsögn sinni eftir og gera nánari grein fyrir sjónarmiðum sínum. Virðingarfyllst, Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar