Búvörulög og tollalög

Umsögn í þingmáli 382 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 14.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 16 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag svínabænda Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
Landbúnaðarráðuneyti Nefndasvið Alþingis b.t. atvinnuveganefndar Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, o Efni: Umsögn Félags svínabænda á frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta) Almennt um frumvarpið Það er skýlaus krafa greinarinnar að tollkvóti um ákveðið magn af innfluttum svínasíðum verði ekki bundinn í lög. Tillaga um 400 tonna tollkvóta á svínasíðum í framvarpinu sýnir okkur enn og aftur hversu ógerlegt það er að verða fyrir íslenska svínarækt að ná vopnum sínum til að anna aukinni eftirspurn eftir svínakjöti. Svínabændur hvorki eiga að né geta sætt sig við að einhliða sé bundið í lög innflutningur á magni sem samsvarar 80% af innlendri framleiðslu (á svínasíðum). Félag svínabænda styður að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara verði lögð niður og telur jákvætt og í raun nauðsynlegt að leggja hana niður. Þeirri nefnd var falið að taka ákvarðanir út frá gögnum sem voru í besta falli misvísandi og því rökrétt skref að fella nefndina niður. Sem dæmi má nefna að innflytjendur gátu gengið að því sem vísu að tollkvótar fyrir svínasíður yrðu opnaðir og nýttu því tollkvóta við ESB í að flytja inn aðra vöðva sem nægt framboð var af á markaði. Þannig var í raun verið að misnota kerfið og ráðgjafanefndina. Hinn möguleikinn væri að efla nefndina þ.a. hún hefði betri gögn til að taka upplýsta ákvörðun. Það er þó mjög erfitt að sjá hvernig hún á að stunda þá rannsóknarvinnu sem nauðsynleg er til að fullvissa sig um raunverulega vöntun á einstaka vörum á markaði. Félag svínabænda hefur miklar efasemdir um að breytt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum skili sér til neytenda. Ljóst er að þær tilslakanir sem hafa verið gerðar í innlendri tollvernd hingað til hafa ekki skilað sér til neytenda. Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja að ábati af breyttu fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum skili sér í vasa neytenda? bls 1 af 5 400 tonna tollkvóti á innfluttar svínasíður Frá því að frumvarpið var sett í samráðsgáttina í sumar og þar til ráðherra lagði það fram á þingi nýverið hefur verið gerð ein grundvallarbreyting á frumvarpinu. Hún er sú að nú stendur til að binda einhliða í lög innflutning á svínasíðum upp á 400 tonn á ári. Óhætt er að segja að þetta útspil hafi komið greininni í opna skjöldu. Það er grundvallar munur á því að bjóða út tímabundna tollkvóta annars vegar og því að festa þetta í lög um ókomna tíð. Eftir að tollkvótar á innflutt svínakjöt voru stórauknir með tollasamningi sem gerður var 2015 rúmast eftirspurn á svínsíðum vel innan núverandi tollkvóta. ESB tollkvótinn er orðinn 700 tonn (var 200 tonn) og þá var tollkvóti á unnum kjötvörum aukinn úr 50 tonnum í 400 tonn (aukning 350 tonn). Ljóst má því vera að eftirspurn eftir svínasíðum rúmast fyllilega innan þessa tollkvóta og engin þörf á viðbótartollkvóta fyrir svínasíður. Nauðsynlegt er að benda á að það er einfaldlega óskynsamlegt að hreyfa við tollvernd á sama tíma og verið er að kanna þróun tollverndar og verið er að greina stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart breytingum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi sbr. aðgerðaáætlun um matvælaöryggi (liður 14 af 17). Þá liggur það einnig ljóst fyrir að ákvarðanatakan um eftirspurn er byggð á ófullnægjandi gögnum. Sérstakt tollskrárnúmer kom einungis til 1. september sl.. Fram að því var ekkert tollskrárnúmer fyrir grísahnakka og voru þeir því fluttir inn á sama tollskrárnúmeri. Það er því ómögulegt að draga ályktanir út frá þeim gögnum sem liggja fyrir fram að 1. september sl.. Þá er í besta falli langsótt að gefa sér að ábati af auknum innflutningi mun skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Frá ágúst 2013 til október 2019 hefur innflutningur á svínakjöti margfaldast að magni og nýr tollasamningur frá 2015 tekið gildi að fullu (í svínakjöti). Á þessu tímabili hefur almennt verðlag hækkað um 14%, svínakjöt til neytenda hækkað um 15% og verð til svínabænda hefur lækkað um 3% . Sagan segir okkur því miður að litlar líkur eru á að aukinn innflutningur núna skila sér í pyngju neytenda. Þannig er ekki enn vitað hvað varð um þá fjármuni (3 milljarðar) sem innflytjendur fengu endurgreidda frá ríkinu og höfðu áður verið greiddir af neytendum. bls 2 af 5 Þá gengur þessi 400 tonna tollkvóti þvert gegn stjórnarsáttmálanum sem segir að efla eigi innlenda matvælaframleiðslu. Það verður ekki gert með því að greiða sífellt götuna fyrir innfluttar landb.afurðir. Markaðshlutdeild innflutts kjöts hefur margfaldast á þessum áratug á meðan innlenda framleiðslan stendur nánast í stað (Sjá einnig, matvælastefnu, aðgerðaáætlun í loftlagsmálum, innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila o.fl.) Þá er í besta falli varasamt gagnvart greininni - á þessum tímapunkti - að binda 400 tonna tollkvóta á svínasíðum í lög á sama tíma og: a. Tollasamningur frá 2015 kom inn að fullu á þessu ári b. Innflutningur á hráu kjöti hefst á næsta ári c. Breytt fyrirkomulag við innflutning á tollkvótum byrjar á næsta ári d. Greinin á að fjárfesta í áður óþekktum skala. Svínabændum hefur nú í 3 ár staðið til boða að fá styrki til að fjárfesta í bættum aðbúnaði. Styrkir að mestu óhreyfðir fyrst og fremst vegna pólitískrar óvissu Tollverndin er bundin við fasta krónutölu frá árinu 1995 og er því stöðugt að rýrna að verðgildi. Þá var hún lækkuð flatt um 40% í tollasamningi við ESB árið 2007. Þetta hefur leitt til þess að tollverndin - sem talsmenn aukins innflutnings kalla gjarnan ofurtolla - er ekki meiri en sú að í dag er verið að flytja inn svínasíður á fullum tollum sem stendur vinnslum til boða á sambærilegu hráefnisverði og innlend framleiðsla. Starfsumhverfi greinarinnar í dag Rétt er að rifja upp að á síðustu árum hafa íslensk stjórnvöld gert umtalsverðar breytingar sem snúa að umgjörð svínaræktarinnar, bæði til hagsbóta fyrir neytendur og til að auka enn frekar dýravelferð í svínarækt. En veigamestu breytingarnar sem snúa að umhverfi greinarinnar og hafa tekið gildi og eða/stendur til að breyta eru eftirfarandi: I. Tollasamningur við ESB sem gerður var í september 2015, en hér má sjá nokkur dæmi um aukningu tollkvóta á innflutt svínakjöt; bls 3 af 5 a. Svínakjöt (vöruliður 0203) eykst um 350% b. Pylsur (vöruliður 1601, uppistaða svínakjöt) eykst um 500% c. Unnar kjötvörur (vöruliður 1602, uppistaða svínakjöt) eykst um 450% Áætlað árlegt tekjutap svínaræktar svk. Skýslu Víflils Karlssonar frá árinu 2016 er 250 - 350 milljónir II. Innflutningur á hráu kjöti Áætlað árlegt tekjutap svínaræktar 300 - 450 milljónir eða 12- 18% af framleiðsluverði ársins 2016 skv. skýrslu Deloitte frá í maí 2018 III. Ný reglugerð um velferð svína, að fullu komin til framkvæmda 31. desember 2024 Skv. skýrslu RML frá árinu 2015 er kostnaður svínaræktarinnar við að innleiða þetta regluverk metið á um 3 - 3,7 milljarða króna (framleiðslutap innifalið). Á móti koma styrkir að upphæð 440 millj. Kr. í gegnum búvörusamninga Niðurstaða Félags svínabænda Lausnin hlýtur að felast í því að leyfa rykinu að setjast, þ.e. sjá áhrifin sem verða á markaðinn af öllum þeim breytingum sem eru í farvatninu nú þegar og að gefa greininni ráðrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn. Eða m.ö.o. breyta framvarpinu í þá veru að ekki verði bundinn í lög tollkvóti á innfluttar svínasíður. Einnig telur félag svínabænda mikilvægt að leitað verði leiða til að andvirði tekna af útboði tollkvóta fyrir kjöt verði ráðstafað til fjárfestinga og stuðnings við svína-, alifugla- og nautgripabændur til að uppfylla kröfur vegna nýrra aðbúnaðarreglugerða." Þetta er í samræmi við niðurstöður svokallaðs tollahóps sem var skipaður af þáverandi ráðherra landbúnaðar árið 2016 og átti að koma með tillögur um mótvægisaðgerðir til ráðherra til að bregðast við nýgerðum tollasamningi frá árinu áður. Samkeppnisstaða svínaræktarinnar við innflutt kjöt er mjög skökk og nauðsynlegt að stjórnvöld viðurkenni þá staðreynd og geri greininni kleift að ná vopnum sínum. bls 4 af 5 Það sem stendur íslenskri svínarækt mest fyrir þrifum í dag - til að vaxa og dafna - er sú hentistefna sem íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið rekið þegar kemur að tollverndinnni. Það er því ákall greinarinnar að stjórnvöld móti sér skýra sýn um tollverndina og hvernig hún eigi að þróast a.m.k. næsta áratuginn. Íslenskur landbúnaður er stundaður við mjög krefjandi aðstæður út frá hnattrænni legu og því er í raun óhugsandi að gera samninga um starfsumhverfi landbúnaðarins (búvörusamningar) án skýrrar stefnu í tollvernd. Virðingarfyllst, f.h. Félags svínabænda Ingvi Stefánsson Formaður Félags svínabænda bls 5 af 5