Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

Umsögn í þingmáli 341 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 05.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjármálaeftirlitið Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ TH E l'TNANCIAL SUPERVISORV AUTH O RITY. 1CEI.ANDTH EITN AN CIA L SUPERVISORV AUTH O RITY, ICELAND Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 4. desember 2019 Tilvísun: 2019110027 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða Fjármálaeftirlitið vísar til tölvubréfs frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þann 13. nóvember 2019 þar sem óskað var umsagnar stofnunarinnar um frumvarp til laga um rekstraraðila sér- hæfðra sjóða (341. mál). Fjármálaeftirlitið hefur farið yfir frumvarpið og telur ástæðu til að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við nefndina. Almennt um frumvarpið Fjármálaeftirlitið lýsir almennri ánægju með að frumvarpið líti dagsins ljós og telur mikilvægt að frumvarpið verði, að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem stofnunin geri í þessari umsögn, samþykkt sem lög. Athuaasemdir varðandi einstakar areinar frumvarpsins Um 1. mgr. 7. gr.: Lagt er til að orðin „áður en starfsemi hefst" verði bætt við 1. ml. 1. mgr. 7. gr., þannig að ljóst sé hvenær skráningarskyldan stofnast. Hér verður að horfa til þess að brot gegn 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins, getur leitt til þess að aðili verði beittur stjórnvalds- sektum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 101. gr. frumvarpsins, eða hann dæmdur til sekta eða refsingar, sbr. 2. tölul. 106. gr. frumvarpsins, og því mikilvægt að 1. mgr. 7. gr. sé skýr. Um 1. mgr. 10. gr.: í málsgreininni er kveðið á um þær upplýsingar sem fylgja skulu umsókn um starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Stofnunin telur að bæta eigi neðangreindum málslið við ákveðið, sem yrði nýr 6. tölul. málsgreinarinnar, þannig að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda til að ganga úr skugga um að hann fullnægi skilyrð- um fyrir veitingu starfsleyfis sem fram komi í 11. gr. frumvarpsins: Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar. Um 1. mgr. 87. gr.: í málsgreininni segir m.a. að „[hjlutdeildarskírteini fjárfestingarsjóða [séu] innlausnarskyld að lágmarki ársfjórðungslega". Fjármálaeftirlitið telur, m.t.t. lausafjárstýringar sjóða, að mun betra sé að þarna verði kveðið á um að hlutdeildarskírteini fjárfestingarsjóða séu innlausnarskyld með að hámarki þriggja mánaða fyrirvara. Að öðrum kosti, þ.e. ef málsgreinin verður eins og hún er nú í frumvarpinu, þurfa fjárfestingarsjóðir sífellt að vera viðbúnir innlausn- um hlutdeildarskírteinishafa á þriggja mánaða fresti, sem er varla boðlegt fyrir rekstraraðila slíkra sjóða. Því leggur stofnunin til að 1. ml. 1. mgr. 87. gr. frumvarpinu hljóði svo: K atrín artú n 2 | 10S R eyk jav ík | Sím i: 5 2 0 3 7 0 0 | fm e@ fm e.is | w w w.fm e.is mailto:fme@fme.is http://www.fme.is g f i FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ U n THEI-TNANCIAL SUPI-RVISORY AUTHOKITY, ICELAND Hlutdeildarskírteini fjárfestingarsjóða eru innlausnarskyld með að hámarki þriggja mánaða fyrirvara. Um 1. mgr. 96. gr.: í ákvæðinu er fjallað um þær aðgerðir sem rekstraraðilar fjárfestingarsjóða skuli grípa til fari fjárfesting fjárfestingarsjóðs fram úr hámörkum. Fjármálaeftirlitið telur rétt að bæta við málsgreinina orðunum „án tafar" þannig að tryggt sé að rekstraraðilar láta stofnunina vita strax í kjölfarið á broti. Ákvæðið á sér fyrirmynd í 43. gr. laga nr. 1 2 8 /2 0 1 1 og verði 1. mgr. 96. gr. breytt í samræmi við framangreinda athugasemd Fjármálaeftirlitsins verður orðalag máls- greinarinnar ennþá líkara 43. gr. laga nr. 1 2 8 /2 0 1 1 . Um 7. mgr. 99. gr.: Þar segir að hafi Fjármálaeftirlitið „gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili skv. 1. mgr. hafi sýn tafsér háttsem isem fer gegn ákvæðum tilskipunar 2 0 1 1 /6 1 /E S B um rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem það hefur ekki eftirliti [svo] með skal því komið á framfæri við lögbær yfirvöld í heimaríki rekstraraðila". Fjármálaeftirlitið telur undarlegt að stofnuninni sé falið eftirlit með framkvæmd ákvæða tilskipunar ESB og það þrátt fyrir að hér sé um að ræða þá tilskipun sem ætlunin sé að innleiða með umræddu lagafrumvarpi. Því leggur Fjármálaeftirlitið til að 7. mgr. 99. gr. hljóði svo: Hafi Fjármálaeftirlitið gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili skv. 1. mgr. hafi sýnt af sér háttsemi, sem fer gegn ákvæðum laga, sem rætur eiga að rekja til ákvæða tilskipunar 2 0 1 1 /6 1 /E S B , skal því komið á framfæri við lögbær yfirvöld í heimaríki rekstraraðila. Um 3. mgr. 101. gr.: Lagt er til að orðin „ef lögaðili er hluti af samstæðu og brot er framið til hags- bóta fyrir annan lögaðila í samstæðunni eða annar lögaðili í samstæðunni hefur notið hagnaðar af brotinu", verði felld út úr texta 3. mgr. 101. gr. frumvarpsins, enda er þennan fyrirvara ekki að finna í tilskipun 2 0 1 1 /6 1 /E S B um rekstraraðila sérhæfðra sjóða eða annarri löggjöf ESB um fjár- málamarkaðinn. Þar af leiðandi takmarkar þessi fyrirvari sektarheimild Fjármálaeftirlitsins um o f . Um 2. mgr. 109. gr.: Tilvísun í „þær stofnanir" í síðari hluta málsgreinarinnar er hægt að skilja sem svo að þar sé átt við Eftirlitsstofnun EFTA, ESMA og Evrópska kerfisáhætturáðið, en ekki „lögbær yfirvöld annarra ríkja innan EES", sem vísað er til í fyrri hluta málsgreinarinnar, þó það hafi vafalaust ekki verið meiningin. Því leggur Fjármálaeftirlitið til að málsgreininni verði breytt m.t.t. þessa og hún þar með gerð skýrari. Um 3. mgr. 109. gr.: í málsgreininni er kveðið á um skyldu Fjármálaeftirlitsins til að afhenda án tafar upplýsingar og gögn til m.a. lögbærra yfirvalda annarra ríkja innan EES. Sú skylda sem kveðið er á um í málsgreininni er mjög opin, en Fjármálaeftirlitið telur mikilvægt að hún verði takmörkuð, að svo miklu leyti sem mögulegt er, og leggur því til að bætt við verði aftast við málsgreinina orðunum „samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2011/61/E S B ". Um 8. mgr. 109. gr.: í 1. ml. er kveðið á um að skyldu Fjármálaeftirlitsins til að tilkynna ákveðnum aðilum um grun stofnunarinnar um brot rekstraraðila, sem ekki falli undir eftirlit hennar, á ákvæðum laganna. í samræmi við tillögu til breytinga í umfjöllun um 7. mgr. 99. gr. frumvarpsins er lagt til að 1. ml. 8. mgr. 109. gr. frumvarpsins hljóði svo, þannig að vísað sé til þeirra ákvæða laga (þessara eða annarra] sem eigi rætur að rekja til ákvæða tilskipunar 2 0 11/61 /E S B : 2 K atrín artú n 2 | 1 0 5 Reykjavík | Sím i: 5 2 0 3 7 0 0 | fm e@ fm e.is | w w w.fm e.is mailto:fme@fme.is http://www.fme.is S ™ FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ TH E FINANCIAL SUPERVISORY AUTH ORITY. ICELANDTH E l'INANCIAL SUPIiRVISORY AUTH ORITY, ICELAND Hafi Fjármálaeftirlitið gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili sem ekki fellur undir eftirlit þess hafi sýnt af sér háttsemi, sem fer gegn ákvæðum laga, sem rætur eiga að rekja til ákvæða tilskipunar 201 1 /6 1 /E S B , skal það tilkynna ESMA og lögbærum yfirvöldum í heima- og gistiríkjum viðkomandi rekstraraðila þar um. Þá er í 2. ml. 8. mgr. 109. gr. kveðið á um ákveðna skyldu Fjármálaeftirlitsins gagnvart „lögbæru yfirvaldi annars ríkis innan EES", en álitamál er hvort stofnunin þurfi ekki einnig að tilkynna þetta til annarra gistiríkja, eins og kveðið er á um í 1. ml. Um 2. mgr. iil el í 1. tölul. 120. gr.. þ.e. ..Lög um verðbréfasióði. fiárfestingarsióði og fagfiárfesta- sióði. nr. 1 2 8 /2 0 1 1 . með síðari brevtingum": í e)-lið 1. tölul. 120. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um breytingar á 33. gr. laga nr. 1 2 8 /2 0 1 1 , m.a. segir í ii)-lið að svohljóðandi texta verði bætt við ákvæðið: „Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um eftirlit með áhættu samkvæmt þessari grein". Fjármálaeftirlitið leggur til að umræddur texti í frumvarpinu hljóði frekar svo, til samræmis við að um áramót verður Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki íslands sameinuð í eina stofn- un, sbr. lög nr. 9 2 /2 0 1 9 , sjá um þetta sérstaklega XXVII. kafla laga nr. 9 1 /2 0 1 9 um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka íslands og Fjármálaeftirlitsins: Seðlabanka íslands er heimilt að setja nánari reglur um eftirlit með áhættu samkvæmt þessari grein. Þá eru í texta frumvarpsins ýmsar innsláttar- og stafsetningarvillur sem vert væri að leiðrétta, en látið nægja hér að benda á með almennum hætti. Virðingarfyllst, FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Anna Mjöll Karlsdóttir Sigurður Guðmundsson 3 K atrín artú n 2 | 10 5 Reykjavík | Sím i: 5 2 0 3 7 0 0 | fm e@ fm e.is | ww w .fm e.is mailto:fme@fme.is http://www.fme.is