Mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu

Umsögn í þingmáli 38 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 30 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Reykjanesbær Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Umsögn
V elferðarnefnd Alþingis Skrifstofa Alþingis Kirkjustræti 2 101 Reykjavík Reykjanesbær, 7. nóvember 2019 Mál nr. 2019050801/00.01 Efni: Umsögn vegna tillogu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu, lögð fram á 150. löggjafarþingi, 2019-2020, 38. mál. Reykjanesbær fagnar tillögu um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu. Reykjanesbær er sveitarfélag á sannkölluðu vaxtarsvæði. íbúafjöldi hefur tvöfaldast á 15 árum og hlutfall íbúa með erlent ríkisfang margfaldast. Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er nú ríflega 25% og er aldursdreifingin afar misjöfn. Til að mynda eru vísbendingar um að um helmingur íbúa á aldursbilinu 26-35 ára hafi haft erlent ríkisfang sumarið 2019. Þess má geta að árið 2018 fluttu 2.600 nýir íbúar í sveitarfélagið og höfðu um 60% þeirra erlent ríkisfang. Reykjanesbær hefur því staðið frammi fyrir áskorun fjölmenningarsamfélagsins um nokkurt skeið og hefur unnið að stefnumótun og ýmsum verkefnum sem tengjast krafti fjölbreytileikans í samfélaginu og því hvernig nýta megi hann til fulls og efla alla bæjarbúa til þess að búa sér gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu. Reykjanesbær tekur undir aðrar umsagnir til þingsályktunartillögunnar um að horft verði heildrænt til málefnisins þar sem stendur til að endurskoða framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Mikilvægt sé að vinna heildstæða stefnu, gera stöðu málaflokksins góð skil í lögbundinni skýrslu ráðherra um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda og í framhaldinu gera markvissa og vel kjarnaða framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda með skýrum aðgerðum, raunhæfri fjármögnun og mælanlegum ávinningi. Jöfn tækifæri þurfa að vera leiðarljósið og þurfa opinberar stofnanir að horfa heiðarlega á það hvort fólk af erlendum uppruna hafi raunveruleg tækifæri til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar þjónustu og störf. Sérstaklega er því fagnað að horfa eigi heildstætt til allra þátta samfélagsins, þ.e. félagslegra réttinda, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuþátttöku. Að því sögðu er mikilvægt að horft sé til allra aldurshópa og til allra búsetusvæða á íslandi. Jafnframt er því fagnað að lagt sé til að unnið verði sérstaklega með viðhorf og uppbyggilega samfélagsumræðu. í niðurlagi tillögunnar er lagt til að ísland verði í forystu á heimsvísu við að þróa og byggja samfélag á sterkum grunngildum réttlætis. Reykjanesbær tekur undir þær tillögur og telur framsýni íslands í kynjajafnréttismálum, fötlunarfræðum og málefnum hinsegin fólks geta nýst vel í því leiðandi starfi. Reykjanesbær hefur áður lýst yfir áhuga fyrir samstarfi við ríkið og eftir atvikum Fjölmenningarsetur til þess að vera leiðandi sveitarfélag þegar kemur að þjónustu fyrir innflytjendur og uppbyggingu fyrirmyndar fjölmenningarsamfélags. Var það gert í umsögn við þingsályktunartillögu um ráðgjafastofu innflytjenda, sem samþykkt var 3. júní 2019. í þeirri umsögn bauðst Reykjanesbær jafnframt til þess að vera það sveitarfélag sem hýsir Ráðgjafastofu fyrir innflytjendur eða svokallaða first-stop-shop þjónustustofnun. Ráðhús Reykjanesbæ jar Tjarnargata 12 Sími 421 6700 230 Reykjanesbær reykjanesbaer@reykjanesbaer.is reykjanesbaer.is mailto:reykjanesbaer@reykjanesbaer.is Reykjanesbær býður hér með fram krafta sína við mótun stefnu til þess að efla fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu. Ofangreint tilkynnist hér með f.h. Reykjanesbæjar sdóttir Skjalavörður