Menntasjóður námsmanna

Umsögn í þingmáli 329 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 39 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Kennarasamband Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 03.12.2019 Gerð: Umsögn
KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is Nefndasvið Alþingis Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 2. desember 2019 Efni: Umsögn Kennarasambands Íslands (KÍ) um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna, Þingskjal 373 - 329. mál. Kennarasamband Íslands, hér eftir nefnt KÍ, hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna. Almennar athugsemdir KÍ telur frumvarpið til laga um Menntasjóð námsmanna í heild vera til bóta miðað við gildandi lög um LÍN. Ákvæði um að lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geti fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra mun án efa koma mörgum námsmönnum til góða sem og ákvæði um námsstyrki vegna framfærslu barna lánþega. KÍ fagnar því þeim tillögum. Tím abundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búa og starfa í brothættum byggðum sem og ívilnanir við endurgreiðslu námslána til lánþega vegna tiltekinna námsgreina, svo sem starfs- og verknám s og kennaranáms eru einnig jákvæð skref. KÍ telur það algert glapræði að heimilt verði að skipta lánsrétti í úthlutunarreglum milli námsstiga enda gæti það í mörgum tilvikum hentað betur að vera með tvö próf á grunnstigi í háskólastigi en eitt próf á grunnstigi og annað á meistarastigi. Námslánakerfi má ekki vera þannig byggt að það stýri því á hvaða stigi lántakar taka nám óháð því hverskonar nám hentar lántaka eða atvinnulífinu. Þá telur KÍ að lána ætti þyrfti fyrir fleirum ECTS einingum en frumvarpið gerir ráð fyrir til að stuðla að því að Ísland geti átt sérfræðinga sem eru samkeppnishæfir á alþjóðavísu. Æ tti slíkt til lengri tíma að stuðla að hagsæld og framförum á Íslandi. KÍ er þeirrar skoðunar að nokkur atriði í frumvarpinu megi betur fara þegar meginmarkmið sjóðsins er haft í huga. Dæmi um það eru aukalán til látakanda sem eru í viðkvæm ri félagslegri stöðu. Hér væri betra að veita styrki í stað lána. Þá hefur KÍ áhyggjur af vaxtakjörum sjóðsins. Breytilegir vextir hafa í för með sér aukna óvissu fyrir lánþega og kunna að hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði lánanna við erfiðari efnahagslegar aðstæður en nú ríkja. KÍ leggur til að sett sé þak á vexti. Athugasemdir KÍ við einstakar greinar frumvarpsins I. KAFLI Markmið og lánsréttur. 3. gr. Önnur lán. Menntasjóði námsmanna er heimilt að veita námsmönnum, til viðbótar við lán skv. 2. gr. laganna, og að uppfylltum skilyrðum sem tilgreina skal í úthlutunarreglum, lán vegna: 1. búsetu hjá efnalitlum foreldrum, 2. maka, Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/ KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is 3. röskunar á stöðu og högum námsmanns, 4. sjúkratrygginga, 5. ferðakostnaðar. Í úthlutunarreglum skal mæla fyrir um framkvæmd 1. mgr. Heimilt er að skilyrða réttinn til láns samkvæmt þessari grein, meðal annars með því að setja hámark á lánsupphæð, gera kröfu um tiltekna námsframvindu, óska eftir upplýsingum frá námsmönnum, mökum og foreldrum í samræmi við 12. gr. laga þessara eða takmarka upphæð lána vegna tekna foreldra og námsmanns. Athugasemdir K Í við 3. gr. Kl telur að heppilegra væri að veittur væri námsstyrkur íþessum tilvikum fremur en viðbótarlán þar sem viðbótarlán gæti gert félagslega- og fjárhagslega stöðu lántaka verri til frambúðar. 4. gr. Lánsréttur. Námsmenn hafa að jafnaði heimild til að taka námslán á hverri önn meðan þeir eru við nám og í réttu hlutfalli við námsframvindu. Lánsréttur námsmanns skal vera fyrir 420 ECTS-einingum eða ígildi þeirra. Heimilt er í úthlutunarreglum að skipta lánsrétti milli námsstiga. Heimilt er að veita námslán til doktorsnáms fyrir 60 ECTS-einingum. Athugasemdir K Í við 4. gr. KÍ gerir alvarlegar athugasemd við lánsréttur námsmanna skuli aðeins vera fyrir 420 ECTS einingum auk 60 ECTS eininga fyrir doktorsnám og telur að hann þyrfti að vera fyrir fleiri einingum auk þess sem ekki ætti að tiltaka að ákveðnar einingar eigi að vera fyrir ákveðin námsstig t.d. íháskóla. Einstaklingar þurfa að geta átt þess kost að afla sér nægilegrar sérfræðiþekkingar ísamfélagi/atvinnulífi sem krefst sífellt meiri sérfræðiþekkingar. Þá telur KÍ að ef það eigi að setja skorður við að enginn geti fengið námslán fyrir meira en 420 + 60 = 480 ECTS einingar (sem KÍ telur o f fáar einingar) þá ætti að setja skorður við 480 ECTS einingar óháð því á hvaða stigi íháskóla námið er. Það getur t.d. í einhverjum tilvikum hentað lántaka og íslensku atvinnulífi betur að einstaklingur hafi lokið 3 prófum í grunnnámi íháskóla frem ur en einu prófi í grunnnámi, einu prófi í meistaranámi og 60 ECTS einingum í doktorsnámi. Lög og reglur sem gilda um námslán ættu alls ekki að stýra þeim námsleiðum sem lántakar/nemendur velja sér íháskólanámi. Þá er það oft þannig að einstaklingar sem hafa lokið námshæfu iðnnámi fara í kjölfarið í háskólanám og afla sér að loknu grunn- og meistaranámi enn meiri sérfræþekkingar með meira námi. Dæmi um slíkt geta verið byggingatæknifræðingar eða verkfræðingar en ýmist iðnám nýtist í mörgum tilvikum afar vel íþeim greinum auk þess sem sérhæfing þarf oft að vera mikil. Sérfræðingar eru afar mikilvægir í mörgum atvinnugreinum, ekki síst ínýsköpun, hátækniiðnaði, menntageiranum o.s.frv. Sérfræðiþekking sem fæ st með doktorsnámi nýtist ekki í öllum tilvikum betur en sérfræðiþekking sem fæ st með grunn- eða meistaranámi íháskóla. A f þeim sökum er afleitt að skilyrða 60 ECTS einingar sérstaklega við doktorsnám. Að lokum má benda á að algengt er að einstaklingar sem hafa lokið meistaranámi í háskóla á ákveðinni grein afli sér síðar kennsluréttinda til að kenna greinina. Oft fara þessir einstaklingar ífrekara sérnám einmitt til að verða meiri sérfræðingar og betri kennarar. Í mörgum skólum geta kennarar ekki fengið fullt starf við kennslu ís in n i grein og af þeim sökum þurfa þeir einnig að afla sér sérþekkingar í fleiri greinum. Hámark við 420 eða 480 ECTS einingar takmarkar möguleika þessara kennara mikið til sérhæfingar. Ef það á að takmarka lán enn frekar með því að skilyrða hluta a f þessum einingum við Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/ KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is ákveðin námsstig skerðir það möguleika enn frekar á að afla sér viðeigandi sérþekkingar auk þess sem það getur hreinlega leitt til þess að kennarar fáist ekki til starfa til að kenna sína sérgrein þar sem þeir fá ekki fulla vinna við að kenna sína sérgrein en hafa ekki réttindi til að kennara aðrar greinar en í framhaldsskólum og háskólum þurfa kennarar almennt að hafa ákveðna sérþekking þrátt fyrir að vera með kennsluréttindi til að kenna viðkomandi kennslugreinar. Skortur á vel menntuðum sérfræðingum á Íslandi gæti ífram tíðinni staðið íslensku atvinnulífi fyrir þrifum. Fyrir þónokkrum árum voru sérfræðingar þeir sem lokið höfðu grunnámi í háskóla, síðar breyttist það ímeistaranám íháskóla en nú er staðan hinsvegar sú að mörg störf gera kröfu um enn meira sérnám sem er þó ekki endilega doktorsnám. E f Ísland ætlar sér að skara fram úr að því er varðar menntun og vera samkeppnisfært m.v. önnur ríki t.d. að því er varðar iðnað og hátækni þá má námslánakerfið ekki standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti öðlast viðeigandi menntun til að sinna þeim störfum sem slíkt krefst. II. KAFLI Lánshæft nám. 5. gr. Háskólanám. Námslán eru veitt til náms sem lýkur með prófgráðu á háskólastigi við viðurkennda háskóla á Íslandi. Veitt eru námslán til náms á háskólastigi við háskóla erlendis enda séu þeir viðurkenndir af menntamálayfirvöldum landsins og námi ljúki með prófgráðu á háskólastigi. Nám sem er skipulagt samhliða vinnu er ekki lánshæft til framfærslu hjá Menntasjóðnum. Athugasemdir K Í við 5. gr. KÍ gerir alvarlega athugsemd við 3. mgr. 5 gr. og telur að fella ætti hana niður. Launatekjur og námsframvinda geta haft áhrif á upphæð námslána sbr. 4. mgr. 2. gr. og því missir þessi málsgrein marks og gæti aðeins bitnað á þeim sem síst skyldi. Það hvernig skólar skipuleggja nám á ekki að hafa áhrif á námslán enda hefur slíkt skipulag ekki endilega áhrif á það hvort lántaki hafi raunverulega tök á að afla sér launatekna í náminu. Þá gæti þessi málsgrein mögulega unnið gegn aðgerðum mennta- og menningarmálaráðherra um launað starfsnám. Mikilvægt er að fyrirhuguð lagasetning rýri ekki kjör kennaranema. 6. gr. Aðfaranám. Námslán eru veitt til aðfaranáms fyrir háskólanám sem nemur allt að 60 stöðluðum framhaldsskólaeiningum sé námið skipulagt af viðurkenndum háskóla og samþykkt af ráðherra, óháð því hvort námið fer fram innan háskóla eða innan viðurkennds skóla á framhaldsskólastigi á grundvelli samnings við viðurkenndan háskóla. Veitt eru námslán til aðfaranáms erlendis, enda séu skólar þeir sem bjóða upp á námið viðurkenndir af menntamálayfirvöldum landsins. Heimilt er að veita námslán vegna tungumálanáms sem telst nauðsynlegur undirbúningur undir lánshæft nám. Nám á framhaldsskólastigi sem leiðir til stúdentsprófs er ekki lánshæft hjá Menntasjóðnum. Athugasemdir K Í við 6. gr. KÍ gerir alvarlega athugasemd við að ekki séu veitt námslán til einstaklinga vegna náms í framhaldsskóla sem leiðir til stúdentsprófs íþeim tilvikum sem foreldrar eru ekki að fullu framfærsluskyldir með þeim en slíkt nám er almennt mun ódýrara en nám sem skipulagt er af Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/ KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is viðurkenndum háskóla. Almennt hafa skólagjöld vegna aðfaranáms sem skipulagt er a f viðurkenndum háskóla verið há. Einstaklingar sem ekki hafa lokið stúdentsprófi íbeinu framhaldi a f grunnskólagöngu hafa þvístaðið fyrir því vali að fara íframhaldsskóla og taka stúdentspróf án þess að eiga kost á námslánum til að framfleyta sér og börnum sínum eða fara í aðfaranám og steypa sér ískuldir vegna skólagjalda til þess eins að eiga þess kost að fá námslán til að framfleyta sér og börnum sínum. Ekki verður séð að aðfaranám veiti viðkomandi frekari réttindi en stúdentspróf og má því ætla að um beina mismunun sé að ræða. Námslánakerfið ætti frem ur að stuðla að því að einstaklingar velji þann kost sem er hagkvæmastur fremur en að stuðla að aukinni skuldasöfnun og ójöfnuði íþjóðfélaginu. Ef það er ætlun stjórnvalda að mismuna nemendum eftir þvíhvort þeir séu ínám i til stúdentsprófs eða aðfaranámi er afar mikilvægt að íslenska ríkið bjóði uppá raunhæft aðfaranám þar sem ekki eru innheimt skólagjöld. 7. gr. Starfsnám og viðbótarnám við framhaldsskóla. Námslán eru veitt vegna starfsnáms á framhaldsskólastigi og vegna viðbótarnáms við framhaldsskóla, hafi námið hlotið staðfestingu ráðherra samkvæmt lögum um framhaldsskóla og uppfylli að auki eftirfarandi skilyrði: 1. námið hafi fengið samþykki frá viðkomandi starfsgreinaráði, ef við á, 2. námslok séu á a.m.k. þriðja hæfniþrepi, 3. sambærilegt nám sé almennt ekki í boði á háskólastigi hér á landi, Skilyrði er að skólinn hafi hlotið viðurkenningu ráðherra til kennslu á framhaldsskólastigi samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Veita skal námslán til sambærilegs náms erlendis enda sé það viðurkennt af menntamálayfirvöldum landsins. Námslán samkvæmt þessari málsgrein skal að öðru leyti vera háð sömu skilyrðum og eiga við um námslán vegna náms skv. 1. mgr. eins og við á hverju sinni. Athugasemdir K Í við 7. gr. Vísað er til athugsemda KÍ við 6. gr. IV. KAFLI Umsókn, upplýsingagjöf og námsframvinda. 11. gr. Umsókn, samtímagreiðslur og ábyrgðarmenn. Námsmaður skal sækja um námslán innan umsóknarfrests sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. Í umsókn skal tilgreint hvers konar námslán sótt er um og hvort óskað sé eftir fullu láni samkvæmt úthlutunarreglum eða lægri fjárhæð. Námsmenn sem fá námslán úr Menntasjóðnum skulu undirrita skuldabréf við lántöku teljist þeir tryggir lánþegar samkvæmt úthlutunarreglum. Þeir sem teljast ekki tryggir lánþegar geta lagt fram ábyrgðir sem Menntasjóðurinn telur viðunandi. Ábyrgðir geta meðal annars verið fasteignaveð, ábyrgðaryfirlýsing fjármálastofnunar eða yfirlýsing ábyrgðarmanns um sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu námsláns með sömu skilmálum og lán lánþega er með, allt að tiltekinni fjárhæð. Menntasjóðnum er heimilt að veita námslán allt að hámarksfjárhæð samkvæmt úthlutunarreglum eða að þeirri fjárhæð sem ábyrgð hefur verið veitt fyrir skv. 3. mgr. Sjóðstjórn ákveður hvaða skilyrðum ábyrgðarmenn skuli fullnægja. Ábyrgð ábyrgðarmanns, eins eða fleiri, getur fallið niður enda setji námsmaður aðra tryggingu sem stjórn sjóðsins metur fullnægjandi. Ábyrgð ábyrgðarmanns fellur niður við andlát hans enda sé lánþegi í skilum við Menntasjóðinn. Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/ KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is Lánþegar geta valið um hvort námslán þeirra séu greidd út mánaðarlega eða í lok hverrar annar. Athugasemdir K Í við 11. gr. Kveða þarf á um ílögum hvernig mat á tryggum lánþegum fer fram þ.m.t. hvaða mælikvarða stuðst sé við m.a. til þess að tryggt sé að jafnræðis sé gætt, að málefnaleg sjónarmið liggi að baki og allir viti fyrirfram hvaða þættir liggja að baki slíku mati. Markmið frumvarpsins er að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms óháð efnahag. Erfið fjárhagsleg staða ætti þvíekki að koma í veg fyrir námsaðstoð þ.m.t. styrkjum. VI. KAFLI Lánakjör, endurgreiðslur námslána, vanskil og fyrningarfrestur. 16. gr. Almenn lánakjör. Námslán skulu vera verðtryggð en safna ekki vöxtum meðan á námi stendur. Vextir reiknast frá námslokum. Endurgreiðslur sem falla í gjalddaga eftir að lánþegi andast falla sjálfkrafa niður. Lánþegar geta við námslok valið um hvort þeir breyti láni sínu í óverðtryggt lán. Sjóðstjórn skilgreinir hvað telja beri námslok samkvæmt lögum þessum og úrskurðar um vafatilfelli. Ákvarðanir sjóðstjórnar eru kæranlegar til málskotsnefndar skv. 33. gr. Athugasemdir K Í við 16. gr. Vextir námslána þurfa að vera hóflegir og almennt lægri en markaðsvextir. Þá þarf að ákvarða hámark vaxta til að minnka óvissu um vaxtakjör. Þá telur KÍ að menntasjóður námsmanna þurfi að eiga frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar/upplýsingar sem sendar eru til lántaka um kosti, galla og mun á annarsvegar verðtryggðum- og hinsvegar óverðtryggðum lánum. 17. gr. Verðtryggð lán. Vextir af verðtryggðum lánum skulu vera breytilegir og byggja á vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi sem tekur mið af væntum afföllum af endurgreiðslu námslána. Vaxtaálag skal ákveðið og birt í úthlutunarreglum hvers árs. Sjóðstjórn er heimilt að leita til óháðra aðila sem geri tillögur um vaxtaálag. Fari verðtryggðir vextir ásamt föstu vaxtaálagi yfir 4% skal þriggja manna nefnd fara yfir ástæður þess og leggja til við ráðherra mögulegar útfærslur á breytingum. Ráðherra skipar nefndina þannig: einn samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar sem skal vera formaður nefndarinnar. Athugasemdir K Í við 17. gr. KÍ leggst gegn öllum hækkunum á vöxtum þar sem slíkar hækkanir fela ísé r óvissu þar sem lántakar vita ekki fram í tímann hverjir vextir verða til framtíðar. Verði ekki fallist á fasta vexti þarf að setja þak/hámarks vexti til að minnka óvissu um þá vexti sem lánið kann að bera íframtíðinni. Þá ættu vaxtakjör ekki að taka mið a f væntum afföllum enda með öllu ósanngjarnt að skilvísir greiðendur námslána þurfi að greiða fyrir þá sem ekki greiða. 18. gr. Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/ KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is Óverðtryggð lán. Vextir af óverðtryggðum lánum skulu vera breytilegir og byggja á vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi sem tekur mið af væntum afföllum af endurgreiðslu námslána. Vaxtaálag skal ákveðið og birt í úthlutunarreglum hvers árs. Sjóðstjórn er heimilt að leita til óháðra aðila sem geri tillögur um vaxtaálag. Fari óverðtryggðir vextir ásamt föstu vaxtaálagi yfir 9% skal nefndin skv. 3. mgr. 17. gr. fara yfir ástæður þess og leggja til við ráðherra mögulegar útfærslur á breytingum. Athugasemdir K Í við 18. gr. Vísað er til athugasemda við 17. gr. 19. gr. Almennt um endurgreiðslur námslána. Endurgreiðslur námslána hefjast einu ári eftir námslok. Námslok samkvæmt þessari grein teljast frá þeim tíma þegar lánþegi hættir að þiggja námslán frá Menntasjóðnum. Stjórn sjóðsins tekur ákvarðanir í vafatilfellum. Lánþegi getur sótt um að fresta námslokum skv. 1. mgr. í allt að fjögur ár ef lánþegi heldur áfram lánshæfu námi samkvæmt lögum þessum og þiggur ekki námslán á sama tíma. Endurgreiðslur námslána skulu greiddar mánaðarlega fyrsta dag hvers mánaðar. Heimilt er að innheimta í einu lagi á hverjum gjalddaga endurgreiðslur vegna allra sambærilegra skuldabréfa lánþega. Lánþega er heimilt að greiða lán hraðar en mælt er fyrir um í lögum þessum án aukins kostnaðar. Lánþega ber að greiða kostnað sem hlýst af innheimtu hverrar greiðslu og ofgreiðslu skv. 25. gr. Athugasemdir K Í við 19. gr. KÍ telur að endurgreiðslur eigi ekki að hefjast fyrr en a.m.k. tveimur árum eftir námslok enda fer fyrsta árið oft í atvinnuleit og í að koma fjárhag á réttan kjöl. 20. gr. Endurgreiðslutími námslána háður lántökufjárhæð. Endurgreiðslutími námslána er háður lántökufjárhæð en þó skulu námslán almennt vera að fullu greidd á því ári þegar lánþegi nær 65 ára aldri. Endurgreiðslutími skal ákveðinn í úthlutunarreglum. Námslán skulu endurgreidd sem jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum með mánaðarlegum endurgreiðslum, fyrsta dag hvers mánaðar. Hafi námslán ekki verið að fullu greidd á því ári er lánþegi nær 66 ára aldri hefur sjóðstjórn heimild til að gjaldfella lánin. Athugasemdir K Í við 20. gr. KÍ telur að ekki eigi að vera heimilt að gjaldfella námslán á því ári sem lánþegi nær 65 ára aldri enda gæti það leitt til mikilla fjárhagslegra erfiðleika og jafnvel gjaldþrots lántaka hafi hann ekki fjárhagslega burði til að greiða eftirstöðvar lánsins þegar það er gjaldfellt eða nái hann ekki að endurfjármagna lánið á sambærilegum kjörum. Heppilegra væri e f eftirstöðvar lána féllu niður þegar lánþegi nær 65 ára aldri og starfsævinni lýkur. 23. gr. Frestun á endurgreiðslu. Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/ KENNARASAMBAND Íslands Laufásvegi 81 • IS-101 Reykjavík • Sími 595 1111 • Fax 595 1112 ki@ ki.is • www.ki.is Sjóðstjórn er heimilt að veita frestun á mánaðarlegum endurgreiðslum skv. 20. gr., eða tekjutengdri afborgun skv. 6. mgr. 21. gr., að hluta eða öllu leyti í allt að eitt ár í senn ef skyndilegar og verulegar breytingar verða á högum lánþega á endurgreiðslutíma námslána eða á meðan á námstíma stendur, t.d. ef lánþegi veikist alvarlega, verður fyrir slysi sem skerðir til muna ráðstöfunarfé hans og möguleika til að afla tekna, eða aðrar sambærilegar ástæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans. Sömu heimild til að veita frestun á tekjutengdri afborgun skv. 6. mgr. 21. gr. hefur sjóðstjórn ef skyndileg og veruleg breyting hefur orðið á högum lánþega þannig að tekjustofn vegna tekna á fyrri árum gefur ekki rétta mynd af fjárhag lánþega á endurgreiðsluárinu. Lánþegi sem sækir um frestun samkvæmt þessari grein skal leggja sjóðstjórn til þær upplýsingar er stjórnin telur skipta máli. Umsóknin skal berast Menntasjóðnum eigi síðar en 30 dögum eftir gjalddaga afborgunar. Umsókn um undanþágu skv. 1. og 2. mgr. frestar innheimtu þeirrar afborgunar sem umsóknin snýr að. Athugasemdir K Í við 23. gr. KÍ telur að það ætti að vera heimilt að veita frestun á mánaðarlegum endurgreiðslum vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. VIII. KAFLI Menntasjóður námsmanna. Málskotsnefnd. 31. gr. Framkvæmdastjóri. Ráðherra skipar framkvæmdastjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum sjóðstjórnar. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk Menntasjóðsins. Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Menntasjóðsins, sér um fjárreiður, reikningsskil og gerð fjárhagsáætlana og ber ábyrgð á að Menntasjóðurinn starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma Menntasjóðsins sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir hans séu nýttir með réttum hætti. Framkvæmdastjóri framfylgir ákvörðunum sjóðstjórnar. Athugasemdir K Í við 31. gr. Mikilvægt er að kveðið sé á um að stöðu framkvæmdastjóra beri að auglýsa og að sjóðstjórn fari yfir umsóknir og skili svo tillögum til ráðherra sem skipar framkvæmdastjóra. Virðingarfyllst, f.h. Kennarasambands Íslands ______________ Anna Rós Sigmundsdóttir Lögfræðingur KÍ Félag fram haldsskólakennara • Félag grunnskólakennara • Félag leikskólakennara • Félag tónlistarskólakennara • Félag kennara á eftirlaunum Félag stjórnenda í framhaldsskólum • Skólastjórafélag Íslands • Félag stjórnenda leikskóla mailto:ki@ki.is http://www.ki.is/