Lyfjalög

Umsögn í þingmáli 390 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 21.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 27 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 46 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Tollstjóri Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
Skrifstofa Alþingis - Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 13. janúar 2020 Efni: Umsögn Tollgæslustjóra um frumvarp til lyfjalaga. Þingskjal 523 - 390. mál, 150. löggjafarþing. Tollgæslustjóri hefur móttekið tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 4. desember 2019, þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um ofangreint þingmál. Tollgæslustjóri telur tilefni til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum í tengslum við frumvaipið: Um 86. gr. frumvarpsins í 86. gr. laganna er fjallað um upplýsingagjöf frá tollyfirvöldum. Þar er fjallað um að Lyfjastofnun geti kallað eftir ákveðnum upplýsingum frá tollyfirvöldum og að 188. gr. tollalaga um þagnarskyldu komi ekki í veg fyrir að þær upplýsingar verði veittar. Að mati Tollgæslustjóra væri skynsamlegt að rýmka ákvæðið þannig að tollyfírvöldum sé heimilt að upplýsa Lyfjastofnun um t.d. grunsamlega lyfjaávísun læknis í málum þar sem grunur leikur á að brotið sé gegn núverandi reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota. Eitt a f skilyrðum þess að einstaklingur megi flytja inn lyf til eigin nota er að hann geti framvísað vottorði læknis, lyfseðli eða annarri skriflegri yfirlýsingu ásamt fyrirmælum um notkun, er færi fullnægjandi sönnur á að lyfjanna hafi verið aflað með lögmætum hætti og að lyfín séu honum nauðsynleg í því magni sem tilgreint er. Upp hafa komið tilvik þar sem gmnur leikur á að einstaka læknar hafi útvegað aðilum síðbúnu vottorði eða lyfseðli, án þess að hafa haft viðkomandi einstakling til meðhöndlunar eða þá að innihald og efni vottorðsins sé afar ótrúverðugt, t.d. uppáskrift á afar sterk ávana- og fíknilyf sem neyta skuli oft á dag. Lyfjastofnun er skv. lagafmmvaipi þessu falið að hafa eftirlit með lyfjaávísunum lækna og liður í því væri að aðrar löggæslu- og eftirlitsstofnanir, líkt og Tollgæsla íslands, geti komið ábendingum um meint brot lækna á framfæri við annað hvort Lyíjastofnun eða embætti Landlæknis. Um 96. gr. frumvarpsins I 96. gr. er fjallað um haldlagningu með eftirfarandi orðalagi: „Lyljastofnun getur lagt hald á lyf, virk efni, millivörur eða hjálparefni sem uppfylla ekki skilyrði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim og fargað þeim á kostnað handhafa þeirra.“ Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sím i: 560 0300, fax: 560 0422, netfang: to llur@ tollur.is, vefur: www.tollur.is mailto:tollur@tollur.is http://www.tollur.is í þessu ákvæði er ekkert fjallað um það að Tollgæsla íslands hefur vald til þess að leggja hald á lyf sem talið er að flutt séu til landsins í bága við reglugerð 212/1998. í kjölfar upptöku á haldlögðum lyfjum á grundvelli ákvörðunar lögregluyfirvalda eða dómstóla, þá hafa tollyfirvöld séð um að flytja lyf til förgunar. Að mati Tollgæslustjóra vantar umijöllun í ákvæðið um hvemig samskipti á milli Tollgæslu, lögreglu og Lyfjastofnunar eigi að vera þegar kemur að haldlagningu eða förgun lyfja sem tollgæsluyfírvöld eða lögregla haldleggja í tengslum við meint brot á lögum. Um 105. gr. frumvarpsins I 105. gr. laganna er fjallað um þær reglugerðir sem ráðherra setur á grundvelli laganna. í 9. tl. er íjallað um „Innflutning, heildsöludreifmgu og miðlun lyfja, sbr. 28. gr. og 3. mgr. 31. gr.“ Hvorki í 28. gr. né 3. mgr. 31. gr. er vikið að neinu er varðar innflutning einstaklinga á lyljum til eigin nota, og reyndar er í frumvarpi þessu lítið vikið að reglum er heimili einstaklingum að flytja inn lyf til eigin nota líkt og nú er, sbr. reglugerð 212/1998, sem sett er með stoð í 44. gr. núverandi lyijalaga nr. 93/1994. Afar brýnt er að reglugerð nr. 212/1998 verði tekin til endurskoðunar og ný reglugerð gefin út sem fjalli um heimildir einstaklinga til innflutnings á lyfjum til eiginnota. í ljósi mála sem upp hafakomið undanfarin árþá er afar brýnt að heimildir einstaklinga til innflutnings á ávana- og fíknilyfjum og sterum verði þrengdar verulega og liggja fyrir tillögur tollayfirvalda hjá heilbrigðisráðuneytinu um hvernig æskilegt væri að það yrði gert. Virðingarfyllst, f.h. Tollgæslustjóra, Hjalti B. Árnason, lögfræðingur á tollasviði.