Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki

Umsögn í þingmáli 4 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök atvinnulífsins Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.10.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki nr.155/2010, mál nr. 4, 2019-2020 Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um lækkun bankaskatts enda hafa þau ítrekað hvatt stjórnvöld til að lækka sértæka skatta sem á fjármálafyrirtækin eru sett. Með frumvarpinu eru áform um að lækka bankaskattinn í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145% á árunum 2021-2024. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskattsins verður sérstök skattlagning á íslensk fjármálafyrirtæki rúmlega fimmföld á við önnur nágrannaríki sem yfirhöfuð setja á slíka skatta. Í ljósi þessa hvetja SA stjórnvöld til að huga að hraðari og frekari lækkun bankaskattsins en núverandi áform gera ráð fyrir. Hagsm unam ál fy rir heim ili og fyrirtæ ki Að mati SA er það hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki í landinu að fjármálaþjónusta sé á sanngjörnum kjörum. Auk þeirra almennu skatta sem lagðir eru á fyrirtæki í landinu greiða fjármálafyrirtækin bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Samanlagt er sérstök skattlagning á fjármálafyrirtækin átta sinnum meiri en þekkist í nágrannaríkjum okkar og munar þar mestu um bankaskattinn. Sérskattar á fjármálafyrirtækin skila árlega ríkissjóði 15 milljörðum króna í skatttekjur þar af eru tekjur af bankaskatti 10 milljarðar króna. Heimili og fyrirtæki greiða bankaskattinn í formi hærri útlánavaxta og lægri innlánsvaxta. Lækkun bankaskattsins myndi því að öðru óbreyttu skila sér í hagstæðari vaxtakjörum, auka ráðstöfunartekjur heimila og styðja við fjárfestingu, nýsköpun og milda þannig áhrif niðursveiflunnar. M ikilvæ gt að lækka bankaskattinn h raðar og meira Þrátt fyrir boðaða lækkun verður bankaskatturinn áfram mun hærri en í þeim ríkjum sem yfirhöfuð leggja á slíkan skatt. Mikilvægt er að stjórnvöld hugi að hraðari og frekari lækkun bankaskattsins auk lækkun eða niðurfellingu annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki. Í fyrsta lagi myndi lækkun sértækra skatta skila sér í bættum vaxtakjörum til heimila og fyrirtækja. Í öðru lagi kemur of íþyngjandi skattheimta verulega niður á samkeppnisstöðu íslenskra banka sem eru bæði í samkeppni við erlenda banka, tæknifyrirtæki en einnig innlenda aðila sem veita sambærilega þjónustu og bankarnir. Í þriðja lagi hefur íþyngjandi skattheimta áhrif á söluverðmæti bankanna, en tveir af þremur viðskiptabönkum landsins eru í eigu ríkisins. Til að setja sértæka skatta á Íslandi í samhengi við önnur ríki má nefna að í Danmörku eru sértæki skattar og gjöld um 0,05% af meðalstöðu eigna. Á Íslandi eru samsvarandi skattar 0,55% af meðalstöðu eigna og verða eftir fyrirhugaða lækkun 0,38% á árinu 2024. Að lokum Samtök atvinnulífsins hvetja stjórnvöld til að lækka bankaskattinn strax á næsta ári og skapa svigrúm til að lækka skattinn hraðar og meira en núverandi áform gera ráð fyrir. Yrði það mikilvægt framlag stjórnvalda til að milda áhrif niðursveiflunnar, styrkja rekstrarumhverfi fyrirtækja og auka ráðstöfunartekjur heimila í formi hagstæðari vaxtakjara. Virðingarfyllst, Fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins, ' r fe d iíj c ío S c l