Verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning

Umsögn í þingmáli 370 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 7 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Viðskiptaráð Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
r , , , r , VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS Efnahags- og viðskiptanefnd Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 3. desember 2019 Efni: Frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga. (Mál nr. 370) Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga. Með frumvarpinu er verið að innleiða í landslög reglugerð ESB nr. 9009/2014 eða CSDR reglugerðina. Frumvarpinu ber að fagna að því leytinu til að það tryggir að íslensk löggjöf á þessu sviði sé í samræmi við gildandi rétt á Evrópska efnahagssvæðinu. Viðskiptaráð tekur undir athugasemdir Samtaka fjárm álafyrirtækja er varða frumvarpið og telur mikilvægt að ekki sé verið að innleiða reglugerðina með meira íþyngjandi hætti hérlendis en tíðkast í okkar nágrannalöndum. Gætt að samkeppnishindrunum Í CSDR reglugerðinni er fjallað um svokallaðar samtengingar á milli verðbréfamiðstöðva, sem geta verið beinar og óbeinar. Í athugasemdum með greinargerð frumvarpsins kemur fram að bæði útgefendur og reikningsstofnanir geti flutt fjármálagerninga á milli verðbréfamiðstöðva í gegnum samtengingar, sem sé til þess fallið að auka samkeppni á milli verðbréfamiðstöðva. Ekki er þó endilega víst að þessar umræddu samtengingar tryggi samkeppni verðbréfamiðstöðva í framkvæmd. Þannig gæti til að mynda útgefandi sem hefur gert útgáfusamning við verðbréfamiðstöð ákveðið að segja upp þeim samningi, þ .e.a.s. að afskrá bréfin, og taka þau til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Lögin eru aftur á móti hljóð um hvernig standa eigi að slíkri ákvörðun og/eða hvernig hátta skuli uppsögn. Nú sem stendur kveða hlutafélagalög á um að stjórn geti ákveðið að gefa út hlutabréf með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð, en hlutafélagalög eru aftur á móti hljóð um ákvörðun afskráningar slíkra gerninga eða uppsagnarfrest á slíkum samningi ef út í það er farið. Viðskiptaráð telur mikilvægt að allur vafi sé tekin af um slík atriði og mælt sé fyrir í lögum að stjórn geti á sama hátt ákveðið að afskrá slíka gerninga. Sé ætlunin að tryggja fulla samkeppni milli verðbréfamiðstöðva hérlendis telur ráðið ráðlagt að kveða á um þessa ákvörðun í lögum, þannig að komið sé í veg fyrir hugsanlegar samkeppnishindranir á þessum markaði. Viðskiptaráð tekur undir athugasemdir Samtaka fjármálafyrirtækja, og leggur jafnframt til þá breytingu að kveðið verði á í lögum um afskráningu fjármálagerninga og uppsagnarfrest þeirra svo tryggja megi betur samkeppnisskilyrði á umræddum markaði. Að lokum áskilur Viðskiptaráð sér rétt til að koma frekari athugasemdum á framfæri á síðari stigum og er reiðubúið að skýra þessa umsögn nánar og svara spurningum, sé þess óskað. Virðingarfyllst, Ásta Sigríður'Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands