Verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning

Umsögn í þingmáli 370 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 7 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök atvinnulífsins Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn SA- lög um verðbréfamiðstöðvar uppgjör og rafræna eignarskráningu Nefndasvið Alþingis b.t. efnahags- og viðskiptanefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 3. desember 2019 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, 370. mál Samtök atvinnulífsins (SA) vísa til tölvupósts efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 20. nóvember 2019 þar sem óskað var umsagnar SA um ofangreint mál. Með frumvarpinu er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar (CSDR reglugerðin) innleidd í íslenskan rétt. Reglugerðin tók gildi í Evrópusambandinu árið 2014 og inniheldur fyrstu samræmdu evrópulöggjöfina sem hefur þýðingu fyrir EES sem tekur til reksturs verðbréfamiðstöðva og verðbréfauppgjörs. Reglugerðinni er m.a. ætlað að stuðla að aukinni samkeppni milli verðbréfamiðstöðva innan EES, en í kjölfar gildistökunnar verður m.a. öllum verðbréfamiðstöðvum innan EES gert skylt að sækja um nýtt starfsleyfi á grundvelli reglnanna. Innleiðing löggjafarinnar mun hafa verulega jákvæð áhrif á íslenskan fjármálamarkað og opnar aðgang erlendra fjárfesta inn á hérlendan markað. Eins og staðan er núna gera séríslenskar kröfur það að verkum erlendir fjárfesta veigra sér við að leita inn á markaðinn. Það yrði því mikil réttarbót í því að innleiða uppgjörskerfi sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Af þeim sökum fagna SA innleiðingu reglugerðarinnar með fyrirliggjandi frumvarpi. Við innleiðingu ESB-reglugerða sem falla innan sviðs EES-samningsins í íslenskan rétt gefst ekki svigrúm til aðlögunar. Gerðirnar eru innleiddar með tilvísunaraðferð þannig að þeim er veitt lagagildi í heild sinni. CSDR reglugerðinni er sérstaklega ætlað að ná fram hámarkssamræmingu og auka samkeppni verðbréfamiðstöðva á jafnræðisgrundvelli innan EES. Ef settar eru séríslenskrar reglur í frumvarpið verður íslenski markaðurinn minna aðlaðandi fyrir erlendar verðbréfamiðstöðvar og samræmingin verður takmarkaðri. Það vinnur því gegn markmiði innleiðingarinnar. Vegna smæðar íslenska efnahagsumhverfisins er mikilvægt að kröfum reglugerðarinnar sé fylgt í einu og öllu og ekki gengið lengra en þörf er á. Dæmi um séríslensk ákvæði er að finna í 21. gr. og 22. gr. frumvarpsins um hlutlæga ábyrgð verðbréfamiðstöðva og reikningsstofnana en sambærileg ákvæði er ekki að finna í CSDR reglugerðinni. Þau rök sem almennt eiga við um hlutlægar bótareglur eiga ekki við í þessu tilviki. Í 5. mgr. 8. gr. frumvarpsins má finna ákvæði er skyldar reikningsstofnun að framkvæma án tafar skráningu í kerfi verðbréfamiðstöðvar í ákveðnum tilvikum. Fyrir skráninguna er reikningsstofnuninni heimilt að ákvarða hæfilega þóknun sem birt skal í gjaldskrá á vefsvæði reikningsstofnunar. Í athugasemdum greinargerðar með frumvarpinu er hæfileg þóknun skýrð sem sanngjörn og hófleg. Að mati SA er óeðlilegt að löggjafinn lögfesti ákvæði um óljósan mælikvarða á verðlagningu á þjónustu fyrirtækja sem eru í samkeppnisrekstri. Loks er í 30. gr. frumvarpsins mælt fyrir um sektarviðurlög og allt að 2 ára fangelsisrefsingu ef brotið er gegn ákvæðum CSDR. Refsiramminn í Noregi fyrir sambærileg brot eru sektir eða fangelsi allt að einu Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 1 mailto:nefndasvid@althingi.is ári. Það eru engin rök fyrir því að refsingar hérlendis skuli vera tvöfalt þyngri en í Noregi. Eðlilegra væri að taka mið af framkvæmdinni á Norðurlöndum. SA eru því fylgjandi að frumvarpið verði að lögum og reglugerðin þar af leiðandi innleidd sem fyrst. Að mati SA er þó mikilvægt að innleiðingin fari fram án setningu reglna sem innihalda séríslenskar kröfur. Virðingarfyllst, f.h. Samtaka atvinnulífsins, Heiðrún Björk Gísladóttir Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík 2