Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja

Umsögn í þingmáli 361 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 09.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 7 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um 361. mál á 150. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 13. febrúar 2020 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 361. mál á 150. löggjafarþingi Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Með frumvarpi þessu er ætlunin að innleiða í íslenskan rétt meginefni tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (BRRD). Allt frá fjármálahruninu 2008 hefur víða orðið mikil þróun á regluverki á þessu sviði, ekki síst á vettvangi Evrópusambandsins. Þær reglur sem hér um ræðir endurspegla að miklu leyti þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar slitameðferð íslensku bankanna, að kröfuhafar þeirra skyldu sæta því tapi sem af falli þeirra leiddi í stað þess að ríkið hlaupi undir bagga með fallandi fyrirtækjum. Því ber að fagna en um leið er ástæða til að hafa varann á varðandi innstæðutryggingar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa þá skýru og afdráttarlausu afstöðu að tapi og óþægindum vegna falls banka megi aldrei velta yfir á almenning. Á það reyndi í síðasta hruni með eftirminnilegum hætti vegna innlána sem íslenskir bankar höfðu tekið við frá erlendum viðskiptavinum, en eftir langa og erfiða baráttu tókst almenningi að hafna því að ríkissjóður yrði gerður fjárhagslega ábyrgur fyrir þeim skuldbindingum viðkomandi banka. Slíka ríkisábyrgð má aldrei í lög leiða. Þess vegna er mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd fari vandlega yfir frumvarpið með hliðsjón af því. Enn fremur verður að bóka skýran fyrirvara í sameiginlegu EES-nefndinni við meðferð reglna um innstæðutryggingar, þess efnis að ríkissjóður Íslands verði aldrei fjárhagslega ábyrgur fyrir þeim. Meðal þess sem vekur miklar áhyggjur um að eignir banka muni ekki hrökkva fyrir skuldbindingum þeirra við innstæðueigendur í næsta hruni, er stóraukin og sívaxandi útgáfa sértryggðra skuldabréfa. Kröfur á grundvelli þeirra eru veðkröfur og ganga sem slíkar framar forgangskröfum við slitameðferð fjármálafyrirtækja. Með þessu er forgangur innlánskrafna sem var lögfestur hér á landi í síðasta hruni beinlínis sniðgenginn. Einfalt ráð til að bregðast við því væri að veita kröfum innstæðutryggingasjóðs forgang yfir veðkröfur með því að gera þær að lögveðskröfum, sem ganga framar samningsveðum. Tillaga að útfærslu á frumvarpi þar að lútandi kemur fram á fylgiskjali með umsögn þessari. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=361 http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is Fylgiskjal I. Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum (lögveð tryggingarsjóðs). Flm.: ... 1. gr. 2. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Krafa sjóðsins nýtur lögtaksréttar og lögveðsréttar sem gengur framar samningsveðum og er jafnframt aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Markmið frumvarps þessa er að girða fyrir sniðgöngu forgangs krafna vegna innstæðna samkvæmt 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 með veðsetningu á eignum fjármálafyrirtækis. Ákvæðið á rætur að rekja til laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008. Lagt er til að forgangur krafna vegna innstæðna samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta verði tryggður með því að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta lögveð fyrir slíkum kröfum. https://www.althingi.is/lagas/150a/1999098.html