Almennar íbúðir

Umsögn í þingmáli 320 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 88 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Alþingi b.t. velferðarnefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 4. desember 2019 1911097SA TÞ Málalykill: 00.63 Efni: Breytingar á lögum um almennar íbúðir - 320. mál 150. Iþ. Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis dags. 14. nóvember sl., þar sem ofangreint þingmál er sent til umsagnar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fyrir liggur að sveitarfélögín fengu jafnframt umsagnarbeiðni senda frá velferðarnefnd. Markmið frumvarpsins er að koma til framkvæmda fimm af þeim tillögum sem fram koma í niðurstöðu átakshóps um húsnæðismál frá 19. janúar 2019. Um er ræða tillögur nr. 2, 4, 5, 6 og 7 sem stjórnvöld skuldbundu sig til þess að hrinda í framkvæmd sbr. yfirlýsingar sem gefnar voru samhliða gerð lífskjarasamninga á Iiðnu vori. Mjög mikilvægt er að þessar yfirlýsingar stjórnvalda ganga út frá óbreyttri ábyrgðar- og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga m.a. hvað það varðar að a.m.k. fjórðungur stofnframlaga hverju sinni skuli renna til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga. Þá var það útgangspunktur í tillögum átakshópsins að endurskoðun tekjumarka í almenna íbúðakerfinu (ásamt forgangi tekju- og eignalágra leigjenda á vinnumarkaði) eigi ekki að draga úr uppbyggingu vegna tekjulægsta fimmtungsins en það er sá hópur sem sveitarfélögum er að lögum skylt að styðja í húsnæðismálum. Sambandið styður eindregið að tillögur átakshópsins nái fram að ganga og lýsir jákvæðri afstöðu til þess hvernig tillögurnar eru útfærðar í fyrirliggjandi frumvarpi. Því er fagnað að tekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram af hálfu sambandsins og Reykjavíkurborgar á vinnslustigi málsins. Athugasemdir við einstakar greinar Þegar stofnframlagakerfið var sett á laggirnar var talið rétt að halda þeim möguleika opnum að stofnframlag yrði innt af hendi með vaxtaniðurgreiðslu hliðstæðri þeirri sem áður var veitt til uppbyggingar á félagslegum leiguíbúðum skv. VIII. kafla laga nr. 44/1998, um húsnæðismál. í framkvæmd hefur þessi möguleiki ekki verið nýttur í stofnframlagakerfinu og er því lagt til að tilvísun til hans verði felld brott úr lögum um almennar íbúðir. Sambandið gerir ekki athugasemd við þá ráðagerð en bendir hins vegar á að forgangsröðun stofnframlaga skv. nýju ákvæði til bráðabirgða (VII) mun Almennt Um 1. gr.: Borgartuni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, sím i 515 4900, fax 515 4903, sam band@ sam band.is, www.sam band.is mailto:samband@samband.is http://www.samband.is væntanlega leiða til þess að litlu fjármagni verði ráðstafað á komandi árum til uppbyggingar í þágu námsmanna og öryrkja. Ástæóa kann að vera til þess að skoða breytingar á lögum um húsnæðismál til þess að bæta úr stöðunni, ef í Ijós kemur veruleg umframeftirspurn eftir stofnframlögum til byggingar íbúða fyrir námsmenn og öryrkja. Um 2. gr.: Sambandið er sammála þeim breytingum sem lagðar eru til á 10. gr. laganna. Sérstök áhersla er lögð á að hækkun tekju- og eignamarka hefur ekki sjálfkrafa í för með sér að sveitarfélög þurfi aó innleiða ný og hærri mörk í sínum reglum. Leiðir það af þeirri staðreynd að tekju- og eignamörk í lögunum eru tiltekin að hámarki, sbr. að tekjur og eignir skuli „ekki nema hærri fjárhæð" en tilgreind er. Þá segir skýrlega í 21. gr. laganna að almennu tekjumörkin gildi ekki um úthlutun á íbúóarhúsnæði á vegum sveitarfélaga. Um 3. gr.: Sambandið styður eindregið þær breytingar sem lagðar eru til á svonefndu landsbyggðarákvæði, sem mælir fyrir um viðbrögð við markaðsbresti á tilteknum landssvæðum. Rétt er að leggja áherslu á að umrætt byggðaframlag skv. breyttu ákvæði flokkast sem þjónusta í almannaþágu með almenna efnahagslega þýðingu (e. serv/ces 0f general economic interest - SGEI). Samkvæmt evrópurétti hafa ríki á EES-svæðinu umtalsvert svigrúm þegar kemur að útfærslum á þjónustu í almannaþágu með almenna efnahagslega þýðingu og raunar sérstaklega þegar um er að ræða félagslega þjónustu (e. social service of general interest). Má vísa til Noregs hvað það varðar og útfærslu á fyrirkomulagi svæðisbundins húsnæðisstuðnings sem þar er við lýði. Enginn vafi leikur á því að svæðisbundinn markaósbrestur er víða fyrir hendi á markaði fyrir íbúðarhúsnæði hérlendis. Stjórnvöldum er rétt og skylt að bregðast við þeim aðstæðum og er byggðaframlag úrræði sem þá nýtist. Um 5. gr.: Sambandið gerir ekki athugasemdir við þessa grein en bendir á að í framkvæmd verða góðar almenningssamgöngur eitt af þeim atriðum sem horft er til við forgangsröðun umsókna. Um 6. gr.: Sambandið lýsir sérstakri ánægju með tillögu í þessari grein frumvarpsins, sem felur í sér að inn í 3. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna komi að stofnframlag sveitarfélags geti falist í húsnæði sem breyta á í almennar íbúðir. Tillagan tengist tilraunaverkefnum sem ráðist hefur verið í á landsbyggðinni og er til þess fallin að rjúfa stöðnun sem víða er á húsnæðismarkaði. Um_7,_gr: Sambandið er sammála þeim breytingum sem lagðar eru til varðandi endurgreiðslu stofnframlaga, veð og kvaðir. 2 Um 8. og 13. gr.: Efni þessara greina er í samræmi við samkomulag um verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á sviði húsnæðismála. Æskilegt er að umrædd atriði samkomulagsins hafi trygga lagastoð. Mat á áhrifum Sambandið telur að frumvarpið, verði það óbreytt að lögum, muni hafa jákvæð áhrif fyrir sveitarfélögin. Einhver útgjaldaauki mun fylgja því ákveði sveitarfélag að nýta heimild skv. ákvæði til bráðabirgða (VI) um viðbótarframlög vegna úthlutana stofnframlaga á árunum 2016 og 2017. Heimildin styðst við mjög ákveðin sanngirnisrök. Samandregió Sambandið telur málið í heild vera jákvætt og hvetur til þess að það hljóti skjóta afgreiðslu af hálfu Alþingis. Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs 3