Skilameðferð lána­stofnana og verðbréfafyrirtækja

Umsögn í þingmáli 361 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 09.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 7 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lána­sjóður sveitar­félaga ohf. Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
LÁNASJÓÐUR SVEITARFÉLAGA Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis b/t Óla Bjöms Kárasonar, formanns nefndasvid@althingi.is og olibiom@althingi.is Reykjavík, 2. desember 2019. Efni: Umsögn Lánasjóðs sveitafélaga ohf. um frumvarp til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (361. mál, þingskjal 426) Með umsögn þessari leggur Lánasjóður sveitarfélaga ohf. til þá breytingu á frumvarpi til laga um skilameðferð lánstofnana og verðbréfafyrirtækja, að sjóðurinn verði undanþeginn ákvæðum laganna. Slík breyting er í samræmi við efni tilskipunar Evrópusambandsins um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja nr. 2014/59/ESB1 sem frumvarpinu er ætlað að innleiða. 1) Almennt um Lánasióð sveitarfélaga ohf. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. var settur á fót með lögum nr. 150/2006. Þar er mælt fyrir um stofnun sjóðsins, eignarhald og það markmið að veita sveitarfélögum og stofnunum og fyrirtækjum í þeirra eigu (eða í eigu þeirra og ríkisins) lán til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Jafnframt er mælt fyrir um að Lánasjóðurinn skuli starfa sem lánafyrirtæki skv. lögum um fjármálafyrirtæki og hafa starfsleyfi sem slíkur. Fellur sjóðurinn undir hugtakið lánastofnun skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 2) Brevtins á stöðu Lánasjódsins með ákvörðun sameisinlesu EES nefndarinnar Með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 79/2019, um breytingu á IX. viðauka EES samningsins, var Lánasjóðurinn efnislega felldur undan því að teljast til lánastofnunar skv. regluverki EES.2 Umrædd ákvörðun tók tilskipun ESB nr. 2013/36/ESB um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og fjárfestingafyrirtækjum inn í EES samninginn. Um er að ræða lykiltilskipun varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja, sem oft er vísað til í öðrum gerðum áþessu sviði, sbr. t.d. 1. málsgrein 1. greinar reglugerðar ESB nr. 575/2013.3 1 Directive 2014/59/EU of the European Parliament and of the Council o f 15 May 2014 establishing a framework for the recovery and resolution of credit institutions and investments firms [...]. (BRRD) 2Alþingi samþykkti þann 18. nóvember sl. þingsályktunartillögu (189. mál, þingskjal 191) um að heimila ríkisstjóminni að staðfesta umrædda ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 79/2018. 3 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 ffá 26. júní 2013 um varfæmiskröftir að því er varðar lánastofhannir og verðbréfafyrirtæki og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012. 1 Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, kt. 580407-1100, sími 515 4900, íax 515 4903, www.lanasjodur.is mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:olibiom@althingi.is http://www.lanasjodur.is í ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 79/2018 er í e-lið, 1. töluliðar, 1. greinar er mælt fyrir um aðlögunartexta við grein 2(5) í tilskipun 2013/36/ESB. Aðlögunin felst í því að við upptalningu á þeim lögaðilum sem tilskipunin tekur ekki til er bætt við eftirtöldum lögaðilum á íslandi: Byggðastofnun, íbúðalánasjóði og Lánasjóði sveitarfélaga ohf.4 Vegna þessa kallaði Lánasjóðuiinn eftir upplýsingum frá stjórnvöldum um markmið framangreindrar breytingar á IX. viðauka EES samningsins varðandi sjóðinn. f meðfylgjandi bréfi Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 7. nóvember 2019, kom fram að við upptöku tilskipunar 2013/36/ESB í EES samninginn hefði verið horft til stöðu sjóðsins. Nánar, að Lánasjóðurinn sé ekki hefðbundin lánastofnun heldur félag í eigu sveitarfélaga sem veiti þeim og fyrirtækjum þeirra lán til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Þá sagði að „markmið aðlögunarinnar var að veita íslenskum yfirvöldum svigrúm til að gera vægari kröfur til sjóðsins en evrópska regluverkið mælir fyrir um með tilliti til smæðar og sérstaks hlutverks sjóðsins“. Jafnframt sagði, að undanþágan veitti „færi á að undanþiggja sjóðinn hluta þess regluverks sem gildir almennt um lánastofnanir á grundvelli tilskipunar 2013/36/ESB og tengdra gerða“. 3) Undanbága Lánasióðsins frá lögum um skilameðferð lánastofnana 02 verðbréfafvrirtœkja, sbr. tilskiyun nr. 2014/59/ESB Ákvæði tilskipunar nr. 2014/59/ESB um skilameðferð tekur til þeirra fjármálafyrirtækja, þ.e. lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, sem falla undir ákvæði tilskipunar m*. 2013/36/ESB. Hins vegar eru þeir lögaðilar, sem falla utan tilskipunar 2013/36/ESB slcv. grein 2(5) í þeirri tilskipun, einnig undanskildir tilskipun 2014/59/ESB um skilameðferð. Þetta leiðir af ákvæðum 1. og 2. gr. tilskipunar 2014/59/ESB. Þannig mælir 1. gr. tilskipunar nr. 2014/59/ESB fyrir um þær tegundir lögaðila, sem falla undir efni tilskipunarinnar, þ.m.t. fyrirtæki (e. institutions) skv. a-lið, 1. mgr., 1. gr. Hugtakið fyrirtæki (e. institutions) er skilgreint í 23. tl., 1. mgr„ 2. gr., sem lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki (e. a credit institution or an investment firrrí). Þá er hugtakið lánastofnun (e. credit institution) skilgreint í 2. tl„ 1. mgr„ 2. gr. tilskipunarinnar sem „lánastofnun skv. skilgreiningu 1. tl„ greinar 4(1) í Reglugerð (ESB) nr. 575/2013, að undanskildum beim lögaðilum sem vísað er til í grein 2(5) í tilskipun 2013/36/ESB“5 [undirstrikun LS]. A f framangreindu er ljóst að tilskipun ESB um skilameðferð lánastofnana er eklci ætlað að taka til þeirra lögaðila sem falla utan efnis tilskipunar nr. 2013/36/ESB.6 4 Ákvæði 2(5) hljóðar svo (á undan upptalningu): „This Directive does not apply to the following.“ 5 'Credit instiution‘ means a credit insitution as defmed in point 1 of Article 4(1) of Regulation (EU) No 575/2013, not including the entities referred to in Article 2(5) o f Directive 2013/36/EU. 6 Sjájafnframt formálsorð tilskipunar 2014/59/ESB, málsgrein 11, þar sem segir: „In order to ensure consistency with existing JJnion legislation in the area o f financial services as well as the greatest possible level o f financial stability across the spectrum o f institutions, the resolution regime should apply to institutions subject to the prudential requirements laid down in Regulation (EU) No 575/2013 o f the European Parliament and o f the Council and Directive 2013/36/EU o f the European Parliament and o f the Council.“ 2 Þar sem Lánasjóður sveitarfélaga er (með aðlögunartexta) talinn upp í grein 2(5) í tilskipun 2013/36/ESB sem lögaðili er fellur utan þeirrar tilskipunar, þá ber ekki að fella sjóðinn undir lög um skilameðferð lánastofnana. Önnur niðurstaða færi gegn skýrum ákvæðum tilskipunar 2014/59/ESB um skilameðferð og legði íþyngjandi skyldur á Lánasjóðinn (og um leið íslensk sveitarfélög) umfram þær skyldur sem lagðar eru á sams konar aðila í öðrum EES ríkjum. Jafnframt færi það þvert gegn yfirlýstu markmiði íslenskra stjómvalda um að gera vægari kröfur til sjóðsins en mælt er fyrir um í regluverki ESB, sbr. áðurnefnt bréf Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 4) Niðurlag os tillaga að breytingu á frumvarpi Með vísan til framangreinds leggur Lánasjóður sveitarfélaga til eftirfarandi breytingu á frumvarpinu til samræmis við efni tilskipunar 2014/59/ESB: Ákvæði 21. töluliðar. 1. málsgreinai\ 2. greinar hlióði svo: „Lánastofnun: Fjármálafyrirtæki sem tekur á móti innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og veitir lán fyrir eigin reikning. Fjármálafyrirtæki sem hefur fengið starfsleyfi skv. 1.-3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálaíyrirtæki telst vera lánastofnun, að undanskildum Lánasjóði sveitarfélaga ohf. sem fellur ekki undir lög þessi.“ Lánasjóður sveitarfélaga er reiðubúinn að veita frekari upplýsingar og mæta til fundai' hjá nefndinni ef óskað er eftir. y Vir^ingarfyllst, Óttar Guðjórisson, framkvæmdastj ór i. Afirit: Umhverfis- og samgöngunefnd, c/o Bergþór Ólason formaður, bergthorola@althingi.is Hermami Sæmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu sveitarstjórnar- og byggðarmála, hermaim.saemundsson@srn.is 3 mailto:bergthorola@althingi.is mailto:hermaim.saemundsson@srn.is