Verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning

Umsögn í þingmáli 370 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 7 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjármálaeftirlitið Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
§g|£ FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ U n TH E EINANCIAL SUPERVISORV AUTH ORITY. ÍCELANDTH E EIN'ANCIAL SUPERVISORV AUTH ORITY, ÍCELAND Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 3. desember 2019 Tilvísun: 2019110040 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga Fjármálaeftirlitið vísar til tölvubréfs frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis dags. 20. nóv. 2019 þar sem óskað var eftir umsögn stofnunarinnar um frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga (370. mál]. Hér á eftir fylgja athugasemdir Fjármálaeftirlitsins vegna lagafrumvarpsins. Um 28. gr.: í 28. gr. frumvarpsins er kveðið um önnur störf sem stjórnarmenn verðbréfamið- stöðvar geta tekið að sér. Þar segir m.a. að ,,[s]tjórnarm enn v erðbréfam iðstöðvar m ega einungis sinna þeim lögm annsstörfum fy r ir að ra v erðbréfam iðstöð sem ekk i g e ta valdið hættu á hags- m unaárekstrum á m illifé lagan n a tveggja eða á fjárm álam arkaði" . Fyrirmynd 28. gr. frumvarpsins er að finna í 52. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, eins ogvísað er til í athugasemdum við 27.-29. gr. frumvarpsins. Telur Fjármálaeftirlitið ólíklegt að það geti samrýmst setu í stjórn verðbréfamiðstöðvar að sinna lögmannsstörfum fyrir aðra verðbréfamiðstöð. Að þessu leyti sé staðan ekki að öllu sú sama og í tilviki fjármálafyrirtækja sem eru fjölbreyttari fyrirtæki með mismunandi starfsleyfi og -heimildir, en verðbréfamiðstöðvar sinni að mestu leyti sömu verkefnum. Eðlilegra sé því að taka alveg fyrir það í frumvarpinu að stjórnarmaður í verðbréfamiðstöð sinni lögmannsstörfum fyrir aðra verðbréfamiðstöð. Um 29. gr.: Þar sem stjórnvaldssektir eru almennt skilgreind sem stjórnsýsluviðurlög þá telur Fjármálaeftirlitið heppilegra að bæta orðinu„önnur"inn í fyrirsögn 29. gr. frumvarpsins sem yrði þá „Stjórnvaldssektir og önnur stjórnsýsluviðurlög". 3. mgr. 29. gr.: í 3. mgr. 29. gr. kemur fram að „Fjárm álaeftirlitinu er heim ilt a ð beina fyrirm ælum til hvers þess sem b erá b y rg ð á broti um að hæ tta fram ferðinu og endurtaka þ a ð ekki. "Þetta orðalag samræm ist ekki ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi þar sem kveðið er á um að Fjármálaeftirlitinu sé skvlt að gera úrbótakröfu komi í ljós að lög eða reglur hafi verið brotnar í starfsemi eftirlitsskylds aðila. Leggur stofnunin því til að kveðið sé á um skyldu í þessu sambandi í 3. mgr. 29. gr. frumvarpsins. Virðingarfyllst, FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Anna Mjöll Karlsdóttir Rúnar Örn Olsen K atrínartún 2 | 1 0 5 Reykjavík | Sími: 5 2 0 3 7 0 0 | fm e@ fm e.is | www.fme.is mailto:fme@fme.is http://www.fme.is