Húsnæðis- og mannvirkja­stofnun

Umsögn í þingmáli 319 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Úrvinnsla Fjöldi umsagna við þingmál: 30 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bandalag háskólamanna Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Bandalag háskólamanna Velferðarnefnd Alþingis Austurstræti 8 - 1 0 Reykjavík Reykjavík, 4. desember 2019 Efni: Umsögn BHM um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál á þskj. 362 á 150. löggjafarþingi. Bandalagi háskólamanna (BHM) barst ekki beiðni frá velferðarnefnd Alþingis um að senda inn umsögn vegna frumvarps til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en telur mikilvægt að nýta tækifærið þegar frumvarpið er til umfjöllunar í nefndinni að gefa álit sitt á málinu. BHM fagnar því að frumvarp þessa efnis hafi verið lagt fram á Alþingi. Verði það að lögum er stigið mikilvægt skref í átt til sterkari og betri stjórnsýslu húsnæðismála hér á landi. Þannig má efla húsnæðisöryggi og bæta þjónustu við almenning og sveitarfélög á sviði húsnæðismála. BHM átti fulltrúa í átakshópi ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem skilaði tillögum í 40 liðum í upphafi þessa árs. Þar var m.a. lögð megináhersla á gildi þess að fá betri yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn á landinu öllu og að stjórnsýsla húsæðis- og byggingarmála yrði efld. Stofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er rökrétt framhald af vinnu átakshópsins og í samræmi við tillögur hans. BHM styður efni þessa frumvaps og mælir með afgreiðslu þess. Virðingarfyllst, Bandalag háskólamanna Borgartúni 6, 105 Reykjavik Sími 595 5100 www bhm.is