Menntasjóður námsmanna

Umsögn í þingmáli 329 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 39 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.02.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um 329. mál á 150. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 13. febrúar 2020 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 329. mál á 150. löggjafarþingi Menntasjóður námsmanna Hagsmunasamtök heimilanna komu á framfæri umsögn við mál þetta í samráðsgátt og lögðu einkum áherslu á að fella yrði þáverandi 27. gr. frumvarpsins brott. Ekkert hefur verið komið til móts við þær athugasemdir því sömu efnisákvæði koma nú fram í 26. gr. frumvarps þessa. Með 2. mgr. 26. gr. frumvarpsins er lagt til að kröfur vegna námslána verði undanþegnar ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti um lengd fyrningarfrests og sérreglum þeirra um fyrningarslit. Sú fyrirætlan brýtur í bága við meginreglu skuldaskilaréttar um jafnræði kröfuhafa auk þess að fela í sér mismunun á milli skuldara eftir tegund skulda, svo sem vegna námslána eða húsnæðisskulda. Er því vandséð að frumvarpsákvæðið samræmist jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Tveggja ára fyrningarregla 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti var sett árið 2010 í kjölfar bankahrunsins og hefur reynst mikilvæg réttarbót, en gjaldþrot er stundum eina leiðin sem einstaklingar hafa út úr óviðráðanlegum skuldavanda. Með frumvarpsákvæðinu er vegið að þessu úrræði og slík breyting myndi grafa verulega undan réttarstöðu skuldara. LÍN er í raun eini kröfuhafinn sem hefur ekki viljað una slíkri fyrningu og hefur höfðað fjölda dómsmála til að slíta henni, en tapað þeim öllum. Í dómum Hæstaréttar Íslands í umræddum málum var því hafnað að LÍN hefði sérstaka hagsmuni umfram aðra kröfuhafa af því að kröfur sínar fyrndust ekki samkvæmt ákvæðinu. Ákvæði 26. gr. frumvarpsins fer þvert gegn þessari skýru niðurstöðu Hæstaréttar Íslands. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess því eindregið að 26. gr. frumvarpsins verði felld brott og leggjast að öðrum kosti alfarið gegn núverandi frumvarpi óbreyttu. Að öðru leyti er vísað til athugasemda í fyrri umsögn samtakanna við undanfarandi drög að frumvarpi í samráðsgátt, mál nr. S-180/2019, einkum varðandi vaxtakjör og innheimtu námslána. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=329 https://www.althingi.is/lagas/149b/1991021.html%23G165 https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1439&uid=59845041-69b9-e911-9454-005056850474 https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1439&uid=59845041-69b9-e911-9454-005056850474 http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is