Húsnæðis- og mannvirkja­stofnun

Umsögn í þingmáli 319 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 01.11.2019 Tegund þingmáls: Úrvinnsla Fjöldi umsagna við þingmál: 30 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: BSRB Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
BSRB Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík Reykjavík, 4. desember 2019 Efni: Umsögn BSRB um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál BSRB hefur ekki fengið umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en óskar eftir því að meðfylgjandi umsögn bandalagsins verði tekin til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis. Frumvarpið felur í sér sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar, meðal annars með það að markmiði að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála. Með frumvarpinu er lagt til að núverandi verkefnum Íbúðalánasjóðs verði skipt upp, þannig að sá hluti sjóðsins er snýr að útgáfu skuldabréfa, eldri lánastarfsemi og fjárstýringu eigna utan lánasafns verði eftir í ÍL-sjóði en sett verði á fót ný stofnun sem fær þau verkefni sem nú eru hjá Mannvirkjastofnun og þau verkefni Íbúðalánasjóðs sem verða ekki eftir í ÍL-sjóði. BSRB styður efni frumvarpsins og telur það stuðla að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og skilvirkari stjórnsýslu. BSRB átti fulltrúa í Átakshópi ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum, í tengslum við gerð kjarasamninga, sem skilaði 40 tillögum að úrbótum í janúar 2019. Þar var meðal annars lagt til að stjórnsýsla húsnæðismála yrði efld og yfirsýn húsnæðismarkaðar aukin. Þar var fjallað um mikilvægi þess að húsnæðisáætlanir lægu fyrir til þess að meta megi íbúðarþörf, framboð íbúða á markaði og í byggingu, framboð lóða o.s.frv. áður en framkvæmdir hefjast. Slík yfirsýn er afar mikilvæg fyrir framkvæmdaaðila, sveitarfélög og einstaklinga. BSRB telur að með frumvarpinu verði til öflugri stofnun á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála sem er betur í stakk búin til þess að vinna að því mikilvæga verkefni að hafa slíka yfirsýn. BSRB er annar stofnaðili Bjargs íbúðafélags sem hefur að undanförnu unnið að mikilli uppbyggingu leiguhúsnæðis hér á landi. BSRB fagnar af þeim sökum sérstaklega framlagðri tillögu í h. lið 1. mgr. 19. gr. frumvarpsins þar sem segir að stjórn nýrrar stofnunar sé veitt það hlutverk að ákvarða vexti HMS-verðbréfa með hliðsjón af markmiðum lánveitingar o.fl., en það er afar mikilvægt að litið sé til slíkra þátta við vaxtaákvörðun, sér í lagi vegna lánveitingar til aðila sem standa að uppbyggingu leiguhúsnæðis á félagslegum forsendum. Vaxtakostnaður slíkra aðila vegur almennt þungt í leiguverði og lækkun fjármagnskostnaðar mun skila sér til leigutaka í formi lægra leiguverðs. Að lokum tekur BSRB undir þær athugasemdir sem koma fram í umsögn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er snýr að brunavörnum og öryggi. Fyrir hönd BSRB W ---------- AA- 6 '------- Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur GRETTISGÖTU 89 ID5 REYKJAVÍK SÍMI: 525 8300 BSRBiBSRB.IS BSRB.IS