Fæðingar- og foreldraorlof

Umsögn í þingmáli 393 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Barnaheill Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Barnaheill Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 04. desember 2019 Meðfylgjandi er umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging á rétti til fæðingarorlofs). Virðingarfyllst, f.h . Barnaheilla - Save the Children á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is Barnaheill Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 (lenging á rétti til fæðingarorlofs) Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna framkomnu frumvarpi um lengingu réttar til fæðingarorlofs. Umsögn þessi er samhljóða fyrri umsögnum Barnaheilla um sama málefni. Lenging fæðingarorlofs yrði mikil réttarbót fyrir börn og foreldra á Íslandi. Mikilvægt er að stuðlað sé að því að báðir foreldrar nýti þann rétt sem þeim er tryggður með lögum, en slíkt er barninu fyrir bestu. Barnaheill vilja þó leggja til að sú lenging sem stefnt er að í frumvarpinu taki gildi að fullu á árinu 2020. Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði hefur staðið til í nokkur ár og áður samþykkt lög um slíkt hafa verið afturkölluð. Því telja Barnaheill að lenging fæðingarorlofs þoli enga bið. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar mikilvægt að öll börn fái notið samvista foreldris í 12 mánuði óháð stöðu foreldra þess, eða hvort barnið eigi einungis eitt foreldri. Rétturinn á að vera barnsins og mikilvægt að hagsmunir þess séu fyrst og frem st hafðir að leiðarljósi. Því telja Barnaheill að rýmka eigi rétt til framsals á milli foreldra. Ef annað foreldrið getur ekki einhverra hluta vegna nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs, skuli vera hægt að fram selja þann rétt til hins foreldrisins. Samtökin telja þó afar mikilvægt að þessi réttur sé aðeins veittur í undantekningartilfellum og að meginreglan sé sú sem lögð er til í frumvarpinu. Einnig vilja samtökin benda á í þessu samhengi að tryggja þarf réttindi barna einstæðra foreldra þar sem hitt foreldrið er ekki til staðar þannig að þau fái jafnan tíma með foreldri á við önnur börn. Þau tilfinningatengsl sem myndast milli barns og foreldris á fyrsta ári barnsins eru grunnurinn að öðrum tilfinninga- og félagstengslum síðar á ævinni. Lög um fæðingar- og foreldraorlof þurfa að taka mið af þessu. Með lengingu fæðingarorlofs er jafnfram t styttri tími frá því að orlofi lýkur, þar til barn fær leikskólavist. Barnaheill vilja því jafnfram t leggja áherslu á mikilvægi þess að unnið sé að því, í samstarfi við sveitarfélög, að tryggja börnum örugga umönnun á vegum þess sveitarfélags sem þau búa í strax að fæðingar- eða foreldraorlofi loknu, hvort sem er innan heimilis eða utan, og þannig skapist ekki óvissuástand um umönnun barnsins, eins og nú er. Barnaheill minna á rétt barna til bestu mögulegu lífsskilyrða án mismununar eins og hann birtist í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt honum ber að tryggja börnum sérstakt öryggi og vernd og að þau njóti jafnræðis. Liður í því er að tryggja öllum börnum umönnun foreldra sinna í 12 mánuði frá fæðingu og svo öruggt úrræði á vegum sveitarfélaga þegar fæðingarorlofi lýkur. Barnaheill - Save the Children á Íslandi leggja áherslu á þá grundvallarreglu barnaréttarins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ávallt beri að hafa hag og þarfir barnsins að leiðarljósi þegar málefni þess eru ráðin, sama hver þau eru. Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is 2 mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is