Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

Umsögn í þingmáli 341 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 05.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lánamál ríkisins Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
LÁN A M Á L RÍKISINS Nefndasvið Alþingis nefndasvi d@althingi. is Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 4. desember 2019 Tilv.: 1911064 Efni: Umsögn Lánamála ríkisins vegna frumvarps til nýrra heildarlaga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Með tölvupósti dags. 13. nóvember s.l. óskaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn Lánamála ríkisins um frumvarp til nýrra heildarlaga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lagt fyrir á 150. löggjafarþingi, 341. mál. Lánamál ríkisins vilja koma á framfæri einni athugasemd er varðar merkingu hugtaka í frumvarpinu. Í 1. tölulið 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins er hugtakið aðalmiðlari skýrt svo: „Aðalmiðlari: Lánastofnun, verðbréfafyrirtæki eða annar eftirlitsskyldur aðili sem býður fagfjárfestum þjónustu, einkum að fjármagna eða framkvæma viðskipti með fjármálagerninga sem mótaðili og sem kann einnig að veita aðra þjónustu, svo sem stöðustofnun og uppgjör verðbréfaviðskipta, öryggisvörslu lausafjármuna og veitingu verðbréfalána.“ Í greinargerð með ákvæðinu kemur fram að í 1. tölul. sé hugtakið aðalmiðlari (e. Prime Broker) skilgreint, sbr. af-lið 1. mgr. 4. gr. AIFMD. Skilgreiningin telur upp þá aðila sem falla undir hugtakið en önnur þjónusta aðalmiðlara, svo sem stöðustofnun og uppgjör, er ekki talin upp með tæmandi hætti í skilgreiningunni. Í íslensku þýðingu AIFMD-tilskipunarinnar1 er hugtakið skilgreint í af-lið með svohljóðandi hætti: 1 Sjá hér: Tilskipun Evrópubingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 mailto:nefndasvid@althingi.is https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32011L0061.pdf https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32011L0061.pdf https://www.efta.int/media/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/translated-acts/icelandic/i32011L0061.pdf „„miðlari“: lánastofnun, skráð fjárfestingarfyrirtæki eða önnur eining sem fellur undir varfærniseftirlit og viðvarandi eftirlit og býður fagfjárfestum þjónustu, einkum til að fjárfesta eða framkvæma færslur í fjármálagerningum sem mótaðili og sem getur einnig veitt aðra þjónustu, t.d. greiðslujöfnun og uppgjör, vörsluþjónustu, verðbréfalánveitingar, sérsniðna tækni og rekstrarstuðning,“ Ekki er fullt samræmi milli skilgreiningar í frumvarpinu og íslensku þýðingunni á AIFMD-tilskipuninni, þar sem hugtakið miðlari er látið ná yfir enska hugtakið Prime Broker. Hugtakið aðalmiðlari (e. Primary Dealer) er notað um einkarétt til viðskipta með ríkisverðbréf við ríkissjóð, sem aðalmiðlarar ríkisverðbréfa stofna til, fyrir eigin reikning. Í því sambandi hafa t.d. innlendir aðalmiðlarar árlega undirritað sérstakan aðalmiðlarasamning við Lánamál ríkisins, sem mælir fyrir um réttindi þeirra og skyldur. Svohljóðandi skilgreiningu á hugtakinu viðurkenndur aðalmiðlari (e. Authorised Primary Dealer) er t.d. að finna í reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga nr. 236/2012: „n) „viðurkenndur aðalmiðlari“: einstaklingur eða lögaðili sem hefur undirritað samkomulag við ríkisútgefanda eða hefur hlotið formlega viðurkenningu sem aðalmiðlari, af hálfu eða fyrir hönd ríkisútgefanda, og hefur í samræmi við það samkomulag eða viðurkenningu skuldbundið sig til að eiga viðskipti fyrir eigin reikning í tengslum við aðgerðir á frum- og eftirmarkaði sem tengjast skuldum sem sá útgefandi hefur gefið út,“ Hugtakið aðalmiðlari kemur einnig fyrir í 26. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, og er þar sett fram í sömu merkingu og vísað er til í skortsölureglugerðinni og hjá Lánamálum ríkisins vegna útgáfu ríkisverðbréfa, en útgáfur Íbúðalánasjóðs njóta ríkisábyrgðar. Sá grundvallarmunur á hugtökunum „viðurkenndur aðalmiðlari“ og „miðlari“ skv. löggjöf Evrópusambandsins felst í því að viðurkenndur aðalmiðlari (e. Primary Dealer) á viðskipti við ríkisútgefanda fyrir eigin reikning og á grundvelli sérstaks samning við hann. Miðlari (e. Prime Broker) er hins vegar aðili sem býður fagfjárfestum þjónustu fyrir þeirra reikning, þ.e. fyrir reikning annarra. Oftast er um að ræða margþætta fjármálaþjónustu, s.s. greiðslujöfnun og uppgjör, vörsluþjónustu, verðbréfalánveitingar, sérsniðna tækni og rekstrarstuðning, eins og lýst er í AIFMD- tilskipuninni. Til að forðast mögulegan hugtakarugling til framtíðar séð, vilja Lánamál ríkisins leggja til að annað hugtak en aðalmiðlari verði notað til að lýsa miðlara (e. Prime Broker) skv. AIFMD-tilskipuninni í frumvarpinu. Með hliðsjón af eðli þess viðskiptasambands sem felst í því að vera Prime Broker mætti nota orðið fjármálaþjónustumiðlari í þessu sambandi. Hugsanlega mætti nota hugtakið miðlari, líkt og í tilskipuninni, en bæta við að hugtakið eigi við í skilningi laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Lánamál ríkisins leggja því til að í stað hugtaksins aðalmiðlari í frumvarpinu verði fundið annað hugtak sem ekki er í virkri notkun í dag og er annarrar merkingar en fram kemur í frumvarpinu. Virðingarfyllst, LÁNAMÁL RÍKISINS f.h. Endurlána ríkisins Björgvin Sighvatsson forstöðumaður Hákon Zimsen lögfræðingur