Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Umsögn í þingmáli 319 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 32 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ajour Ísland Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Land LÖGMENN Alþingi B.t. velferðarnefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Kópavogi, 4. desember 2019 Efni: Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 319. mál, 150. löggjafarþing. Vísað er til erindis frá nefndarsviði Alþingis þar sem fyrirtækinu Ajour ísland ehf. er gefinn kostur á að senda velferðarnefnd umsögn um ofangreint frumvarp. Hefur fyrirtækið falið undirritaðri að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Ajour ísland ehf. er fyrirtæki sem býður upp á hugbúnað og þjónustu fyrir byggingariðnaðinn í tengslum við gæðastjórnun, verkeftirlit, öryggismál, tilboðs- og útboðsgerð o.fl. Fyrirtækið er umboðsaðili Ajour hugbúnaðar sem notaður er af byggingarfyrirtækjum m.a. í Danmörku, Noregi og Póllandi auk íslands. Af hálfu fyrirtækisins eru gerðar athugasemdir við þær fyrirætlanir sem fram koma í 15. gr. frumvarpsins að festa í lög starfrækslu svokallaðrar rafrænnar byggingagáttar. Ákvæði um skyldubunda upplýsingasöfnun vegna stjórnsýslu byggingarmála eru þegar í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 þar sem kveðið er á um að skila skuli tilteknum upplýsingum í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Tilgangurinn er að auka samræmingu byggingareftirlíts á landinu og bæta yfirsýn, sem nýtast muni bæði eigendum mannvirkja og stjórnvöldum. Þetta er að mati fyrirtækisins jákvætt og gerir hinni nýju stofnun kleyft að sinna sínu hlutverki á sviði húsnæðismála og byggingareftirlits. Við útfærslu og þróun gagnasafnsins hefur Mannvirkjastofnun hins vegar með þróun svokallaðrar byggingagáttar farið útfyrir þann ramma sem mannvirkjalög og byggingarreglugerð tilgreina og inn á svið þar sem þegar er til staðar vara og þjónusta á markaði. Er það sá þáttur sem Ajour ísland ehf. gerir athugasemdir við. Þá hefur fyrirtækið gagnrýnt að stofnunin hafi lítið tillit tekið til þarfa notenda við þróun byggingagáttarinnar/gagnasafnsins. Frá 1. janúar 2015 hefur það verið lögbundin krafa að hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar skuli hafa gæðastjórnunarkerfi. Var markmiðið með kröfunni að tryggja öguð vinnubrögð þessara aðila en þekkt er að notkun gæðastjórnunarkerfa leiðir til bættra vinnubragða og sparnaðar m.a. vegna aukinnar skilvirkni og fækkunar mistaka. Innleiðing þessara breytinga hefur gengið vel og hafa mörg byggingarfyrirtæki nýtt sér þjónustu aðila á borð við Ajour ísland ehf. sem býður upp á vandaðan en jafnframt einfaldan og notendavænan 1 Turninn,i2. hæð Smáratorg 3 201 Kópavogur Austurveguró 8ooSelfoss 5464040 landlogmenn.is hugbúnað fyrir PC-tölvur og snjalltæki til að auðvelda þær skráningar sem gæðastjórnunin krefst. Sem dæmi má nefna að úttektarforrit Ajour ísland ehf. gerir byggingarstjórum kleift að skrá úttekt á verkstað í snjallsíma, taka Ijósmyndir, skrá athugasemdir, veðuraðstæður og staðsetningu, tengja úttekt við teikningar og efnisvottorð o.s.frv. Gagnsemi þessa er ótvíræð, vinnubrögð verða agaðri og rekjanleiki tryggður, með tilheyrandi sparnaði, aukinni skilvirkni, gæðaaukningu og bættri neytendavernd. Um mitt síðasta ár samþykkti Alþingi breytingu á lögum um mannvirki nr. 160/2010, sbr. lög nr. 64/2018, með það að markmiði að lækka byggingakostnað og einfalda stjórnsýslu við mannvirkjagerð. Ein breytingin, sem tók gildi 1. janúar 2019, fól það í sér að byggingarstjórar framkvæma nú að meginstefnu til áfangaúttektir í stað byggingarfulltrúa sveitarfélaganna áður. Af greinargerð frumvarpsins má ráða að með breytingunni sé verið að auka áherslu á innra eftirlit í byggingariðnaði en draga á móti úr opinberu eftirliti. Þetta þýðir það að þeir sem viðhafa vinnubrögð gæðastjórnunar og standa sig vel í framkvæmd innra eftirlits síns eru verðlaunaðir með minni afskiptum hins opinbera. Öryggisventlar eru í löggjöfinni sem heimila byggingarfulltrúum að auka eftirlit sitt með verkum þar sem byggingarstjórar standa sig ekki auk þess sem gert er ráð fyrir að Mannvirkjastofnun hafi eftirlit með gæðastjórunarkerfum fagaðila í byggingariðnaði og geti þannig haft áhrif á vinnubrögð. Áskilið er í lögum um mannvirki og byggingarreglugerð að byggingarstjórar skili niðurstöðum áfangaúttekta í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. í tengslum við framangreinda lagabreytingu hefur Mannvirkjastofnun staðið fyrir fjölmörgum kynningum á úttektarforriti sem stofnunin hefur látið smíða og er hluti af byggingagátt stofnunarinnar. Byggingarstjórar geta ekki skilað niðurstöðum áfangaúttekta í gagnasafn stofnunarinnar nema með því að nota umrætt forrit. Forritið er úttektarforrit, þ.e. skráir framkvæmd úttektarinnar og skilar niðurstöðu þess í formi skoðunarskýrslu á pdf-formi í byggingagátt Mannvirkjastofnunar. Byggingarstjórum er þannig gert skylt að nota forritið við framkvæmd innri úttekta sinna (áfangaúttekta) sem eru hluti af gæðastjórunarkerfum þeirra. Með smíði forritisins er því Mannvirkjastofnun að bjóða þjónustu og skyldubinda notkun vöru sem þegar er til staðar á markaði þar sem er virk samkeppni. Úttektarforrit Mannvirkjastofnunar býður hins vegar engan veginn upp á jafn vandaða skráningu upplýsinga og nauðsynlegt er miðað við þær lagakröfur sem gerðar eru varðandi skyldur og ábyrgð byggingarstjóra. Hið ríkisrekna skyldubundna úttektarforrit uppfyllir þannig ekki þær tæknilegu kröfur sem vandað innra eftirlit krefst og vinnur í raun gegn markmiðum laga um mannvirki um aukin gæði og meiri ábyrgð byggingarstjóra með minni tilkostnaði. Segja má að krafan sé hliðstæð því að ríkisvaldið gerði kröfu um að bókhald allra fyrirtækja væri fært í tiltekið ríkisrekið bókhaldskerfi sem þó uppfyllti ekki þær kröfur sem lög um bókhald krefðust. Þá hefur við þróun kerfisins ekki verið tekið tillit til þarfa notenda eða lagakrafna um upplýsingaskil til Mannvirkjastofnunar og hlutaðeigandi byggingarfulltrúa. Eins og staðan er í dag þurfa byggingarstjórar bæði að skrá úttektir sínar á vandaðan hátt í gæðastjórnunarkerfi sitt og í úttektarapp Mannvirkjastofnunar. Veldur þetta miklu óhagræði í framkvæmd og viðbótar skriffinsku, en úttektir á einni byggingarframkvæmd skipta hundruðum. 2 Ajour ísland ehf. telur að unnt væri með einföldum hætti að tryggja góða og fullnægjandi rauntímaskráningu byggingarstjóra á þeim upplýsingum sem stjórnvöld þurfa á að halda óháð því hvers konar verkfæri þeir nota við framkvæmd gæðastjórnunar sinnar. Fyrirtækið varar hins vegar við þeirri ríkisvæðingu á þróun hugbúnaðar fyrir byggingariðnaðinn sem virðist vera í uppsiglingu með starfrækslu byggingargáttar Mannvirkjastofnunar. Leggur fyrirtækið því til að 2. málsliður 15. gr. frumvarpsins falli niður eða að hann orðist svo: „Einnig skai stofnunin starfrækja gagnasafn ísamræmi við ákvæði laga um mannvirki. Virðingarfyllst f.h. Ajour ísland ehf. 3