Fæðingar- og foreldraorlof

Umsögn í þingmáli 393 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðu­samband Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 04.12.2019 Tilvísun: 201911-0042 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs), 393. mál. Alþýðusamband íslands fagnar því að komið sé fram þetta þarfa frumvarp og styður að það verði að lögum í núverandi mynd. Málefni foreldra ungra barna eru sífellt í umræðunni enda nauðsynlegt að mati ASÍ að búið sé þannig um mál að kerfið, vinnumarkaðurinn og menningarvitund samfélagsins stuðli að því að markmið laganna ná fram að ganga, þ.e. að tryggja barni samvistir við báða foreldra sem og að gera körlum og konum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þrátt fyrir að þetta frumvarp sé nú nýlega lagt fram er rétt að rekja það í stuttu máli að það varð ekki til upp úr engu og á sér talsverðan aðdraganda og ber þá helst að nefna skýrslu Velferðarráðuneytis og aðila vinnumarkaðarins um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum sem eðli málsins skv. er vitnað til í greinargerð með frumvarpinu.1 Sérstaklega vegur þar þungt þær ályktanir sem draga má af tölfræði og viðhorfsrannsóknum sem vitnað er til. ASÍ tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem þar koma fram um hvernig best sé að hátta skiptingu fæðingarorlofs til að tryggja það að markmiðum laganna sé náð. í því samhengi eru þau sjónarmið vel römmuð inn af þeim fræðimönnum, Guðnýju Björk Eydal og Ingólfi V. Gíslasyni, sem hafa haft veg og vanda að þeim rannsóknum í innsendri umsögn á Samráðsgáttina.2 Ábyrgð á heimili og heimilisstörfum sem og ójöfn skipting þeirra á milli kynja er ein stærsta ástæðan fyrir kynjamisrétti á vinnumarkaði. Öll skref í þá átt að stuðla að jafnri ábyrgð eru nauðsynleg að mati ASÍ. Fram hafa komið sjónarmið um að þessi breyting sem nú liggur fyrir geti haft í för með sér að foreldrar muni eiga erfiðara um vik að láta heimilishaldið ganga og öllu nær væri að fjölskyldur réðu alfarið sjálfar hvernig skipting þeirra mánaða sem ætlaðir eru til fæðingarorlofs skiptist á milli foreldra. Á sama tíma og ASÍ sýnir þessum sjónarmiðum skilning 1 h ttD s://w w w .s t io m a iT a d id .is /m e d ia /v e lfe r c la r r a d u n e v t i- m edia/inedia/skvrslur2016/l 1032016 Framtidarstefna i daedingarorlofsm alum .pdf 2 https://sam radsiíatt.island.is/oll-m al/$C ases/D etails/? id=1529& uid=9f49 e39b -4d 0 5-ea l 1-9458-0 0 5 0 5 6 8 5 0 4 74 http://www.stiomaiTadid.is/media/velferclarradunevti- https://samradsi%c3%adatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1529&uid=9f49e39b-4d05-eal enda heimilisaðstæður mjög mismunandi, þá má auðveldlega draga þá ályktun út frá þeirri tölfræði sem liggur fyrir að kerfi sem eyrnamerkir ekki réttinn til hvors foreldris geti leitt til verulegs bakslags í jafnréttisbaráttu. Jafnframt má færa rök fyrir því að séu hagsmunir barnsins hafðir að leiðarljósi sé augljósa niðurstaðan alltaf sú að binda réttinn við hvort foreldri enda tryggi það best samvistir barns við báða foreldra, þó svo að í sérstökum tilvikum geti það hentað foreldrum illa. í því samhengi er rétt að benda á að nú er vinna hafin við heildarendurskoðun fæðingarorlofslaga nr. 95/2000 og því tækifæri til að tryggja að kerfið nái að grípa þau sérstöku tilvik sem upp geta komið svo að það virki sem best fyrir sem flesta. Ekki verður skilið við svona umsögn án þess að vekja athygli á þeim áskorunum sem skapast hjá flestum foreldrum við að brúa bilið á milli fæðingarorlofstöku og dagvistunar. ASÍ óttast að ef ekki verður tekið almennilega á þeim málum og börnum tryggð örugg dagvistun í beinu framhaldi af fæðingarorlofstöku muni verða erfiðara um vik en ella að ná þeim áföngum í kynjajafnrétti sem nauðsynlegt er að ná. Æskilegast væri að vinna við lausnir á slíku væru unnar í samhengi við þá heildarendurskoðun sem nú á sér stað á fæðingarorlofslögum nr. 95/2000 sem og Jafnréttislögum nr. 10/2008. Halldór Oddsson Lögfræðingur hjá ASÍ. halldoro@asi.is / s. 535-5600 mailto:halldoro@asi.is